Frettir fra Vinarborg

Her verda sagdar frettir af lifinu

miðvikudagur, apríl 28, 2004

Takk fyrir allar hamingjuóskirnar !!!
Vill bara benda ykkur á að kíkka á veðurstelpurnar mínar ... það er komið frekar gott veður hérna og á morgun er spáð 23° hita. Ég er að vinna allann daginn, en það er ekki eins og það sé ekki hægt að vinna úti. Steini hefur varla sést hérna síðan hann fékk vinnunna og það verður spennandi að vita hvernig þetta verður. Jæja ég ætla að sinna kisulórunum mínum sem vantar alveg alla athyggli sem hægt er að veita. Þær eru ekki vanar að vera svona mikið einar.

þriðjudagur, apríl 27, 2004

Stebbi pabbi og Stebbi brói eiga afmæli í dag !!!! Til hamingju með daginn strákar

Jæja gott fólk, ætli það sé ekki komin tími til að opinbera leyndarmálið fyrir umheiminum Lilypie Baby Days. Já þetta er rétt og við eru bara í skýjunum yfir þessu. Þið fáið því að fylgjast með kúlubúanum okkar vaxa og dafna í beinni. Við erum búin að fara í nokkra sónara og síðast var bara allt í fullu hjá bumblinum. Það var verið að boxa, fara í kollhnís, sýna á sér fingurnar með því að boxa til okkar og svona. Ég er bara svaka hress og laus við alla ógleði og leiðindi. Eina sem ég finn er að ég þarf að sofa aðeins meira en venjulega og vakna óþarflega oft og ganga í svefni til að fara að pissa. En ég rotast alltaf strax aftur, ef ég þá vakna þannig að þetta er ekki mikið mál
Það er búið að vera alveg meiriháttar veður hérna og ég rölti um áður en ég fór í vinnunna og svo eftir vinnu rölti ég frá Stephansplatzi yfir á Karlsplatz til að róa mig eftir ansi erfiðan vinnudag. Það voru allir skjólstæðingarnir mjög ofbeldishneygðir og það voru ansi margir sem fengu köst og það oft. Þannig að þetta var bara versti vinnudagurinn minn hingað til. Þar sem að mér ber að hafa vitið fyrir mér og forða mér úr svona aðstöðum slapp ég við öll klór, hártog og spörk en vinnufélagar mínir 2 fengu ansi mikið að finna fyrir því að vera á staðnum. En svona er þetta bara og fyrir þetta fáum við þessi líka lélegu laun. Ekki fór ég í þennan bransa launanna vegna, það er nokkuð ljóst.
Jæja Steini fékk loksins vinnu í dag og erum við alveg í skýjunum með það líka kíkkið á staðinn. Hann er í því að þjóna þarna og það er prósentuborgað ... eigum eftir að sjá hvernig það kemur út. En smá peningur í kassann er mun betri en enginn. Nú fara fjárhagsáhyggjur vonandi eitthvað að léttast.
Jæja gott fólk best að fara í rúmið, vinna á morgun og svona.

mánudagur, apríl 26, 2004

Jæja gott fólk, afsakið bloggleysið undanfarið. Ég var bara að vinna næstum alla daga síðustu viku og kom mér aldrei til að blogga þess á milli. Ég man ekkert hvað ég er búin að vera að gera nema að við Steini rölltum aðeins um í Prater-tívolígarðinum í gær og það var bara frekar kallt. Það er nebbla búið að vera rosalega gott veður síðustu daga en hvarf með hitaskúrum á föstudagsvkvöldið. Ella hérna í Vín átti afmæli á föstudaginn og ég passaði fyrir þau hjú svo að þau kæmust út að borða. Börnin þeirra 3 voru algjörir englar. Þetta kvöld fór Steini á karlakvöld heima hjá Agli og skreið heim daginn eftir, eftir mikið ísl. karlastuð. Ég bjó svo til smá afmælisköku handa Bóbani þar sem hann varð 29 ára á laugardaginn og við sátum hérna með kökur, brauð og kaffi til 21 um kvöldið.
Ég er að fara að vinna kl 14:30 og ætla að skella mér í bæinn fram að því
Heyri fljótlega í ykkur

P.s Mæja til hamingju með daginn !!!!

sunnudagur, apríl 18, 2004

Jæja ég er sko alveg á fullu lífi
Bara búin að vera að vinna og sofa þess á milli. Þurfti að lesa mikið blogg til að ná upp tölvuleysi síðustu daga. Maður fér alltaf ákveðna blogglesningarrútínu og svo kíkkar maður líka á barnasíðurnar, enda ansi margir með slíkar síður. Þetta sem ég eldaði á þriðjudaginn smakkaðist bara heldur betur vel og mæli ég hikluaust með því að þið prófið þetta. Ekki það að ég hefi fylgt þessari uppskrift nema í aðalatriðum. Ég get aldrei farið efir uppskriftum alveg, og held að fáir geri það. Síðan ég eldaði þetta er ég búin að elda dýrindismat í vinnunni og hef alltaf jafn gaman af. Skjólstæðingarnir hafa líka svo gaman af að hjálpa mér og eru alltaf öll með í eldhúsinu eða eru í stofunni sem er samlyggjandi eldhúsinu. Það er verið að fara að fjárfesta í grilli vegna beiðni frá mér og þá verður sko stuð. Þið sem þekkið mig vel vitið hvað ég er mikill grillsjúklingur. Það má varla sjást til sólar og þá er ég komin í grillarafílinginn. Við erum svo ólánsöm hérna úti að vera ekki með svalir eða garð til að geta grillað í, en getum þá í staðinn farið í einhverja almenningsgarða eða svæði með grillaðstöðu til að grilla og það er sennilega bara mikið stuð. Spurning um að safna liði í grill einhverstaðar á góðus svæði ... ég er ekki að vinna fyrr en á miðvikudaginn næsta, enda búin að vera að vinna síðan ég skrifaði síðast.
Við erum voða lánsöm að það var verið að opna ítalskan veitingastað í næsta húsi. Stórar pizzur á um 450 ísl. krónur milli 11 og 17 á daginn og þess á milli alls ekki svo dýrt. Um 500-600 fyrir pizzur af matseðli. Vona bara að þetta séu góðar eldbakaðar pizzur og hægt verðið að njóta þess.
Við fórum í fyrsta skiptið að legja okkur DVD mynd síðan að við fluttum til Vínar. Já ég veit að þetta er furðulegt, en við höfum bara aldrei gert það. En það mun sennilega verða gert oftar. Settum myndina í tölvuna og fórum með hana upp í rúm og það var ansi næs. Myndin var "Matchstick Men" með Nicolas Cage og var bara virkilega góð en með svakalegasta ameríska enda sem ég hef á ævinni séð. En ég mæli alveg með henni fyrir þá sem hafa ekki séð hana. Við vissum ekkert hvaða mynd þetta var og bjuggumst því alls ekki við neinu. Þar sem að maður er ekki á Íslandi hefur maður ekki hugmynd um hvaða myndir maður á eftir að sjá og þetta er allt öðruvísi hérna. En við gátum sett íslenskan texta og þetta var því bara eins og að vera heima á klakanum að horfa á mynd ;o) ... ekkert bévítans döbb eins og er á öllu hérna.
Jæja gott fólk ég ætla að fara að draka karlinn út í einhverja vitleysu ... meika ekki að hanga meira inni og gera ekkert

þriðjudagur, apríl 13, 2004

Jæja nú er ég bara búin að þrífa íbúðina loksins. Ryksuga allt, skúra og þurrka af. Enda var þokkalega komin tími til aðgerða. Steini er að vinna í veitingaþjónustunni og er að fara í fyrirsöng í Graz á morgun. Þannig að ég er bara ein heima og var að koam úr búðinni. Ég ætla að elda mér "Tortillas með grænmeti og baunum" .... mmmm sennilega mjög gott og ekkert smá einfallt.

Læt uppskriftina fljóta með sem ég fann á femin, þetta er sko fyrir fjóra en mér finnst alltaf gott að fá mér bara daginn eftir og svona þó svo ég eigi ekki örbylgjuofn.

Innihaldið:
4-6 tortillakökur
1 laukur
2 hvítlauksrif, pressuð
2-3 msk. olía
1 kúrbítur (zucchini)
6-8 sveppir
saltog chíepipar eða cayennepipar eftir smekk
1 dós nýrnabaunir
jöklasalat eða kínakál
tómatar
gúrka
sýrður rjómi
rifinn ostur
salsa sósa

Kaupið tilbúnar tortillakökur. Saxið laukinn og mýkið hann í olíunni ásamt hvítlauknum. Skerið kúrbítinn og sveppina í sneiðar og setjið á pönnuna með lauknum. Látið krauma í 3-5 mínútur og kryddið. Bætið nýrnabaununum saman við og hitið allt vel. Berið grænmetið fram sem fyllingu í tortillakökurnar ásamt rifnu salati, tómötum og gúrkusneiðum, sýrðum rjóma, rifnum osti og salsa.

Læt ykkur vita hvernig smakkaðist, eldamennskan bíður

mánudagur, apríl 12, 2004

"Annars byrði er öðrum létt" og "Með arfanum ei upprætum kálið"
Svona hljómuðu málshættirnir sem ég fékk í eggjunum frá Silley. Ég spái nú ekki mikið í það hvað þetta merki fyrir mig, en ef þið gerið það þá látið mig bara endilega vita.
Jæja þá er bara komin annar í páskum og páskarnir fóru bara nokkuð vel fram. Við elduðum okkur þetta fína páskapasta og höfðum það bara nokkuð gott. Það vantaði samt alveg páskastemningu og páskaboð, en það kemur bara seinna segir sá lati ... he he
Ég er búin að glápa helling á imbann. Við sóttum nú samt Eriku þrátt fyrir að það væri páskadagur og fórum með hana á veitingastað hérna rétt hjá. Hún var ekkert í svakalega góðum gýr þannig að þetta var bara stutt. Hún og Steini fengu sér kökusneið og ég fékk mér kartöfluskífur.
Frí á morgun og svo er tekin við ágæt vinnutörn fram á sunnudaginn næsta

laugardagur, apríl 10, 2004

Gleðilega páska
.... og til hamingju með daginn Sigga (systir Steina) og Hólmfríður (kona pabba) sem átti afmæli á föstudaginn. Vona að þið hafið átt góða daga!!
Jæja þá er maður bara komin í páskafrí fram á miðvikudag, ekki slæmt það. Á fimmtudaginn var ég í fríi og fór og hitti Lidiu í bænum. Við rölltum í búðir og svo fékk ég skilaboð um að hitta Ingunni og Nönnu í bænum kl 19 og ég náttla gerði það. Við rölltum líka í búðir sem voru opnar e-ð lengur og svo fórum við á sushi stað og svo á kaffihús og ég náði síðasta U-bahn heim. Nú við gátum svo lítið skoðað þarna um kvöldið þannig að það var ákveðið að hittast kl 11 á föstudeginum og halda áfram að röllta og skoða. Allar versluðum við e-ð og ég endaði með bleika skó sem kostuðu um 800 krónur. Að röllti loknu settumst við á útikaffihús og þangað komu Jón og Steini. Stelpurnar fóru svo heim að sinna fjölskyldum sínum og ég og strákarnir sátum áfram. Við Steini fórum svo að versla í matinn rétt fyrir lokun, en við keyptum samt alls ekkert gáfulegt . Við Steini elduðum kartöflur gratíneraðar í gorgonzolaostasósu og ég gerði sveppasósu. Jón og Áróra vinkona hans komu svo með kjúlla og svo skárum við salat með þessu öllu og svo var líka stekit nautasnitzel. Eins og sjá má var þetta MJÖG fjölbreytt .... og gott. Áróra mætti svo með prinspóló frá tékklandi í eftirmat. Nú svo var ég bara að vinna í allan dag og Keisuke er að koma að kveðja mig því hann er að fara til London í fyrramálið. Ég tók óvart bankakortið með mér í vinnuna þannig að við komumst ekkert í búð fyrir páskana og því verður ekki fjölbreyttur páskamaturinn þessa páskana ;o( En svona er það nú bara, við erum a.m.k með nammið frá Silley sem bjargar þessu.
Hafið þið það bara sem allra best um páskahátíðarnar og verið góð hvort við annað !!!!

miðvikudagur, apríl 07, 2004

Íslenskur nammidagur í Vínarborg
Já vá það er sko nammidagur hér. Var að vinna í dag og Steini hringdi og sagði mér að það væri komin pakki frá Silley. Við erum að tala um að þessi elska sendi mér fullan kassa af íslensku nammi. Já það verða sko páskar hér eftir allt saman. Þið trúið ekki hvað þetta var mikið og þar á meðal lítil páskaegg með málsháttum. Ég var svo spennt að komast heim úr vinnunni og fá að komast í öll herligheitinn að ég var varla vinnuhæf. Já hún Silley er sko gull af konu, það er eitt sem víst er.
Annars er ég komin í 2ja daga frí og ætla bara að njóta þess með steina og nammikassanum ;o) .... já ég er að hakka í mig Freyju möndlur núna, jesús minn hvað þetta er gott.
Þið verðið að fyrirgefa þessa nammiræðu mína, en þetta er bara svo geðveikt þegar að maður kemst aldrei í þetta góða íslenska nammi.
Keisuke er að fara aftur til London svo að ég á eftir að hitta hann e-ð í fríinu og svo er búið að plana hitting við Lidiu. Rest is history sem ég segi ykkur seinna frá.
Mamma hans Steina hún Aðalborg átti afmæli í gær ... til lukku með það!

P.s. Hugga systir er að leita sér af barnapössunarstarfi ef einhverjum vantar eða veit um einhvern sem vantar :o)

sunnudagur, apríl 04, 2004

Jæja það er bara búið að vera æðislegt veður, aðalega samt í gær. Við fórum með Eriku á útikaffihús og svo fórum við og keyptum okkur ís. Svo vorum við bara kósí heima, ég að horfa á TV og Steini í tölvunni ... er þetta ekki ekta nútímasamband? Steini kokkaði pasta og hvítlauksbrauð og svo var farið á bensínstöðina að kaupa popp og kók. Við erum ekki með örbylgjuofn og ég sakna þess svo að fá örbylgjupopp ... svo ekki sé talað um ostapoppið.
Áðan fórum við svo með Eriku í pikknik, garðurinn sem við fórum í var heldur langt í burtu og litla konan labbar ekki mjög hratt, en það reddaðist alveg. Þetta tók svo langan tíma allt og Steini var að verða of seinn að horfa á formúluna þannig að við hlupum og náðum strætó svo þetta reddaðist allt. Var örugglega mjög fyndið að sjá okkur hlaupandi með Eriku á milli okkar og hálf dragandi hana til að ná strætó. Hún er svo svakalega lítil og krúttleg.
Vá það er ekkert lítið sem hægt er að lifa sig inn í eina formúlukeppni, ég ætti að taka upp það sem maðurinn er að segja, kalla, hrópa og gera þarna EINN inn í stofu.
En um leið og það er hægt að slíta hann frá formúlunni þá ætlum við að kíkka til Ingunnar og Egils og færa Ásgeiri smá ammælispakka og fá köku.

Hí hí .... veðurstelpðan mín er farin úr jakkanum því það er 16° hiti

laugardagur, apríl 03, 2004

Góðann daginn, ég var ekkert heima í gær svo að ég náði ekki að blogga það sem ég ætlaði mér. En hér kemur það: Hugga amma átti afmæli í gær og sendi ég henni allar mínar bestu óskit og kveðjur !!!
Já og svo á Ásgeir sonur Ingunnar og Egils líka 6 ára afmæli.

Nú ég var að vinna frá 10-19 í gær eins og alla hina dagana. Hennti mér svo í sturtu í vinnunni og fór á Maredo þar sem Lidia var búin að panta borð fyrir okkur. Þangað mættu Lidia, Boban og Keisuke og seinna David kærasti Lidiu. Þetta var alveg meiriháttar gaman og mikið stuð. Ég fékk mér það sama og alltaf þar; "Kjúklinga Fahijtas"sem klikkar aldrei, svo fær maður líka smekk með þannig að þetta er ekkert subbó. Annars var ég að heyra um annan stað sem mig langar svo að prófa. Það er afríkanskur staður sem heitir "amma eldar" og maður situr á gólfinu og borðar allt með puttunum. Næst þegar að ég get leyft mér að fara út að borða þá ætla ég þangað. Þetta var svo sem ekki dýrt, borgaði um 1800 krónur fyrir matinn og drykki. En ég bara verð að prófa þennan stað ... ansi lokkandi að prófa svona nýtt.
Ég missti samt af bjórkvöldi íslendingafélagsins sem var í gærkvöldi, en Steini fór þangað og hélt uppi heiðri okkar hjúa.

Í vikunni fórum við Steini í bíó og sáum "Starsky & Hutch" með Ben Stiller og Owen Wilson og hún var bara helv. góð þar sem ég bjóst ekki við neinu. Ég hló allavegann ansi mikið og var mjög sátt bara eftir myndina. Svo hef ég bara ekki geert mikið annað en að fara að sofa kl 22 á kvöldin. Já ég veit að þið sem þekkið mig vel eruð hissa, en ég er bara svo þreytt e-ð ... held að þetta sé bara veðrið eða það hvað ég er óvön því að vinna svona reglulega og alltaf 9 tíma í einu.
Jæja best að henda sér í sturtu áður en ég sæki Eriku. Svo erum við að fara í afmæli til Ásgeirs á morgun eftir Erikuútferð.
Ég er ekkert smá ósátt við að missa af fermingunni. Var að tala við mömmu í gær og það er bara fullt hús af ættingjum og mikið stuð. En ég verð bara með þeim í anda á sunnudaginn ;o/