Frettir fra Vinarborg

Her verda sagdar frettir af lifinu

mánudagur, desember 29, 2003

Ég var e-ð lengi að skrifa svo að ísl. stafirnir duttu út þannig að ég lagaði þetta bara í Wordinu en allir Ísl. stafirnir koma stórir en það er sko í góðu lagi ... mun betra en að hafa bara einhver ruglttakn í lokin ... Ég hélt samt að ég hafi Coperað textann áður en ég byrti þetta, eins og ég geri alltaf

Jæja úff og púff, það er ansi erfitt að byrja á að vinna 23 tíma fyrsta daginn sem maÐur er hÉrna Í Útlandinu. Ég nebbla byrjaÐi aÐ vinna kl 15:00 Í dag og er aÐ vinna til 14:00 Á morgun vegna Þess aÐ starfsmannafundur byrjar strax Á eftir nÆturvaktinni minni.
JÓlin eru enn aÐ gleÐja mann og Þetta var alveg meirihÁttar tÍmi. HefÐi passaÐ aÐ hafa Þetta svona 3 vikur Þar sem Þetta var aÐeins of mikiÐ stress. Ég nÁÐi heldur ekkert aÐ kÍkka Í Sjallan en Ég frÉtti aÐ ÞaÐ hefÐi nÚ ekki fÆrt mÉr mikiÐ, ÞaÐ er bar alltaf svo gaman aÐ hitta fÓlk sem Ég hef ekki sÉÐ lengi. Marga hitti Ég Á fÖrnum vegi og ÞÁ aÐalega Í Kringlunni og Á GlerÁrtorgi Á Akureyri. Þetta eina djamm sem Ég fÓr Á var rosalega lÓkal, var Á efri hÆÐ Kaffi Amor og ÞaÐ var bÚiÐ aÐ loka staÐnum Þannig aÐ maÐur hitti nÚ ekki marga ÞvÍ miÐur. En Ég bÆti Úr Þessu nÆst Þegar aÐ Ég kem. PottÞÉtt aÐ ÞaÐ lÍÐur ekki Ár Á milli koma eins og ÞaÐ gerÐi sÍÐast. Þetta er bara svo assgoti dÝrt og svo er ekki svo auÐvellt aÐ fÁ frÍ hvenÆr sem er. ViÐ eigum aÐ fara aÐ plana frÍ okkar fyrir nÆsta ÁriÐ. Ingunn og Krissi eru aÐ spÁ Í aÐ koma til okkar og vera Í svona viku og svo fÖrum viÐ Öll saman til SpÁnar Þar sem mamma hennar Ingunnar Á hÚs og vera Í svona 2 vikur. Þetta finnst mÉr ansi gott plan og hlakka ekkert smÁ til ef ÞaÐ verÐur e-Ð Úr Þessu plani.
MÆja og Magga eru aÐ spÁ Í aÐ koma Í byrjun Ársins og ÞaÐ verÐur meirihÁttar aÐ fÁ ÞÆr. ÞvÍ miÐur nÁÐi Ég nÚ ekki aÐ hitta ÞÆr, en Ég rÉtt svo kissti MÆju Á GlerÁrtorgi. EydÍs BÁra setur stefnuna Á borgina einhverntÍman Í sumar. Fyrir ykkur hin sem eruÐ aÐ plana aÐ koma ÞÁ verÐur flogiÐ beint ... lÆt inn frÉtt um ÞaÐ um leiÐ og Ég veit e-Ð meir
ViÐ sÓttum kisurnar um leiÐ og viÐ komum heim Í gÆr og ÞaÐ var voÐa skrÍtiÐ aÐ sjÁ ÞÆr. ÞaÐ var eins og ÞÆr Þekktu okkur en samt ekkert hoppandi ÁnÆgÐar aÐ fÁ okkur. En um leiÐ og viÐ komum heim ÞÁ var Þetta allt annaÐ. Kara byrjaÐi aÐ vÆla Í mÉr og mala eins og hÚn gerÐi alltaf og ÞÆr voru ekki lengi aÐ fatta aÐ ÞÆr voru komnar heim. Í nÓtt svÁfu ÞÆr svo bÁÐar uppÍ og ÞaÐ Í alla nÓtt, Ég vakanaÐi nokkrum sinnum og ÞÁ lÁgu ÞÆr bÁÐar ofan Á mÉr og ÞaÐ gerÐist aldrei ÁÐur en ÞÆr fÓru Í pÖssun. ViÐ gÁtum ekki fengiÐ betra fÓlk til aÐ passa ÞÆr.
En stÆrstu frÉttirnar eru ÞÆr aÐ ÞaÐ er komin unglingur Á heimiliÐ ... jÁ jÁ hÚn PÓka er byrjuÐ aÐ breima. EÐa gerÐi ÞaÐ Á meÐan viÐ vorum Úti. Kara skildi vÍst ekkert hvaÐa lÆti og undarlega hegÐun Þetta var. En hÚn hefur haft vit Á ÞvÍ aÐ lÁta Egil og Ingunni lenda Í Þessu. ÞÆr verÐa bara settar Á pilluna, ÞÝÐir ekkert annaÐ.
NÚ mÁ Ég fara aÐ halla mÉr, Ætla aÐ lesa ÞaÐ sem bÚiÐ er aÐ gerast Í vinnunni sÍÐustu 2 vikurnar. Margir skrifa svo illa aÐ Ég Á sennilega eftir aÐ sofna mjÖg fljÓtt.

sunnudagur, desember 28, 2003

Jæja ég er komin heil á höldnu heim til Vínarborgar ... eða svona að mestu leiti þar sem ég var bitin af TÍK í gærkvöldi, já já ég er ekkert að djóka með það. Fékk meira að segja sprautu hjá fyndna lækninum á heilsugæslustöðinni í Keflavík
Við gistum hjá pabba og Hólmfríði í Sandgerði í nótt og það endaði með því eins og alltaf að ég fór nánast ekkert að sofa fyrir flugið þar sem við Hólmfríður spjöllum alltaf svo mikið um heima og geima. Tíminn á Íslandi var allt of fljótur að líða og ég náði sko alls ekki að gera allt það sem mig langaði til.
Suma sá ég bara með smásjá ... þ.e. allt of stutt, en ég var að reyna að skipta mér bróðurlega.

Æji ég er allt of þreytt að ég nenni ekki að blogga núna
Er að fara að vinna á morgun og skrifa alla söguna þá

G.N

þriðjudagur, desember 23, 2003

Jæja þá er maður komin til landsins

Við komum til landsins 15. des en ekki 14. eins og planað var. Það var seinkun á flugi og við gistum á þessu fína hóteli í Kaupmannahöfn. Fengum mat og voða fínt, en ekki farangurinn okkkar. Fengum líka frítt í tívolíið en það var ekki alveg besta veðrið til að kíkka þangað. Pabbi sótti okkur á völlin og á leiðinni til Sandgerðis kíkkuðum við á Lillu frænku í Keflavík. Hólmfríður var búin að elda þennan líka fína jólamat - hangikjöt og læti.
Þetta er allt of fljótt að líða og mig langar alls ekkert til að fara héðan. Þrjár vikur hefðu verið fínar, en tvær er allt of stutt. Ég er búin að vera í borginni, fara í saumaklúbb þar sem margar góðar vinkonur hittust, hitta mikið af ættingjum og skiptast á pökkum fyrir mig og aðra. Nú er ég í höfuðborg Norðurlandsins og það vottar fyrir því að manni líði eins og heima. Hugga er með mér í öllu og er algjör rúsína. Við vorum að koma frá Hörpu sem var að klippa kollinn minn og lita. Hún var líka að klippa og lita Eydísi og Írisi. Við skytturnar fjórar (ég, Eva, Silley og Eydís) hittumst heima hjá Silley að rifja upp gamlar mynningar og það var hlegið að vanda. Við Hugga hittum Evu, Óla og Kormák litla á Greifanum. Hann er ekkert smáræðis sætur. Við fengum okkur "5 stjörnu ostavesislu" pönnupizzu og vá hvað það er gott. Mæli með að allir smakki þennan dýrindismat, ekki margt sem er betra. Í gær hitti ég Kittu og Írisi á Kaffi Akureyri, við vorum svo sóttar þangað og fluttar yfir á Kaffi Amor þar sem fríir drykkir voru í boði og kvöldið endaði kl 08:30 um morgunin. Kitta var eitthvað slöpp þessi elska. Svo er bara verið að fara að dundast með mömmu og fjölskyldunni á morgun. Við Hugga að fara að skreyta inni hjá trákunum og svo er náttla jólatréð ... ég bara elska jólin.
Það gengur ekki allt of vel að föndra jólagjafirnar sem ég ætlað að vera löngu búin að gera og svo á ég eftir að skrifa helling af jólakortum.

Jæja bestu jólakveðjur í bili
Helga

fimmtudagur, desember 11, 2003

Skólinn búin og ég er á leið til landsins
Komið þið sæl öll
Nú er ég búin með skólann og ég er bara alveg á skýji. Hef aldrei verið svona mikil trassi eins og þessa önnina, en kannski líka ástæða fyrir því. Hef aldrei verið í 150% vinnu með skólanum. En þetta hafðist allt og nú eru bara tveir dagar í að við hjú mætum á klakann. Við ætlum að vera fyrstu nóttina hjá pabba í Sandgerði.
Nú þar sem að ég hef bara verið að vinna og læra er íbúðin frekar messý og það er náttla ekkert til að borða. Ég var að þjóna áðan í einhverju finnsku snobbteiti. Við Steini hittumst á Karlsplatz kl 17 og fengum okkur góðan kebab og mættum svo saman kl 17:30 ég að hlaupa um með glös og Steini að hella í þau. Ég var búin kl 21 en Steini er enn þar og þarf að taka allt til.

Ég hef ekki náð að kaupa eina jólagjöf og á því eftir að gera ALLT, það versta er bara að ég er að vinna allann morgundaginn þannig að það er bara laugardagurinn og þá erum við með liðveisluna í tvo tíma. En það koma jól þó svo gjafirnar verið ekki keyptar hér.

Jæja ég ætla annaðhvort að fara að þrífa aðeins eða horfa á sjónvarpið ... hmmmm hvort ætli ég velji?

mánudagur, desember 08, 2003

jæja það er orðið allt of langt síðan síðast

Ég er bara búin að vera að vinna og læra þannig að það í raun ekkert að frétta. Ég er búin í eina prófinu sem ég var í en er enn að rembast við að klára þau verkefni sem ég á eftir.
Í gærkvöldi fór ég að hitta Íslendingana hérna beint eftir vinnu á jólamarkaðnum, já og Steina þar sem ég hef ekki séð hann mikið undanfarið :o) Svo var farið í boð til Emil Breka og ekkert smá fínt eins og síðast. Það var fullt af nýju fólki þarna, aðalega stelpum og það var bara spjallað fram eftir öllu.
Við erum að fara heim til Íslands á sunnudaginn næsta og ég á eftir að gera allt áður en við förum. En vá hvað ég hlakka til. Jæja ég verð víst að halda áfram og er svo að fara á næturvakt.
Það er frídagur í Austurríki í dag (einhver dýrðlingadagur) og ég að fara að vinna og Steini er að vinna í þjónavinnunni.

vonandi fljótlega aftur
Helga