Frettir fra Vinarborg

Her verda sagdar frettir af lifinu

föstudagur, nóvember 21, 2003

Vá ég er búin að vera svo dugleg að læra í dag ... gékk ekkert smá vel.
Búin að gera meira í dag en síðustu daga, kannski á ég bara alltaf að læra eftir næturvakt. Ég verð að reyna að gera sem mest því ég geri ekkert á meðan stelpurnar eru hérna. Er ekki alveg að trúa því að ég sé að fara að ná í þær á flugvöllinn á morgun. Þetta verður meira stuðið. Ingunn er með digital þannig að það eiga eftir að koma myndir á bloggið mitt ... ef það tekst

OOOJJJJJ ógeð ... áðan var ég að fara að steikja mér egg af því að það er EKKERT annað til hérna. Ég skellti egginu í hliðina á pönnunni og skurnin opnaðist fallega. En það komu tveir brúnir punktar út með rauðunni og hvítunni. Þetta voru alveg bara örugglega augun á unganum. Ég varð náttla að henda þessu og vá ég var svo svöng því að ég borðaði síðast kl 6 um morguninn. Þá fann ég eitt fyskstykki svona í raspi og með osti þannig að ég ákvað bara að leyfa því að steykjast á meðan ég var að lærast. En ég var náttla ekki með neina olíu á pönnunni þannig að allt var brunnið þegar að ég mætti á svæðið stuttu seinna. OHHH hvað átti ég nú að gera, jú ég tók bara það brennda af og prófaði að borða en þá var fiskurinn bara alveg hrár. Það á ekki af manni að ganga. Þannig að ég er bara að spá í að fara að versla í matinn. Ég er búin að vera að vinna síðan á mánudag og því er ekki búið að fara í búð síðan fyrir síðustu helgi.

Skápurinn þarf að vera tilbúinn á morgun, þannig að við erum að fara að versla smá í hann eins og veggfóður í skúffurnar og bakið og skrúfur og svona ... kannski líka e-ð að borða

bæ skæ
Helga ... sem er að hlusta á gamla tónlist og ég ELSKA það

fimmtudagur, nóvember 20, 2003

Hæ hæ
Ég er alveg á lífi, en það er bara svo ALLT of mikið að gera hjá mér. Ég er í hópverkefnum og það á að skila ÖLLUM verkefnum í lok mánaðarins þannig að ég er í leiðindarmálum. En svo eru Ingunn og Þórdís að koma ekki á morgun heldur hinn ... ég tel niður eins og þega að það voru að koma jól þegar að maður var yngri, ekki það að ég jólabarnið geri það ekki enn. Ég er orðin liðveisla aðra hverja helgi, eða þær helgar sem ég er ekki að vinna á sambýlinu. Bara tveir tímar í senn svo að það er bara gaman.
Ég er alveg að hugsa um það hvað ég sé eiginlega að læra að verða þroskaþjálfi þegar að ég er þegar kennari. Ég bara er ekki að nenna að standa í öllum þessum verkefnum og prófum.
Mikið búin að vera að spá í því að hætta bara ... hvað á ég að gera ???

En það verður sko gaman þegar að þetta verður búið og ég komin í jólarfí !!!
Jæja best að hafa sig til fyrir næturvakt
... lifið heil

mánudagur, nóvember 10, 2003

Helga tölvulausi kokkur
Komið sæl, ég er stödd í vinnunni og bíður mín næturvakt. Ég er mjög oft beðin um að elda hérna, þar sem mér finnst það gaman og aft tekst vel til. En vandamálið er samt að það er alltaf einhver einn skjólstæðingur sem velur hvað á að vera í matinn. Þau velja alltaf eitthvað austurrískt og ég hef stundum enga hugmynd um hvað verið er að byðja um. En þetta er samt mjög skemmtilegt fyrirkomulag að hver einstaklingur á sinn eldunardag og velur hvað er eldað og fer með í búðina og hjálpar til við eldamennskuna. Í dag var það spæld egg með soðnum kartöflum og spínatsósu. Myndi öllum finnast þetta gott heima ... Spínatsósa .... ???? Það elska þetta allir hérna og þett er alls ekki svo slæmt.
Var að skoða Idol keppendurna íslensku á tonlist.is og þar er hægt að sjá alla keppendurna. Jæja ég verð að halda áfram að læra ... með margt alveg í rassi

P.s. tölvan heima er dauð svo að það verða einhverjar gloppur í blogginnu á næstunni

föstudagur, nóvember 07, 2003

Það var að gerast svolítið sorglega fyndið núna rétt áðan: hárið á mér er doppótt. Ég fékk þá snilldarhugmynd að lita á mér hárið eftir að Ingunn klippti það í dag. En ég ákvað bara að Steini myndi lita á mér hárið þar sem ég vildi ekki lita endana og þá er svo flókið að gera það sjálf. Ég skellti í mig teygju þannig að það færi nú ekki allt í endana. Jæja hann gerði þetta voða fínt og samviskusamlega þessi elska, en þegar að ég var búin að skola allt úr og bíða með hárnæringuna voða lengi þá bara var þetta e-ð furðulegt. Það var stór blettur eftir teygjuna, detti mér nú allar dauðar ... já ef ég hefði verið með lús þá væri hún sennilega hlupinn á brott því ég þurfti auðvtiað að lita blettinn fallega. Hann var ekkert alveg á því að fara allur þannig að ég er bara með svona flottar strípur. En þetta er allt í lagi, Harpa sæta ætlar að laga þetta fyrir jólin. Hló bara af mér áðan þegar að ég sagði henni þetta, enda búin að segja mér að nota ekki svona búðarliti (úpsí dúpsí)

Það var boðið í morgunkaffi til Ingunnar í morgun. Þetta er ekkert smá góð hugmynd að hittast svona og spjalla og snæða saman Brunch. Það var samt e-ð slöpp mæting: ég, Þóra og Nanna. En voða gaman af þessu. Svo ætlaði ég bara aðeins að kíkja í Donaucentrum (því ég átti eftir að læra helling) en var þar óvart alveg þangað til að ég gat ekki haldið lengur í mér og dreif mig heim. Verslaði fyrstu jólagjöfina og er hæstánægð með það. Svo keypti ég kaffipressukönnu þar sem okkar er ónýt. Lennti á svona fínu tilboði þar sem að í var kannan, tvö glös, tvær teskeiðar og froðuþeytari og batterí í hann. Kostaði þetta allt 15€
Þetta var bara eina settið sem eftir var og svo var fullt af te-settum. Það vantaði fullt í kassann þannig að ég bætti bara úr því ... kannski þess vegna sem þetta var svona ódýrt ;o) ... he he he Nei nei ég eld að þetta hafi átt að vera svona því að allir hlutirnir voru utan á kassanum og stóð í innihaldslýsingunni. En ég hefði samt sennilega getað sett allskonar drasl í hann ef kasinn hefði verið stærri. En Helga heiðarlega skræfa hefði nú sennilega aldrei gert það.
Ég er að fara að hitta konu eða karl á morgun sem vantar liðveislu, verður spennandi að sjá. Viðkomandi býr í sambýli sem er í næsta húsi sem er mikill kostur. Svo er aðalfundur Íslendingafélagsins annað kvöld og síðan bara vinna alla helgina. Reikna svo með því að fara aftur yfir til Ungverjalnds á þriðjudaginn með Sörunni.
Núna eru nákvæmlega 15 dagar þar til Ingunn og Þórdís koma. Ég er að vinna af mér fríið sem ég verð í á meðan þær verða hér. Það verður búið að opna jólamarkaðinn í götunni okkar og líka stóra jólamarkaðinn á ráðhústorginu sem er algjört æði svo er bara stefnan meira sett á Shopping, Wining & Dining sem frekar en menningarbraginn enda eru þetta bara 4 dagar sem þær verða hér. Jæja ég býð górar nætur og ætla að fara að sofa hjá mínum græna ... þar sem kisulórurnar eru líka að kúra hjá honum verður samkeppni um pláss.

P.s ég hitti óvart á rétta lakkleysinn og nú fer þetta að ganga eins og smurt þannig að ég sé fram á að geta haldið skápapartýið sem ég var búin að lofa einhverjum helgina 14 og 15 nóv.

sunnudagur, nóvember 02, 2003

Ætla ekki að setja inn fleiri myndir núna, en mig langar svo í­ digital myndavel
Ég var að bæta myndum í­ albúmið ... dýrin síðan í sumar þegar að Hugga var hér og hitt tekið á velina í vinnunni. Svo er ég búin að búa til nýtt myndaalbúm því að þetta er alltaf svo fljótt að fyllast því ég kann ekki að minnka þær.

asnalegt myndardót sem tóks ekki

prufa ... beint frá Akureyri

Þessa mynd tók Jói brói áðan og er þetta fyrir utan húsið hjá okkur heima á Ak.
Það hjálpaði mér einhver spænskur vinur Jóa að setja þessa mynd inn svo ég kann ekki enn að setja inn myndir