Frettir fra Vinarborg

Her verda sagdar frettir af lifinu

mánudagur, september 29, 2003

Jæja deginum í dag var bara varið í IKEA með Ingunni og Þóru. Við fórum á teríuna þar og fengum okkur að snæða í boði IKEA FAMILY kortsins hennar Þóru sem gékk á milli okkar til að fá 15% afslátt. Við vorum ansi lengi að spjalla og svo var tekið til hendinni og farið að sópa úr hillunum. IKEA er ansi mikið freistandi og ansi margt sem manni vantar ber mann augum, það verður til þess að maður bara neyðist að versla það. Ég keypti þvottapoka (við áttum bara einn) bolla í stellið okkar, sjampókörfu úr svörtu stáli og slá og króka til að hengja fyrir ofan eldavélina þar sem öll eldhúsáhöldin eru í körfu efst upp á hillu og oft hefur hlotist slis af. Svo verslaði ég teppi (sem er bæði kúru og rúmteppi) voða sætt en Steina finnst það mynna sig á eitthvað 70's dæmi, litirnir og munstrið. Svo keypti ég 3 myndaramma sem mig hefur alltaf langað í og er hrædd um að þeir séu að hætta að selja þá;o) Þetta er það praktískasta sem ég keypti og ætlum við að festa þetta inn á baði ... þá hætta handklæðin kannski að lenda á öllum hurðum til að þorna og bíða næstu notkunar.

Nú svo erum við Ingunn að fara að þjóna á föstudaginn. Hversu óhepin er ég í þeim málum. Ég er akkúrat líka á næturvakt fyrir þessa veislu. Er semsagt að vinna frá 15 á fimmtudegi til 10 á föstudegi og mæti í þjónastarfið kl 11:30. En maður verður að vera harður þegar að maður er að koma sér á þjónamarkaðinn hjá Adventure Catering. Ég er ekkert smá fegin að vera að þjóna með Ingunni en hún mætir kl 8 og verður búin að kynna sér aðstæður áður en ég kem. Ekki verra að fá smá aukapening fyrir fleiri svona IKEA ferðum. Svo sótti Steini undirvaskaskápinn sem ég pantaði fyrir ansi mörgum dögum. Ég er búin að smíða hann saman, en það er verst að hann passar ekki undir vakinn þar sem rörið er aðeins fyrir svo það þarf að saga smá af fyrir rörið. Alveg skemmtilegt hvað maður er heppin í þessum málum.

Við Boban, Keisukei og Vera hittumst í gærkvöldi eftir vinnu á einhverjum elsta bar Vínarborgar sem var nú bara alls ekkert sérstakur, en ódýr miðað við að vera á Stephansplatz. Markmiðið var að kveðja Keisukei og við kjöftuðum, hlóum og grétum ... og ákáðum að fara saman til Júgóslavíu í lok næsta marsmánaðar.

Jæja fiskur og kartöflur bíða þess að enda daga sína í maga okkar Steinmundar ásamt sænskri kjötbollusósu úr IKEA. Svo í eftirmat verða sænskar kókosbollur .. HEJA SVERIGE

laugardagur, september 27, 2003

Jæja ég var að koma af næturvakt sem var bara svona voðalega róleg. Allir farnir inn í herbergi að sofa kl. 21:00 og ekkert að gerast eftir þann tíma. Ég var svo ekki vakin fyrr en kl 08:00 og er það í fyrsta skiptið sem Claudia leyfir mér að sofa út. Hún er mjög skondin persóna og á morgnanna verður hún að fá sína 2 kaffibolla (hún veit kannski ekki að það er kóffínlaust). Þannig að það er regla um helgar að setja kaffi sem nægir í tvo bolla sem og við gerðum saman fyrir svefnin. Ég fór upp í rúm um 24:30 eftir að hafa verið að læra og er alveg að festa svefn allt í einu fatta ég að kaffikannan er læst inn í búri. Ef ég hefði ekki gert það hefði hún vakið mig kl ca. 06 og þá er ekki aftur snúið. Þannig að ég skýst á fætur og geri könnuna klára og varð það til þess að ég náði ALLS ekki að sofna strax aftur. Lá og byllti mér á alla kannta og endaði með að spila einhvern fallhlífastökkvaraleik í nýja símnum mínum þangað til ég sofnaði.
Nú er ég komin heim og við hjú erum að fara að aflakka skápinn. Svo er markaður í göngugötunni og mikið stuð þar sem maður verður að kíkka á.
Vera (þýsk vinkona) er í bænum og kom í kaffi í gærmorgun og svo verð ég víst að kveðja Keisukei í kvöld þar sem hann er að flytja til London. Svo er ég bara að fara að vinna á morgun frá 9:45-19:15 og er svo komin í tveggja daga frí.

Ég er komin með nýtt GSM-númer: 0043699 19130050
Heimasíminn: 0043 19130050

Hlakka til að fá símhringingar og sms frá ykkur !!!!
later

þriðjudagur, september 23, 2003

Jæja ég er lítið búin að gera á þessum síðasta frídegi mínum. Enda má maður alveg slappa af þegar að maður á frí. Ég hitti Ingunni á Mariahilferstr. um 15 leitið og við rölltum á milli fatabúða og drukkum frítt eðalkaffi sem var rosa gott. Ég er rosa stollt að hafa ekki eytt svo mikið sem einni €. Nú svo skildust leiðir okkar þegar að við vorum búnar að ákveða að hafa fetaostasallat í matinn handa fjölskyldum okkar. Ég fór í Billa á Kelerplats og er að sækja sallatið og þá er tekið um mig og sagt hæ og ég garga HÆ þar sem mér brá svo. Auðvitað var þetta Steini ... engin smá tilviljun. Jæja við erum búin að éta fetakjúklingabitasallatið sem smakkaðist mjög vel, en Ingunn var víst ekki alveg eins heppin þar sem risa padda stökk úr sallatinu hennar. Ég hefði sko alls ekki vilja lenda í því, enda nóg komið af öskri og bregðingum á einum degi.
Ég er með hellur dauðans og heyri bara í sjálfri mér í auðru eyranu. Sama hvað ég reyni að blása þeim, klóra þeim eða gera rostugahlóðin mín til að bola þeim í burtu þá bara gengur það ALLS ekki.
Ótrúlegt hvað máttur auglýsinganna er mikið þar sem ég kaypti Ricola áðan. Þegar að ég sá pakkan þá fór ég að raula lagið sem er með auglýsingunum og ákvað að prófa þetta. Svo er þetta bara voðalega gott, en samt sykurlaust þannig að ég á sennilega eftir að kaupa þetta aftur. Svona virkar þetta víst.
Nú er ég að byrja á smá vinnutörn sem byrjar með starfsmannafundi á morgun. Jæja eldhúsið bíður, best að fara að sinna því.
Eva mín er enn að bíða eftir barninu sínu sem átti að koma í heiminn fyrir nokkrum dögum. Ég er voða spennt að fá fréttir og búin að láta Evu lofa að mér verði sent e-mail þar sem GSM minn er glataður að eilífu. Við ætlum að ath. eitthvað tilboð á morgun og vonandi fæ ég nýtt GSMnúmer á næstunni. Alveg agalega óþægilegt að vera svona símalaus.

Yfir og út
Helga

Hey smelltu HÉR og segðu mér hvenær þú átt afmæli og þá mun ég aldrei gleyma því.
Eydís vinkona mín á t.d afmæli á morgun. Ég man eftir því í dag en það er alls ekki víst að ég muni það á morgun. Þetta er allt of oft að koma fyrir mig og kannski þetta Birthdayalarm hjálpi mér í því. Það er svo leiðinlegt að muna ekki eftir afmælum. Vona bara að allir sem gleymdu afmælinu mínu séu með stórt samviskubit ;o)

mánudagur, september 22, 2003

Ég er ekki búin að gera meira í skápnum síðan síðast. Bara búin að færa til og svona.
Á laugardaginn kom Keisukei í heimsókn. Hann er að flytja til London eftir viku. Við elduðum úr því sem til var og forrétturinn var: myglaður ostur í myglaða sveppi og það smakkaðist bara myglað vel. Svo var spinatstrudel, eldaði náttla einn extra handa elskunni minni sem var að vinna. Svo drukkum við fullt af kaffi sem er ekki gott fyrir svefnin, komst alveg að því.
Á sunnudaginn fórum við í Prater og hittum þar nokkar íslendinga á veitingastað. Við komum seint og fengum okkur að snæða og Egill og Ingunn voru lengur, en hinir höfðu verið þarna allann daginn að spila fótbolta eða í sólbaði.
Nú svo í kvöld var kvennabíóferð. Það var sjóræninghjamyndin með kyntröllinu Johnny Depp, alveg mögnuð mynd og gaman að sjá hann í svona gamanhlutverki. En þó svo hann hefði ekki verið þá er bara skemmtileg mynd. Ætla að taka Möggu mér til fyrirmyndar og taka með mér nesti næst. Ekkert smá sniðugt þar sem allt er svona dýrt. Við Ingunn fórum náttla ekkert beint heim eftir bíó heldur rölltum við í MuseumsQuartier og settumst á eitt af útikaffihúsunum þar. Síðan rölltum við að Stehansplatz og ég fór að spurja eftir símanum mínum. En hann er bara GONE ... þannig að ég verð að fá mér nýtt númer og læt ykkur öll vita á næstunni.
En nýjustu fréttir af skápnum eru þær að ég er búin að kaupa lakkeyði og ætla vonandi að skella honum á á morgun. Verð bara að senda kisulórurnar í útlegð á meðan.

Góða tíð heima á Íslandi .... stormviðvörun !!!!!

laugardagur, september 20, 2003

Jæja nú er ég búin að vera að mála alla íbúðina ólífugræna.
Nei nei bara hilluna sem Ingunn og Egill gáfu okkur og stoðirnar undir glerborðinu. Húff þetta er meiri vinna en ég gerði mér grein fyrir, en skemmtilegt samt. Við keyptum einhvern viðarlit sem er umhverfisvænn og ætlaður á barnahúsgögn. Eins og ég hef áður sagt þá étur Póka ALLT nema blautan kattarmat. Hún borðar pappír, plast og já nánast allt þannig að ég þurfti að loka hana frammi þegar að hún reyndi að lepja viðarmálninguna umhverfisvænu. Við settum þær báðar fram systurnar og þær voru ekki alveg að skilja það að vera allt í einu lokaðar úti. Þannig að þær reyndu allt til að komast inn ég ég varð að fela málninguna annað slagið og hleypa þeim inn. Ekki alltaf gott að vera kelirófur og ansi háðar mömmu og pabba. Talandi um pabban að þá er hann lasinn. Tók við af mér einum degi eftir að ég varð frísk. Núna er hann búin að sofa í allt kvöld, litla greyið.

Á miðvikudaginn tókst mér og Ingunni að vera á kaffihúsum frá kl 13 til ca. 24, en í millitíðinni fórum við í Adventure catering og hittum eigandann til að kynna Ingunni. Hann ætlar að hafa samband við okkur í næstu viku. Allt í einu fannst honum ég hafa staðið mig rosalega vel og bla bla bla, en svona eru bara sumir. En ég fékk 13 fimm € seðla og þakka fyrir það.

úffilúff, fataskápurinn á eftir að taka mig óratíma, enda þarf að pússa ALLT lakkið af áður en ég geri hann líka ólífugrænan. Annars var ég að heyra af lakkleysi (eyði), en hann er víst algjört eitur og í OBI var bara hægt að leigja pússvelar fyrir gólf. Mér datt þá í hug að taka bara skápinn í sundur og leggja hann á gólfið en Steina leist ekkert á það. Ef ég hefði verið ein hefði ég sennilega leigt þessa gólfmaskínu.

Jæja best að fara að leggjast uppí til pabbans og horfa á TV ... við erum með veikindardýnuna í stofunni

P.s það var 26° hiti hér í dag og það snjóar á Akureyri HA HA HA
p.s.s. Póka er að hugsa um að éta húsgögnin !!!

þriðjudagur, september 16, 2003

Liðveisla skjólstæðings míns sem er ansi hress fimmtug kona er að gefa okkur stóran fataskáp. Ef hann er ekki flottur þá geri ég hann bara flottan og ég veit að hann er úr gegnheilum við þannig að ég hef ekki áhyggjur af að geta ekki gert hann upp. Er búin að hugsa um að pússa hann og bæsa hann með hvítu ef ég vill ekki hafa hann í upprunalegum stíl. Ég hef ekkert smá gaman af að gera upp húsgögn, vantar bara ýmis tæki og tól. Við erum að spá í að flytja fatarskápinn sem er í svefnherberginu fram á gang. Enda er nóg plássið þar og okkur vantar einmitt pláss fyrir útifötin og þá komast skórnir líka inn í hann. Ég held að ég sé aðeins of veik fyrir húsgögnum. Ég skoða alla bæklinga og blöð sem berast og læt mig dreyma og hef ekkert smá gaman af. Ég hef komist að því að stíll minn er mjög hreinn, vill stór og klunnaleg húsgögn og ekkert óþarfa drasl. Heima á Ísl. á ég nokkra kassa af kertastjökum og tilheyrandi sem ég verð að endurskoða um jólin. Ég viðurkenni það hér og nú (Steina og mömmu til mikillar ánægju) að ég á allt of mikið af dóti sem ég þarf að losa mig við. En mér þykir samt svo vænt um sumt af þessu. Þannig að þeim sem vantar kertastjaka þá ég ég stórt og mikið safn sem ég þarf að grinnka á. Ég gæti annars búið til kertahof ... hey ég ætla að halda þeim ... he he he

Vá er þetta líf að liggja og horfa á hvern spjallþáttinn á eftir öðrum, trúi ekki að það sé framleitt svona mikið af þessu kjaftæði. Fita, hver á barnið, framhjáhald og ég vill fá þig aftur ... allir með það sama og svo er stjórnandinn og einn sálfræðingur inn í sal. Langflestir af þeim sem mæta í þættina eru atvinnulausir og búin að vera í mörg ár þannig að þetta gefur kannski ekki alveg rétta mynd af þýsku þjóðinni, eða hvað?
En það var samt ótrúlega skondið að um daginn var ég að horfa á þátt þar sem að lið mætir og geriri upp íbúð; SOS do it yourself. Í þessum eina þætti sem ég hef séð af þessu var verið að breyta heimili hressrar íslenskrar stelpu sem býr í Þýskalandi og hún heitir Ása. Hún var að breyta öllu í diskó fullt af glansi og glimmeri ... gaman að sjá landa sína á skjánum.

Annars langar mig svo að kaupa stóran striga til að mála á. Ég verð að finna einhvern ódýra málningarkompubúð. En ég er samt að spá í huge striga svona 1,5 x 2 metrar eða svo ... jafnvel stærri Nú er bara að fara að leita af þeim ódýrasta og fá svo að þjóna smá til að hafa efni á að kaupa. Bankinn heima tekur allt of marga peninga af okkur í skuldir, en það lagast.

Oj hvað mér leiðist að vera svona í rúminu
Oj ég er komin með frunsu
Oj hvað gólfið er skítugt
Oj hvað mig langar í eitthvað gott

En Steini kemur heim eftir 5 tíma og kisurnar halda mér smá félagsska þegar að þær nenna

mánudagur, september 15, 2003

Já ég semsagt kom af næturvaktinni kl 11 á laugardagsmorgun og fór heim og lagði mig. Vaknaði um 15 og tók mig til fyrir veisluna sem ég átti að vera mætt í kl 17:30. Mætti og við vorum að setja saman borð og dúka borð og tilheyrandi. Málið var að veislan var í tjaldi og það var ansi kallt. Við urðum að vera í pilsunum og á skyrtunum fyrstu 3 tímana en fengum svo loksins að vera í peysum vegna kuldans. Þetta gékk bara nokkuð vel og þessi glasabakki var mun minna mál en ég hafði þorað að vona. Ég missteig mig bara einu sinni, enda ekki skrítið þar sem til þess að komast á barinn þurftum að labba yfir litla steinhellur og á milli þeirra var gras. Ég missti jafnvægið þar og það duttu nokkur glös á gólfið og brotnuðu, en mér fannst það ekki mikð mál þar sem enginn gestur sá þetta né heyrði þar sem þetta var backstage. En ég var samt skömmuð fyrir þetta og leið eins og hundi. En þetta stóð til 01:00 og ég tók næturstrætó með stelpunum heim. Ég fann það að líkaminn var e-ð skringilegur og ég er búin að vera veik síðan. Svona ömurlega veik, bara liggja og láta sér leiðast. Mig langaði að fara á næturvaktina í dag en gat það ekki, vá það er greinilegt að mér leiðst vinnan ekki. Ég vona að þetta verði búið á morgun. Þoli ekki svona ógeðslega beinverki og hausverk.

fimmtudagur, september 11, 2003

Góðan dag, þessi dagur byrjaði ekki vel. Ég var sofandi inn í stofu (fluttum dýnuna enn eina ferðina þar sem Osborne family var á MTV) og var í naríunum einum klæða. Það er dinglað um 9, mér bregður og stekk á fætur og gríp sængina með mér og hleyp til dyra. Er það ekki pósturinn (sem betur fer ekki sá sem talar svo mikið, hann er algjört pain) að byðja mig að taka pakka fyrir nágranan því þeir eru ekki heima. Ekki nóg að ég þarf að hafa mig alla við að halda sænginni heldur hlaupa báðar kisurnar fram á gang og maðurinn vill að ég kvitti fyrir að hafa tekið á móti pakkanum. Sér maðurinn ekki að ég þarf að halda á sænginni ... hann hefði nú getað sótt kisurnar fyrir mig en í staðin spyr hann mig hvort ég sé frá Póllandi !!! Sagði að ég hefði svo pólskan hreim á þýskunni. Hvað ætlaðist maðurinn til að ég myndi bjóða honum inn í kaffi ef ég væri pólsk? Ja svona fólk sem hefur ekkert annað að gera en að vekja fólk og angra það. Áður en ég fór að elta þær fór mín inn í svefnherbergi og skutlaði mér í bláa flíspeysu, rauðar íþróttabuxur og loðna inniskó þvílíkt fashion suicide mér fannst ég svo fyndin að ég er enn svona klædd ... nema það að ég er komin í græna froskasokka.
Jæja þvotturinn er víst orðin þurr og það er best að fara að brjóta saman ... allt of mikið magn.

Hey í dag er 11.sept ... sem þýðir að það eru tvö ár liðin frá hryðjuverkaárásunum á Bandaríkin.
Hver man ekki hvar hann var þennan dag: Ég var úti að borða á nýja veitingastað Akureyringa "Ruby Tuesday" með Kittu og einhverjum karli á sem á einhverja ljósastofukeðju í Rvk. Man ekkert hver hann er en ég man að hann borgaði matinn ;o) Allir starfsmennirnir komu inn í salinn og allir viðskiptavinir staðarins söfnuðust fyrir framan sjónvarpið og enginn sagði neitt ... þetta var eftir fyrstu flugvélina og við horfðum á þá seinni í beinni (rím, vissi alltaf að þetta væri í mér). Man að ringulreiðin var mjög sterkt og það var mjög erfitt að átta sig á hvað var að gerast.
Svo eftir það fór ég í einhverja vafninga á nuddstofu. Elva vinkona gaf mér gjafakort í þetta, þetta var mjög skrítið ég var mjög þétt vafin í heit blaut lök með allskonar ilmjurtaolíum. Þetta var mjög skondið, ég lá þarna í fjóra tíma með róaandi tónlist og kona kom annað slagið og gaf mér vatn að drekka með röri og sagði mér nýjar fréttir af málinu. Málið var að liggja og svitna í jurtunum .. ég man að ég sofnaði, en ég man að ég var líka að bíða eftir að ég yrði tekin úr umbúðunum þar sem ég gat ekki hreyft legg né lið og mig langaði að vita hvað hefði gerst á meðan að ég átti að vera að slaka á í rólegum tóntum. En mér leið samt rosalega vel á eftir það var nokkuð ljóst.

miðvikudagur, september 10, 2003

Í dag var semsagt starfsmannafundur kl 10 til 14 en ég vaknaði kl 07:30 til að nota morguninn í að þvo eina vel áður en ég skilaði lykklunum. Efti vinnuna hitti ég Ingunni á Starbucks og svo kom Steini. Ingunn gaf okkur reyktan lax og það er verið að snæða hann núna. Takk fyrir okkur Ingunn !!!
Nú á meðan við vorum þar var hringt frá Adventure Catering og ég beðin um að koma í viðtal kl 16:30 sem var eftir klukkutíma. Þannig að við Steini tókum á rás og fundum staðinn. Við Steini settumst, ég fyllti út umsókn og maðurinn talaði. Ég var beðin um að fara heim og æfa mig að halda á bakka og mæta í veislu hjá einhverju fyrirtæki á laugardagskvöldið. Nú ef að ég stend mig vel þá fæ ég vinnu við þetta. En það er bara verst að ég hef enga reynslu af því að þjóna .. eða mjög litla. Vona bara að ég nái að halda á bökkum þetta kvöld og komist áfram ;o/ Ég spurði hvort að hann hefði ekki e-ð handa Steina og hann ætlar að skoða hvort Steini geti ekki fengið vinnu bakstage (keyra stóra bíla). Þannig að nú er að æfa sig með bakkann ... æj æj æj
Við eigum ekki bakka þannig að brauðbrettið verður að duga. Vona að ég brjóti ekki neitt. En svo þarf ég að versla mér þjónaskó og sokkabuxur... ætli þetta sé e-ð fyrir mig ?

þriðjudagur, september 09, 2003

Hey vá í dag er ég akkúrat 25 ára og 3ja mánaða og Unnur er 25 ára og 1 mánaða og Björn Ari (sonur Þóru og Örvars) er sex ára í dag og fær hann ynnilegar hamingjuóskir frá okkur Steina. Og auðvitað ég og Unnur líka!! Maður ætti náttúrulega að halda upp á afmælið sitt mánaðarlega, gera eitthvað spés á þeim degi.

Það er ekki auðvellt að búa í Kaþólsku landi. Það má ekkert á sunnudögum, ekki einu sinni þvo þvott. Svo er líka Ruhezeit eftir kl 14:00 á laugardögum. Hvernig á vinnandi fólk að fara að því að þvo hérna ef það er ekki með þvottavel. Ég er búin að þvi 5 vélar í dag, loksins þegar að við fáum að komast að. Svo þurfum við að kaupa peninga til að vélin fari í gang og til þess að spara notum við náttla ekki þurrkarann. Hvernig kemur maður 5 fullum vélum af blautum þvotti á eina þurrkgrind. Við erum að tala um að öll íbúðin er full af þvotti, allir stólar og allar hurðar .. o.s.frv. En sem betur fer eru flestir í blokkinni með þvottavélar, annars er alveg fáránlegt að vera bara með eina vel. Við höfum samt ekki getað þvegið þegar að aðrir sem eiga bara eina vel og eru með svo mikin þvott eru að nota velin. ÁI segi ég nú bara
Dagurinn er semsagt bara búin að fara í bull á milli þess sem ég fer í þvottahúsið í kjallaranum. Svo á morgun er starfsmannafundur og svo tekur við vinnutörn fram á laugardagsmorgun. Þannig að ég kem heim af næturvakt á laugardag og er svo í frí á sunnudaginn. Langt síðan að ég fékk helgarfrí. Enda er ég ekki að vinna neina 30 tíma á viku eins og ég á að vera að gera heldur mun meira þar sem margir eru í fríi. En ég er líka í löngu fríi 19-24. sept. Akkúrat þegar að Keisuke og Boban eru að tala um að fara til Júgóslavíu ... jæja ég ætla að halda áfram að skoða spurninguna "Hvað er fjölskylda og hver eru hlutverk fjölskyldunnar." sem mér finnst svolítið spennandi

Nú er tölvan komin í hús. Það var skipt um skjá á henni en hún er búin að detta nokkrum sinnum svona út síðan.
Ég er ekkert smá fegin að helgin sé búin. Ég var að vinna alla helgina og síðasta vaktin var 25 tímar (frá 10 á sunnudagsmorgni til kl. 11 í morgun) Nú ég var bara alveg búin þegar að ég kom heim og sofnaði því við sjónvarpið og vaknaði svo um 14 leitið. Þá hringdi Lidia og boðaði komu sína. Þar sem að einn gestur var á leiðinni ákvað ég bara að bjóða Keisuke og Bóban líka og eins og fyrri daginn komu þeir seint og voru lengi.
Ég skellti í einn íslenskan brauðrétt sem fékk góðar undirtektir.
Í vinnunni um helgina fórum við á nýju American Pie ... hún kveikti alveg á hláturstaugunum. Það var líka ansi fyndið þegar að skjólstæðingur minn 62 ára pikkaði í mig þegar að stúlka með sílikonbombur skokkaði um á skjánum og sagði: "flott brjóst". Hélt að maðurinn ætti þetta ekki til. En hann er allaveganna allur að að koma til og finnst ég oft ansi rugluð. Í gær var einhver austurrískur slagari að syngja í sjónvarpinu og ég byrjaði að dansa og bauð auðvitað manninum upp í dans ... hann hélt nú ekki skelli hló og sagði að ég væri klikkuð.
Skólinn er byrjaður en ég er einhvernvegin alveg út að aka. Í gærkvöldi las ég glósurnar sem ég er búin að ná í á netinu en það er bara svo lítið. Æji þetta lagast sennilega þegar að kennararnir fara að setja meira inn.
Mér stendur til boða að fara með Bóbani og Keisuke til Belgrad um þarnæstu helgi. Mig langar ekkert smá að fara til Júgóslavíu, en spurning hvað peningavöldin segja. Nágranni Bóbans (sem á e-ð fluttningarfyrirtæki) myndi sækja okkur og keyra heim að dyrum foreldra hans og þetta kostar því um 5000. kr fram og til baka á kjaft. Það er ekki mikið en þegar að maður á engann pening er það 5000. krónum of mikið. En á mér eftir að bjóðast annað tækifæri á að heimsækja þetta land ???
Ingunn vinkona er að koma ... hún er búin að panta farið. Vá hvað ég hlakka til, ég er svona 99,99% búin að fá frí þá daga sem hún verður hér. Þetta verður alveg magnað.
Svo ætla ég að senda baráttukveðjur til Evu sem á að eiga innan tveggja vikna. Bumbubúinn lætur vonandi ekki mikið eftir sér bíða þar sem ég hlakka svo til að fá að sjá myndir og svona. Verst að vera ekki á staðnum, en ég fæ að sjá djásnið um jólin.
Hafið það líka öll gott !!!

fimmtudagur, september 04, 2003

Jæja ansi langt síðan síðast
Tölvan okkar er biluð og er í viðgerð. Maður er alveg sambandslaus við umheiminn við svona aðstæður. Ég er í vinnunni núna og búin að vera að þræta við skjólstæðing minn í allan dag þar sem hann fór með liðveislu sinni út í búð og keypti HELLING af nammi. Það vantar á fót hans vegna sykursýki og hann er alltaf með allt of háan blóðsykur. Hann semsagt vildi borða þetta allt saman en ég gat ekki leyft honum það. Honum fannst ég alveg ömurlega vond en endaði á því að sættast við mig þegar að hann skildi að ég vildi bara ekki að hann yrði ekki eins veikur og hann var þegar að hann kom til okkar.
Ég mætti of seint í vinnuna í morgun þar sem Keisuke og Lidia snæddu með mér hádegismat og við vorum svo mikið að spjalla að ég gleymdi alveg tímanum. Frekar hallærislegt að mæta of seint þegar að maður á að mæta kl 15:30. Á mánudaginn voru hjá okkur Lidia, Boban og Keisuke. Við Lidia vorum að versla og ákv. svo að fara heim og fá okkur kaffi. Buðum Keisuke sem ákvað að bíða eftir Bóban og það tók náttla 3 tíma. Þannig að við vorum að drekka kaffi kl 19:30 og strákarnir fóru heim frá okkur um 23 leitið, mjög gaman. Vorum síðan barnapíjur hjá Ellu og Leó í gær. Þau voða stillt öll og lítið mál.
Kisunum heilsast vel og eru ansi miklar kelirófur þegar að þær ákveða að vera það. Malarinn er bilaður í Köru, það má ekki koma við hana þá fer hann af stað. Alltaf þegar að það koma gestir þá þefa þær alveg hrikalega af skautaujinu ... hélt að hundar gerðu þetta bara. Svo þegar að það er búið að sniffa allt í ræmur þá er taska eða aðrir fylgihlutir rannskað gaumgæfilega. Það er að vísu allt nýtt rannsakað mjög ýtarlega þegar að það kemur inn í íbúðina. Alltaf fyrsta sem þær gerða þegar að við komum heim með innkaupapoka er að sniffa fyrst og fara svo ofaní og sniffa þar. Æji þær eru algjörar rúsínur. Við megum alls ekki loka baðherbergishurðinni (sem við gerum bara þegar að gesti ber að garði) því þá væla þær fyrir utan. Ef annað hvort okkar fer á klósettið þá fara þær báðar með ... skiptir engu máli hvað þær eru að gera eða hvort þær eru vakandi eða sofandi.
Ingunn sem er afmælisbarn dagsins og fær FULLT af kossum og knúsum frá mér er að koma til mín í lok nóvember ... ég get alls ekki beðið. Trúi því ekki að hún sé að koma fyrr en ég sé hana á flugvellinum. En ég er að fara að ath. með flug fyrir hana frá London eða Danmörku, sá sem er að ath. þetta fyrir mig tekur aðeins of langan tíma í þetta þannig að maður verður bara að gera þetta þá sjálfur.
Jæja ég fer á aðra næturvakt á sunnudagsnóttina .. læt í mér heyra þá. Ekki mikil helgi hjá mér þar sem ég er líka að vinna allan laugardaginn.
Bið að heilsa í bilii
Bussis