Frettir fra Vinarborg

Her verda sagdar frettir af lifinu

þriðjudagur, ágúst 26, 2003

Ég var að skoða gestabókina mína og það mætti misskilja það sem Hugga systir er að segja. Ég er ekki ólétt, þetta er bara hennar ósk. Hún er alveg búin að plana þetta fyrir mig. Ég á að vera orðin ólétt um jólin og komin með bumbu (það er þá eins gott að fara að reyna þetta í kvöld) og svo næsta sumar ætlar hún að vera barnapía hjá mér. Alveg ágætis plan hjá henni, en ekki alveg viss um að ég taki þátt í því alveg strax ;o)
Ingunn vinkona er að koma til mín í enda okt. eða byrjun nóv. vá hvað ég hlakka til !!! Það verður alveg meiriháttar að fá hana. Nú er bara verið að leita af ódýrasta farinu.
Ég þarf víst að fara að versla blek (fæ það að vísu borgað aftur þar sem ég þarf að prennta út myndir fyrir vinnuna) og svo net fyrir glugganna þannig að þeir geti verið onir út á gátt. Þá koma heldur ekki flugurnar inn. Má segja að maður sé að slá tvær flugur í sama hausinn með því að halda einnig kisunum frá því að stökkva frá þriðju hæð. Við keyptum króka í gær og svo sá ég svona net á útsölu. Maður er alltaf að spara, enda veitir ekki af. Mig langar að skella mér í sólbað, en ég þarf að þvo þvott þar sem við fáum loksins að nota þvottavélina eftir viku bið.
Kannski að ég hendi í eina vel og fari svo í smá stund að svimma og liggja og lesa.
Hey já ég er hálfnuð með þýska reifarann sem er bara mjög spennandi og skemmtileg.

mánudagur, ágúst 25, 2003

Ég vaknaði í morgun og ætlaði að skella mér í laugina, þar sem ég á frí í dag og það er ansi heitt. Ég vaknaði um 10:00 leitið og ákvað að halda aðeins áfram að þrífa. Við hjúin vorum nebbla að þrífa í gær. Það eina sem var eftir var að skúra og glugginn í herberginu okkar. En ég fékk þá snilldar hugdetu að þrífa svo ofnana með tannburtsa. Það gékk bara voðalega vel og svo eru litlir blettir (einhverskonar lím) í parketinu og á listunum sem eru alltaf að pirra mig. Þannig að ég prufaði að nota tannburstan á þá og þeir bara hurfu eftir mikið skrúbb. Þannig að ég ákvað að eyna að finna alla bletti og láta tannsa ráðast á þá. Þetta tók mig allan morguninn og alveg fram að 14:00. En vá hvað ég er glöð að þeir eru farnir. Mæli með að þið prófið þetta á leiðinlega bletti.
Jæja Lidia var að hringja og er á leið í kaffi, best að skjótast í bakaríið.

laugardagur, ágúst 23, 2003

Hvernig gét ég lagað íslensku stafina þegar að þær koma svona út ???? Ég vil ekki hafa þessi geimverutákn

Halla malla
Nú er bara komin enn ein helgin. Við erum á leiðinni út að versla föt á Steina.
Buxurnar eru orðnar of stórar, hann er komin með nýja klippingu og er voða fínn.
Hann sat í klipparastólnum og konan var að klippa hann eftir mynd sem ég fann í blaði. Svo var hún komin með einhverja svona skáklippingu að framan og auðvitað þurfti steini að djóka í konunni og sagði mjög alvarlega að þetta væri bara fínt svona. Hvernig á fólk að fatta þennan mann, þar sem ég á ekki alltaf erfitt með að greina í sundur grín og alvöru. Hún snarbreyttti um stefnu og fór að klippa hann í þessa átt, með samþykki okkar tveggja. Þetta kom bara svona voða vel út. Ég fæ myndavélina úr vinnunni lánaða á næstunni og tek af manninum glæsilega mynd. Ég er að tala við Keisuke og Boban gegnum netið og því getur verið að ég skrifi e-ð rugl ... mjög óvanalegt.
Annars fórum við Lidia bara í sund í gær, hún vakti mig kl 08:30 og við hittumst á Reumannplatz. Ég fór svo heim til að hitta elskuna mína sem lá í klakabaði og las nýja IKEA bæklinginn. Við fórum svo í búðir, LugnerCity er opið til 21 á föstudögum svo við fórum þangað að skoða föt og annað. Keyptum flutningsbúr handa kisunum á 600 krónur og svo þvottaefni og fleira. Það eina sem við keyptum á Steina var einn bolur ... en rosa flottur
Nú svo komum við heim og ætluðum að hafa það ýkt kósí .. fórum með dýnuna inn í stofu til að horfa á TV, en við sofnuðum bara nánast strax, þannig að við verðum bara að hafa það náðugt seinna. Ekki það að það sé neitt slæmt að sofa. Nú er sko verið að æfa röddina, eins gott að vera með heila hljóðhimnu, annars hrædd um að hún myndi fara í sundur. Það er smá frestur á bæjarferðinni þar sem gamli er að horfa á formúluna ... hann er að vísu að vaska upp í leiðinni sem er alveg súper gott mál. Það er sko ekki eins og ég þurfi að gera húsverkin ein á þessu heimili. Sem betur fer er skítaþröskuldur Steina ekki svo hár og því á hann stórt hrós skilið fyrir að vera þrifnaðardrengur. Held að hann hafi það frá móður sinni.

miðvikudagur, ágúst 20, 2003

Vei, ég gat þetta ... nú getið þið skrifað komment á það sem ég skrifa
og það eru líka komnar nokkrar myndir af Vínarferðinni hennar Huggu
Njótið þess að tjá ykkur með mér !!

þriðjudagur, ágúst 19, 2003

Jæja góðir hálsar ... hvað er með þetta orðatiltæki, afhverju hálsar ????
Það er meira hvað veðrir ætlar að vera heitt lengi. Ég var annars bara að vinna um helgina, gaman af því. Ég er voðalega ánægð þarna og mikið stuð á liðinu. Skjólstæðingur minn er svo hrifin af mér og ruglast stundum og kallar mig mömmu ... hmmm hann er 62 ára og ég nokkrum árum yngri. En það er bara voða sætt, gott að hann bindur tilfinningar við einhvern. Hinir eru allir voða fínir líka, a.m.k stundum. Ein sem fær geðvonskuköst skammaði mig agalega fyrir að vera alltaf brosandi eins og auli .. hafði ekkert verra að segja við mig, hefðuð átt að heyra hvað sú gamla sagði við hitt starfsfólkið. Svo er ein í sjálfstæðu búsetunni sem keypti blóm handa mér um helgina ... sennilega vegna þess að það er alltaf verið að skamma hana og ég bara get það ekki (vegna þess að ég hef ekki orðaforðan í það) þannig að ég tala alltaf rólega við hana og held að hún skilji það mun betur en skömmin.

Í fyrsta skiptið í a.m.k einn mánuð ætlaði ég sko þvílíkt að sofa út í morgun. Vaknaði kl 08:30, ekki sátt við að vakna svona snemma svo ég vandaði mig mikið við að sofna aftur. Sofnaði og var að dreyma þvílíka vitleysu þegar að Lidia hringdi kl 10 og sagðist vera á leðinni að sjá kisurnar. Þetta fór aðeins inn í draumin hjá mér fyrst og svo tók smá tíma að komast inn í þennan jarðneska heim. Ég nebbla talaði bara íslensku við hana og hún skildi ekkert. Alla malla, hún var semsagt á leiðinni til mín. Ég svaf á stofugólfinu (settum dínu þar því við vorum að glápa á imbann í gær og sofnuðum) og það var fullt af drasli út um allt. Ég vill nú koma til dyranna eins og ég er klædd, en ekki þegar að allt er í rusli. Sem betur fer var allt hreint svo að það þurfti bara aðeins að ganga frá hér og þar. Hún kom og ég í gestrisni minni ákvað að baka handa henni. Hennti einni eplarúlli í ofnin. Svo þegar að hún var tilbúin teygði ég mig í heita ofnskúffuna og ætlaði að setja hana á borðið þegar að Kara stekkur upp á það. Ég var svo hrædd um að skúffan færi í hana að ég skellti helv.. skúfunni á magann á mér og þvílík öskur sem hálshljóðfærið mitt gaf frá sér. Þetta voru sem sagt frekar sárar aðfarir og skilur sennilega stórt og ljótt ör eftir sig. En ég á ekkert til að setja á þetta og datt í hug að setja fótakrem á þetta ... það er svo græðandi og held bara að það sé að virka. Vill samt ekki fá fleiri ör, læknirinn minn skildi eftir nokkur þegar að hann tók fæðingarbletti ... veð bara með svona hríðskotamalla á endanum.

Talandi um maga, þegar að ég kom af næturvakt á mánudagsmorgun ákvað ég bara að skella mér í laugina þar sem hitinn er aðeins of mikill. Ég skipti um bikiní þar sem ég hafði verið í svona boxerbuxum síðustu skipti eftir að bosinn brann. Ég bar náttla á mig sólarvörn og passaði sérstaklega að bera vel þar sem skilin voru eftir hitt bikiniparið. En viti menn ég roðnaði all verulega á þessum stöðum, kom heim og lét Steina sjá um að bera á þetta. Bakið á mér er eins og einhver hafi verið að reyna að blanda saman kakómjólk og tómatsósu. Ég er semsagt með rauða, hvíta, ljósbrúna og dökkbrúna flekki á bakinu. En sem betur fer bara þar ... hitt er allt svona vel blandað og smurt. En hvað ætli bakið sé stór hluti á líkamanum? Ég hef smá von um að þetta lagist þar sem ég man eftir því að þegar við Sara vorum litlar þá brann hún eftir að hafa alltaf verið í sundbol. Semsagt hún brann þar sem sundbolurinn hafði skílt henni og var með myndarlega kanínu á bakinu lengi vel, en sú er alveg horfin í dag. Ég er þó ekki með neitt dýr bara svona verulega asnalegt og óskipulagt landakort.

Ég er að spá í að klippa hárið á mér stutt, allaveganna svona millistutt. Harpa ég er enn ekki orðin það rík að geta boðið þér hingað til að klippa mig ... en það kemur að því, bíttu til (samblanda af bíddu bara og vittu til) Ég er orðin svo leið á að vera með hárið alltaf svipað. Sá eina konu í þýska sjónvarpinu sem er með svipaða klippingu og mig langar í. Hún heitir Britt Reinecke og mér hræðilegan spjallþátt, en hárið á henni er flott. Verst bara að hún er ekki með þá klippingu lengur, þannig að ég þurfti að leita af myndum af henni. Komst í feitt á yahoo með því að skrá mig í "Britt Reinecke Fan Club" og þar fann ég gamlar myndir af henni. Talandi um að ganga langt við að finna hár sem er svipað því sem manni finnst vera eina rétta klippingin þá stundina. Ég nefnilega veit alveg hvernig ég vill hafa það, en það er frekar erfitt að útskýra það.
og líka talandi um spjallþætti, þá eru þeir ansi margir og mjög fjölbreyttir (NOT) í þýsku sjónvarpi. Það er talað um offitu og hver á barnið (DNA prufur sem sjónvarpið borgar). Þegar offituþemað er eru grannar konur að rífast við feitar vegna þess að þær fyrrnefndu segjast líða vel og séu ánægðar með sig og svo er fengin ein feit sem segist vera óánægð ... veit ekki hvað við erum búin að sjá marga svona eins þætti. Ekki verra að vera með fjölbreytt sjánvarpsefni á þessum 34 stöðvum sem við erum með.
Steini er að hrinja niður í kílóum, kannski af því að ég elda ekkert þessa daganna. Nenni því einfaldlega ekki því það er allt of heitt fyrir heitan mat og það er mun hentugra að fá sér bara eitthvað fljótlegt eins og morgunkorn ... ef það væri til Cheerios hér þá þyrfti ég ekkert annað til að lifa.

Ég keyti mér þýskan reifara á útsölu í dag, ætla að reyna að lesa hana til að æfa mig í þýskri tungu. Held samt að þetta sé unglingabók, en einhverstaðar verð ég að byrja. Ég verð samt betur talandi með hverjum deginum sem líður, það segir a.m.k fólkið í vinnunni. Ég þarf alltaf að skrifa repport eftir daginn á næturvöktum og þið getið ýmindað ykkur hvað ég á oft í miklum erfiðleikum með að skrifa það sem ég vill segja, en þau segjast alveg skilja þetta ... he he he, skemmta sér örugglega ansi vel við að lesa það sem ég skrifa. Ég er víst oft að búa til einhver ný orð á þýsku.

Gauja vinkona er að spá í að koma hingað með strákana sína í janúar á næsta ári og vera í eitt ár. Verður ekki leiðinlegt að fá hana, vona bara að allt gangi upp og hún komi.

Í dag fórum við Keisuke og Lidia á Starbucks og ég fékk mér heitt "Caffé Latte", hvað var daman að spá í þessum hita að fá sér heitan drykk. Ég bara leit upp í himininn og það var skýjað .. þegar að það er skýjað á Íslandi er vanalega kallt. Ég drakk kaffið með þvílíkum svitaköstum að fólk flaut út af staðnum og þar af leiðandi ... nei smá ýkjur en þetta geri ég ekki aftur, a.m.k ekki sjálfviljug. Lidia var e-ð slöpp og fór heim en við Keisuke sátum og kjöftuðum í svona 1 1/2 tíma og aðalega að tala um kvennamál Bobans. Ekki leiðinlegt að velta þeim fyrir sér. Nú svo eftir kaffihúsaferðina fórum við að skoða í búðir, ég elska hvað hann Keisuke er kvennlegur í sér, hefur alveg jafn gaman af því að skoða föt og ég ... sérstaklega í kvennadeildunum. Við Steini hittumst svo á Keplerplatz til að versla e-ð í matinn sem við höfum ekki gert lengi og því ekki mikið til. Við keytum 2 l kók, 12 l af sódavatni, 4 bjóra, pringlesbauk, bómullarhnoðra, súrar gúrkur og 6 egg ... hvar er hugmyndarflugið? og hvað er hægt að gera með þetta? Við komum heim og nenntum ekki að elda neitt eða borða neitt svo við fengum okkur pringles og sódavatn því kókið var heitt. Ég er mjög hneyksluð yfir matarvenjum mínum í dag; Kornflex, eplakaka, kaffi og pringles. Ojbara, það er eins gott að taka vítamín með þessu.
Við hjúin ætlum að skella okkur í klippingu á morgun (allaveganna Steini, ég er ekki alveg viss um að ég trysti fólkinu hér fyrir hárinu á mér) og svo erum við að fara að sjá einhverja óperu á Radhausplatz sem alls ekki má missa af, en það er gaman að sjá góðar uppfærslur. Ég er alveg að fara að venjast þessu gargi ;o) Annars finnst mér mjög rómantískt að fara á Radhausplatz, fullt af sætum veitningarstöðum sem hægt er að sitja á í myrkrinu og allt blómum skreytt. Ég verð að setja inn myndirnar sem voru teknar á meðan Hugga var hér. Myndaalbúmið sem ég var með er lokað fyrir nýjum myndum ... hefði þurft að borga fyrir að setja fleiri inn, ég held nú bara ekki. Ætla að tékka á þessu og læt ykkur vita.

Gaman að skoða gestabókina !!! Haldið endilega áfram að kvitta, þá verð ég líka duglegri að skrifa :o)

miðvikudagur, ágúst 13, 2003

Ég var að setja gestabók á síðuna mína ...
Kannski get ég líka sett inn commentakerfi og teljara, vá hvað ég er þá klár
Því þetta er voðalega flókið .... NOT.

Ohhhhhh
afhverju kemur þetta stundum svona með íslensku stafina, hvað ég ég að gera ???

Jæja nú er Hugga systir farin og mikill söknuður í hjarta mínu. Hvað með að flytja bara alla fjölskylduna hingað til Vínar á meðan að við erum hér ... ekki slæmt það. Ég bara skældi og vældi og var með stóran köggul í hálsinum í allan gær. Ekkert smá erfitt að skilja við hana eftir þennann mánuð sem við erum búnar að vera saman. En hún er komin heim. Þau komu svo til Akureyrar í dag, rafmagnið hafði farið af á meðan þau voru þar og því allt myglað. Skemmtileg heimkoma það ...
Eftir að hafa barist við tárin á leiðinni frá flugvellinum hitti ég Lidiu og við rölltum um í bænum og fórum svo að sækja Steina minn í vinnuna. Við lágum í Rósargarðinum og biðum eftir honum og fórum svo á Rathausplatz og ég fékk mér pönnuköku með súkkulaði og hún smakkaðist allt annað en vel. Steini fékk sér pasta og það var sama sagan. Borgar sig ekkert að vera að prófa nýja hluti ... betra að elda bara og borða heima hjá sér. Við fórum svo í búðina að kaupa sódavatn og snobb kattarmatinn Eukanuba, því þær borða ekki margt annað en hann þessa daganna í hitanum. Svo lögðumst við í rúmið hennar Huggu, gláptum á imbann og svo sofnuðum við þar. Hugga hringdi svo í mig og eftir það fór ég að skæla og gat ekki sofnað svo að ég vellti mér á alla kanta og endaði á að sofna yfir sjónvarpinu.
� dag mættum við Keisuke í morgunkaffi til Lidiu (kl rúmlega 09), við lögðum síðan leið okkar til Kloster Neuburg og þar í sund. Vá hvað það var heitt í dag 35° og vatnið var 24° semsagt mjög kallt. Maður hoppar ofaní, fær smá sjokk svo er manni kallt og svo er þetta komið. Við þremenningarnir syntum í straumnum, lékum okkur í bubblunum og lágum og spjölluðum þess á milli. Ég sat á handklæðinu mínu og var eitthvað að beygja útlimina þegar að ég finn allt í einu þennan agalega sting í hnésbótinni. Vá hvað þetta var sárt, ég fór með hendina þangað og þá var þetta geitungur sem hafði stungið mig vegna þess að ég var að þrengja eitthvað að honum. Ég semsagt er að bilast úr sviða og verkjar í alla löppina. Strandvörður (sólbrúnir menn með stúdentahúfur og dómaraflautur) einn setti eitthvað á þetta og sagði mér að ef þetta myndi stækka yrði ég að fara á sjúkrahús. En Steini sæti fór með mér í apótekið og við keyptum eitthvað á þetta. Læknir hefði sennilega hvort sem er sagt mér að kaupa e-ð svipað. Maður á ekki að vera að henda peningum í menn sem segja manni það sem maður veit, bara það sem maður veit ekki... þá eru þeir vel þess virði.
Við lögðum ekki af stað heim fyrr en það kom hellidemba með þrumum og tilheyrandi. Við reyndum að hlaupa þurr á lestarstöðina sem er í smá spotta fjarlægð, en það gékk ekki alveg. Við Lidia vorum að spá í að skella okkur bara úr túttustatífunum og fara í blautbolakeppni. Það var ekki þurr þráður á okkur.

mánudagur, ágúst 11, 2003

Hér er 33° gráðu hiti .... ekkert smá heitt
Við reynum að fara í sund daglega, annað varla hægt. Það er voða gott að hoppa í ískalda laugina og fá svona sjokk í smá tíma. Svo venst þetta og er bara mjög svalandi. Í gær fórum við ásamt Hjálmari til Kloster Neuburg og í dag fórum við Hugga með Lidiu í sundlaugina hérna rétt hjá. Hugga er að fara heim á morgun, ekkert smá sorglegt. Við erum að fara út á Donauinsel að borða og að leigja okkur hjólabát. Svo þurfum við að fara að pakka því við ætlum að vera komnar út á völl kl 11.
Jæja fer að láta heyra oftar í mér ...

fimmtudagur, ágúst 07, 2003

Komið þið sæl landar góðir
Við erum bara búnar að hafa það ýkt gott. Ég er búin að vera í fríi í viku og við búnar að njóta þess í botn. Við vinnum í lotum (vá hvað þetta er vel þýtt hjá mér) Ég er t.d að fara að vinna kl 15 á morgun og er að vinna til 11 á sunnudaginn. Svo er ég aftur komin í langt frí ... ég skil þetta ekki alveg. En ég er að vinna í 30 tíma á viku og er að fara að fjölga tímunum í 35. Ekki hægt að fá meira en 38,5 tíma á viku.
Við erum búnar að liggja í sundi, skoða allskonar byggingar og dót. Við höfum farið í ansi marga verslunarleiðangra, enda Hugga að kaupa föt, skó og annað sem hana vantar og langar í. Hún er voða rík þar sem hún var að fá meiri peningasendingu að heimann og er að njóta lífsins í botn. Það fer ekki af henni brosið, besta er að það er svo meiriháttar gaman að hafa hana hér.
Núna vorum við að borða hammara og tilheyrandi, það er uppáhaldið hennar Huggu ... gaman að breyta til, höfum aldrei eldað hammara enda erfitt að fá þá ... tók okkur langan tíma að finna hann og þeir voru tilbúnir bara til að hita upp. Ef einhver Vínarborgarbúi les þetta og veit um hamborgara (grænmetis og venjulega) þá má láta okkur vita :o)
Jæja við erum að fara á Radhausplatz á menningarlegt kvöld ... rökkur og rósir, ekkert betra en það
Verið þið sæl sinni
Helga

mánudagur, ágúst 04, 2003

Jæja nú er enn ein helgin búin og heill mánudagur að verða búin, alveg ótrúlegt hvað tíminn flýgur hratt. Það er náttúrulega búið að gerast ansi mikið síðan ég lét heyra frá mér síðast. Við erum búin að vera út um allt. Búnar að læsast inn í hallargarði (Belvedere), ég fékk svona nett sjokk. Vissi ekki af því að garðinum yrði lokað kl 21 og við vorum að reyna að komast út úr garðinum kl 21:20 ... smá utan við okkur systurnar. Við erum búnar að fara á náttúrusögusafnið sem átti mjög vel við Huggu. Svo erum við búnar að prófa nokkra sund og strandarstaði. Um helgina fórum við til Kloster Neuburg og á ströndina þar, það var ansi gott að baðast þar í ískaldri sundlauginni og við Hugga fórum nokkrar ferðir í hringiðjustrauminn, það var sko stuð. Ekki séns að gera neitt annað en að fljóta í hringi. Nú við systurnar höfum líka skoðað ansi mikið í fatabúðirnar, hún er sko alveg að verða unglingur hún Hugga. Suma dagana er búið að vera svo heitt að það er ekki hægt að labba. T.d í gær fórum við í Schönbrunn hallargarðinn og það fór mest allur tíminn í að leita af köldu vatni. Við fundum það svo og löbbuðum um allan garðinn. Við sáum íkorna og Hugga festi hann auðvitað á filmu. Svo á föstudagskvöldið fórum við á kvikmyndarhátið á Ráðhústorginu, það var ekkert smá flott. Þar er búið að koma fyrir helling af veitingarstöðum frá öllum heimshornum og svo eru sýndar klassískar sýningar á risatjaldi sem stendur við ráðhúsið, eigum mjög sennilega eftir að fara þar aftur.
En við erum ekkert alltaf heppnar; t.d áðan þá fórum við í sundlaug hérna rétt hjá. Við vorum búnar að vera þar í kannski 40 mín. og þá komu þrumur og eldingar og við þurftum að hafa okkur á brott þegar að það fór að hellirigna. En Huggu fannst þetta alls ekki leiðinlegt. Þannig að við fórum bara að röllta í búðir og láta okkur dreyma.
Við ætlum að vakna kl 08 í fyrramálið og fara í sund. Við vorum nebbla að átta okkur á því að það er allt of stutt þar til hún fer heim. Tíminn er alveg búin að fljúga frá okkur, enda við búin að gera ansi margt síðan að hún kom.
Við vorum á leiðinni til Ungverjalands um helgina, en ég fékk leiðinlegan ömurlegan reikning sem þurfti að borga hið snarasta vegna hótunnar um aðgerðir þannig að það varð ekkert úr þeirri ferð. Leiðinlegt að þurfa að hætta við á lestarstöðinni, en svona er lífið ... maður þarf víst að hafa efni á að gera hlutina. Sem betur fer skilur Hugga þetta mjög vel og við gerum alltaf eitthvað annað í staðin fyrir það sem við höfum ekki efni á að gera.

Jæja nú er best að fara að elda handa heimilisfólkinu, við erum svo að fara í heimsókn til Keisuke á eftir ...