Frettir fra Vinarborg

Her verda sagdar frettir af lifinu

föstudagur, október 31, 2003

Shit, ég var að skoða svona dót eins og ég fór í í dag og fann eftirfarandi:

Gjafarkort: La prairie Lúxus andlitsbað með augnmaska og handanuddi , litun og plokkun, handsnyrtingu og fót snyrtingu með lökkun 18,700 krónur

Þið eruð ekki að grínast með þetta ??????

Ég fékk mér allt þetta nema fótsnyrtinguna og borgaði 3200 fyrir það og í því var líka hljóðbylgjumeðferð (sem kostar 3400 á ísl.). Allir til Ungverjalands segi ég !!!

Hóvdí
Ég fór til Ungverjalands í dag og það var mjög furðulegt en rosa gaman. Ég byrjaði á að hitta Söru í vinnunni kl 08 í morgun og við keyrðum heim til vinkonu hennar. Sara er sko 46 ára og vinkonan Geirþrúður (Gertrud) er 55 ára. Þetta byrjaði mjög furðulega þar sem við fórum upp í bíl þeirrar síðarnefndu sem var mjög lítil dolla sem skröllti mikið í. Sara var búin að vara mig við að hún væri mjög stressaður bílstjóri og þar af leiðangi mjö óörugg. Og ég var ekki alveg að meika þetta fyrsta hálftímann þar sem hún var að keyra með annarri og skammast við hina bílana með hinni. Fyrst virkaði hún á mig sem algjör geðsjúklingur, öskraði á alla sem keyrðu fram hjá henni að þeir væru rassasleikjarar og fleira í þeim dúr. Get ekki sagt annað en að ég hafi lært fullt af nýjum orðum af þessarri stórskemmtilegu konu sem bryettist alveg þegar að við vorum að nálagst landamæri Ungverjalands. Þetta var eins og að vera bara með ungum stelpum, þær voru svo spenntar að fara að versla og hlupu um allt. Hún öskraði alltaf á Söru "gamla" eða "litli asni". Alveg frábært að sjá að maður á sennilega ekkert eftir að breytast ... ef maður vill. Það fyrsta sem við gerðum var að fara á snyrtistofu og fara í hand- og fótasnyrtingu, eða ég fór bara í handsnyrtingu. Fyrsta skiptið mitt og það tók alveg klukkutíma. Byrjað á að setja einhverja silkiblöndu og hendurnar nuddaðar svo allt klabbið í vax og pakkað inn. Þetta var látið bíða í ca. 30 mín og svo tók við að klippa, raspa, pota, lakka og ég veit ekki hvað og hvað. Ekkert smá mjúkar og flottar hendur sem komu út úr þessu og borgaði ég fyrir þetta heilar 540 krónur. Svo var farið á aðra snyrtistofu og við létum allar lita á okkur augnhárin og ég ákvað svo að fara bara í andlitshreynsun þar sem ég hef aldrei gert það áður. Mér var bent á að fara á bakvið og klæða mig úr að ofan og fara í handklæði með teygju. HA, var ég ekki að panta húðhreinsun? Jeminn eini hvað það var ofsalega vont og svo líka svakalega gott. Fyrst var allskonar gufuhreinsun og e-ð fleira sem var smá vont þar sem ég er búin að vera svo kvefuð að ég átti e-ð erfitt með að anda með nefinu vegna gufunnar. Þannig að annað slagið heyrðust einhver undarleg köfnunarsoghljóð í mér ... en maður er sem betur fer líka með munn til að anda með. Kreistunin var hræðilegasta kvöl sem ég hef lent í og ég táraðist eins og mér væri borgað fyrir það og ef þetta hefði verið Sara sys eða Steini þá væri ég löngu búin að lemja viðkomandi. En ég beit bara saman og grét ynnra með mér. Eins og einhverjir vita þá kreisti ég mig aldrei sjálf og það er bara þegar fólk ræðst á mig að það er gert og algjörlega í minni óþökk. En hún launaði mér þjáningarnar mjög vel á eftir ... Ó já ... þetta var svo gott að ég ætla að láta gera þetta aftur. Maður gleymir þjáningunum auðveldlega þegar að maður fær svona ofsalega gott á eftir. Ég var nudduð með allskonar dóti, veit ekkert hvað þetta var en þetta var allt saman rosa gott (var sko með lokuð augun allan tímann). Stelpan hefur skemmt sér vel ef hún var lessa þar sem þetta var mjög innilegt nudd og mínar stirðu axlir og bak nutu þess sko alveg í botn. Þetta með lessuna eru bara hugarórar frá mér, fór allt í einu að hugsa um þetta í miðjum klíðum. En vá ég hef bara alldrei lent í svona miklu dekri. Svo settist ég upp eftir rúmar tvær klukkustundir og jeminn eini. Ég hafði komið með eina litla túrbólu á kinninni en nú var ég komin með MARGAR. Hún semsagt bjó til fullt í viðbót og sagði að það væri alveg eðlilegt ... OJ OJ OJ, ég var ekki sátt við þetta skrípi í speglinum. En ég huggaði mig við það að ég var bara í Ungverjalandi og það skipti engu máli að vera Fröken Bóla þar. Við kerlingarnar rölltum örlítið um og ég var komin með hausverk eftir þjáningarnar og lágan blóðsykur. Ég verslaði mér því kókglas á 28 krónur og borgaði 2600 krónur fyrir hreynsunina og nuddið og litunina og lokkunina. Við fórum svo í átt að landamærunum og á veitingastað þar, langt síðan að ég hef fengið svona gott að borða: bakaðan camembert í forrétt (rosa flott útilátið með hrísgrjónum og alles), grillaða kjúklingabringu með sveppa/aspasfyllingu og bökuðum osti og rosa góðri sósu, sódavatn, Stellu og fyrir þetta borgaði ég minna en 600 kr. Þarna keypti ég svo kökusneiðar handa okkur hjúum til að borða með kaffinu í kvöld. Já þetta var vægast sagt skemmtilega furðulegur dagur og ég ætla að fara aftur með kerlingunum á svona flakk.
Á leiðinni heim var löng umferðarteppa þar sem verið var að leita af fólkssmygli í hverju einasta skotti ... nema á bílnum okkar þar sem hann var varla með skott og Geirþrúður sagði við verðina að það kæmist bara einn lítri af mjólk og hálft brauð í skottið. En ég veit ekki hvert hún ætlaði þegar að bílalestin færðist ekkert. Ég bilaðist úr hlátri þegar að hún var búin að segja 50 blótsyrði sem ég hafði aldrei heyrt og steig út úr bílnum til að babbla út í loftið. Mörg blótsyrðin voru e-ð tengd bændum og allskonar sleikjurum.
Hlakka til að hitta hana aftur og læra fleiri ný orð ;o)
Fólk sem pirrar sig á vitlausri stafsetningu minni á alls ekki að vera að lesa þessa síðu og átti sig á því að ég er kennari !!! Ég skal ekki gera börnunum ykkar það að starfa sem slíkur ... a.m.k ekki við móðurmálið sjálft
Nú er Steini búinn að bíða lengi eftir að ég klári að blogga, enda ansi langur pistill í dag. Hann vill spila fyrir mig lag, syngja fyrir mig og ...

þriðjudagur, október 28, 2003

Hvað er betra en að fara í búðna og kaupa volgt brauð .... mmmmmmm og klósettpappí­r með jólalykt ;o)
Nú er morgunmaturinn sko að renna ljúflega niður með 50/50 appelsí­nusafa og sódavatni og ví­tamí­ntöflum
Jæja nú er mín að fara í spinningtíma á fimmtudagsmorgun með Lidiu og einhverri annarri stelpu, það verður sko gaman að sjá í hvernig formi maður er í ;o/

Búið að panta farmiða heim !!!
Æji hvað ég er alveg orðin þreytt á því að vera endalaust í skóla. Nú er ég á fullu að gera verkefni sem ég á að skila í dag og er svo að fara á næturvakt frá 15-09 og svo supervision frá 09:30-11:10. Það er ekki hægt að segja að fyrirtækið úthluti okkur ekki nægum eða miklum tíma fyrir starfsmannafundi og fundi með sérfræðingum, sem er bara hið besta mál. Veðurstelpan sýnir bara alltaf sama hitastigið á Ak. og hér, en hér er alltaf meiri sól þannig að við erum að komast yfir í gær var staðan 9°-9° og nú er hún 4°-4°, er þetta tilviljun eða eru veðurstelpurnar bara e-ð að bulla?
Jæja ég ætla að hlaupa út að kaupa brauð og WCpappír áður en ég held lengra

mánudagur, október 27, 2003

Hugga sæta systir mín er 11 ára í dag !!!

sunnudagur, október 26, 2003

Ég var að setja inn beint veður á Akureyri og hérna í Vín ... gaman að sjá hvernig veðri maður er í. Þið verðið sennilega að kíkja aðeins neðar á síðuna til að sjá þetta. Eins og er er 12° munur og það Akureyri í vil. Ekki alveg sátt við þetta. Hefði átt að vera með svona í sumar. Ég sá þetta á síðunni hennar Írisar og finnst ansi sniðugt. Ég setti líka link á hana.

Helgin var bara rosalega róleg. Við vorum bara að hafa það rosa gott á föstudagskvöldið. Svo í gær eldaði ég morgunhádegismat og Steini skafaði skápinn og það er loksins farið að ganga. Föttuðum réttu aðferðina sem er að bíða bara í 5 mínútur og skafa svo af. Svo bauð Þóra mér að horfa á óperettukepni sem Örvar var að syngja í. Við fórum þangað sem var í gamalli höll út í rassgati. Eftir keppnina hittum við svo Steina og Jón (Brósa) og óperubar sem hommi rekur. Þeir fóru fyrst í óperuna. Við sátum og ræddum um óperuheiminn, eða ég hlustaði eins og alltaf og horfði ofan í bjórinn minn. Ég er samt alveg komin smá inn í þennan furðulega heim og gét tjáð mig um það sem ég hef áhuga á. Nú í dag er ég bara hálf slöpp og kvefuð, enn að ná mér eftir að hafa næstum orðið úti og svo er líkaminn enn að ná sér eftir þyrmingarnar á fimmtudaginn. Við græddum klukkutíma í gærkvöldi og nú erum við bara klst á undan tímanum heima. Nú er komin hlið fyrir mig að pússa. Það verður sko boðið í partý þegar að skápurinn verður loksins tilbúin
Njótið lestursins:

Ég settist niður og hennti niður 100 atriðum um sjálfa mig. Hef lesið svona hjá sumum og þótti gaman af. Kemur margt í ljós sem maður vissi ekki.

1. Ég heiti Helga Þórey Eyþórsdóttir. Helga í höfuð á langömmu minni og Þórey í höfuð á Lillu frænku minni
2. fæddist 9. júní 1978 í Keflavík
3. Mamma mín er ljósmóðir
4. Fósturpabbi minn er tölvunarfræðingur
5. Pabbi minn er viðskiptamaður
6. Ég á 8 systkini
7. ... eina alsystur sem heitir Sara, 2 hálfsystur (Hugga og Anna Margrét) og 3 hálfbræður (Jói, Alexander og Stefán Örn) Síðan á ég 2 systkini sem eru ekki blóðskyld mér: Rakel og Andri
8. Ég sakna fjölskyldunar minnar oft mjög mikið
9. Ég á tvö systrabörn Dóróteu og Natan og þau eru æði. Svo á Rakel líka tvö en þau þekki ég lítið
10. Ég hef búið víða: Sandgerði, Reykjavík, Dalvík, Akureyri, Uppsölum í Svíþjóð og bý nú í Vínarborg
11. ... með kærastanum sem er núverandi byggingarverkamaður að læra ópereusöng
12. Hann heitir Þorsteinn Guðmundsson og er 7 árum eldri en ég
13. Ég er alveg að venjast óperusöng og klassískri tónlist
14. Ég á tvær kysur sem heita Kara og Póka og eru fæddar á bjórdaginn (01.03.03)
15. Póka borðar pappír og plast og þefar af rassinum á Köru og sleikir út um
16. Kara er með ofvirkan malara, það má ekki koma við hana, þá byrjar hún
17. Ég elska Vínarborg og allt sem hún hefur upp á að bjóða
18. Ég var í fullt af skólum í Reykjavík, svo í Dalvíkurskóla svo Glerárskóla og í millitíðinni eitt ár í Kvarngärdeskolan í Uppsölum.
19. Grunnskólapróf úr Glerárskóla 1994
20. Stúdentspróf úr Verkmenntaskólanum á Akureyri 1998 (var í 1. og 2. bekk í MA)
21. Grunnskólakennari frá Háskólanum á Akureyri 2002
22. Er að læra þroskaþjálfun í fjarnámi frá KHÍ, áætluð útskrif 2005
23. Hef alltaf unnið með skólunum
24. t.d. á pizzustaðnum “Ding Dong”, Skammtímavistun og eitthvað fleira
25. hef prófað að vinna á strippstað (á barnum)
26. Er að vinna á sambýli núna
27. Finnst alltaf gaman að mæta í vinnuna.
28. Þykir mjög vænt um skjólstæðinga mína
29. Er líka að þjóna í aukastarfi
30. finnst það alls ekki eins gaman, en það borgar ágætlega
31. Ég er tvíburi en spá ekkert í störnumerkjum og hef lítin áhuga á þeim
32. Ég á mikið af góðum vinum og er mjög þakklát fyrir það
33. svo á ég líka fullt af flottum ættingjum
34. Ég er mjög jákvæð og á erfitt með að vera í vondu skapi
35. sumir segja að ég sé skaplaus
36. Ég er mikið náttúrubarn
37. ég var mjög virk í skátunum frá 10-21 árs (meðan að ég bjó á Akureyri)
38. Æskuvinkonurnar voru líka í skátunum: Eva, Eydís og Silley
39. Mér finnst mjög gaman á skíðum og er meira að segja með lélegt skíðakennarapróf
40. Skíða bæði á svigskíðum og telemark
41. Elska að sofa í tjaldi
42. Ég er rosalega áttavillt
43. Éf get verið mikill klaufi
44. Ég er mikil gunga og þori ekkert að gera af mér
45. Ég gegng ekki alltaf frá eftir mig, finnst betra að gera það allt í einu en að vera ALLTAF að ganga frá ;o)
46. Ég á engan bíl núna en hef alltaf átt bíl hingað til
47. ég þarf ekki bíl í þessarri samgönguborg, en væri æði til að skreppa um helgar
48. þannig að bílaleigubílar eru málið
49. Mér finnst gaman að elda
50. alltaf gaman að prófa að elda e-ð nýtt
51. Ég þoli ekki drasl og skýt og ef ég nenni ekki að þrífa nenni ég heldur ekki að vera heima
52. Mér finnst mjög gaman að hitta vini og vandamenn á kaffihúsum og spjalla
53. Mér finnst gaman að bjóað fólki í kaffi og heimsóknir
54. Ég elska þegar að vinir koma að heimsælkja mig út
55. Eva er sú eina sem hefur látið verða að því að koma og Ingunn og Þórdís koma í næsta mánuði
56. Ég verð alltaf að borða morgunmat
57. Cheerios er uppáhaldið en þar sem það er ekki til verður Cornflex að duga
58. Get orðið voða sár þegar að mjólkin er búin, þá get ég ekkert borðað
59. Er nýfarrin að drekka kaffi og elska það
60. Ef ég borða ekki lengi og blóðsykurinn verður of lágr á það til að líða yfir mig eða að ég fæ mikinn hausverk
61. Ég reyki ekki og fæ oft hausverk ef ég sit lengi við sígarettureyk
62. Mér finnst gaman að djamma með vinum mínum
63. Vinkonuhópur minn á Ak. átti ansi góðan djammferil saman
64. Mér finnst bjórinn góður og gaman að drekka hann í góðra vina hópi
65. Kann vel við Akureyri en það er of lítill bær til að búa í og langt í stóra byggð
66. Mig langar rosalega í digital myndavel
67. Þá gæti ég tekið myndir af öllu hér og sýnt ykkur
68. Mér finnst mikilvægt að eiga mynningar á filmu
69. Ég elska að ferðast
70. Gæti alveg búið í ferðatösku á meðan maður er ekki komin með fjölskyldu
71. Mig langat til að eignast a.m.k 3-4 börn
72. En það er nægur tími ;o)
73. En ég held að ég sé loksins búin að finna þann eina rétta
74. Elska að vera í kringum fólk með góðan húmor, veit ekkert skemmtilegra en ad hitta skemmtilegt folk
75. Finnst gaman að lesa dýralífsblöð og horfa á dýralífsþætti
76. Elska að fara í dýragarða
77. Fer alltaf í dýragarða þegar að ég er að ferðast
78. Draumur að búa rétt fyrir utan borg á búgarði með fullt af dýrum og börnum
79. Er alltaf að spá í að taka sérkennarann líka
80. Er rosalega hrædd við köngulær ... byrjaði mjög seint
81. Ég kann ekki að fara með málshætti, rugla þeim saman eða þá að þeir koma bara vitlaust út
82. Ég skrifa mjög vitlaust
83. Ég hef lítið sjónmynni
84. Ég ekska að kaupa föt og hluti fyrir heimilið
85. Mér finnst rosa gaman að vera fínt klædd og klippt
86. Harpa er eina sem klippir hárið á mér vel
87. Mér finnst erfitt að vera blönk
88. Það er samt að venjast og ég er að verða nokkuð klár í að spara
89. Ég borga alltaf í Sunlife til að vonast til að eiga góða elli
90. Ég legg alltaf til 5000 krónur á sparnaðarreikning á mánuði
91. Ég er alltaf að verða betri í þýskunni
92. Ég á vini frá ýmsum löndum, t.d. Japan, Spáni, Þýskalandi, Júgóslavíu
93. Finnst gaman að kynnast framandi menningu
94. Finnst voða gott að sofa en eftir að árin fjölga virðist maður þurfa minni svefn
95. Finnst gott að tæma hugann fyrir framan sjónvarpið
96. Hlusta á nánast alla tónlist og er dugleg að láta mata mig
97. Mér finnst gott að drekka kók annað slagið, verst hvað það er óhollt
98. Ég er mikið á MSN og finnst það mjög henntugt og sparar mér stóra símreikninga
99. Reyni að muna eftir afmælisdögum og finnst mjög leiðinlegt að gleyma þeim
100. Ég gæti skrifað miklu miklu meira, en sennilega eruð þið orðin þreytt á að lesa þetta bull

Hvað vissir þú mikið um mig ???

föstudagur, október 24, 2003

Ég er í fríi, ég er í fríi ligga ligga lá lá ...... vei vei vei
Vá hvað það er gott að vera í fríi efir alla síðustu viku. Maður á bara ekki til eitt orð og nennir ekki neinu. Ég byrjaði daginn á að liggja í bælinu og kveikja á imbanum. Ég sá fjarstýringuna liggja á borðinu en nennti ekki með neinu móti að sækja hana. Svo hafði ég mig loksins í það og þá fór ég alla leið í tölvuna og án sokka. En ég var of þreytt til að ná í sokka svo að ég fraus bara. Mér var svo kallt eftir að ég varð næstum úti í gærkvöldi. Eftir þjónadæmið sem var 400 manna IBM ráðstefna og ansi mikið að gera í drykkjarberunni. Við Ingunn vorum búnar kl 23 og fórum alveg búnar á fyrstu hæðina í Millenumtower og fengum okkur einn bjór. Þetta varð til þess að við fórum rétt fyrir lokun lestanna þangað. Ég stökk upp í lest sem átti að fara með mig á leiðarenda en gerði bara alls ekki þar sem þetta var síðasta ferðin. Akkúrat í gærkvöldi byrjaði að snjóa slabbsnjó. Æi þið vitið svona ógó blautur snjór sem maður verður alveg hundblautur af strax. Ég fór út og vissi ekkert hvar ég var. Fann að þarna gékk næturstrætó en byrjaði að ganga eftir klst. Svo fannst mér ég vera svaka heppin þar sem sporvagn ók framhjá og ég stökk í hann. Nei nei hann fór heldur ekki alla leið, alls ekki. Svo ég varð að fara út, ég spjallaði við stjórann og hann sagði mér að ég þyrfit að labba slatta til að finna næturstrætó og ég gerði það og vá hvað mér var kallt. Svo kom ég þangað og sá bara enga stoppistöð svo ég hringdi í Steina og var alveg búin á því, en hann vissi ekkert leigubílanúmer svo ég ákvað að leita af næturstrætó sem hann bennti mér á (leiðina) svo ég hélt áfram að labba. Á rölltinu sé ég strætóin hinum megin við götuna og hleyp eins og fætur toga að reyna að ná honum og fyllist von þegar að hann stöðvar á rauðu ljósi eins og heiðvirtur borgari. NEI NEI NEI þegar að ég er að koma að hurðinni rýkur hann af stað og beygir fyrir horn og ég á eftir alveg að fara að skæla vegna rauna minna. Þegar að ég kem loksins fyrir hornið rýkur hann af stað og ég fór bara næstum að skæla, mér var svo kallt og ég var alein. Ég fer svo að leyta mér að leigubíl sem tekur dálanga stund. Hitti svo á þennan fína Írana sem talar allan tímann. Aðalega um færðina, veðrið og að þessi snögga veðurbreyting sé góð fyrir vínið, það verður sko sætara þegar að berin fá svona sjokk. Hann var algjört krútt og hringdi meira að segja í vin sinn til að spurja hann um hitastigið þar sem ég spurði hann að því.
Jæja ég ætla að halda áfram að njóta þess að vera í fríi og ná frostinu síðan í gær úr mér og reyna að fá ónothæfu höndina í stand.

miðvikudagur, október 22, 2003

Vá það er bara hel vika sem ég bloggaði síðast og betur það.
Enda kannski alveg ástæða fyrir því þar sem ég er bara búin að vera að vinna. En núna er ég á sólarhringsvakt frá 10-10 og tími til komin að láta frá sér heyra. Það semsagt hefur ekkert gerst í mínu lífi síðustu daga. Það eina sem gert var um helgina var að Jón og Valdi komu til okkar á laugardagskvöldið og fóru með síðasta U-bahn heim. Í gær var ég að þjóna fyrir heila 8 lækna, en það var allt í lagi og mjög lítið að gera eins og þið getið ímyndað ykkur. Eftir það fór ég í kaffi til Ingunnar og fjölskyldu og þar voru hinar ýmsu kræsingar. Við hjúin fórum svo bara að sofa um 21 enda þörf á þar sem ég er að fara að þjóna á morgun kl 16 eða 18. Svo er ég komin í svoooooo langþráð helgarfrí !!!!
En ég ætla að segja ykkur að Denzildrive eru ASNAr og algjörir labbar, ég fór í dag að sækja um aðgangskort að bílunum þeirra en ég þarf að borga helv. 800€ í tryggingar þar sem Ísland er ekki í evrópusambandinu !!!! Djö. kapítalistar (gróðrahyggjupúkar) og aumingjar, en NEI NEI ekki vilja þeir græða á mér. Ég sný mér sko til einhvers annars fyrirtækis sem tekur betur á móti mér .... ég sem er í "evrópska efnahagssvæðinu" að mér skylst. En það virðist ekki hafa neitt að segja í þessu blessaða landi bara að vera í EU það er allt sem þarf og hefur marga kosti þegar að maður er útlendingur en hefur líka marga galla fyrir landið okkar litla. Veit bara ekki um neitt annað sem virkar eins og þetta og ég átti bara að þurfa að borga 26€ fyrir árið af því að ég er með árskort í lestarnar .... ARRRRGGGGGGGGGGGGGGGG

þriðjudagur, október 14, 2003

Hellú
Var á næturvakt í nótt, gat bara sofið nokkuð vel en svo var bankað kl 03:30 og viðkomandi hélt að það væri komin morgun og ætlaði að fara að segja mér til verka. Ég hélt nú ekki og rak hana aftur í rúmið og ekki sögunni meir. Þegar að ég var á leið heim úr vinnunni hringdi ég í Ingunni bjargvætt og ákvað að fara heim og skella í eina köku handa henni og Ásgeiri. Málið er að í gær þá bankaði pósturinn á fullu á dyrnar hjá mér og ég var bara að taka til. Ég sá að lyklarnir voru ekki í skránni svo ég lét hann vita að ég þyrfti fyrst að finna lykilinn til að geta opnað. Ég leitaði út um allt og hann var alveg á því að hringja bara á lögregluna þar sem maðurinn minn væri búin að læsa mig inni. Ég bað hann um að vera ekkert að því því lyklarnir væru sennilega einhverstaðar hérna. Hann sagðist koma aftur og á meðan leitaði ég af lyklunum út um allt. Svo fór ég að hugsa ... stundum er það gott. Lykklarnir voru í vinnunni ,, á á á hvað átti ég að gera læst inni og átti að mæta í vinnunna eftir 1 og 1/2 tíma. Hringdi í Steina og hann er klst í burtu og komst ekki frá, hringdi svo í Ingunni og það var minnsta mál. Þetta er þokkalegt ferðalag, en Ingunn lagði það sko ekki fyrir sig og bjargaði mér úr prísundinni. Þegar að pósturinn kom í annað skiptið vildi hann bara hringja á lögguna en ég reyndi að segja honum að lyklarnir væru á leiðinni en hann tautaði bara pakki frá Íslandi, ábyrgðarbréf!!! Svo rétti hann mér ruslpóstinn gegnum lúfuna og bréf um að sækja ábyrgðaróstin á morgun. Þetta var frá Lilli gömlu frænku, æðislega sætt bréf og kross sem hún saumaði handa mér.

Áðan fór ég að útrétta og keypti þetta lokaða kattarklósett, algjört hótelsalerni fyrir þær ... reyndar mest okkur þar sem það á að draga úr lykt. En allaveganna þá var ég að röllta með það og í annarri og fullt af drasli í hinni. Það stoppar mig mjög furðuleg kona og spyr hvað sé inni í þessu. Ég segi henni hvað þetta sé og hún segir að þetta sé allt of stórt, hún eigi tvo ketti og þeir þurfi sko ekki svona stórt og að hún hafi sko ekki einusinni pláss fyrir sjálfa sig í sinni íbúð. Ég fór bara að hlæja, hélt að frúin væri að grínast en það var sko alls ekki. Hún gargaði á mig: þetta er sko ekkert til að hlæja af og labbaði í burtu með venjuleg gleraugu og sólgleraugu yfir þau :o/ og nánast ullaði á mig í ofursnúningnum.

jæja en meira af kisunum mínum: í gær ætlaði ég að spila hetju og baða kisurnar þar sem það er svo langt síðan síðast. Ég byrjaði á því að baða Póku og hún var bara svona nánast að reyna að læra að synda, aðallega baksund. En svo átti póka að fara í sund en það var sko ekki auðvellt. Hún tryllist hreinlega og lét öllum illum látum og hefur sennilega bara haldið að ég væri að fara að drekkja henni og því ætla ég aldrei aftur að baða hana ein. Ég er svone nett klóruð á höndunum. En þær eru voða fínar og það er svona ullarlykt af þeim, æji þið vitið svona eing og þegar að búið er að þvo ull með grænsápu. En það verður að þvo þær þar sem þær eru alltaf í rúminu okkar ... það segi ég.

Þórdís ætlar að koma með Ingunni hingað eftir rúman mánuð, þannig að það á ekki eftir að vanta stuðið. Þetta verður alveg meiriháttar og bara erfitt að bíða. Svo er komin dagsetning á jólafríið mitt sem er 15-28 des. Þannig að ég verð á klakanum þennan tíma og hlakka ekkert smá til að hitta alla sem ég sakna svo mikið. Ef þú ert einn af þeim ... hvernig væri þá að senda mér smá comment og þá skal ég lofa að bóka þig á heimsóknarlistann ;o) ... ég lofa að fylgja honum
Jæja sá gamli er kominn heim og það er best að fara að þvo af honum vinnufötin þar sem við fengum loksins þvottavélina í dag

Þannig að það verður sko þvegið á morgun !!!!

Þvotta- og þrifnaðarkveðjur
Helgan

P.s var að setja inn link á Ásrúnu Örnu Scheving Kristmundardóttur hennar Ingunnar

sunnudagur, október 12, 2003

Gott kvöld gott fólk
Nú er ég búin að vera að vinna svolítið mikið og því ekki haft tíma til að láta heyra frá mér
Á föstudaginn átti ég mót við Lidiu á Stephanslatz og cið ákváðum að fara á Mariahilferstrasse. Rölltum um og kjöftuðum og svo kom Ingunn. Við héldum áfram að röllta á milli búða og enduðum á Starbucks og það endaði á því að Steini kom þangað eftir vinnu. Við fórum að versla sem var Steina mínum mikið í mun. Kattarsandurinn var orðin e-ð gamall og við ætluðum líka að kaupa yfirbyggt kattarsalerni. Hugsið ykkur lúxsusinn á þessum dýrum. Við fórum heim og tókum aðeins til á miljón og náðum í búð fyrir lokun til að kaua bjór til að fara með í mat til Ingunnar og Egils. Það var mexíkanskt rosa gott og við hittum Jón í fyrsta skiptið. Hann er hjá þeim ásamt Valda þar til þeir fá íbúðina. Nú það var bara svona glymrandi gaman og þegar að ég ætlaði að fara að taka síðasta U-bahn heim þá var kl bara óvart orðin 03:30, tíminn líður hratt í góðra manna og kvenna hópi, það segi ég. Þannig að við tókum leigubíl heim í stað þess að vera svona a.m.k einn tíma á leiðinni með næturvögnunum. Svo mætti ég í vinnuna kl 09:45 á laugardagsmorgun eftir heilan 4 tíma svefn. Þannig að ég var svona nett þreytt í vinnunni. En það var mjög lítið að gera og ég var að hengja upp spegla og myndir með Walternum mínum. Nú svo var leikur Ísl. og Þjóðvera og hittust íslendingar á Pizzeríunni í kjallaranum hjá Ingunni og Agli. Ég mætti um 20 og fljótlega var farið upp í íbúðina þeirra. Þar vorum við hjúin ásamt heimilisfólkinu, Jóni, Kristjáni, og Dirk vini Egils. Þetta kvöld endaði um 03:30 og það var aftur tekinn leigubíll heim. Þannig að dagurinn í dag er búin að fara í að hvíla sig, hafa það gott, kúra, leggja sig og fleira í þeim dúr. Það var líka partý hjá honum Thomasi sem er að vinna með mér. En ég var ekki alveg með orku til að fara líka þangað.
Það er eitthvað verið að tala um að fara í skápinn, en mér finnst voða gott bara að slappa af aftir þessa helgi, svo er næturvakt á morgun. Það er akkúrat mánuður og 10 dagar það til Ingunn mín kemur til mín.
Húsbóndinn er að singja um einhverja Mörtu þannig að það er best að fara að gera e-ð að viti. Við Ingunn erum að fara að þjóna á fimmtudagskvöldið næsta og viti menn ég er á næturvakt daginn eftir, en það er allt annað en að vera að koma af næturvakt ... vona ég ;o/
Yfir og út ... þangað til næst

mánudagur, október 06, 2003

Hann Steini minn á afmæli í dag !!!!!
Hann á afmæli í dag
Hann á afmæli hann Steini
Hann á afmæli í dag ... Veiiiiiiiii (nú mega allir klappa)

Var að koma heim af næturvakt og nú verður næsta vika bara lítil vinna. Enda búin að vinna alveg nóg síðustu daga. Ég ætla að baka eina Sachertertu handa elskunni og svo ætla ég að bjóða honum út að borða í kvöld. Ætli Maredo verði ekki fyrir valinu, en ég er samt að reyna að muna og leita af einhverjum svona litlum rómó veitingastað þó svo Maredo klikki aldrei. En honum finnst ítalskt svo gott þannig að ég ætla að leita af einhverju nýju.
Svo ætla ég að gefa honum svolítið spés sem enginn fær að vita af ;o)

föstudagur, október 03, 2003

Eva og Óli áttu strák í dag og ég óska þeim sko ynnilega til hamingju !!!!

Núna er ég búin að heita mér og líkama mínum að vinna ALDREI daginn eftir næturvakt. Þetta leit alls ekki vel út í fyrstu. Þegar að ég vaknaði kl 06 við Söru (heimahjálpina) þá var allt í lagi með mig. Svo gaf hún mér einhverja banasnittuköku í morgunmat og kaffi með. Hún kemur alltaf með einhvern morgunmat handa mér, oftast nýbökuð rúnstykki ... ekkert smá yndæl kona. Nú um 8:30 þegar að vaktin mín var að verða búin fékk ég svona heiiftarlega í magann að ég varð bara að sitja á klóa. Ég sem átti að mæta í þjónastarfið kl 11:30 SHIT já það er sko orðið yfir þessar aðstæður. Ég tók á það ráð að leggja mig bara í klukkutíma. Viti menn magaverkurinn agalegi minkaði og ég bara skalf og hjartað barðist. Ég var svo komin í þjónadæmið kl 11:00, nennti ekki að verða of sein svona einu sinni. Ingunn var þarna í veislunni í fullu fjöri, ekki það að við hefðum mikil tækifæri til að spjalla saman. Hittumst á göngu með bakka í hönd. Þetta gæti alveg verið rosalega skemmtileg vinna ef mórallinn væri betri. Allir eru hræddir við yfirmanninn og því er ekkert verið að spjalla of mikið, frekar verið að þykjast gera eitthvað ef lítið eða ekkert er að gera. Málið er að dæla sem mestu í gestina og þurfa að hreinsa sem mest eftir þá. Þetta var ráðstefna og það voru 550 manns á henni. Í hverri pásu hlupum við af stað með svaladrykki og áfengi. Þess á milli var verið að þykjast vera að gera e-ð og skipta á borðdúkunum og gera allt skínandi á ný. En þessa 9 og hálfan tíma sem ég var þarna fékk ég mesta lagi 15 mín í pásu. Hver hefur gott af því ???? Enda allar að drepastí löppunum í lok kvöldsins og það er varla til sá staður sem ég hef ekki einhverja verki í. Það er nú ekki á hverjum degi sem maður hleypur fram og til baka með 8-10 full glös á bakka. Svo er ég með blöðrur á lillutáslu og hún er orðin tvöföld. En allt gerir maður fyrir peninga ... þeir stjórna öllu
Fyrir þennan dag fékk ég 16 fimm€seðla og 2 eins€peninga. (ekki reikna hvað þetta eru margar ísl.kr því þetta er hlægilegt) en þetta er mun meira en síðasta IKEA ferð. Svo á ég líka að mæta í veislu á miðvikudaginn

Jæja þar sem hver vöðvi og blaðra í líkamanum öskrar á hvíld þá er best bara að leggja sig enda vinnudagur á morgun. Steini er á fastaborði íslendingafélagsins ohhh ... væri allt í lagi að hafa hann heima. En það er víst helgi hjá öðru fólki.

Bið að heilsa í bili
bussis

miðvikudagur, október 01, 2003

Jæja í dag er ég búin að reyna að vera rosa dugleg að læra en ég er alltaf að spjalla við einhvern á MSN-inu. Það er sko ekki leiðinlegt en rosalegur tímaþjófur. Svo var ég að hjálpa Kittu að byrja að blogga. Verður sko aldeilis gaman að lesa það ef ég þekki mína rétt. Vildi bara að allar mínar vinkonur myndu taka hana til fyrirmyndar, þá væri sko gaman að vera til.
Eva er með verki í dag þannig að sennilega fer bumbubúin loksins að fara að láta sjá sig. Það er ekkert smá sem maður er spenntur yfir þessu.
Steini bara steinsefur með Póku á bringunni. Ég dreyf mig að hitta hann í hádeginu eftir vinnu hjá mér. Við fórum á kaffihús og konan sem átti það vildi endilega ráða mig í vinnu. Sagði að þetta væri alls ekkert erfitt, maður gæti setið mikið og að þetta væru 10 tímar á dag ... ekki eins og ég hafi ekki nóg með mína vinnu, aukavinnu og skólann.
Helgin verður bara vinna og fram á þriðkudag. Átti að vera í fríi á laugardaginn, en ég sagði óvart já við stelpu sem vildi skipta við mig. Ég var að borga í búð, geðveik röð og ég sagði bara já já já ... en ekki að fatta að hún væri að byðja mig um að vinna þennan laugardag og hún ætlar að vinna fyrir mig á miðvikuda ... vei vei vei
Betra að hlusta næst eða byðja viðkomandi um að hringja eftur

Jæja bið að heilsa, nú er eins gott að taka á honum stóra sínum og halda áfram ....