Frettir fra Vinarborg

Her verda sagdar frettir af lifinu

mánudagur, júlí 21, 2003

Komið þið öll sæl og blessuð.
Ansi langt síðan ég lét í mér heyra. Hugga systir kom á mánudagskvöldið síðasta og búið að vera mikið að gera hjá okkur síðan. Vá hvað það var gaman að fá hana og ekkert smá skrítið. Hún kom með nammi og piparost, það er búið að liggja í því síðan hún kom. Allt búið nema möndlur og ópal. Osturinn kom sér vel með kjúklingnum, erum búin að borða 2x kjúkling síðan hún kom, ótrúlegt hvað svona piparostasósa er góð. Við byrjuðum á því að eyða fyrsta deginum í steikjandi hitia í dýragarðinum. Hugga hljóp á milli dýranna og fannst þetta ekkert smá órtúlegt, enda flest dýr sem maður getur hugsað sér samankomin þarna. Henni fanst samt antílópurnar, vísundarnir, hreindýrin, asnarnir og læmingjarnir mest spennandi held ég á meðan ég er að heillast af pöndunum og kóalabjörnunum. Jæja svo erum við búnar að fara tvisvar í tívolíið, því miður annaðhvort týndi Hugga símanum sínum, eða honum hefur verið stolið af henni. En það er búið að skrá þetta hjá lögreglunni og verið að rekja símann frá Íslandi. Í vinnunni var ég tvo daga á sjálfsvarnarmámskeiði, Hugga kom með mér og það voru allir ekkert smá góðir við hana. Hún fékk að horfa á sjónvarpið, fékk púsluspil, teiknaði, námskeiðshaldarinn gaf henni "Andresandarblað" á þýsku svo þetta var mjög fínt. Hugga er búin að borða spínatbökuna mína og fannst hún ekkert smá góð, þrátt fyrir að borða ekki spínat, svo

laugardagur, júlí 12, 2003

Ekki mikið frá að segja held ég. Nema það að ég var að skoða barnaland.is og það eru gersamlega allir búnir að eingnast börn. Fór inn á allnokkrar síður og það var oft einhver sem ég þekkti. Held að langflestir sem voru í mínum árgangi í Glerárskóla séu búin að koma sér upp familíu. hmmm ég verð að fara að hugsa minn gang, ég sem er enn að leika mér og nú í nýju landi að læra nýtt mál. En hafið ekki áhyggjur (Mamma, Ingunn og fleiri sem eruð að hvetja mig til barneigna) ég mun sjá mér fært um að gera þetta einn daginn, þegar að ég hætti að ferðast og fer að festa rætur. En það er ekkert smá gaman að skoða þessar síður. Sjá hvernig börn fólks sem maður hefur ekki séð í mörg ár líta út.

Annars er ég bara búin að vera að spóka mig um, kíkja aðeins á sjúkrahúsið til skjólstæðings míns og röllta með hann út í hjólastól. Ástand hans er alls ekki að batna og hann datt úr rúmminu á spítalanum og svo leið yfir hann á klósettinu... allt á sama deginum

En Hugga systir er að koma á mánudaginn og það verður ekkert smá gaman að fá hana. Dýragarðurinn og náttúrusafnið og svona. Ég elska dýragarðin hérna og hlakka ekkert smá til að fara með hana þangað. Svo kemur hún með línuskautana og við eigum eftir að skauta hingað og þangað.
Bæ í bili

mánudagur, júlí 07, 2003

Jeminn eini ... detti mér allar dauðar .... guðsús minn
Ok hvar á ég að byrja, ég mætti í vinnuna kl 8 í morgun til að opna sambýlið fyrir flutningarkörlunum. Þannig að ég byrjaði daginn á því að spila snake í 1 og 1/2 tíma og það á launum ... ekki slæmt það. Síðan var verið að ákv. allt í sambandi við sambýlið og það var alveg til 17:15 .. þá var ég komin með hausverk dauðans og það var að skella á mígreni. Ég er búin að fá hausverk nokkrum sinnum síðustu 2 vikurnar og var að fatta það að ég hef gleymt að taka Bioginkoið mitt ... gleymi því nú ekki aftur. Ég kom heim og drakk töfradrykkin Treo og náði að sofna í svona 10 mín og mér batnaði.
En ég fékk hræðilegar fréttir í dag. Ég fór að heimsækja skólstæðing minn á fimmtudaginn, hann var nýkominn af sjúkrahúsinu eftir að hafa þornað upp af vökvaskorti. Mirjam sem er að vinna með mér fór í morgun til að hitta aðalheimahjálpina hans og fá smá upplýsingar frá henni. Þegar að hún kom þangað hafði heimahjálpin fundið hann liggjandi á gólfinu. Það hafði semsagt enginn heimilishjálp komið til hanns alla helgina (hann hafði ekki fengið nein lyf eða neitt að borða eða drekka), þannig að hann hafði sennilega dottið á gólfið á föstudaginn og búin að liggja þar alla helgina. Þetta er alveg ótrúlegt, auðvitað þurfti hann að fara aftur upp á sjúkrahús, ekki búin að fá vott né þurrt heila helgi og liggja nakinn á gólfinu. Hugsið ykkur ... hann er að borga fyrir heimilishjálp 3 sinnum á hverjum einasta degi. En hann verður ekki mitt mál fyrr en hann flytur inn og því fæ ég ekki að vita hvað gerðist fyrr en á morgun þegar að ég fer að heimsækja hann.
Það var svo hringt í dag og athugað hvort hann gæti flutt fyrr inn á sambýlið, en það var ekki hægt. Þannig að öllum líkindum fær hann að vera á sjúkrahúsinu fram að því. En þetta er alveg hræðilegt þar sem hann er bara látin liggja þar í rúmmi með bleyju á sér. Maðurinn sem getur gert allt sjálfur, en þarf bara smá aðstoð. Jæja en nóg af honum ... þið trúið samt ekki hvað ég er reið út af þessu kæruleysi.
Jæja nú langar mig í eitthvað sætt og kaffi, langar alls ekki í mat

Ég var að bæta Ásu inn. Sendið mér endilega eitthvað fleira blogg sem ég er að gleyma eða veit ekki af ... alltaf gamana að fylgjsast með hvað fólk er að gera og hugsa ;o)

sunnudagur, júlí 06, 2003

Jæja, þá er enn ein helgin búin. Við fórum í bíó á föstudagskvöldið eftir að hafa röllt Mariahilferstr. þvera og endilanga. Við sáum Bruce Almighty, þetta var alveg fín mynd og hægt að hlæja af henni. Ég var svo bara alveg að drepast í maganum og við drifum okkur heim eftir bíóið.
Á laugardaginn fórum við aftur á Mariahilf, þar sem allar búðirnar voru lokaðar á fös. þegar að við vorum þar. Við rölltum í nokkrar, sáum fullt af flottum húsgögnum sem okkur langar í. Nú svo var okkur boðið í læri til Þóru og Örvars. Við komum til þeirra um 18 leitið og þar voru foreldrar Örvars og svo kom Óli (sem er einhver söngfugl). Þetta var ekkert smá flott og gott og við vorum alveg hjá þeim þar til síðasti U-bahn var farinn, en með einhverri agalegri heppni tókst okkur að ná síðasta sporvagninum. Ekki á hverjum degi sem Steini kemst í kjöt greyið (hann var ekkert smá sáttur), ég bara kann ekkert að elda það sem ég borða ekki ... góð afsökun
Jæja, en ég er samt að fara að setja maríneraða kjúllabita í ofnin.
Mig langar svo að fara í ísl. sjoppu allt í einu ... fá hraun, kúlur, lakkrís og möndlur (að ógleymdu Nóakroppinu sem mamma náði að gera mann vitlausa í). Maður verður bara að fara á nammi.is og versla þegar að maður á pening. Það er nú ansi mögnuð síða, en svolítið dýr samt ... ætlar einhver að taka þetta til sín og senda mér smá nammi?
Jæja eldhúsið býður ... bæ bæ

fimmtudagur, júlí 03, 2003

Hey allir að kjósa kisurnar mínar með því að smella á: "Kara kisan mín" og "Póka kisan mín" hér til hliðar. Neðst á síðunni stendur "wähle mich" ... þá fá þær kannski titilinn vinsælasta kisa mánaðarins :o)
Annars vann ég aðeins í dag og svo hitti ég Lidiu og við spjölluðum og brölluðum í bænum fram að kvöldmat. Hún er enn ekki búin að fá vinnu og leiðst það mikið. Steini sofnaður í öllum fötunum kl 19:30.
Hugga systir er að koma og verður hjá okkur frá 14. júlí til 12. ágúst. Ég er að spá í að kaupa árskort í dýragarðinn á meðan hún er hér, eigum sennilega eftir að fara ansi oft þangað.

En annrs bara ALLIR AÐ KJÓSA

x við Kara
x við Póka

Húff, gestirnir eru farnir. Við Boban og Keisuke vorum búin að ákveða að elda saman þar sem að Keisuke er að fara til Spánar í mánuð. Við niðurlægðum eitt stykki kjúkling (skíthoppara eins og Kitta segir), með þeim hætti að hann fékk heila sítrónu í rassboruna og svo hvítlauka í handarkrikana. En þetta var voða voða ofsa fínt og svo var náttla bjór með og eplapæ í eftirmat. Við skemmtum okkur með eindæmum vel, alveg þangað til Bóbanovits þurtfti að taka síðastu neðanjarðarlest heim.
Kara og Póka eru enn að venjast því að fólk komi í heimsókn. Byrja alltaf að þefa á skónum, ég las einhverstaðar að það væri einhver getnó lykt af skóm fólks ... þær hafa sennilega ekki vit á því enn (vona það a.m.k.)
En þær sofa voða vel í nýja rúminu sínu, þegar að þær eru ekki uppí hjá okkur. Steini er farin að kvarta yfir því að þær sé aðeins of gæfar, hann sem þrætti fyrir það að hægt að gera ketti hænda að sér ... he he, hef víst sannað mál mitt allsvaðalega

þriðjudagur, júlí 01, 2003

Jæja Ég skautaði aftur í­ vinnuna í­ dag ... það var aðeins minna um flugur (flugur= ég að takast á flug vegna sporvagnasporanna). Nú við (Ég, Manuela og Katharina) vorum með kynningu á hlutverkum tengiliða (sá sem sér um ákv. einstakling). Að því­ loknu ákvað ég að skauta heim, en sá þá skilti sem á stóð "City 3 km." hmmmm ... kannski ég bara skauti á Stephansplatz. Þetta varð semsagt mjög ævintýrileg leið og mikið upp og niður brekkur. En ég endaði alveg búin á­ Stadpark og settist þar hjá Johann Strauß (styttan sko). Þá kom að mér maður með túrban og í skikkjuklæðum og sagði mér að ég væri alveg einstaklega heppin manneskja, þetta var semsagt fortune teller sem fór í mikla fýlu og blótað á sí­nu máli þgar að ég sagði honum að ég væri ekki með evru á mér, og það var lí­ka alveg satt. En ég sat bara þarna til að viðra blautu sokkana mí­na og fara aðeins úr skautunum. Nokkrum mínútum seinna kemur annar maður og segir við mig að ég sé með alveg einstaklega fallegar tær ... OMG hvað er að gerast hérna. Nú hann kemur svo aftur eftir smá stund og fer að segja mér að hann hafi ekki getað hætt að hugsa um lappirnar á mér og að hann nuddi í­ frí­stundum sí­num (hef nú ekki hert þessa línu áður). Hann talar mikð um nudd og orku og bla bla bla, þangað til að hann biður um að fá að nudda mig, en að við verðum að fara ískugga vegna hitans. Jeminn hvað ég varð hrædd, ég hélt nú ekki og sagðist þurfa að fara að skauta aftur í vinnuna. Maðurinn var ekki alveg á því­ og fór að tala um að TANTRA ... detti mér allar dauðar, vá hvað mér brá. Vildi helst hlaupa í­ burtu, en ég var á táslunum og skautarnir aðeins frá. Þetta endaði með því­ að þessi maður varð mjög svo fúll og skautaði eins og ég gat í­ burtu. Var ekkert smá hrdd um að hann myndi elta mig. Ég hefði samt vilja sjá mig skauta; eins og ég gat og yfir allar hindranirnar, en ég var svo hrædd að ég pældi ekki í­ því­. Fer a.m.k ekki þangað aftur ein.
Nú ég kom heim, kíkti í­ einkabankann og vei vei vei ég var búin að fá útborgað. þannig að ég fór í­ bankann og borgaði leiguna og fékk leyninnúmer á debetkortið sem er 3398 ... he he eins og ég færi að segja ykkur það.
Við Steini vorum búin að rekast á kisurúm á einni af ódýrubúðunum hérna (þær eru ansi margar og vinsælar, enda tyrkir og aðrar austurlandaþjóðir sem eiga þetta) , það er ekkert smá flott. Var lengst upp á hillu og við sáum það alveg fyrir tilviljun. Vorum búin að ákv. að kaupa það þegar að við fengjum útborgað og það gerði ég. Það er úr basti og er svona rúm, en ekki bara karfa ... gegt sætt.
Við erum nýbæuin að ljúka við dýrindis kvöldmáltíð sem ég eldaði. Spínatböku (laukur, hví­tlaukur spí­nat, fetaostur, allskonar krydd og sett inn í­ deig) og svo var rósarví­n með. Við keyptum það í síðustu viku á svona 350 í­sl. og það fylgdi filma með :o) En ég er voða stollt af spínatbökunni, þar sem hún var betri en ég hef smakkað áður og Steini fast hún mjög góð þrátt fyrir að vera ekki mikill spínatmaður .. he he
Það er búin að vera 32° hiti í allann dag og ég er aftur orðin klístruð þannig að það er bara mál að fara í­ seinni köldu sturtuna í­ dag. Skjólstæðingur minn var lagður inn á sjúkrahús í gær vegna vökvaskorts (hann var að þorna upp, enda einn alla daga) svo ég fer að heimsækja hann á sjúkrahúsið eftir vinnu á morgun.
Bæ í bili !