Frettir fra Vinarborg

Her verda sagdar frettir af lifinu

fimmtudagur, janúar 22, 2004

Hæ hæ
Tölvan er enn biluð og það er harði diskurinn sem er farinn í þetta skiptið. Við erum að ganga á milli verkstæða og ath. hvort að hægt sé að bjarga gögnunum sem eru ómetanleg.
En ég er að vinna næstu daga þannig að ég get kannski sent frá mér nokkrar línur. Annars er bara lítið að frétta. Ég er búin að vera með einhverja kvebbu en ekkert alvarlegt samt. Það snjóar hérna og er rosalega kallt. Veit að það er líka snjór hjá ykkur en það er ekki mjög vanalegt að snjó festi hér í borginni. Jæja vaktin mín að verða búin ...

þriðjudagur, janúar 13, 2004

Eg er a netkaffi nuna ... bevitans tölvan er i vidgerd
Ekki i fyrsta skiptid sem thad gerist ... maeli sko ekki med kaupum af thessari gerd
Hardi diskurinn biladur og thad er verid ad reyna ad bjarga gögnunum okkar
Thid heyrid fra mer um helgina ... thvi tha er eg ad vinna og get tha sagt ykkur e-d skemmtilegt
bussis

Helga sambandslaus vid umheiminn

laugardagur, janúar 10, 2004

Jæja ég er búin að setja inn nýjar myndir ... farið bara í linkinn "Nýtt myndaalbúm" hér til hægri.

Í gær kom Lidia í heimsókn og hún vildi endilega gera strudel með vanillubúðing sem var uppskrift sem mamma hennar fattaði upp á um jólin. Þetta bragðaðist bara asskoti vel og alveg spurning um að gera þetta aftur. Nú svo um kvöldið fórum við Steini og hittum Ingunni og Jón Svavar á Café Alt Wien. Það var mjög gaman eins og sjá má á myndunum. Nú við komum heim um 4 leitið í nótt og fórum svo með Eriku á kaffihús. Hún var bara rosalega vel stemmd og þetta var fínasta ferð. Ég tók svaka fína mynd af henni og Steini en ég veit ekki hvort ég megi byrta hana ... ætla að tékka á því næst þegar að ég tala við forráðamann hennar.
Ég fór í eina raftækjaverslunina enn og viti menn ég fann svona millistykki þannig að nú get ég loksins farið að nota sléttujárnið. Man þetta næst þegar að ég panta vörur frá UK
Jólamyndirnar eru að hlaðast inn gengum MSNið og ég vona að ég nái að fá þær í þetta skiptið ... set þá inn í sama albúmið.

Jæja í bili
ba ba

fimmtudagur, janúar 08, 2004

Vá há há .... nú er ég komin í viku frí .. fyrir utan liðveisluna um helgina. Hvað á ég af mér að gera?
Myndavélin kom í hús í dag og ég er að hlaða rafhlöðurnar þannig að það er von á myndum. Svo er sléttujárnið fræga líka komið í hús og það eina var að það var vitlaus kló á því (pantaði það frá UK). Er ekki hægt að kaupa svona millistykki?
Nú fer fólk að sjá mig með slegið hárið á götum Vínarborgar ... ekki algeng sjón það enda hef ég ekki meikað liðina í hárinu hingað til. Þannig að nú er ég búin að versla fyrir peninginn sem ég fékk í jólagjöf ... ekki amarlegt það.

Ég var að koma heim úr vinnunni og ofurmyndalegi maðurinn minn er að elda plokkfisk ... haldið að það sé nú að maður hafi valið rétt kjötstykki í þetta skiptið. Í vinnunni fórum við nokkur á lystarsýningu þar sem verið er að vinna með "art therapy". Það var ein einhverf að spila á píanó, eða þær spiluðu saman og það var ekkert smá flott. Hún bergmálar og gerði það ´svo ótrúlega passandi í því sem þær voru að spila. Svo var fullt af flottum myndum og ég varð ástfangin af einni sem konan sjálf gerði og fyrir algjöra heppni keypti ég hana ... kostaði heilar 25€. En ég fæ hana náttla ekki fyrr en sýningin er búin eftir mánuð. Hér er e-ð af myndum þessara konu. Þetta er semsagt fyrsta málverkið sem ég kaupi mér og er ekkert smá stollt af því. Er búin að ákveða stað og allt ... þarf bara að finna rétta rammann.

Þið ættuð að sjá þessa elsku núna. Með svuntuna sem mamma saumaði á hann í jólagjöf og er að elda og vaska upp og ég veit ekki hvað. Ekki hægt að kvarta undan ódugnaði karlpeningsinns á þessum bæ. Ég ætla bara að fara að setjast við eldhúsborðið og dást að manninum.
Kannski renni ég inn myndum í kvöld ... fer allt eftir þeim tíma sem tekur að hlaða.

þriðjudagur, janúar 06, 2004

Jeminn góður hvað það er lélegt sjónvarpsefni á þessum 34 sjónvarpstöðvum sem við erum með ... oj oj oj manni bara hálfleiðist eftir allt gamanið á Íslandi.
Steini er að veislast og ég er bara alein í kotinu. Nennir einhver að koma hingað og vaska upp? Það mætti halda að það væri hermanns sem byggi hérna. Ekki eins og það þurfi mikið að vaska upp eftir dæturnar. Við eigum ekki þvottavél og Kara tók allt í einu upp á því að pissa í óhreinatauskörfuna okkar. Þannig að allt liggur í baðinu og bíður þess að við fáum þvottahúsið á morgun. Þetta er alveg agarlegt. Ég gómaði hana við verkanðinn og hún skammaðist sín ansi mikið. Kannski var hún að skamma okkur fyrir að vera ekki nógu dugleg að hreinsa sandinn. Hvað veit ég, bara ef þessi dýr gætu talað.

Það er frídagur og ekkert til að éta eins og venjulega og náttla allar búðir lokaðar í dag. Var að éta steikt egg ... en gat ekki klárað að éta það þar sem ég mundi allt í einu eftir augunum góðu sem burtust um daginn, say no more
En það eru til sterkir molar hérna sem við keyptum í fríhöfninni í Köben svo að þetta er í lagi, verst bara hvað tennurnar verða agalega koðnar bara af einum mola. Þetta leiðir náttla til þess að ég sit bara með tannburstann í annarri og tréð í mig molum með hinni ... eða með Einari eins og einhver myndi segja. Ég er að bíða eftir myndum síðan um jólin og mun byrta þær um leið og þær berast mér ,,, svo er ég að bíða eftir vélinni minni og hlakka ekkert smá til að fá hana.

Kitta er komin með nýtt og flottara blogg

mánudagur, janúar 05, 2004

Ég er á næturvakt, mikið stuð. Við höfðum það voða næs hérna í vinnunni áðan enda er frídagur á morgun og allir verða heima. Já það er einhver dagur heilögu konunganna þriggja (þessir sem færðu Jesú gjafirnar). Um að gera að hafa bara sem mest af frídögum. Í gær komu nokkrar virtringaklæddar stelpur, bönkuðu hjá okkur og sungu voðlega falskt og ég var ekki alveg að fatta hvað þetta var og vissi ekkert hvort ég ætti að gefa þeim e-ð eða hvað. Ég átti ekkert nema mandarínur og fannst hálf lélegt að gefa það ... ef það átti þá að gefa e-ð. Stelpurnar fóru allar að annarri hurð á hæðinni og þar fengu þær eitthvað en ég lokaði að mér og þakkaði fyrir. Verð bara að grennsalst fyrir hvaða siður þetta er .. ekki er halloween núna. Ég hefði kannski átt að senda Steina í svona söngleiðangur, klæða hann í kufl og þá væri þetta bara ready ... hí hí hí

Ég pantaði mér myndavél í dag. Pabbi gaf mér pening í jólagjöf og fer hann í myndavélina. Þannig að um leið og ég fæ hana ætla ég að setja reglulega inn myndir á bloggið. Voða gaman að geta nú bara líka séð mann og það sem maður er að gera. Ég var búin að gleyma að minnast á það að Steini er kominn með nýja vinnu. Hann er komin í fullt starf í "veisluþjónustunni" sem ég er að vinna hjá. Hann er miklu ánægðari með það en að vera byggingarverkamaður. Enda er allt á kafi í snjó hérna og ekki það skemmtilegasta að þurfa að vera að vinna úti. Já það bara byrjaði að snjóa í gær og hefur varla hætt síðan. Maður sá að þetta var alls ekki vanalegt og sennilega mjög fáir bílar á nöglum.

Ég er að horfa á fréttirnar á RÚV og það á bara að fara að taka upp Batman hér á landi ... ansi góður peningur þar fyrir landann. Vona bara að það verði úr þessu. Ég horfði á Löru Croft til að sjá það sem tekið var upp heima og það sást bara assgoti vel. Gaman að sjá staðinn þar sem ég var að leika í auglýsingunni í hittifyrrasumar ... vá hvað tíminn er fljótur að líða.

Vinnan kallar, er að fara í eftirlitsferð ... allir sjálfstæðir verða að vera komnir heim kl 23:00

laugardagur, janúar 03, 2004

Jæja þá er bara nýtt ár gengið í garð.

Ég vill nota tækifærið og óska ÞÉR og þínum farsæls komandi árs og þakka liðið.

Gamlársdagur fór vel fram í vinnunni, ekki amalegt að fá brauð með túnfiskssalati á meðan samstarfsmenn og aðrir borðuðu gúllassúpu, hverskonar áramótamatur er það. Ég bauðst til að taka að mér að elda kalkún en það var ekki þegið ... öllum fannst það of mikið mál. En svo var áramótateiti hérna sem hann Steini minn stóð fyrir. Nokkrir íslendingar mættu á svæðið og hortf var á skaupið með akknokkrum sambandshléum. Ég kom að vísu þegar að það var að verða búið og veit því ekki hvernig mér fannst það. Þetta fór allt bara vel fram og síðustu gestirnir fóru að sofa um 7:30 að ég held. Það var spilað trivjal og svo var leigubíll sendur heim til Jónsa til að sækja gítar. Jónsi og Brósi skiptust á að spila og við hin trölluðum með, ekta partý þar á ferð. Ég mætti svo eldhress í vinnuna kl 11:30 en seinnipart dags fór aldeilis að draga úr starfskröftum mínum vegna þreytu. Ég var svo bara í fríi í gær og verð alla helgina. Við hjúin fórum með Eriku (liðveisluna) á rölltið og á kaffihús og svona í dag og verðum líka með hana á morgun. Hún ætlaði sko aldeilis að sýna hver réði þegar að við vorum í neðanjarðalestinni og breyttist allt í einu í ljón. Það var mjög furðuleg sjón, en sem betur fer vorum við tvö svo að þetta var ekki mikið mál.
Unglingur nr. 2 er líka farin að breyma, en það fer e-ð minna fyrir því en hjá Póku. Það hefur bara heyrst 2.var svona gráturshljóð frá henni fram í forstofu, er annars bara nokkuð eðlileg.

Jæja búið að borða homemade pizzu og nú er bara að finna sér eitthvað að gera þar sem skólinn er ekki byrjaður. Einhver með einhver skemmtileg plön fyrir kvöldið? ... er svona að spá í spilakvöldi eða e-ð slíkt

Verið sæl og njótið nýja ársins