Frettir fra Vinarborg

Her verda sagdar frettir af lifinu

mánudagur, júní 30, 2003

Heyrru heyrru haldiði að Helga sporty hafi ekki línuskautað í og úr vinnunni í dag. (Ástæðan var að vísu sú að ég átti ekki aur í samgöngukerfið, því annars hefði ég ekki getað borðað neitt allann daginn) Þetta eru heilir 5 km þangað og ég var bara svona ca 100 sinnum nánast búin að fljúga á hausinn. Þessir bévítans sporvagnaspor út um allt. Ekkert smá erfitt að þurfa að hoppa og skauta yfir þessar flækjur. Verð að finna aðra leið þar sem er ekki alveg eins mikið af þessu. Alltaf þegar að ég var alveg að fljúga á hausinn voru stórir sendiferðabílar með gaurum í, sem höfðu ekkert betra að gera en að hlæja af klaufalegu gellunni sem var að hoppa yfir sporvagnasporin (hvað heita þessar slysagildrur annars?). Ég hló samt ansi mikið af sjálfri mér, ég var eins og fugl sem tókst engan vegin að takast á loft. Samt voða stollt af því að hafa ekki dottið, sjáum hvernig fer á morgun. En vinnufélgarnir voru mjög hissa á mér að nenna þessu og sögðu að ég væri sportlich og með speisuð sólgleraugu ;o) ... hefðu sennilega ekki sagt það ef þau hefðu séð mig fara yfir allar göturnar

En annars var þetta bara aðeins of heitur dagur til að hanga inni og ræða um starfshætti, reglur og skjólstæðinga sambýlisins. Fórum út að borða í hádeginu, en ég hefði bara efni á að kaupa mér súpu (var ekkert ódýrara á boðstólnum og ég átti bara 2 €). Það geri ég aldrei aftur, að borða heita súpu á svona heitum degi ... ég svitnaði svo agalega við að innbyrða þessari líka vondu súpu. Hún heitir "Frittatensuppe" og er glær súpa með pönnukökustrimlum. Hef smakkað góða svona súpi, en þessi var alveg laus við þann eiginleika að bragðast vel. En á morgun fæ ég vonandi útborgað í fyrsta skiptið ... vei vei vei

Jæja best að fara að kjassast í bóndanum.
Bis nächste mal
xxxxxxxxx

sunnudagur, júní 29, 2003

Jæja þá er helgin að verða búin. Hún er mest búin að fara í það að skrifa um skjólstæðing minn. Það er ekki að ganga neitt ofsalega vel eða hratt fyrir sig, þar sem ég þarf mikið að nota orðabækur og annað til að hafa þetta nokkuð rétt. En það er nokkuð ljóst að maður lærir helling af þessu. Ég er að fara að halda um hann tölu á mánudaginn og þarf að vera með allt á hreinu. Þetta er svolítið snðiugt, þar sem við kynnust einstaklingunum svo vel áður en þeir flytja inn, þekkja a.m.k einhvern einn sem veit flest allt um þá. Ég er búin að vera að lesa um "Spiegelgrund" þar sem nasistar tóku fötluðu börnin og gerðu á þeim rannsóknir og lang flest voru myrt. Þvílíkur viðbjóður sem þar viðgekkst. En það er svo stutt síðan að þetta var, viðkvæmt mál og greinilega ekki mikið skrifað um þetta á þýskunni þar sem flest sem ég sé er á ensku. Hann var þar frá því hann var nokkurra mánaða og þar til að hann var ca. 4 ára. Þá var hann á hinum ýmsu barnaheimilum og 6 árs sendur á geðsjúkrahús "Steinhof" sem hann bjá í á 40 ár. Það er semsagt sennilega búið að fara ansi illa með hann. Hann er t.d. hræddur við að fara í sturtu þar sem köld sturta var notuð sem refsing.
En við erum nú ekki búin að gera neitt merkilegt um helgina. Fórum með Lidiu að fá okkur ís á Tichys og svo er búið að vera mikið um öskur og læti þar sem það er Formúluhelgi. Bætti inn myndum í albúmið, en það vantar myndir af ansi mörgum úr fjölskyldunni. Ef þið eigið myndir ... endilega sendið mér !!! Jæja ég verð víst að halda áfram að skrifa lífssöguna hans. Afhverju bjó ég ekki bara í þýskumælandi landi þegar að ég var lítil, sænskan kemur mér að litlum notum, nema það að sum orðin eru eins í þessum málum.

þriðjudagur, júní 24, 2003

Jæja í gær var góður dagur og í dag var hann fínn

Ég byrjaði á að hitta Miriam kl 10 og við fórum að heilsa upp á skjólstæðing minn í klukkutíma eða svo. Síðan fórum við á útiveitngastað "Heurigen" þar sem allir starfsmenn sambýlisins áttu að hittast kl 12. Við snæddum og röbbuðum og vorum þar alveg til 15. Þá fórum við í Prater sem er svona tívolígarður og byrjuð á að fara í vatnsrússíbana til að kæla okkur niður, það var alver agalega heitt. Síðan fór helmingur hópsins í eitthvað hræðilegt ælutæki og ég ákvað að vera ekkert að gubba að óþörfu þannig að ég sleppti því bara. Við fórum svo á annan útiveitingastað og fengum okkur að drekka og spjalla. Svo var farið í minigolf og annaðhvort hitti ég ekkert eða holu í höggi eða tveimur. Það var engin millivegur þar á. En það var mjög gamn. Kannski full mikið að þurfa að vera í skemmtun frá 12-20, en allt í lagi þar sem við vorum á launum

Kara á það til að taka svona biluð forvitnisbrjálæðisköst. Hún fór upp á kattartréð og þaðan stökk hún á þvottagrindina, þannig að hún datt um koll og allur blauti þvotturinn með. Við þetta brá henni svo svaðalega að hún skaust inn á baðherbergi og það vildi svo óheppilega til að Steini var búin að fylla baðið og hún lennti beint í vatninu og sennilega alveg á bólakaf því hún var rennandi blaut frammi á gangi þegar að við áttuðum okkur á þessu ... hún var sko ekki sátt, en þetta er ekki í fyrsta skiptið sem þær hoppa í baðið fullt af vatni.

Hugga systir fer að koma og ég var að skoða ferðina fyrir hana. Vonandi finna mamma og Stefán eitthvað út úr þessu. Henni verður a.m.k fylgt alla leið, hvernig sem hún kemur. Vá hvað ég er farin að hlakka til að fara í dýragarðin og svona. Svo ætlar hún að mæta með skautana sína, þannig að við eigum eftir að skeita helling.

mánudagur, júní 23, 2003

Gott kvöld góðir samlandar, fjölskylda, vinir og óvinir ... á samt enga óvini (ekki svo ég viti a.m.k)
Í gær fórum við á menningardaginn og fengum íslenskt brauð, álegg og nammi ... ekkert smá gott. Hraun og lakkrís var í 1 sæti hjá mér. Við vorum þar í 4 tíma og síðan var farið út að borða á sama stað og við fórum með Jóa (ógleymanlegt kvöld fyrir þá sem þar voru). Þar var hellingur af fólki og þó samt aðalega þjóðdanshópurinn Sporið sem dansaði fyrir okkur við undirleik Didda Fiðlu sem var með kynningu á gömlum hljóðfærum; fiðlunni og langspili. Ansi fróðlegt það
Við vorum þar og náðum síðasta U-bahn heim eftir að hafa beðið ásamt Gyðu eftir sporvagni sem var hættur að ganga. En það var bið til fjár, þar sem að við sáum litla svarta mús hlaupa undir hurð, þetta var eins og sjónhverfing þar sem það hefði ekki verið hægt að stinga dagblaði undir hurðina. Ég hefði alveg viljað taka hana með heim til að leyfa Köru og Póku að leika sér að henni, þær nefnilega eyðileggja allar dótamýs .. rífa og tæta af þeim húðina og eru ekkert smá fljótar að því. Hey þær yrðu góðar í að rýja rollur
En við fórum á Donauinsel í dag og vorum þar í tæplega 5 tíma á labbinu. Eyjan er ansi löng löng og það er ansi mikið af fólki þar núna en einhvernveginn þá hittum við á Gyðu fljótlega eftir að við komum. Ég keypti einn bilað flottann disk úr sápusteini sem ég ætla að hengja upp á vegg, hann verður það fyrsta sem fer á tómlegu veggina okkar ásamt mosaikspeglinum sem Eva gaf mér í útskriftargjöf. Diskurinn átti að kosta 57€ en ég fékk hann á 12€, það er nokkuð gott prútt. (að vísu byrjaði hann í 15€ af því að þetta var síðasti dagurinn og hann að fara með allt hlassið til Frakklands, en það þarf ekki að fylgja sögunni) Ég er voða góður prúttari sko
Ég er að tala við Ingunni vinkonu á MSN núna ... ohhh hvað ég sakna hennar. En maður þarf alltaf að vera að fórna hlutum og fólki
Jæja best að fara að drífa sig í hátinn, það er erfiðir dagur á morgun. Ég er að fara í heimsókn til skjólstæðingsins kl 10 og síðan að fara að hitta vinnufélaganna á kaffihúsi frá 12 - 20, vona að við gerum eitthvað annað en að vera bara þar. Fyrirtækið borgar þetta (erum líka á launum, ekki slæmt), þetta er svona til að kynnast hvert öðru betur og þjappast saman. Steini segir að það sé bara hættulegt. En mitt mottó er að lifa hættulega og stíga bara í djúpa vatnið (þessi málsháttur varð að koma með)
Læt heyra frá mér mjög svo fljótlega!

P.s hvernig gét ég leyft fólki að kommenta á það sem ég segir, sendið mér alveg endilega e-mail ef þið vitið það

laugardagur, júní 21, 2003

Góðan dag !!!! Á dauðanum mínum átti ég von .... það er laugardagur, klukkan er að verða 06 og ég er vöknuð. Þetta hefur aldrei komið fyrir mig á minni lífsfæddri, ætli ég sé að verða svona gömul. Gamla fÓlkiÐ vaknar oft snemma Á morgnanna og getur ekki sofnaÐ aftur. En ÞaÐ er svo sem allt Í lagi, Þar sem Ég er aÐ fara aÐ hitta konu sem er meÐ skjÓlstÆÐing minn Í leiÐveislu. HÚn er sÚ eina sem Þekkir hann og Ég hlakka til aÐ heyra ÞaÐ sem hÚn hefur aÐ segja. Ég er orÐin alveg mjÖg sÁtt viÐ ÞaÐ aÐ vinna svona sjÁlfstÆtt. Saga mannsins er alltaf aÐ verÐa mÉr ljÓsari og Í gÆrmorgun fÓr Ég aÐ hitta forrÁÐamann hans, sem er kona sem sÉr um Öll hans mÁl Þar sem hann hefur engin samskiti viÐ fjÖlskyldu sÍna.

NÚ eftir Þennann hitting labbaÐi Ég Á Stephanslatz, settist fyrir utan ZÖru og horfÐi Á ferÐamennina taka myndir af Stephansdom og skoÐa svartadauÐastyttuna Á Graben. Aldrei fÆ Ég leiÐ Á aÐ sitja Þarna Í sÓlinni og spÁ Í fÓlkinu. NÚ ÞaÐ koma allt Í einu stÓrt grÁtt skÝ og kallt rok meÐ ... ohhhh ÞaÐ var ekkert smÁ ÞÆgilegt. NÚ skÝiÐ grÁa tÓk sig til og fÓr aÐ hrÆkja Á mig, en ÞaÐ voru bara nokkrir dropar. FÓlk fÓr aÐ hlaupa til og mÉr fannst ÞaÐ mjÖg fyndiÐ, alveg hrÆÐilegt aÐ blotna (mÆtti halda aÐ Þarna vÆru kisulÓrur Á ferÐ). En svo svona nokkur hundruÐ sekÚndum fÓr Ég aÐ hlaupa lÍka, Þar sem aÐ skÝiÐ bÓkstaflega gubbaÐ Á mig. Ég varÐ alveg rennandi bara Á leiÐinni Í neÐanjarÐarlestina. Þegar aÐ Ég var komin Á stoppustÖÐina heima "Keplerplatz" tÓk Ég lyftuna upp Á yfirborÐ jarÐar Ásamt ÖÐrum. En ÞÁ var svo slÆmur uppgÁngurinn Úr skÝinu stÓra aÐ fÓlkiÐ fÓr ekki Út Úr liftunni. Ég hÉlt ÞaÐ nÚ, Ég var nÚ Þegar orÐin svo blaut. Ég byrjaÐi aÐ hlaupa ... vÁ hvaÐ ÞaÐ var blautt, Ég Í sandÖlum og ermalusum bol, niÐurfÖllin hÖfÐu ekki viÐ Þannig aÐ ÞaÐ var svona 5 cm vatnlag yfir Öllu. MÉr varÐ ljÓst aÐ Ég varÐ aÐ komast Í skjÓl Þar sem Ég skalf og titraÐi Úr kulda. BÓkabÚÐin varÐ fyrir valinu, Þar sem Ég skoÐaÐi kisubÓk sem Ég er aÐ spÁ Í aÐ versla Þegar aÐ Ég Á pening. Ég kom heim og skundaÐi undir sÆng (reyndar sÆngurver, Þar sem sÆngin er komin inn Í skÁp) Kara og PÓku fannst Ég eitthvaÐ blaut svo ÞÆr ÁkvÁÐu aÐ ÞrÍfa mig Í rÚmminu, ÞÆr meina rosalega vel en tungan er bara alveg eins og sandpappÍr. ViÐ hjÚin fÓrum svo Á Mariahilferstrasse eftir aÐ Steini kom Úr sÖngtÍma og Ég keypti mÉr buxur fyrir innlegsnÓtuna sem Ingunn og Egill gÁfu mÉr Í afmÆlisgjÖf. ÞÆr eru mjÖg skondnar, risa risa stÓrar kÚkapokabuxur sem maÐur brÝtur saman og bindur Þannig aÐ ÞÆr passi Á mann. En Þegar aÐ ÞaÐ er gert eru ÞÆr ekkert smÁ kÚl. Annars eru ÞÆr svona eins og hirbalife auglÝsing ... fyrir og eftir aÐ maÐur missti 100 kg.
NÚ viÐ fÓrum Í nokkrar bÚÐir og meÐal annars Í Diesel, Ég vildi Óska Þess aÐ Ég hefÐi ekki gert ÞaÐ. ÞaÐ er 50% afslÁttur af flest Öllum vÖrunum og Ég varÐ alveg vitlaus Þarna inni. ÞaÐ er svo vont aÐ geta ekki keypt neitt, Ég Ætla aldrei aftur aÐ verÐa svona fÁtÆk, enda stendur allt til bÓta Þar sem maÐur er aÐ verÐa bÚin aÐ vinna Í mÁnuÐ. En Ég er enn aÐ hugsa um skÓ sem Ég fann Þar, Þeir eru grÆnir (alveg eins og Starbucks rÖrin) og ekkert smÁ ÞÆgilegir. ÞaÐ var bara til eitt par og ÞaÐ Í mÍnu nÚmeri :o/ Svo varÐ Ég lÍka ofsalega skotin Í einni tÖsku sem kallaÐi mikiÐ Á mig .... Á Á Á Á Á Á
ViÐ enduÐum svo Á¡ Starbucks og fengum okkur einhverja kalda gÓÐa kaffidrykki. ViÐ ÆtluÐum svo aÐ fara Á tÓnleikaÚtihÁtÍÐina Á Donauinsel. En kl. var orÐin eitthvaÐ um 21 Þegar aÐ viÐ komum heim og viÐ voÐa Þreytt. Þannig aÐ viÐ fengum okkur bara hollasta kvÖldmat sÖgunnar sennilega. OfnbakaÐ Nachos meÐ venjulegum- og cheddarosti og bjÓr meÐ. NÚ er kl. 06:32 og Ég er aÐ skipta Á milli sjÓnvarpsstÖÐvanna 32 og ÞaÐ er barnaefni Á nÁnast Öllum, ekki verra aÐ vera barn og hafa Úr svona miklu aÐ moÐa. ÞaÐ var nÚ bara ein stÖÐ Í gamla daga og Þar til Ég var svona 8 Ára eÐa svo.
JÆja best aÐ fara Í sturtu og finna sÉr eitthvaÐ aÐ gera Þar til Ég fer aÐ vinna.
Svo er íslenskur menningardagur hér í dag á vegum Íslendingafélagsins og Sendiráðsins. Þar verður allskyns í boði s.s. þjóðdansahópurinn Sporið ásamt Didda fiðlu, hægt verður að smakka á íslenskum mat (vá hvað ég hlakka til þess), bókakynning á íslenskum bókmenntum, ýmis söngatriði .... og eitthvað meira og fleira. Svo er stefnan að fara saman á veitingastað eftir þetta. Mikið stuð !! vei vei og ég með bloggræpu

Bis später und einen schönen Tag noch!!

P.s allir ísl. stafirnir klikkuðu e-ð, bara flott að hafa þetta svona

fimmtudagur, júní 19, 2003

Ég var að vinna frá 11-19 í gær. Fyrst var TEAM (starfsmannafundur) og síðan var ég eftir á sambýlinu í Gerlgasse. Þar kynnist ég þeim 4 sem munu flytja á sambýlið okkar. Ansi skemmtileg og skondin, en ég á mjög erfitt með að skilja þau þar sem þau tala öll óskýrt og með mállýsku þar að auki, en það kemur allt. Við fórum tvisvar í búðina og svo var elduð spínatbaka (Spinatstrudel) og ég ætla sko að elda það á næstunni ... ekkert smá gott. Svo fór ég í búðina að versla eitthvað til að eta, það er einhver frídagur í dag og því allt lokað. Sennilega einhver dýrlingadagur án þess að ég hafi hugmynd um það. En nú er um að gera að koma sér út í góða veðrið. Leó og Ella eru búin að bjóða okkur í heimsókn og við Keisuke ætlum að skauta í heimsókn til Lidiu og sjá íbúðina hennar. Síðan er donauinselfest að byrja í dag og þar er ýmislegt sem má kíkka á eins og Bonnie Tyler, No Angels, Shaggy og fleira

þriðjudagur, júní 17, 2003

Ætla að byrja á hamingjuóskum ... allir sem útskrifuðust úr Menntaskólanum á Akureyri fyrir 5 árum fá stóran koss frá mér. Síðan var Örvar að útskrifast sem óperusöngvari í dag og fær hann enn stærri koss.
Jæja vinna í dag frá 9-13 þar sem farið var í handbókina. Síðan hitti ég tvær dömur úr vinnunni og við fórum að undirbúa fyrirlesturinn okkar sem við erum með 1. júlí. Ég fór í þetta blessaða H&M viðtal ... eftir að hafa villst á milli H&M búða á Mariahilferstr. Þær eru allt of margar þarna og að ætla að láta mig rata á þá réttu ...pppbbbbbhhhhaaaaaaa
Nú þetta var svona sýju-grisjunar-dæmi, þar sem þeir fá að meðaltali 20 umsóknir á dag. Þannig að ég ætla ekki að pæla í þessu meir. Svo hitti ég Keisuke og Lidiu þar og við kæiktum í búðir og enduðum á Starbucks og vorum þar heillengi. Ég fór svo í búðina á leiðinni heim að kaupa nýjan klósettbursta ... jakk, kattarhárslímborðarúlluhaldara (vá flott orð) svo ætlaði ég að kaupa eitthvað til að borða, en ég hef afskaplega takmarkaða list í þessum hita. Þannig að ég keypti epli, appelsínur, banana, vínber og plómur og gerði svona voða fínt sallat. Verð bara að muna að kaupa mangósafa næst, held að það sé voða gott með þessu. Sem betur fer var gamli ekki svo svangur og fannst þetta bara helv... gott. Nú hann fer að vinna kl 07 sem þýðir að hann þarf að vakna kl 05 og er að vinna til 18 og er þá komin heim um 19. Hann kemur inn, fer í kallt bað, borðar, kíkir á netið og fer svo að sofa ... ég held að mér líði bara eins og sómannsfrú, nema það að ég fæ góða nótt koss og sef svo við hlið hans. Það er ekki eins og ég geti farið að sofa kl. 21 .... ekki alveg. Ég þarf ekki að mæta fyrr en 12 á morgun ... þarf að vísu að fylla út eina skýrslu ...á þýsku áááá
En nú er southpark að byrja og ég verð að glugga á það ... bis morgen

mánudagur, júní 16, 2003

Jæja þá er enn einn dagur að kveldi kominn. Ég þurfti ekki að vinna fyrr en kl 13:00, en þá átti ég stefnumót við verðandi klæent minn. Þannig að ég notaði tímann til að þrífa aðeins hjá okkur, ekki veitt af. Ég mætti puntlich og heimilishjálpin var hjá honum. Þetta var hálf vandræðalegt í fyrstu þar sem þarna sat gamall maðurinn (fæddur 1941) alsnakinn á rúmkantinum og snæddi hádegisverð. Heimilishjálpin veitti mér hinar ýmsu upplýsinigar um skjólstæðinginn, sem er fyrir margar sakir mjög forvitnleg persóna sem tekin var af foreldrum sínum af nasistum og alin svo upp á geðsjúkrahúsi. Hann var það klár að hann gat búið enn sem hann enn gerir, en hann hefur legið í rúmi sínu síðan í febrúar á þessu ári. Ég átti ekki til eitt einasta orð, hann gerir þarfir sína í bekkenn og er baðaður og já það bara gerist allt í rúminu. Hann fær til sín heimilishjálp nánast 3 tíma á degi hverjum og þess á milli liggur hann í rúminu og gerir ekki neitt. Ég sjallaði við hann og surði hvort hann myndi lesa, spila eða jafnvel horfa á sjónvarpið en hann sagðist bara sofa. Hann er með einhvern talvöðvasjúkdóm og því ekkert allt of auðvelt að skilja manninn. og já, það er opið úr íbúðinni hans fram á gang og hún sagði að allir nágrannarnir myndu þekkja hann. Það verður viðbrigði fyrir aumingjans manninn að verða dregin á lappir á klósett, í mat og þess háttar. Hann er hjartasjúklingur og það vantar á framan á lappirnar vegna sykursýki. En ég þarf að fylla út heila möppu af upplýsingum um hann og finna þær á þeim stöðum sem hann hefur dvalið á.
Ég labbaði í gegnum miðbæinn og skoðaði fólkið, kom heim og hélt áfram að þrífa aðeins og grillaði svo kjúklingabita ásamt bökuðum karttöflu og salati til að karlinn fengi eitthvað að éta þegar að hann kæmi heim, enda búin að vera að púla í 10 tíma. Þegar að herra Ferrari mætti á svæðið ... sorry hann er svo sólskaðbrunninn, talandi um að vera með rauðhærðuhúð og nota ekki sólvörun sem gamla var búin að byðja hann um að gera. Ég set sólvörnina frá Nuskin í töskuna hans í kvöld, ásamt smurðu nesti ... ahha ha ha ha ég er eins og eldgömul sápa.

sunnudagur, júní 15, 2003

Við fórum bara nokkuð snemma að sofa í gær og fórum á fætur fyrir hádegið, greinilegt að vinnurnar eru að hafa áhrif hérna. Svo fórum við í náttúrugönguferð, fundum þessa fínu leið rétt fyrir utan Vín og var hún 7,9 km. Fórum í útsýnisturn þar og þetta var voða kósí og fínt, mestur partur leiðarinnar var skóglendi svo það var sko hægt að una við sitt :o) Nú við fórum eitthvað út af sporinu og týndum leiðinni sem við vorum á. Surprise surprise fyrir þá sem hafa reynt að ferðast eitthvað með mér. En við komumst niður úr skóginum að lokum (fyrri hlutinn var bara uppímóti) og funndum mannarbyggð. Við vorum alveg að þorna upp, þar sem enginn vökvi var með í ferð. En það er allt lokað í Austurríki á sunnudögum (verslunartíminn er ekki frjáls). Við vorum alveg að skrælna og lenntum inn í miðri sveitarsamkomu, sem virtist vera einhver nunnufjáröflun. Þar var verið að selja kökur, snafsa, hvítvín og bjór (ekki verið að selja neitt eðlilegt að drekka, en svona er Austurríki) ... þannig að við settumst í garð með ískaldan bjór til að svala þorstanum. En hann var ískaldur og góður þannig að þetta var bara nokkuð gott.
Svo komum við heim til að Steini næði Formúlunni og það var allt vitlaust á meðan að hún var ... alveg brjáluð spenna. Enda spurði ég Steina hvort það væru ekki bara geðsjúklingar sem fylgdust með þessu.
Já og svo er stefnan bara sett á að fara snemma að sofa (je ... right), vinna á morgun og svona. Ég er að fara heim til mannsins sem ég mun "bera ábyrgð á" á sambýlinu til að kynnast honum og afla mér sem mestra upplýsinga um hann. Vona bara að við munum skilja hvort annað :o/
En allaveganna þá er hitinn er orðin aðeins bærilgri, alveg komin niður í 23° núna í kvöld.

laugardagur, júní 14, 2003

Jæja, þá er ég búin að sofa fyrir næstu daga. Við erum að tala um rúma 13 tíma svefn. Enda er búið að taka þvílíkt á að þurfa að vakna kl. 6:00 síðustu 3 morgna. Enda ekki alveg það sem ég hef vanið mig við síðustu mánuði. En einhvernvegin hef ég ekki getað farið snemma að sofa þó svo ég þurfi að vakna snemma og því sofið að meðaltali um 5 tíma. En nú er sko aldeilis búið að bæta fyrir þetta. En ég rauk á lappir í gærmorgun við það að síminn hringdi, ég hélt að ég hefði sofið yfir mig og var alveg í panik. Nei nei þá var þetta karl að hringja í Steinia og bjóða honum vinnu. Við erum að tala um að kl. var 06:15 ... hver hefði gert þetta á Ísl? En hann Steini er semsagt kominn með vinnu og við hrópum sko húrra fyrir því !!!!
Ég var bara á ummönnunarnámskeiði fram að hádegi, síðan fór ég á Stephansplatz og spókaði mig þar um. Ég var heillengi að horfa á svið sem búið var að planta fyrir framan Zöru búðina. Þar voru börn að dansa og syngja við hinar ýmsu ballöður. Þetta var svona opið svið, en allir búinir að æfa voða vel fyrir þatta. Skemmtilegasta sem ég sá var 1. bekkur frá tékkneskum einkaskóla hérna, þau voru að dansa mjög nútímalegt eitthvað klippvideodansdæmi. Nú svo fór ég að skoða í Zöru og H&M .... hey já ég gleimdi að segja ykkur að í fyrradag hringdi í mig maður frá H&M og spurði hvort ég væri enn til í að vinna hjá þeim (sendi einhverja netumsókn í enda apríl) og ég hélt það nú, en bara sem aukavinnu og ég á að hitta hann á þriðjudaginn kl 14:30. Ég er samt á mjög hálum ís að fara að vinna þar, þar sem það er allt of mikið af flottum fötum .... verra að þurfa að borga fyrir launaseðilinn :o/
Svo settist ég á Starbucks og fékk mér iced caffé latte ... það er ekki slæmt. Ég sat þar í svona 40 mín og horfði á fólkið. Það var verið að taka upp eitthvað þarna í kring og ég lét það sko ekki trufla mig, brosti bara mínu breiðasta annað veifið.
Svo kom ég heim þar sem Steini lá í kælingu í baðinu, frekar þreyttur eftir fyrsta daginn. Við fórum á Mariahilferstrasse í nýopnaða stærstu Cosmos í heimi og þaðan lögðum við í leiðangur að leita af Burger King, ekki í fyrsta skiptið. Þar sem að ég var bara búin að borða morgunmat gat ég ekki klárað besta kjúklingarborgara í heimi, það hefur aldrei gerst áður. Það er svo heitt að maður drekkur allann daginn og borðar lítið sem ekkert, matarlystin kemur greinilega með kuldanum. Við komum svo heim um 21:00 og vorum alveg OFF og sofnuðum.

fimmtudagur, júní 12, 2003

Jæja þá er enn einn erfiði heiti dagurinn búin. Vá hvað það var allt of heitt í dag. En ég drakk tvo kaffibolla fyrir hádegið og það hélt mér bara nokkuð hressri. Vá held að þetta hafi verið fyrsta skiptið sem ég hef gert það. Eftir að hafa farið að borða hádegismat með Miriam, Josephine, Ernst og Thomas (... fer alveg að læra nöfnin) var haldið áfram að skyndihjálpast og seinnpartinn fórum við að gera verklega allt það sem við höfðum lært og það bara í mjög raunverulegum aðstæðum. Rauði krossinn hér er búin að koma sér upp mjög skemmtilegri æfingaraðstöðu þar sem í hverju herbergi eru mismunandi þemu. Bílslys, byggingarvinnuslys, heimaslys og eitthvað fleira. Mjög flott semsagt, skátarnir ættu að skoða þetta ;o)
Síðan fórum við og keyptum 20 lítra af kattarsandi, 3 kg af kattarmat (þessum nýja góða), ena leikfangamús í opinni plastkúlu og ... já við keyptum kattartréið loksins. Ég er voða stollt af nýja stofustássinu mínu, en þær eiga alveg eftir að fatta hvernig á að nota það :o/ En við þurfum allaveganna ekki að kaupa neitt handa þeim á næstunni .... he he hí hí og hó hó ... ég lofa
Nú er ég að gera albúm sem þið getið kíkkað á ... þetta er bara hellingur af myndum, bæði nýjum og gömlum, ekki láta ykkur bregða

Góða nótt í bili
xxxx

Ái á á á á, það er svo heitt og sveitt hérna núna. Er hægt að gera manni þetta? Ekki pantaði ég þennan hita, ok það er allt í lagi að hafa gott sumarveður. En þessarri hitabylgju á að ligna eftir föstudaginn, en þá á að vera 36° hiti. Sko kisurnar geta lítið sem ekkert leikið og þær eru farnar að anda eins og hundar, með opinn munninn og allt. Ég hef reynt allt, að sprauta á þær, bleyta handklæði til að liggja á og ég veit ekki hvað og hvað ... en þær eru ekki alveg að fíla þetta.

Hey, það er þáttur um Ísland í sjónvarpinu núna :o) Húsavík, Laufás, Skógarfoss, Vatnajökull, hestar. Vá hvað maður er stolltur af landinu sínu!

En ég verð samt að blogga til ykkar. Í gær var ég að vinna, eða það var svona starfsmanafundur sem þau kalla TEAM og er einu sinni í viku. Síðan eftir það fór ég að taka mig til í þetta blessaða atvinnuviðtal. Ég plokkaði mig, lagaði allar neglur á útlimum mínum og skreytti þær með illalyktandi lakki. Klæddi mig svo í voða fín föt og var algjört babe í háum opnum skóm (sem er ekkert voðalega þægilegt að ganga á). Ég var nú bara nokkuð viss um að ég fengi þessa vinnu. Þegar að ég mætti svo á svæðið, var þetta bara alls ekkert atvinnuviðtal. Þarna vorum við samankomin svona 40 einstaklingar. Við komum inn, fengum límmiða með nafninu okkar og honum klessti karlinn á brjóstið á mér. Svo fengum við blað til að fylla út allan andskotann. Ég var komin að því að fylla út tungumálakunnáttu mína þegar að við vorum stoppuð. Við vorum þá beðin um að standa upp og segja frá sjálfum okkur og hvað okkur þætti góð þjónusta, dem .... nú voru þýsk ráð og orð dýr. En ég babblaði eitthvað sem og allir aðrir. Það voru þrír í því að skrifa niður það sem við sögðum og já þetta var vægast sagt mjög furðulegt. En það endaði svo með því að þau hurfu í burtu og svo kom einn þeirra og sagðist lesa upp nöfn þeirra sem fengju að fara í viðtal. ÚPS, það voru lesin upp öll nöfn þeirra karlmanna sem þarna mættu og 3 stelpur þar að auki. Þannig að ég fór bara heim, þýskan bjargaði mér ekki í það skiptið.
En í dag er ég búin að vera á skyndihjálparnámskeiði með vinnunni. Við erum búin að vera inni í rauðakrosshúsinu í allan dag (08-17) og svitna eins og ..... í kirkju, já þið getið bara í eyðuna, við erum nefnilega að tala um lofthita sem er 32°. En þetta tók mjög á, bæða að hlusta á allt á þýsku (maðurinn talar ekki mjög skýrt) svo að blása í dúkkur, hnoða, leggja í læsta hliðarlegu, búa um sár, gera fatla og allt þetta í hita dauðans, sveijattan. En heimamenn voru líka alveg að deyja og áttu líka í erfiðleikum með að skilja muldrið í strákgreyinu. En þetta allt varð einhvernvegin til þess að orkan mín fjaraði alveg út um 15 leitið og ég var alltaf að detta út (þið vitið hvað ég meina, ekkert smá óþægilegt) Ég bara gat ekki haldið mér vakandi, samt fór ég að sofa um 23 leitið í gær, sem aldrei fyrr. Nú svo kom ég heim og þá mundi ég eftir því að við vorum að fara í óperuna með Möggu og Mæju að sjá Bjarna Thor. Þannig að ég skunkaðist í kalda sturtu ... til hvers veit ég ekki, því maður svitnar strax aftur. Ég ákvað að nenna ekki að taka töskuna mína með mér og fattaði þegar að við vorum að verða komin í neðanjarðalestina að ég hafði gleymt lestarkortinu. En ég hætti svo að pæla meira í því eftir að ég sagði við Steina að ég yrði örugglega tekin, þar sem ég hefði aldrei verið stoppuð hingað til og alltaf með lestarkort ... auðvitað var akkúrat verið að stoppa :o( grenj, væl, snökt og öll skyld orð .... arg hvað ég var reið. Ég þurfti semsagt að borga 62€ sem er allt of mikið fyrir fátækt fólk og seinheppnu Helgu.

Nú við (og Magga, Mæja, Keisuke og Mette) fórum á óperuna "Il Turco in Italia" þar sem Bjarni (sá í grænu fötunum) er í aðalhlutverki, ekkert smá flottur. Nú óperan er 2 klst. og 45 mínútur ... þetta var ekki auðvelt fyrir þreyttu Helgu. Ég veit ekki hvað ég sofnaði oft, alveg hræðilega óþægilegt. En Steini vakti mig alltaf þegar að Bjarni mætti á sviðið, en um leið og hann fór af því þá datt ég inn í draumaheimana. Ég var samt alltaf að hrökkva við og karlinn fyrir framan mig leit oft á mig, hefur sennilega haldið að ég væri flogaveik. Veit svo ekki hvað fólkið fyrir aftan mig hélt, þegar að sýningin endaði fagnaði ég manna mest þegar að Bjarni kom ... he he he
Svo þurftum við að kveðja Mæju og Möggu því þær eru að fara til Íslands í fyrramálið. Maður er alltaf að kveðja fólk, ég þoli það ekki. Við áttum alveg frábærar stundir saman og þær eru ekkert farnar og munu endurtaka sig aftur ... það er ekki spurning

Jæja nú þarf Helga sveitta að fara að flytja viftuna inn í herbergi og svo að reyna að sofna til að hafa úthald í skyndihjálpina á morgun ... hvað er eiginlega með orkuna mína, hver er að stela henni af mér? Á einhver ráð handa mér, mig vantar ekki vítamín, það er eitt sem víst er. En það er líka ekkert eðlilegt að þurfa að vakna kl. 6, ef það er ekki ókristilegur tími fyrir mig þá eru það fáir, já nema það væri fyrr .... en þá væri maður bara mættur á næturvakt ;o) ... jæja tími til komin að leggja sig
Ég er orðin húkkt á að spila Pairs II (Puzzle en ekki tímaleikinn) fyrir svefninn, ég er komin með 314 stig vei,vei Hey já, ég er að spá í að búa til heimasíðu, eða myndaalbúm til að geta sýnt ykkur nýjustu myndirnar.
Bless í bili, allir að fara vel og sparlega með heilsuna, lærði það í dag !!

mánudagur, júní 09, 2003

Jæja þá á maður bara afmæli í dag :o)
Ég er orðin stór stelpa!!!
Ég er búin að vera í símanum síðan kl. 11 og taka á móti smsum, en þá vakti söngkennarinn hans Steina okkur. Hann hringir alltaf á mjög kristilegum tímum karlinn. Gat hann ekki gefið sér að við hefðum farið að sofa um 7 leitið. En ég verð tilbúin við símann ef fleiri vilja hringja. Steini er að elda handa okkur eggjaköku núna í þessum töluðu, notast við heimilisfræðibókina sína sem hann gluggar oft í ... er hægt að hugsa sér yndislegri mann, nei það held ég ekki.

Í gær fór ég, Steini, Magga, Mæja og Mette á Burger King að fá okkur burger. Ég fékk mér það sama og alltaf, sem er Chicken Whopper með osti og án sósu, hver segir að það sé svo óhollt. Þetta er grilluð kjúklingarbringa (ein betri sem ég veit um) með káli og tómati og þetta sett í hamborgarabrauð. Svo fær maður sér ískallt sódavetn með ... skyndibitinn þarf ekki að vera svo slæmur. Það er það sem ég segi, en ég er enn að lesa bókina, en það hefur ekki gefist mikill tími til að lesa síðustu daga. Hey ég fann smá um þetta hér
Veiiiiiiii, nú get ég sko alltaf borðað hann með mjög góðri samvisku, það vantar að vísu ostinn í þennan vísindarlega útreikning, en það skiptir ekki máli. Þið skiljið hvað ég er að fara þegar að þið smakkið hann, Eydís Bára veit hvað ég er að fara. Það er ekki fyndið hvað hann er góður
Nú þegar að við vorum búin að borða var ákveðið að fara á skauta á Donauinsel (sem er útivistareyja, made by man). Ég, Mæja, Magga og Keisuke fórum þangað og byrjuðum að skauta og svitna alveg agarlega. Þvílíkur hiti, en nýi Dri-fit skautabolurinn sem ég fékk í afmælisgjöf bjargaði mér alveg. Við skautuðum og skautuðum og fórum lengra í aðra áttina en við höfðum nokkurtímann farið ... fyrst var bara fólk að hjóla og skauta, síðan voru bara arabbar og sígunnar að grilla og svo þegar að við komum öllru lengra þá var bara nakið fólk. hmmm við vorum semsagt komin á nektarhluta strandarinnar. Þetta var frekar pínlegt þar sem meirihluti fólksins var eldra fólk og allt mjög frjálslegt. En maður sá margar gerðir af rössum og öðrum líkamspörtum, enda lá fólkið á skautabrautinni okkar. Við fórum yfir ánna við fyrsta tækifæri til að sleppa úr þessum pínlegu aðstæðum. En þar virtist líka vera nakinn hluti. En fjölskyldufólk var þarna og bara allir naktir og voða eðlilegt. Enda segir þetta fólk að við höfum verið fædd nakinn og að það sé "abnormal" að vera að klæðast fötum. Þetta er sennilega alveg rétt hjá þeim í þessum hita eða er þetta bara einhver exibisonisimi ;o/
Mæja átti alveg snildarfall sem tók þónokkurn tíma. Hún fipaðist á Steini svo ákvað hún að detta frekar í grasið, stefndi þangað og hljóp nokkur mjög stór skref og datt svo loksins, greyið lennti á brenninetlum og rispaðist aðeins. En þetta var samt frekar fyndið, gott að geta hlegið að óförum annarra. Nú skautaferðin tók um 2 og 1/2 tíma og maður frekar þreyttur og sveittur og búin að borða mikið af flugum og nefið fullt líka. En það er víst bara hollt, fullt af næringarefnum í þessu. Snýtti svo úr mér heilu líkhúsi af flugum þegar að ég kom heim. Ég tók á það ráð Steina að leggjast í ískallt bað og það virkaði fínt, ég a.m.k lá þar í um 30 mín og las "dagblaðið" sem við erum áskrifendur af núna á meðan Steini er að leita sér af vinnu. Nú svo var farið að taka sig til fyrir kveðjupartý hjá Möggu og Mæju. Við vorum ekki komin þangað fyrr en um 23 leitið þar sem ég var svo lengi að koma mér úr kælingunni. Það byrjaði mjög rólega, allir voða rólegir en það endaði með agalegum vatnsslag (sem byrjaði á þakinu). Enda var fólk að drekka Turkisk Peber "hot and sweet" sem þær og Mette höfðu búið til, en ég hafði vit á að drekka sem minnst af því. Hef ekki góða reynslu af þessum drykk. Ég fór heim alveg rennandi blaut, Steini hafði vit á að forða sér í burtu á meðan ósköpunum stóð. Við komum ekki heim fyrr en um 7 um morguninn eftir að hafa horft á sólarupprás frá þakinu á Erlachplatz (stúdentaheimilið sem við Eydís bjuggum í Magga og Mæja eru að fara að yfirgefa)
Þegar við komum heim var farið að vinda sem mest úr fötunum mínum og ég eldaði ostakjúklingapylsu handa kisunum. Á morgun er svo vinna og svo er ég að fara í atvinnuviðtal hjá "Do&CO - THE GOURMET ENTERTAINMENT COMPANY" vegna aukavinnu. Vona að ég fái hana, það er að þjóna "freelance" á nokkrum snobb veitingahúsum, kaffihúsum og börum hér í Vín. Get alveg ímyndað mér ágætis þjórfé þar. En maður þarf að uppfylla allskyns skylirði (aðallega útlitsleg) vona bara að ég verði ekki viktuð á staðnum ... he he, og svo hef ég heldur enga reynslu í þjónabransanum, en það sakar samt ekki að prufa.

sunnudagur, júní 08, 2003

Jæja, síðan síðast heufur sitthvað gerst. Á föstudaginn fórum við Steini í bæjarleiðangur ... ég var að leyta af klórutré fyrir kéttina, en ég vill fá það besta , flottasta, praktískasta fyrir sem minnstan pening og það tekur auðvitað sinn tíma. Einhverntímann verður það vonandi þannig að maður getur bara keypt það sem manni langar í, eftir nokkur ár þegar maður er komin í vel launaða vinnu. Kennnarastarfið kannski ekki alveg rétta hillan fyrir það. En ég er svo séð að læra þroskaþjálfan líka, held að forstöðufólk á sambýlum séu með ágætis laun. Það er svo heitt þessa daganna að maður borðar ekki mikið en drekkur alveg ofsalega, þannig að maður er búin að prófa að drekka ýmislegt. Nýjasta æðið hjá okkur er svona Mangósopi (einhverskonar mysudrykkur held ég) og það kemst bara nokkuð nálægt Garpinum sem ég sakna svo mikið. Vá hvað það væri unaðslegt að fá einn slíkan, alveg ískaldan.
Jæja svo fórum við á fastaborð íslendingafélagsins eða svokallað bjórkvöld sem er mánaðarlega. Það var bara ágætlega mætt ca. 15 manns. Nú það var bara mjög gaman og teygiðst vel úr því og við rölltum á annan stað. Á leiðinni heim tók ég að mér að verða Florence Nightingale, við rákumst á ungan dreng sem lá á götunni. Ég byrjaði á að setja hann í læsta hliðarlegu og hringdi svo á sjúkrabíl fyrir aumingjas manninn sem var meðvitundarlaus af einhverri neyslu.
Svo daginn eftir (laugardag) hafði ég ákveðið að halda afmælisboð, bæði um daginn fyrir fjölskyldufólkið og kvöldið fyrir djammarana. Nú við vöknuðum um 13 sem var svolítið seint þar sem við áttum eftir að gera allt. Nú ég var bara mjög slöpp eftir skemmtunina kvöldið áður, en náði að ryksuga, þrífa baðherbergið og skræla eplin í eplakökuna. Steini minn sá bara um allt hitt, ekkert smá góður. Hann fór að versla, bakaði 2 kökur og einn heitan rétt. Þetta fór svo allt vel fram, mættir voru: Ingunn, Egill, Ásgeir, Þóra, Örvar, Björn Atli, Magga og Mæja. Horft var á Ísland - Færeyjar og rætt um heimsmálin :o)
Fyrra hollið fór um 20 leitið og það seinna kom um 21, það voru Hjálmar, Magga, Mæja, Keisuke (Japan), Boban (Júgóslavía) og Mette (Noregur). Það fór líka mjög vel fram og við sátum og spjölluðum til um 00:30. Fólk var frekar þreytt eftir kvöldið áður ;o) Keisuke var með digitalmyndavelina sína og ég tók smá flipp og tók ansi margar myndir af kisunum og nokkrar af gestunum. Væri alveg til í að setja eitthvað hérna inn, en ég kann það bara ekki. En ég er a.m.k alveg að verða gömul, nú er maður alveg að komast á þrítugsaldurinn en ég ætla samt alltaf að vera svona 22-23 ára.

fimmtudagur, júní 05, 2003

Jæja nú gleymdi ég alveg að blogga í gær :o(
Eða reyndar hafði ég ekki tíma. Ég fór í voðalegt ferðalag á leið í vinnuna. Ég átti að mæta kl. 13:00 á einhvern stað sem ég veit ekkert hvar er. Ég setti inn í samgöngukerfaprógrammið og það sarðgði mér að far í U-bahn, svo í sporvagn og svo í strætó. Ég áætlaði alveg 40 mín. í þetta, en viti menn þegar að ég mætti á stætóbiðstöðina þá fór hann ekki á nema 20 mín fresti (sem er mjög óvenjulegt) Nú ég sá ekki fram á að ná í vinnuna á réttum tíma nema þá bara að labba. Mín arkaði af stað og fyrir þá sem vita hveru ratvís ég er ... já já ég fór í vitlausa átt. Í þokkabót var steikjandi hiti og ég arkaði áfram eins og örn (labba þeir ekki voða hratt:o) Svo þegar að ég var búin að labba í svona 5 mín. þá ákvað ég að spyrja gangandi konu og hún sagði mér að ég bara yrði að taka strætó, þar sem þetta væri svo langt í burtu og þar að auki væri ég á vitlausri leið. Þannig að ég mætti annan daginn minn of seint, en það var allt í laggi ... það var bara hlegið af mér (heppilegt að vera voða vitlaus íslendingur í stórborginni). Það þarf einhver að sjá um að villast ... ekki eins og ég hafi verið í skátunum
Svo fór ég bara að vinna i morgun og það á sama stað, þurfti bara að taka tvær neðanjarðalestar og það tók ekki nema um 15 mín ... alltaf gott að vera vitur eftirá
Þegar að ég kom heim var önnur kisan (Póka) eitthvað svo útþemmd og maginn grjótharðu. Þær hafa legið mjög mikið eins og klessur á gólfinu, en það er út af hitanum. Við vorum með rosa áhyggjur og hringdum í dýralækninn sem sagði okkur bara að koma strax (hann er í sömu húsalengju og við). Við komum með þær báðar því þær áttu eftir að fá sprautur. Hann skoðaði á henni magann og sagði að hún væri bara full af "Harn" og við skildum það mjög vel. Vá kisan var full af hárum, ekki skrítið að hún væri svona útþemmd og hörð. Hann hélt áfram að skoða hana, mæla, kíkja í eyrun, vigta og allt svona og gerði svo það sama við Köru. Ég spurði hann svo hvort að hún myndi losa sig við þetta gegnum munnin (hafði heyrt að kettir "ældu" hárköglum), hann fór að skellihlæja og sagði að þetta kæmi nú út um hinn endan og útskýrði fyrir okkur að þetta væri "Harn" (sem er víst þvag) en ekki "Haaren" (Hár) .... það má taka það fram að læknirinn var útlendingur eins og við og ekki skrítið að við skildum misskilja hann. (hmmm góð afsökun)
Jæja svo er svo bilaður hiti, nú er kl 22:40 og það er 27,8° hiti úti. Við fórum í leiðangur að leita af ódýrri viftu og fundum eina stóra og góða (með 3 hraðastillingum, snúnigi og allt) á svona 1700 ísl. kr. Nú stoppar hún ekki og er alveg yndislegur kaldi vindurinn sem frá henni kemur. Já svo sagði dýralæknirinn okkur að gefa kisunum kattargras svo þær myndu losa HÁRIN oftar úr hálsinum. Ég fór út í búð að versla kattargras. Ok þetta var álbakki og mynd utaná af voða girnilegu grænu grasi og á því lá köttur í magindum sínum ... auðvitað hélt ég að þetta væri gras sem ég var að versla. Nei ég opnaði álbakkann og í honum var sag og nokkur fræ, vá ég var ekki alveg að skilja þetta. En það voru leiðbeiningar innan á lokinu og þar kom í ljós að ég var að fara að rækta kattargras með því að vökva sagið og láta það svo standa í glugganum í 7 daga. Þannig að ég er bara með voða græna fingur núna, með sagbing í álbakka í glugganum :o/ vonandi næ ég að fá eitthvað úr sagbíngnum, ég læt ykkur vita af gangi mála
Jæja nú ætla ég að fara í ískalda sturtu og svo upp í rúm (með viftuna) að lesa bók sem Siggi bróðir Steina sendi honum. Hún heitir "Fast food nation" ... aldrei að vita nema maður læri eitthvað af þessu.
Jæja góða nótt elskurnar mínar xxx

þriðjudagur, júní 03, 2003

Jæja þá er dagur að kveldi kominn. Við Steini fórum að kaupa helstu nauðsynjar áðan svona eins og klósettappír, kotaæluna mína og fl. En í leiðinni komum við við í dýrabúð, þar sem við ætlum að hætta að gefa kisunum okkar blautmat, eða a.m.k að minnka það mikið og kaupa því einhvern góðan þurrmat. Nú ég fór að skoða allt kisudótið þarna og mér blöskraði alveg. Það er verið að selja litla bolta og loðna hnullunga eins og þetta sé gull. Svo ætla ég að kaupa handa þeim klifurtré og það kostar bara morðfjár, það er ekkert lítið verið að leggja á hlutina. Ég myndi bara vilja finna stórmarkað þar sem ég get keypt hlutina á viðráðanlegu verði. En ég endaði á að kaupa einhvern voða fínan mat: "Eukanuba" bara af því að hann var á prufutilboði og ég hafði séð hann í dýralæknaskólanum sem Egill hennar Ingunnar er í. En þeim finnst þetta greinilega mjög góður matur og það er bara hið besta mál.
En nóg um það, við Keisuke (vinur minn frá Japan) fórum á línuskauta og það tók bara heila 3 klukkutíma. Við ætluðum bara að vera í nágreninu þar sem allar samgöngur liggja enn niðri, en þetta endaði bara á heljarinnar langri skautun. Við byrjuðum á Belvedere garðinum fórum svo í Stadtpark (villtumst aðeins, aldrei þessu vant) fórum alla Ringstrasse og Donaukanal hjá Schwedenplast.
Á meðan að ég var að skauta var Steini (líka byrjaður að blogga) að láta renna í kallt bað og Póka datt í vatnið. Þetta er ekki í fyrst skiptið sem forvitni þessarra kettlinga leiðir þá á villigötur :o)

Jæja það á ekki af mér að ganga. Við Steini vorum á leiðinni í söngtíma (fyrsta skiptið sem ég ætla með honum) og þá er samgöngukerfið bara í verkfalli. Opinberir starfsmenn hafa ákveðið að leggja niður vinnu til að mótmæla fyrirhuguðum breytingum stjórnvalda á eftirlaunakerfi landsins. Til stendur að hækka eftirlaunaaldur og draga úr bótagreiðslum. En þetta er nú samt svolítið fáránlegt verkfall að sumu leiti, þar sem kennarar mæta til vinnu en kenna börnunum ekki, bara passa þau. Held að þetta yrði nú talið verkfallsbrot heima. En það er allt brjálað yfir þessu og verkalýðsfélögin alltaf með mótmælagöngur gegn þessu. Nú á fólk að vinna til 65 ára í stað 59 sem enn er í gildi, þannig að þessi læti eru kannski alveg skiljanleg.
En hér er 25° hiti og 80% raki þannig að það er vel heitt og klístrað. Bílinn minn seldist um helgina þannig að nú höfum við kannski efni á að kaupa eina litla viftu til að gera loftið hérna aðeins bærilegra. Búin að setja nokkra linka inn, endilega sendið mér það sem ég er að gleyma, takk fyrir hjálpina Bjarki!

mánudagur, júní 02, 2003

Vá, loksins læt ég verða að því að byrja að blogga. Þið sem hafið verið að byðja mig um það (já og bara bögga mig) verðið vonandi voða voða glöð og góð við mig hér eftir:o)
Ég er komin með stórfjölskyldu hér í Vínarborginni og verð að finna út hvernig ég geti sett inn myndir af nýju meðlimunum sem eru Kara og Póka. Getur einhver sagt mér hvernig á að gera það?
Eva Björk og Óli voru hjá okkur um helgina, já og bumbubúinn hennar Evu. Þannig að við túristuðum um borgina um helgina. Þau voru bara allt of stutt, þannig að það náðist alls ekki að skoða og gera allt. En við afrekuðum samt alveg slatta. M.a. fórum við í Þjóðaróperuna (Volksoper) og sáum "Leðurblökuna" sem við Steini vorum nýbúin að sjá hjá söngskólanum hér. Síðan voru helstu söfn og byggingar einnig skoðuð.
Jæja, þá er ég byrjuð að vinna ... á óopnuðu sambýli í þriðja hverfi (Erdbergstraße). Fyrsti vinnudagurinn var í dag og það var bara alveg ágætis stemming á liðinu. Það bjargaði mér alveg að allir voru nýjir og vitlausir eins og ég. Það var voða mikið spurt um Ísland og þau frekar hissa á að útlendingur fengi að komast inn. Allir sem vinna þarna eru háskólamenntaðir á uppeldissviði eða eru í þannig námi. Byrjað var á að fara yfir stefnur og starfsreglur félagsins Auftakt sem ég er víst að byrja að vinna hjá. Síðan fórum við að skoða sambýlið sem við munum vinna á. Það er alveg glænýtt og verður opnað í Júlí. Það er mjög flott og nýtískulegt bara. Annað en það sem ég hef séð hérna í borginni. Það eru 4 "þjálfunaríbúðir" og svo eru 6 á sambýlinu sjálfu. Þangað til það opnar erum við að undirbúa komu þeirra sem þar munu búa, munum meðal annars heimsækja þau þar sem þau nú búa og eitthvað slíkt. Við förum líka á hinu ýmsu námskeið þennan mánuð (skyndihjálp, umönnun og fl. í þeim dúr). Ég er voðalega sátt við staðsetninguna á sambýlinu, þar sem að ég þarf bara að taka tvær neðanjarðarlestar og er ekki nema 15 mín. þangað.
Jæja nú verður maður bara að láta heyra frá sér daglega .... hmmm, ég lofa samt engu
Bið að heilsa í bili