Frettir fra Vinarborg

Her verda sagdar frettir af lifinu

þriðjudagur, mars 30, 2004

Hún Stella vinkona á afmæli í dag og óska ég henni innilega til hamingju og óska henni einnig góðs bata í puttanum þar sem hún sleit eitt stykki liðband ..... á á á, það bara getur ekki verið gott
Í dag er ég bara að vinna frá 10-19 þannig að það verður lítið til tíðinda, en svo ætla ég að hitta Nönnu og Ingunni á kaffihúsi eftir vinnu. Við erum mjög bjartsýnar að halda að við getum setið úti kl 20:00. En sjáum bara til. Í gærkvöldi kom Keisuke í heimsókn og Steini var að baka frönsku súkkulaðitertuna frægu ... en náði ekki að klára hana áður en hann fór. Þetta er ekkert smá vesen þar sem hjúpurinn þarf alltaf að kólna inn á milli og við erum ekki með frysti (bara eitt lítið frystihólf sem er ekki einu sinni fyrir eina pizzu eða svo) Þannig að hún verður bara borðuð í dag ... ég semsagt verð að fá mér hana í morgunmat eða taka með mér í vinnuna. En ef þið viljið smakka þá er bara að koma að heimsækja Steina!

sunnudagur, mars 28, 2004

Í nótt töpuðum við heilumklukkutíma
Já það var verið að breyta klukkunni í nótt og kominn sumartími. Þannig að nú munar tveimur tímur á Íslandi og Austurríki. Mamma er sú eina sem þarf að muna þetta því hún er svo til sú eina sem hringir í mig.
Á föstudaginn fórum við hjúin bara í bæinn að spóka okkur í leiðindar veðri og um kvöldið ætluðum við til Egils og Ingunnar en það varð svo ekkert úr því og við áttum bara ágætis kvöldstund hérna heima. Á laugardaginn fórum við svo með Eriku í bæinn og á Starbucks og hún var svona glimrandi góð á því og glöð og sæl með sitt þannig að það er ekki hægt að kvarta yfir henni.
Við komum heim og ég ætlaði aðeins að leggja mig á meðan að Steini ætlaði að gera eitt stykki franska súkkulaðiköku ,,, mmmm alveg ekta desertkaka sem tekur um 3 tíma að gera. Við ætluðum nefnilega að mæta með hana til Ingunnar og Egils. Nema það að uppskriftin er á diskettu sem bara engan vegin opnast í tölvunni. Steini vekur mig svo um 18:30 og tilkynnir mér sorgarfréttirnar þannig að ég stekk á fætur og gríp til minna ráða. Ég bara hendi í brauðrétt sem ég hef aldrei gert og á enga uppskrift af, en í honum var kammembert ostur og fleira gúmmulaði. Rétturinn var alveg ætilegur en ég var alls ekki nógu ánægð með hann þar sem ég hef mikinn metnað í eldhúsinu. En allaveganna mættum við með réttinn og til mikillar lukku bakaði Jón þessa stórgóðu súkkulaðiköku og myndir af henni mun ég setja í albúmið á eftir ásamt myndum af kvöldinu sem endaði kl 11 í morgun. Já það er rétt, ég svaf í sófanum og Steini, Valdi og Jón krössuðu á gólfinu fyrir neðan. Við fórum svo beint að sækja Eriku og fórum með hana að labba og á kaffihús ... hún ekkert smá fyndin og í roknarstuði sú gamla. Nú eftir svefnlitla nótt var ég bara að vakna aftur og bumbullinn minn er enn í draumalandi ... þannig að það verður ekki farið snemma að sofa á þessu heimili enda í keiji þar sem ég er í fríi á morgun.

föstudagur, mars 26, 2004

Jæja það er bara búin að vera þessi fína rigning síðustu daga. En svo sem allt í lagi þar sem ég er bara búin að vera að vinna. Vorið sem kom ákvað bara að dvelja aðeins lengur á himninum því þar er svo friðsælt og engin hryðjuverk eða stríð. Já ameríkönum er alveg að takast að hræða alla með þessum helvítis aðgerðum sínum og ég er alveg viss um að þeir eru bara að reyna að söðla undir sig heiminn. Best að fara ekki nánar út í þessa sálma hér því ég verð alveg sjóðandi þegar að ég hugsa um þetta.

Ég var að fá e-mail frá Silley vinkonu og hún ætlar að senda okkur e-ð íslenskt nammi. Guð hvað ég hlakka til, held að við höfum aldrei fengið nammi frá Íslandi síðan að við komum hingað, nema þegar að Ingunn og Þórdís komu að heimsækja okkur. Vá hvað það verður mikil veisla, ansi oft sem manni langar í e-ð íslenskt. Svo er svo gaman að fá pakka að heimann. Mamma stendur sig vel í þeim málum þó svo það sé aldrei neitt ætilegt. En það sem mig langar rosalega í síðustu daga er sallatbar úr Hagkaup, eða sallatbar Eika. Vá hvað það er herfilega gott. Ég fæ mér alltaf það sama: smá pasta, túnfisk, kotasælu, ananas, 1 egg og svo fylli ég uppí með allskonar grænmeti. En þegar að ég tel þetta upp þá sé ég að ég get alveg gert svona sjálf hérna. Bara spurning hvaða sósa er á bleiku pastaskrúfunum. Eydís varst þú ekki að vinna í Hagkaup? Hvernig sósa er þetta? Æji ég held að þú lesir ekki bloggið mitt þannig að ég spyr þig bara á MSN seinna. En gott fólk ég ætla samt að kaupa allt og gera mér svona "Hagkaups salatbar". Í gærkvöldi langaði mig líka agalega að sjóða grænmeti og stappa því saman með smurosti. Best að kaupa líka hráefni í það. Í vinnunni um daginn gerði ég grænmietislasagne sem tókst bara alveg ótrúlega vel þó svo að ég hafi alls ekki haldið mig við uppskriftina. Mæli alveg með uppskriftir.is, hellingur af gómsætu hægt að finna þar. Vá hvað ég er búin að tala mikið um mat, held að málið sé að ég er ekki búin að fá mér morgunmat og er bara alveg ansi svöng núna.

Jæja ég er að fara með karlinn í klippingu, alveg agalegt að sjá hausinn á manninum. Hann er farinn að kvarta sjálfur og þá er nú ansi mikið sagt. Hann fór síðast í klippingu um jólin þannig að þið getið rétt ýmindað ykkur lubbann. Ekki það að ég fari oft í klippingu enda er ég bara með sítt hár og þarf ekki að fara svona oft. Læt bara vini og vandamenn særa aðeins af því þegar að þörf er á. Ingunn ertu til í að gera það einhverntímann aftur? ;o)

Fólk hefur verið að spyrja mig hvað sé að frétta af skjólstæðing mínum, hann er aftur lenntur á sjúkrahúsi þar sem að annaðhvort þarf að taka af honum eina tá eða alla framlöppina. Ég fór með hann upp á sjúkrahús í gærkvöldi og það á að gera aðgerðina í dag eða á morgun. Ég er í fríi alla helgina en ætla samt að heimsækja hann. Hann grétt svo svakalega þegar að ég fór frá honum í gærkvöldi. Talandi um að fara ekki með vinnuna með sér heim .... úff ekki mín sterkasta hlið að segja bara ég er búin að vinna og kemur mér ekki meira við um helgina.

Svo erum við með Eriku um helgina og ég vona bara að það verði ekki rigning. Ekkert spennandi að fara með hana í gönguferð ef veðrið verður leiðinlegt. Svo er stefnan tekin á að hitta Ingunni, Egill, Jón og Valda í kvöld og svo er ég búin að mæla mér mót við Keisuke og Boban um helgina. Ætla að reyna að fá Keisuke til að koma með mér á línuskauta ef hann getur reddað sér lánuðum og ef veðurguðirnir leyfa. Þeir voru hérna í kaffi um síðustu helgi og ég set kannski myndir af þeim við tækifæri á myndasíðuna mína (sko strákarnir en ekki veðurguðirnir).

laugardagur, mars 20, 2004

Ok ég hefði átt að monnta mig meira af veðrinu.
Haldiði að ég hafi ekki verið send veik heim úr vinnunni á fimmtudaginn og búin að vera inni síðan. Ég er með mikinn hor, sem er að fylla á mér hausinn og veldur því að ég er búin að vera með mikinn horhausverk og leiðindar kvilla sem fylgja þessu. En ég er að verða betri og eldaði meira að segja áðan (Brokkolí með sósu og bakað með osti). Versta er að ég finn lítið sem ekkert bragð. Steini bakaði köku handa okkur í gær og keypti ítalskan ís ... og ég var svo glöð að finna smá bragð enda var þetta ansi gott.
Bestu horkveðjur frá Vínarborg

P.s veðrið er samt búið að vera geðveikt gott ;o)

fimmtudagur, mars 18, 2004

Jiiiiiha það er svo gott veður núna !!!!
Það var sko verið að njóta góða veðursins í gær og í morgun vaknaði ég og mátaði öll pislisin mín því maður þarf að fara að klæðast sumarlega. En það er spáð 18° hita þannig að jíhaaaaa.
Jæja búin að monnta mig á veðrinu, það er búið að vera alltaf heitara á Íslandi en hér síðustu vikur svo að það er tími til kominn. Annars er ég alveg rosalega kvefuð og Steini ekki alveg að meika mg á nóttunni. Enda kannski ekki skrítið þar sem við sofum enn á gólfinu. En þetta verður kannski til þess að við fjárfestum í yfirdínu svo hægt sé að liggja á rúmminu okkar sem er steingrjóthart.
Jæja ég verð víst að drífa mig í vinnuna ... búin að setja upp sólgleraugun
Eigið góðan dag !!!

mánudagur, mars 15, 2004

Afmæliskveðja
Hún á afmæli í dag, hún á afmæli í dag, hún á afmæli hún Eydís Bára, hún á afmæli í dag!!!
Veiiiiiii !!!!!!!!
Til hamingju með afmælið gamla mín. Vonandi verður þessi tala ekki eins mikið sjokk fyrir þig og sú síðasta var ;o)

sunnudagur, mars 14, 2004

Jæja ég er bara búin að vera að vinna undanfarið. Er að vinna upp dagana sem ég var í fríi í síðustu viku og eyddi á sjúkrahúsinu ... ARG
Það er ekkert til að borða eins og oft áður, nema ég fann frosinn tilbúinn fisk í frystinum og mér tókst að elda hann hráan ... já þetta hljómar mjög furðulega en fiskurinn steiktist bara ekki og raspið var allt að brenna. Ég er mun betir í að elda bara en að vera að fást við svona tilbúið. Svo fann ég gulabaunadós og pastasósu þannig að það er bara veisla hjá mér ;o/
Alex bróðir er að fermast þann 04.04.04 og það bendir allt til þess að ég komist ekki og mér finnst það alveg ömurlegt. Mamma og Stefán ætluðu að gefa mér punktana sína en það var ekki alveg nóg og við eigum engan auka pening til að ég geti komið mér e-ð áleiðis. Svo er ég orðin svo gömul að það eru 10 ár síðan að ég útskrifaðist úr grunnskóla og þar er hittingur 22 maí og ég missi því miður af því líka. Svona er að vera svona illa staðsettur samgöngulega séð, já og að eiga ekki peninga. En það koma tímar eftir þetta er það ekki?
Þetta er búið að vera svona nett neikvæðisblogg, en sumir dagar eru bara svoa
Keisukei mætti óvænt hingað á föstudagskvöldið og við sátum á forstofugólfinu og drukkum te og spjölluðum í nokkra tíma. Hann býr núna rétt við London og var ekkert að láta mig vita að hann væri að koma, heldur vildi bara koma mér á óvart. Hann verður í mánuð þannig að ég á eftir að bralla e-ð með honum. Steini er hvort sem er aldrei heima þannig að það er gott að fá felagsskap.
Þeir komu svo áðan Boban og Keisukei og við ræddum heimsmálin, en komust svo sem ekki að neinni niðurstöðu.

Jæja ég ætla að standa upp og henda hráa fiskinum ...

mánudagur, mars 08, 2004

Póka er læknuð
Já Steini og Egill fóru með Póku á dýraspítalann í gær. Hún var hreynsuð að innan, gefin vökvi undir húð þar sem hún var mjög svo uppþornuð, teknar blóðprufur og gefið meðal. Þetta kostaði um 100€ og þau buðust til að hafa hana um nóttina og það hefði kostað 300€ .... Steini hélt nú ekki sem betur fer!!
Hún var svolítið skondin með þessa vökvapoka á fótunum, þegar að hún labbaði skvabbaðist í þessu. Svo hefur hún horast svo mikið að það sést allt á henni.
Í nótt vöknuðum við það að einhver var að borða og viti menn Pókva var að borða ... við hoppuðum um af kæti og urðum að taka matinn af henni þar sem hún má ekki borða af vild fyrstu dagana. Hún má bara fá smá og smá í einu af því að hún er ekki búin að borða neitt í marga daga. Þannig að nú er Póka orðin hún sjálf aftur og allir ánægðir. Annars hefði hún þurft að fara í sónar í dag og það hefði kostað sitt.

Rakel til hamingju með daginn !!!! Þú ert bara alltaf ári á undan mér ;o)

sunnudagur, mars 07, 2004

Spítalasögur
Jæja langt síðan síðast. Ég fór til Ungverjalands með Söru í vinnunni á fimmtudaginn strax eftir næturvakt og lét vaxa á mér leggina og plokka og lita .. nei ekki leggina. Þetta er svo hræódýrt að það er alveg fáránlegt. Ég borgaði um 1000 kall fyrir þetta allt. Svo þegar að ég kom heim fékk ég svona agalega, svakalega ógeðslega illt í magann að við Steini skutumst með mig upp á sjúkrahús. Eða við skutumst ekkert, það var svakaleg umferð og leigubílinn kommst ekkert áfram. Þegar að bílstjórinn heyrði stunurnar og gráturinn í mér gaf hann allt í bort og keyrði eins og vitleysingur. Þar var ég skoðuð og skrifað handa mér lyf og ég átti að koma aftur daginn eftir ef ég hefði ekki lagast (dæmigerð læknisgreining). Ég svaf lítið sem ekkert um nóttina og var enn mjög kvalin þannig að við drifum okkur aftur uppeftir. Ég var lögð inn og Steini þurfti að fara í prufu á hótel þannig að ég varð bara ein eftir. Ok það var svo sem ekki það versta. Málið var að ég var ekki með neitt með mér. Ég var ekki með neitt til að lesa, ég var ekki með neinn pening á mér (það þurfti að kaupa kort í sjónvarpið til að geta notað það) þannig að ég lá í rúmmi þarna, reyndi að sofna og starði á veggina. Þetta var frekar leiðinlegt og tíminn ansi lengi að líða. Samt voru allir voða næs og skondin kona sem var með mér í herbergi. Ég fann svo eina bók þarna sem var svona ástar-spenna mjög þunn, en ég las hana alla samt og hún bara alveg bjargaði mér frá rotnun. Steini komst svo ekki til mín fyrr en um 16 daginn eftir (vel rúmum sólarhring síðar) og þá loks fékk ég allt sem mig vantaði. Munaði mikið um að fá náttsloppinn þar sem ég var alltaf að spranga um á náttkjólnum einum fata. En ég er semsagt komin heim og þetta er allt að lagast.
Nú svo kom ég heim og þá er Póka búin að vera mjög lasin. Hún gubbar og gubbar og nú í þessum töluðu er Steini með hana á dýraspítalanum ... ansi mikið vesen á okkur mæðgum þessa dagana

mánudagur, mars 01, 2004

Eyþór litil frændi er með heimasíðu á barnalandi. Svo er Lárus Ingi hennar Eydísar líka með síðu. Ætla bara að gera spes barnasíðuflokk ... ef ég kann og get
Sendið mér meira ef þið munið eða vitið um eitthvað meira. Það er svo gaman að geta fylgst með !!!

Kara og Póka eiga afmæli í dag !!!
Jæja gott fólk í dag er eitt ár síðan kisurnar okkar litu dagsins ljós. Í því tilefni var keyptur einhver svakalegur gourme laxarmatur og nýtt nammi. Það versta er að Kara lítur ekki við þessu en Póka borðar þetta allt saman með bestu lyst. Kara borðar bara ferska matinn úr álpokunum, þýðir ekkert að bjóða henni e-ð annað.

Í búðinni um helgina fann ég sænskar skorpur ... ohhh hvað þær eru góðar með kotasælu og papriku og smá arómati.
Ég er orðin svaka tekona eftir að ég fór að hella upp á teið í pressukönnunni okkar. Þá helli ég bara slatta af laufum í botninn, helli vatni yfir og set svo pressuna á. Þetta gerir um lítra af tei sem ég þamba með svo góðri lyst. Núna ætla ég að laga mér svona hindberja-jarðaberja-brómerjablöndu sem ég verslaði í heilsubúðinni. Þetta er svo miklu miklu betra en að vera að drekka það sem er í þessum tepokum. Það sem er í tepokunum er bara ruslið sem er ekki notað í það "ferska" (ekki það að þetta sé ekki allt þurrkað) Já ég sé að ég var búin að segja ykkur frá sojabúðingnum ... guð minn góður hvað hann var ekkert voðalega góður. Það var ansi mikið eftirbragð af honum sem ég var ekki að fíla.

Steini var með Jóni í óperunni í gær og Bóban kom í heimsókn til mín. Hann er alltaf jafn hress, var að koma frá Júgóslavíu og kom með "aejvar" handa mér. Það er eitthvað voðalega þjóðlegt sem mamma hans sendi með handa mér - búið til úr tómötum, papriku og einhverju fleiru. Mynnir mig pínu á rautt pestó. Þau borða þetta t.d á brauð og þá með fetaosti líka. Það eru til ansi margar ostategundir hérna í Austurríkinu. Maður veit aldrei hvað maður á að prófa, sumir lykta svo agalega illa en smakkast ágætlega. Ég fíla þetta mjög vel, í nánast öllum búðum er stórt ostaborð og maður er búin að prófa þó nokkra. Einn var þannig að ískápurinn lyktaði viðbjóðslega og það var annaðhvort að opna ekki ískápinn eða henda greyinu ;o)

Ingunn og Krissi eru búin að panta flugmiðana hingað og verða hér frá 5-19 ágúst. Ég er búin að vera að skoða sumarhús á Ítalíu og í Slóveníu og svona. Það verður ekkert smá gaman hjá okkur. Förum að plana meira með vorinu ...

Fór til augnlæknis áðan og er með - 0,75 á hvoru auga og þarf því að fá mér gleraugu til að nota við hinar ýmsu aðstæður. Ekki alveg eins og ég hafi efni á að kaupa mér gleraugu núna. En þetta lagast allt þegar að Steini fær aftur vinnu. Hann fær ekki mikið að gera í veisluþjónustunni en er samt að vinna þar í þessum töluðu.

Jæja ekki úr vegi að fara að gera eitthvað af viti
Hafið það bara sem allra allra best