Frettir fra Vinarborg

Her verda sagdar frettir af lifinu

föstudagur, febrúar 27, 2004

Jæja það er sko aldeilis búið að njóta þess að vera í fríi. Gærdagurinn hjá okkur fór bara í kúr og sjónvarpsgláp. Í dag erum við búin að vera að taka íbúðina í gegn, hún var orðin eitthvað svo skítug. Svo fór ég í heilsubúð að kaupa te og keypti líka sojajógúrt með karamellubragði sem ég vona að sé gott. Annað teið er gott en er ekki búin að prófa hitt. Svo var Steini að elda kjúlla sem var ekkert smá góður.

Þið sem eruð að spá í að koma hinga þá fann ég smá verðdæmi á Iceland express:
Verðdæmi aðra leiðina til Salzburg:Til London með Iceland Express frá 7.775 kr.
Frá London með Ryanair frá 2.953 kr.

Þetta eru litlar 21456 krónur til Salzburg og svo hægt að taka lestina hingað til Vínar. Salzburg er ekkert smá falleg þannig að ég myndi sko mæla með að skoða hana fyrst. Já þetta er eitthvað sem fólk ætti að hugsa um!! Annars var ég að kíkka á Ryanair og það er tilboð til Salzburg á 1.29 £ !!!!

Jæja ég ætla að fara að leggjast í sófann hjá Steina, það er vonandi eitthvað áhorfandi í imbanum. Svo erum við að fara með Eriku eitthvað eftir söngtíma hjá Steina á morgun. Vonandi verður veðrið gott, þá er hægt að fara í langan göngutúr með einu kaffihúsarstoppi.

fimmtudagur, febrúar 26, 2004

Á þriðjudaginn fórum við í óperuna. Þar mættu líka með okkur Ingunn, Egill, Örvar og Jón. Það var verið að sýna Carmen og það voru tveir Íslendingar að syngja; Kolbeinn Jón Ketillson og Einar Guðmundsson. Ég setti náttla inn myndir í albúmið góða.
Eftir sýninguna fórum við á kínverskan veitingarstað og borðuðum þennan fína mat og það var bara alveg helv. fínt.
Ég fór svo að vinna 10 morguninn eftir og var að vinna til 10:30 í morgun og kom svo bara heim að sofa. Vaknaði svo bara rétt til að kveikja á sjónvarpinu og fara í búðina til að kaupa e-ð hollt að borða. Fyrir valinu varð vínber, blómkál og gulrætur. Svo ætla ég að búa til svona "ídífu a la Eydís" (svona sýrður rjómi og súpa) ... mmmm ekkert smá gott. Eldhúsið er svo skítugt eitthvað að ég nenni ekkert að elda neitt fyrr en ég tek það í gegn. Nú segist Steini vera á leiðinni á videoleigu, alls ekki slæm hugmynd það! Þannig að ég kveð að sinni.

mánudagur, febrúar 23, 2004

Bolludagur 2004
Jæja komin heim af næturvakt
Ætla að byrja á afmælisóskunum: Eyþór litli frændi minn varð eins árs í gær. Rakel þú kyssir hann og knúsar. Svo er Dórótea 4 ára í dag. Sara les aldrei bloggið mitt þannig að það þýðir ekki að byðja hana að kyssa einn eða neinn. Nú svo átti Ásrún Arna 2ja ára afmæli síðasta miðvikudag. Búin að byðja fyrir knúsum á þá stelpu ;o)
Já í dag er bolludagur og við Steini vorum að vakna eftir að hafa lagt okkur eftir að ég kom heim af næturvakt. Steini er að vaska upp og er að fara að henda í bollur. Ætli ég hjálpi honum nú ekki aðeins
Ég er í fríi á morgun og svo er ég að fara á sólarhrings vakt sem byrjar á 4 tíma starfsmannafundi. Jæja best að sinna bollugestunum (Jón og Valdi)

fimmtudagur, febrúar 19, 2004

Ha ha he he he
... Steini rakst á auglýsinguna sem ég, Eva og Ingunn lékum í fyrir nokkuð löngu ... við sjáumst ekki mikið en fengum vel borgað fyrir þetta
Klikkið hérna til að kíkka á hana

miðvikudagur, febrúar 18, 2004

Æji jæji jæ
Ég var að fatta að ég hef aldrei farið út fyrir Evrópu ... spáið í því
Vá hvað mig langar að bæta úr þessu !!!!
Hérna getið þið séð hvar ég hef farið ... fyrir áhugasama ;o)


create your personalized map of europe
or write about it on the open travel guide
Um leið og ég hef ráð á því langar mig að fara til Indlands, Egyptalands, Norður og Suður Ameríku
En kannski um páskana fer ég til Serbíu/Montinegro (Júgóslavíu) með Bóbani og Keisuke og þá kemur meira rautt á kortið.
Svo langar mig líka að kíkka til Sviss og Liechtenstein.

Jæja þessi vakt varð aðeins lengri en frá 15:00 til 10:30 þar sem að ég fór beint að ná í skjólstæðing minn í vinnuna sína (í hinum enda Vínarborgar) og fara með hann til talmeinafræðings og var ég komin með hann til baka kl 17:00. Þannig að þetta voru litlir 26 tímar og ég var alveg búin. En nú er ég í frí fram á laugardag og ætla að njóta þess.
Vá ég var búin að gleyma hvað Hubba Bubba er gott ... a.m.k í smá stund, ég er sko með bleikt. Það græna er ekkert smá grænt, ég fór einu sinni með þannig á diskótek og það var eins og ég væri að tyggja græna kjarnorkuleiðju
Ég var að hjálpa Silley vinkonu að byrja að blogga og bætti henni að sjálfsögðu inn á bloggaralistann minn. Við erum búnar að vera vinkour síðan ég flutti til Akureyrar árið 1988 ásamt Evu og Eydísi.
Póka kisulóran mín er eitthvað lasin, er að gubba og gubba. En ég náttla spruata upp í hana vatni svo að hún þorni nú ekki upp greyið. Það er þokkalega vond lykt af þessu og er bara gall held ég. Æji það er svo sárt að sjá hana kúgast svona.
Ég var á kaffihúsi áðan með nokkrum úr vinnunni og það er ansi mikið verið að plana afmælispartý þar sem 3 af 10 eiga afmæli í mars. Alltaf gaman af því.
Jæja ég ætla að kíkka á bókasafnið með Steina því það er víst hægt að taka DVD diska þar og ég er alveg að verða búin með bókina Eyðimerkurdögun eftir Waris Dirie en er auðvitað að lesa hana á þýsku. Læri voða mikið á að lesa bækur á þýsku og skil megnið af því. En það er mun auðveldara að lesa en að tala rétt og að finna réttu orðin gerir mig stundum alveg gráhærða. En fólk skilur mann alltaf á endanum og það er fyrir öllu. Stundum fær fólkið í vinnuni kast þegar að ég er að þýða orð frá ísl. yfir á þýsku og það kemur oft eitthvað fáránlegt úr því. En þau eru að spá í ða gefa út orðabók með öllum nýjum orðum sem ég er búin að búa til.
Ok á meðan ég var að blogga og tala við Silley þá er ég búin að tyggja 4 Hubba Bubba stykki og þetta endist ekkert smá stutt.

Ojjj eins og þið sjáið hjá veðurpíjunum mínum tveimur þá er mun heitara á Akureyri en hér og ég er sko ekki sátt. Í gær var svo gott veður að ég flautaði og valhoppaði en í dag er aftur orðið kallt. Ég þoli ekki kulda og þar sem ég er ekki á Íslandi á mér ekki að vera kallt .... ohhhh

Jæja ég ætla að skokka með Steina á safnið
lifið heil !!

sunnudagur, febrúar 15, 2004

Þá er vinnuhelginni miklu lokið og ég svona nett þreytt. Er að vinna á morgun frá 15:00 til 10:30 á þriðjudaginn og þá er ég komin í frí fram á laugardag. Þannig að maður á eftir að eyða a.m.k þriðjudeginum og miðvikudeginum í að jafna sig. En það er bara gaman að því.
Ég setti inn nokkrar myndir í "nýja albúmið" en þær eru mjög fáar þar sem myndavélin var nánast full. Núna fer ég að hlaða myndum inn á þetta þar sem ég get loksins losað velina þegar á þarf að halda.
Ég er búin að fá nýtt headset svo að þið getið farið að tala við mig á MSN-inu. Er bara búin að prófa þetta einu sinni og þá talaði ég heillengi við Evu vinkonu .. já og Kormák líka. Svo er bara að fjárfesta í Webcam og þá getið þið líka séð mig ... gæti ekki verið betra.
Við Ingunn erum að plana smá sumarfrí í Ágúst. Hún og Krissi ætla að koma í svona 2 vikur og við ætlum að ferðast eitthvað um löndin hérna í kring.
Hugga systir var að fá sér síðu þar sem hún ætlar að blogga svona ... verðu spennandi að fylgjast með skottunni þar ;o) Setti hana inn á bloggaralistann og hennti henni Söru út þar sem það blogg var bara e-ð dautt bull
Það er ekkert smá furðulegt að vera ekki í skólanum þar sem ég er búin að vera í skóla síðustu 20 árin. Mér finnst alltaf eins og ég sé e-ð að svíkjast undan einhverju eða eigi eftir að gera e-ð. Þetta á bara eftir að venjast ... ekki það að ég sé sátt við þau í KHÍ að leyfa mér ekki að taka áfanga með verknámi hér í Austurríki. Ég bara hreynlega verð að púa á þetta lið !!!!!

fimmtudagur, febrúar 12, 2004

Jæja ég setti inn nýtt kommentakerfi ... þannig að þið verðið nú að nota þetta
Góða nótt

miðvikudagur, febrúar 11, 2004

Komið sæl góðir hálsar ... vá afhverju ekki bara góðir hnakkar
Það er bara leiðindar kuldi hérna og veðurguðirnir ansi mislyndir og vita ekkert hvað þeir eru að gera okkur með því að skiptast á að hafa heitt og kallt. Á tímabili var ég alveg viss um að það væri komið vor en nú er öll von úti og það er bara vetur. Við erum að tala um að í dag var rigning og rok og svo þegar að ég kom úr einni búðinni á búðaröllti okkar Ingunnar var farið að snjóa stórum flyksum. Ég var á starfsmannafundi frá 10-14 og fór svo beint á kaffihús að hitta Ingunni og Þóru. Við Ingunn fórum svo auðvitað að þvælast í fatabúiðir. Það er svo erfitt að eiga ekki pening og vera að skoða föt. Ég sá geðveikan jakka í Benetton og get ekki hætt að hugsa um hann. Hann var á 50% afslætti og það er svo sárt að geta ekki bara leyft sér að kaupa hann. Ég er alltaf að væla yfir fötum sem ég get ekki keypt, hvað með allt fólkið í hinum stóra heimi sem þakkar fyrir að eiga einhver föt ... já já ég skammast mín alveg helling
En ég keypti samt ilmolíu (cranberry) í BodyShop og er að brenna hana núna, ekkert smá góð lykt. Manni langar bara að dansa þegar að maður finnur þennan unaðslega anga ... hættu nú alveg
Íbúðin er full af þvotti enda voru þevegna 5 vélar í gær og við bara með eina þvottagrind. Það er rosalega leiðinlegt að geta ekki þvegið þegar að maður vill og þarf. Kara hefur tekið nokkrum sinnum upp á því að pissa á fötin okkar og í íþróttatöskuna mína og þá þarf maður virkilega á velinni að halda ... en baðkarið er notað þar til við fáum að nota velina í kjallaranum. Nú verður berjalykt af fötunum ,... he he he gott á Steina
Steini og Jón (Brósi eins og allir á Ak. þekkja hann) eru bara svaka miklir óperukallar og fóru í óperuna í gær og aftur í dag. Það er gaman að fara annað slagið, en maður þarf að standa allan tímann og líka í langri biðröð til að fá "standmiða". En ég ætla að fara 24. feb. því þá eru einhverjir 2 íslendingar að syngja ... ekki spurja hvað þeir heita
Jæja vonandi er ég komin í bloggstuð á ný, ég ætla að fara að halda áfram að ná í Friendsþætti. Er í þvílíku Friendsstuði þessa dagana enda á ég eftir að sjá ansi marga þætti ... heilu séríurnar.
Guð minn góður hvað það er sódómísk stemming í kisunum mínum, verð að redda pillunni handa þeim sem fyrst, þetta er ekki hægt lengur, hvorki fyrir þær né okkur og allra síst nágrannana :o)

P.s eins og sést er commentakerfið dottið út og ég veit ekki hvar ég get fengið nýtt, ef þið vitið um það þá endilega að láta mig vita.

sunnudagur, febrúar 08, 2004

Jæja nú er sko tölvan mætt í hús ... jibbí
Hún var fyrst lengi lengi ... síðan síðast á verkstæði og þar var verið að taka lykklaborðið í gegn því að Steini sullaði á það fyrir jólin. Nú harði diskurinn var úrkurðaður ónýtur en Valdi er búin að leggja dag við nótt að setja hann upp á nýtt, en öll gögn eru farin.
Um helgina fórum við á fastaborð Íslendingafélagsins og það var bara mjög gaman svo erum við búin að vera með Eriku síðustu tvær helgar og hún búin að vera mjög góð og skemmtileg. Vá hef ég ekkert að segja eftir allan þennan tíma ... hmmmmm
Skrifa annað kvöld á næturvakt .. þá vonandi í skrifstuði