Jæja Ég skautaði aftur í vinnuna í dag ... það var aðeins minna um flugur (flugur= ég að takast á flug vegna sporvagnasporanna). Nú við (Ég, Manuela og Katharina) vorum með kynningu á hlutverkum tengiliða (sá sem sér um ákv. einstakling). Að því loknu ákvað ég að skauta heim, en sá þá skilti sem á stóð "City 3 km." hmmmm ... kannski ég bara skauti á Stephansplatz. Þetta varð semsagt mjög ævintýrileg leið og mikið upp og niður brekkur. En ég endaði alveg búin á Stadpark og settist þar hjá Johann Strauß (styttan sko). Þá kom að mér maður með túrban og í skikkjuklæðum og sagði mér að ég væri alveg einstaklega heppin manneskja, þetta var semsagt fortune teller sem fór í mikla fýlu og blótað á sínu máli þgar að ég sagði honum að ég væri ekki með evru á mér, og það var líka alveg satt. En ég sat bara þarna til að viðra blautu sokkana mína og fara aðeins úr skautunum. Nokkrum mínútum seinna kemur annar maður og segir við mig að ég sé með alveg einstaklega fallegar tær ... OMG hvað er að gerast hérna. Nú hann kemur svo aftur eftir smá stund og fer að segja mér að hann hafi ekki getað hætt að hugsa um lappirnar á mér og að hann nuddi í frístundum sínum (hef nú ekki hert þessa línu áður). Hann talar mikð um nudd og orku og bla bla bla, þangað til að hann biður um að fá að nudda mig, en að við verðum að fara ískugga vegna hitans. Jeminn hvað ég varð hrædd, ég hélt nú ekki og sagðist þurfa að fara að skauta aftur í vinnuna. Maðurinn var ekki alveg á því og fór að tala um að TANTRA ... detti mér allar dauðar, vá hvað mér brá. Vildi helst hlaupa í burtu, en ég var á táslunum og skautarnir aðeins frá. Þetta endaði með því að þessi maður varð mjög svo fúll og skautaði eins og ég gat í burtu. Var ekkert smá hrdd um að hann myndi elta mig. Ég hefði samt vilja sjá mig skauta; eins og ég gat og yfir allar hindranirnar, en ég var svo hrædd að ég pældi ekki í því. Fer a.m.k ekki þangað aftur ein.
Nú ég kom heim, kíkti í einkabankann og vei vei vei ég var búin að fá útborgað. þannig að ég fór í bankann og borgaði leiguna og fékk leyninnúmer á debetkortið sem er 3398 ... he he eins og ég færi að segja ykkur það.
Við Steini vorum búin að rekast á kisurúm á einni af ódýrubúðunum hérna (þær eru ansi margar og vinsælar, enda tyrkir og aðrar austurlandaþjóðir sem eiga þetta) , það er ekkert smá flott. Var lengst upp á hillu og við sáum það alveg fyrir tilviljun. Vorum búin að ákv. að kaupa það þegar að við fengjum útborgað og það gerði ég. Það er úr basti og er svona rúm, en ekki bara karfa ... gegt sætt.
Við erum nýbæuin að ljúka við dýrindis kvöldmáltíð sem ég eldaði. Spínatböku (laukur, hvítlaukur spínat, fetaostur, allskonar krydd og sett inn í deig) og svo var rósarvín með. Við keyptum það í síðustu viku á svona 350 ísl. og það fylgdi filma með :o) En ég er voða stollt af spínatbökunni, þar sem hún var betri en ég hef smakkað áður og Steini fast hún mjög góð þrátt fyrir að vera ekki mikill spínatmaður .. he he
Það er búin að vera 32° hiti í allann dag og ég er aftur orðin klístruð þannig að það er bara mál að fara í seinni köldu sturtuna í dag. Skjólstæðingur minn var lagður inn á sjúkrahús í gær vegna vökvaskorts (hann var að þorna upp, enda einn alla daga) svo ég fer að heimsækja hann á sjúkrahúsið eftir vinnu á morgun.
Bæ í bili !