Frettir fra Vinarborg

Her verda sagdar frettir af lifinu

föstudagur, maí 28, 2004

Komin í "helgarfrí"
Já mar er bara búin að vera að vinna síðan síðast. Það var búið að vera mjög fínt veður en svo er bara búið að vera rigning í allan dag. Í gærkvöldi eftir vinnu fór ég og hitti Nönnu, Sössu vinkonu hennar sem er í heimsókn og Ingunni. Við byrjuðum á kínverskum stað á Naschmarkt og fórum síðan í glerkaffishúsið á Karlsplatz. Þetta var mjög fínt kvöld og ég var komin heim rétt á undan Steina sem kom um 00:30. Þannig að ég var alveg nett þreytt í allan dag og enn eftir að ná orku.

Anna Margrét systir mín var að byrja að blogga og ég setti auðvitað link á hana. Svo sá ég hjá henni að Birta Dröfn frænka er með síðu á Barnalandi og setti auðvitað link á hana. Ekkert smá sætar frænkur þarna á ferð.

Nú á bara að fara að hafa það náðugt, vera með Eriku um helgina og borða nammið sem mamma sendi mér. Það er sko ekki til neitt eins gott nammi hérna í útlöndunum.
Við Steini fengum mjög óvæntar fréttir í vikunni, já hann fær borgaðar atvinnuleysisbætur fyrir þann tíma sem hann var ekki með vinnu. Ef að það var ekki akkúrat það sem við þurftum á að halda. Já þvílík og önnureins lukka.
Sara systir mín átti afmæli í gær. Gellan er orðin 24 ára. Hringdi auðvitað í hana og talaði við hana í ansi langan tíma, enda alls ekki á hverjum degi sem maður leyfir sér að hringja heim á klakann. Heima er hægt að kaupa Atlaskort fyrir 1000 krónur og hringja hingað í yfir 3 klst. Símanúmerið hjá mér er: 0043-19130050 og GSM er 0043-699 19130050 ... þar hafið þið það :o)
Eigið öll góða helgi !!!

miðvikudagur, maí 26, 2004

Var að setja link á Óskar Þorra ofursæta hennar Hörpu.

Allir farnir ???
Afhverju kommenntar enginn hjá mér eftir að ég skipti um look og kommentakerfi ???? Eru allir hættir að lesa bullið í mér?
En allavegann þá setti ég inn myndir af erfingjanum. Þetta er ekkert allt of skýrt þar sem þetta er allt á videospólu og ég tek þetta upp á myndavélina mína og hlaða því inn í tölvuna og ték svo mynd af tölvunni þannig að þetta er búið að fara langa leið en sést samt ótrúlega vel. Kíkkið í albúmið til að sjá fleiri

Þegar að ég kom heim úr vinnunni áðan þá beið mín þvílíkur pakki frá mömmu. Hann innihéllt fullt af mínu uppáhalds íslenska nammi. Vá hvað þetta var yndislegt og þarna var líka gjöf og bréf handa barnabarninu.
Það er ekki eins og ég sé að borða töggur og Nóa kropp núna ... m m m m m m m

sunnudagur, maí 23, 2004

Jæja þá er veðrið orðið heldur leiðinlegra en það er búið að vera. Datt niður í 10° um helgina og búið að vera ömurlega skýjað í þokkabót. Ég fór með Eriku áðan á kaffihús. Það byrjaði nú ekki vel. Það var svo mikill vindur og það fílar hún alls ekki. Hún skammaði vindinn alveg eins og hún gat og ég reyndi að segja henni að við myndum fara bara á kaffihús og sleppa röllti í dag, en ég gerði mig greinilega ekki nógu skiljanalega. Nú þegar að við vorum búnar að vera aðeins á kaffihúsinu fór mín að skæla og láta alveg eins og hún gerði fyrst þannig að ég ákvað bara að fara með hana heimt til sín. Þá var byrjað að rigna og það leist henni sko alls ekki á og varð alveg sjóðandi band-brjáluð og hennti sér nokkrum sinnum í götuna á leiðinni. En við komumst heim til hennar og hún mjög sátt að komast inn úr rigningunni, en vildi ekki að ég færi strax.
Ella kom í heimsókn í gær, alltaf gaman þegar að fólk nennir að koma til mans. Ég er svo þreytt á kvöldin eftir vinnunna að ég nenni ekki að leggjast í ferðalög. Íslendinarnir hafa verið ansi duglegir við að dreyfa sér um alla borgina.
Í gærkvöldi var 10 ára reunion hjá þeim sem útskrifuðust 1994 úr Glerárskóla. Ég var búin að svekkja mig ansi mikið á því að komast ekki. Svo kl. 22:30 að íslenskum tíma hringir ekki Silley úr stuðinu í Sunnuhlíð og það er ekkert smá stuð á liðinu, gítaraspil og læti. Þau sungu fyrir mig lagið "eina ósk" eða hvað sem það nú heitir. Talaði líka við Eydísi og hún var í þvílíka stuðinu eins og allir þarna. En ég mæti næst þegar að þetta verður, hvar sem ég verð stödd í heiminum ;o) ... Takk fyrir að hringja Silley, þú ert algjör perla !!!
Við erum að fara í sónar á morgun og tilhlökkunin er mikil. En maður er auðvitað alltaf pínu hræddur um að ekki sé allt í lagi en spennan er sem betur fer sterkari. Ég fer að vinna á morgun en fæ svo að skreppa til doksa og Steini er í fríi á morgun og þriðjudag. Þannig að við verðum loksins saman í fríi þann dag. Við birtum svo nýjustu myndirnar af erfingjanum eins fljótt og auðið er.

föstudagur, maí 21, 2004

Skrítin skrúfa
Já ég á það til að vera furðuleg dama. Ég hvíldi mig voða vel í dag. Fór í H&M og verlsaði mér náttbuxur sem ég ætla að nota sem óléttubuxur og þær eru bara alveg svaka fínar. Þetta eru náttla engar náttbuxur sko, þær eru með rassvösum og allt, bara voða venjulegar. Svo fór ég í búðina að kaupa fullt af mjólk af því að ég keypti Nesquik um daginn og finnst það alveg sjúklega gott, ég hef ekki drukkið þetta síðan að ég var lítil. Svo var hugmyndarflugið ekki mikið og ég verslaði fullt af jarðaberjasúrmjólk og allskyns skyr-jógúrt sem var á tilboði. Steini étur aldrei neitt áður en hann fer að vinna ... kannski af því að ég kaup aldrei neitt sem honum langar í á morgnana. Hann er gjörsamlega að hrinja niður og það eru öll föt of stór á hann, enda er hann fdottinn niður um 3 göt á beltinu sínu. Segja svo að þessi þrælavinna sé ekki til neins ;o)
Ég verð að borða e-ð á morgnanna annars get ég bara búist við því að detta niður hvar og hvenær sem er. Ég má alls ekki verða of svöng því þá fá ég hausverk eða þá bara að það getur liðið yfir mig.
En svo þegar að ég var búin að versla þetta og mýkingarefni og e-ð fleira í þeim dúr var ég komin með svo þunga poka að ég þurfti að taka mér pásu fljótlega eftir að ég kom úr búðinni. Það vildi svo til að göngugatan er fulla af bekkjum sem rónarnir og tyrkjafjölskyldurnar sitja á. Ég settist niður og fór að fylgjast með fólkinu sem aldrei fyrr. Ég hefði kannski átt að stúdera mannfræði því að ég hef svo gaman af því að fylgjast með fólki. En eitt eiga öll börn hér sameiginlegt og það er að vera vond við dúfur, hvaða meinning er það???? Ég þoli ekki að sjá foreldra hvetja börnin sín til að sparka í dúfurnar eða gera hvað sem er til að hræða þær í burtu. Þetta finnst mér bara alveg fáránlegt. Mér finnst vinarlegt að hafa dúfur og ég sé þær ekki sem fljúgandi rottur eing og flestir hér virðast gera nema gömlu konurnar (útlensku) þær eru með mér í liði og gefa þeim brauð. Þá verð ég sko ánægð en margir labba framhjá og skammast í liðinu. Puff einhverstaðar verða þær að fá að borða. Jæja þetta er komið nóg af rausi og best að fara í bað fyrir svefninn.

Að lokum sendi ég Afmælisóskir til Írisar sem er að skemmta sér með gellunum í London !!!

Jæja þá er ég í fríi í dag og svo að vinna á morgun og með Eriku á Sunnudaginn. Það er bara búið að vera stuð í vinnunni. Í fyrradag ákvað ég að elda hafragraut handa liðinu og það er e-ð sem þau hafa aldrei séð eða smakkað. Þeim fannst þetta svo gott að ég þurfti að gera annann skammt. Svo í gærkvöldi ætluðum við að grilla (í vinnunni) á nýja grillinu sem var verið að fjárfesta í og þá er okkur sagt af nágranna sem stendur á svölunum fyrir ofan okkur að það megi ekki grilla. Ohhhhh þvílíkt svekkelsi, fyrsta tækifærið mitt til að fá að grilla þetta árið og það bara má ekki. En við grilluðum nú samt í ofninum. Ég gerði gráðuostafyllta sveppi og fólki fannst það hljóma mjög furðulega en svo fannst þeim það voða gott.
Steini er náttúrulega búin að vera að vinna frá því hann var í fríi um helgina og ég hef rétt séð glitta í hann á nóttunni. Ég er alltaf komin upp í rúm þegar að hann kemur því að líkami minn vill fara snemma að sofa þessa dagana. Svo mætum við nú stundum á sama tíma á orgnana þannig að við sjáumst aðeins þá. Ég bara vona að hann finni sér aðeins skemmtilegri vinnutímavinnu næst.
Það er búið að vera svakalega gott veður með yfir 20° hita og maður er bara komin í sandala og ermalausan bol, en það á því miður e-ð að versna um helgina.

þriðjudagur, maí 18, 2004

Nýtt útlit
Ég var að prófa að setja inn nýtt útlit. Var alveg næstum búin að klúðra öllu, týna gestabókinni og öllum linkunum ,,, shit
En það er sko um að gera að lifa hættulega ... það er mitt mottó ;o)
En ég á eftir að fikta betur í þessu og laga stafastærð og gerð á linkunum og svona ef það er hægt. Annars bara nokkuð sátt við þetta, shit hvað ég var komin með leið á gamla útlitinu, svona nett boring

Vá ég var að lesa svo svakalega sorglega sögu ungrar stelpu sem skrifar um og til sonar síns sem fæddist mikið fyrir tímann og er að berjast fyrir lífi sínu.
Ég sendi alla mína strauma til þeirra og vona að þetta fari að lagast, það er alveg svakalega erfitt að lesa þetta ... sérstaklega þegar að ég hugsa til þess að þetta gæti alveg gerst fyrir bumbukrílið mitt. Slóðin er www.folk.is/svalah/

Svefn á svefn ofan
Já þið bara trúið því aldrei hvað ég sef mikið þessa dagana. Ég vakna alltaf mjög snemma til að fara á WC og til að snýta mér ærlega sem Steini elskar alveg út af lífinu. Svo er ég alltaf svo stífluð að ég get ekki sofnað aftur. Þannig að ég geri e-ð smá eldsnemma og legg mig svo þegar að stíflurnar eru komnar í gott horf.
Nú svo eins og í dag þá lagði ég mig og vaknaði aftur kl 11, fór þá upp í sófa að horfa á TV og var alltaf á leiðinni út, enda svaka gott veður. Svo loksins hafði ég mig í að láta renna í bað áður en ég færi út en ég auðvitað sofnaði í baði. Ég rétt náði að fara úr baðinu og inn í rúm og vaknaði þar um 3 tímum seinna alveg rennblaut og fín og hárið eftir því. Hvað með að þurfa svona svakalega mikin svefn og ég er bara virkilega þreytt. Vona að þetta verði ekki svona á morgun þar sem ég er að vinna frá 10-19 og það er starsmannafundur með tilheyrandi frá 10-14.

Við fórum í gær og versluðum nýja skó á Steina og skyrtu og svona sem hann vantaði í vinnuna. Ekki hægt að vera að ganga á ónýtum skóm allan daginn og það í möl í þokkabót. Nú svo fórum við í byggingarvöruverslun og keyptum allt sem þarf til að koma þvottavélinni undir innréttinguna í eldhúsinu og svo var karlinn klipptur fyrir sumarið. Já ég hef bara aldrei séð hann svona stutthærðann strákinn. Við enduðum svo hjá Ellu og Leó og pössuðum í smá stund og ég fékk lánaðar bækur. Er svo heppin að hafa ekki lesið Dauðarósir eftir Arnald Indriða og er alveg sokkin í hana núna. Frekar góðar bækurnar eftir hann.

Ég er að leita mér að ódýru hjóli, því mig langar svo að fara að hjóla. Ekki get ég farið á línuskautana með litlu bumbuna mína og því er ég búin að lána Jóni þá. Á línuskautunum þarf ekki nema ponkkulítinn stein til að maður fari að fljúga og eins og þið vitið flest þá get ég verið ansi mikill glanni þegar að kemur að brekkum og slíku.
Jæja ég verð að gefa bumbubúanum eitthvað að borða, maginn er byrjaður að öskra á mig eins og svo oft áður. Ég er alltaf að gefa honum e-ð en hann vill ansi oft borða. Ég hlít að vera búin að bæta á mig nokkrum kílóum enda stækkar vömbin á degi hverjum held ég bara, já svei mér þá.

sunnudagur, maí 16, 2004

Jæja ég bjót til nýtt myndaalbúm með Eurovisionmyndunum sem þið getið kíkkað á

Jæja góðir landar, þá er Eurovison keppninni lokið. Það varð ansi heitt í kolunum hérna enda fannst mér þetta heldur augljóst og leiðinlegt hvernig þetta var austur Evrópa á móti vestur. Þannig að þetta var alls ekki sanngjörn keppni og Þýskaland hefði t.d átt að lenda mun ofar og ég hefði viljað að lag "Serbíu og Svartfjallalands" hefði unnið. Rosalega fannst mér flott hárið á stelpunni á fiðlunni. Er ekki frá því að mig langi ansi mikið til að fá mér slíka klippingu. Sagði einmitt við Bonan áðan að hann þyrfti að taka mig til heimalandsins og þar yrði ég klippt svona.
Í gærkvöldi voru mætt hingað; Ingunn, Egill, Nanna, Kristján og dætur, Valdi og svo eftir Kraftverk tónleikana komu Jón og Áróra. Byrjað var á því að Nanna og Kristján elduðu spaghettirétt og ég gerði aspasbrauðrétt. Allt þetta gerðum við öll í einu í stóra eldhúsinu mínu ;o) Nú svo var étið á sig gat og svo langst á meltuna og horft á keppnina með tilheyrandi látum og stuði. Ég borðaði e-ð svo mikið, maginn á mér hefur líka e-ð minkað og lungun fá minna pláss þannig að ég var svo sannarlega alveg á blístri í orðsin fyllstu merkingu og átti bara erfitt með að anda ... he he he
Ég tók myndir sem ég ætla að setja inn í albúmið, en ég virðist vera búin með allt pláss þannig að ég þarf að leita annara leiða til að byrta þetta á veraldarvefnum. Annars erum við að fara að gera heimasíðu, þarf bara að rifja upp hvernig ég gerði þetta í Háskólanum. Gerði þar voða fína og flotta síðu en man ekkert hvernig þetta FrontPage virkar. En ég finn leiðbeiningar á netinu ... eða vitið þið um e-ð gott efni um heimasíðugerð ???

fimmtudagur, maí 13, 2004

Var að bæta inn stelpunum þeirra Ingu og Hafþórs og óska þeim auðvitað enn og aftur til hamingju með nýju stelpuna ... vona að þið hafið fengið sms frá mér þegar að hún fæddist og Inga ef þú lest þetta, ertu á MSN-inu?
Verður stuð að fylgjast með rófunum Hörpu Mjöll og Lottu Karen

Ég hefði átt að státa mig meira af heilsufarsástandi mínu. Einhverjum klst. eftir að ég bloggaði kom svimi og hausverkur aftur og ég lá bara í allan gær. Þannig að þetta var mjög svo óspennandi dagur. Nú seinnipartinn í dag er litunarhittingur sem við Ingunn og Nanna vorum búnar að plana. Já skutlurnar ætla að lita á sér hárið, ég verð víst að bíða með það vegna skaðlegra áhrifa þessa efna og brenglaðs hormónastarfsemis í hárinu. Ætli ég verði ekki bara að fara á stofu. Jæja þvottavélin er ekki búin að stoppa nema rétt yfir blánóttina og virðist bara sinna starfi sínu mjög vel. Ég bara vona að ég verði betri í dag en í gær ;o/

P.s Gauja til hamingju með afmælið þann 10 maí !!! and Lidia happy birthday to you

miðvikudagur, maí 12, 2004

Við erum komin með þvottavél !!!


Já gott fólk það er loksins komin þvottavél á heimilið. Steini bara skokkaði út í búð í gærmorgun og kom svo skokkandi með þvottavél til baka. Hann verslaði hana í búð sem er bara nokkra metra frá okkur og fékk bara svona kerrudrasl lánað. Fengum hana á svona 20.000 ísl með 2ja ára ábyrgð, ekki slæmt fyrir nýja þvottavél. Nú í gær var ekkert þvegið því að ég kunni ekki að kveikja á velinni. Steini fattaði svo þegar að hann kom heim úr vinnunni hvernig á að gera þetta (takki inn og svo út). Þvottavélin heitir Elin og á eftir að fá að finn fyrir tilvist sinni næstu daga. Við erum að tala um að ég ætla að þvo allt!! Já ég er bara heima þessa vikuna. Mætti í vinnunna í gær og var víst alveg snjóhvít í framan, en fann ekki neitt fyrir neinu. Svo fór mig að svima og líða frekar illa, ég fór því heim úr vinnunni og lagði mig og svo til læknis. Læknirinn sagði að þetta væri bara sennilega eitthað sem fylgdi óléttunni og að ég ætti að vera heima hjá mér fram að helgi. Þannig að í dag líður mér bara alls ekkert illa og veit ekki alveg hvað er að þessu heilbrigðiskerfi hérna, ég er bara með bleikan miða sem á stendur að ég verði heima fram á föstudag.
Annars er málið að halda smá Eurovision flatsængursamkomu í Sonnwendgasse. Þar sem að við eigum ekki marga stóla er bara málið að breiða dýnum á gólfið og hafa það gott og senda sms til að styðja okkar land.

sunnudagur, maí 09, 2004

Mæðradagurinn; til hamingju með daginn elsku mamma

Þennan vönd lét ég gera handa mömmu í draumum mínum

Mæðradagurinn er í dag og þá tíðkast gera vel við móður sína. Ég hef lengi reynt að gera e-ð fyrir eða handa mömmu á þessum degi og ég vona að þessi verði engin undantekning. Búin að vera að skipuleggja smá með Huggu systur ... sjáum hvernig það fer. Hugga er a.m.k búin að ryksuga og taka til án þess að mamma viti það ;o)
Jæja dagurinn byrjaði á því að ég vaknaði við það að Steini hringdi og ég skaust framúr og eldaði mér hafragraut með rúsínum, ansi langt síðan að ég hef borðað slíkan mat. Svo skokkaði ég á sambýlið til Eriku og náði í hana. Við byrjuðum á því að setjast úti á kaffihúsi og hún skellti í sig þremur glösum af drykkjum. Veðrið var frábært þannig að ég ákvað að við myndum fara í æðislegan garð sem er nokkrar sporvagnastöðvar frá okkur. Við komum þangað, keyptum okkur bakkelsi og drykki og fórum í garðinn. Hún var bara í svakalega góðu skapi og alveg til í rölltið. Vorum í rúma 2 tíma og rétt sluppum við úrhellisdembu sem stendur enn með þrumum og eldingum.
´
Ég er að spá í að fá mér e-ð að snæða og fara svo upp í rúm og njóta þess að vera verðandi mamma. Óska svo að lokum öllum mæðrum til hamingju með daginn og þakka vel unnin störf !!!

laugardagur, maí 08, 2004

Jæja nú er ég komin í eins dags frí og ætla sko að njóta þess.
Ég hata að taka ekki næturvaktir og þurfa að mæta svona svakalega oft og mikið í vinnuna. Þetta var allt annað þegar að ég fékk að vinna næturvaktirnar, ohhhh hvað það voru góðir tímar. Ekki það að ég myndi varla meika það að taka næturvaktirnar þar sem að á byrjun meðgöngunnar átti ég svakalega erfitt að halda mér vakandi og svo vaknaði ég náttla alltaf til að fara á WC og gat ekki sofnað eftir það.
En allaveganna þá er ég í langþráðu fríi á morgun og ég ætla ekki að gera neitt. Í gærkvöldi vorum við Steini búin að ákveða að skella okkur á bjórkvöld íslendingafélagsins en svo vorum við bæði svo þreytt að við ákváðum að slaufa því eftir að ég kom heim úr vinnunni. Þannig að við ákv. að horfa á TV og það entist ekki lengin því Steini vakti mig stuttu seinna og við skottuðumst bara í rúmið. Já við semsagt höfum ekkert gert nema vinna og sofa bæði núna og kisurnar eru algjörlega vanræktar finnst þeim. Þær elta okkur þann stutta tíma sem við erum heima og það er sko ekki hægt að banna þessum greyjum að kúra hjá okkur á nóttunni. Póka er bara þar sem ég er, núna liggur hún í blaðaskúffu við hliðina á mér og er að reyna að sofna. Kara er inn í stofur að gefa frá sér einhver breimhljóð, getur samt ekki verið að hún sé að breima eina ferðina enn ... nema þá að hún sé bara ennþá að breima með örstuttu hléi.
Jæja ég ætla að henda mér í sófann núna, gaman að vera svona ein á laugardagskvöldi og ein í fríi á morgun. En ég fer og næ í Eriku kl. 12 ... þannig að þetta er kannski ekkert rosalegur "ekkert að gera frídagur"
Ég verð að koma mér til Ellu og Leó og fá lánaðar bækur til að lesa, ég er að bilast á því að hafa ekkert til að lesa
Njótið helgarinnar !!!!!

þriðjudagur, maí 04, 2004

Litlar sætar sónarmyndir af krílinu okkar
... kíkkið í myndaalbúmið til að sjá þetta í almenninlegri stærðÞessar myndir voru teknar fyrir rúmum 2 vikum og við fengum þetta allt á videoi eins og áður sagði þannig að þetta er kannski ekki alveg í besta skýrleika, en það sést alveg það sem sjást þarf ;o)
Næst förum við í sónar 26. maí, það er að segja ef við breytum ekki tímanum og þá koma fleiri myndir !!!

Jæja nú er fríið mitt bara búið ;o(
En ég er nú bara alveg búin að sofa á við tvo. Ekkert smá gott að geta lagt sig þegar að maður vill. Ég er búin að fara tvisvar á Schweizerhaus til að hitta Steina sem er fluttur þangað. Í gærkvöldi hitti ég Ingunn, Egil og Ásgeir þar, þau voru að fagna prófi sem Egill náði. Þetta er þokkalega mikil vinna, hann kemur kl 12 á kvöldin með soðnar og blöðruþaknar lappir. Handþvær hvítu skyrtuna sína og fer að sofa. Svo vaknar hann um 8:30 til að strauja skyrtuna, raka sig og bursta skóna og fer aftur þangað ... talandi um þrælavinnu. Ég verð bara að mæta á svæðið til að sjá hann e-ð. Hann er búin að vera þarna síðan á þriðjudaginn fyrir viku og er ekki enn kominn einn frídagur. En þetta er allt prósentutengt, þeir fá semsagt 5,e-ð prósent af öllu sem þeir selja og svo ágætis þjórfé. Hann var að byrja að vinna með partner í dag og þeir skipta þessu þá 50/50 á milli sín. Gaman að sjá hvernig það kemur út. En hann litli minn fór úr því að vera ekki að gera neitt í brjálaða vinnu og virðist alveg vera að höndla það.

Það hafa komið e-ð af gestum. T.d komu Ella og Leó og fjölsk. í heimsókn í fyrsta skiptið og Ingunn og Ásgeir komu og svo komu Örvar, Þóra og Björn Ari til að staðfesta grun sinn á að drengurinn væri með kattarofnæmi, sem reyndist svo rétt. Þau greyin búin að panta sér tvær kisur og voru að skoða þær áðan. Þau eiga sko alla mína samúð, myndi ekki vilja lenda í svona. En samt betra að komast að því áður en maður verður of hændur að þeim og öfugt.
Ég er annaðhvort með ennisholubólgur eða ofnæmi og ef það kemur í ljós að ég sé með áunnið ofnæmi fyrir kisunum mínum veit ég ekki hvað ég geri. Þó svo að þær skiptist á að breyma (ansi leiðinlegt ástand) og Kara taki upp á því að pissa í allt sem við eigum þá þykir mér svo óendanlega vænt um þær.

Jæja best að fara að vaska upp, var enda við að borða brauð með bökuðum baunum og osti. Maður fékk þetta ansi oft þegar að maður var yngri og hefur bara ekki dottið þetta í hug lengi. Ég er komin með innkaupadragarakerru eins og gömlu konurnar þannig að ég þarf ekki að bera neitt úr búðinni lengur og get keypt fullt inn í einu.

sunnudagur, maí 02, 2004

Hó hó hó
Hver ætlar að koma í heimsókn?
Terra Nova er að fljúga beint hingað í sumar og það er alls ekki svo dýrt ... kíkkið á þetta

laugardagur, maí 01, 2004

Í dag er Verkalýðsdagurinn og afmælisdagurinn hennar Silley
Elsku Silley ynnilegar hamingjuóskir með daginn!!!

Austurríkismenn taka þessum degi mjög alvarlega og halda hátíðir út um allt og allar verslanir eru lokaðar. Nú í dag er líka Evrópusambandið orðið stærra. Ég hef gaman af að fylgjast með þessu og blaða í tölur og staðreyndir sem koma alltaf í blaðinu sem við erum áskrifendur af. Það er nú talið líklegt að EFTA-ríkin fjögur Noregur, Sviss, Lichtenstein og Ísland sæki um aðild á næstu árum. Ég hef blendnar tilfinningar til þess að Ísland fari í ESB, en sem íbúi í öðru ESB landi hefði það oft verið henntugt. En nýju löndin sem voru að koma inn í dag eiga eftir að sanna sig áður en þau fá öll réttinid sem eru í ESB samningunum og það er talið taka um 7 ár. Enda svólítið hæpið að fólk frá þessum nýju löndum gæti bara komið yfir til hinna landanna og fengið sér vinnu. Held að flest allir myndu þá gera það

Ég er loksins komin í frí eftir að hafa verið að vinna í 5 daga í röð. Já í mínum bransa þykir það ansi mikið þar sem þetta er rosalegt andlegt álag. Ég er alveg svakalega fegin að komast í smá frí því að síðasta vika var algjört hell. Íbúarnir á sambýlinu tóku hvert kastið á fætur öðru og voru flest öll bara snarvitlaus. En ég vona að þau rói sig aðeins fyrir miðvikudaginn því að ég er í fríi fram að því .... jíha
Steini er semsagt búin að vera að vinna síðan á mánudaginn og nú er brjáluð hátið í Prater (stór tívolígarður) þar sem hann er að vinna og það verður allt vitlaust þar í dag. Ég er að fara að hitta vinnufélagana þar á eftir og það á víst að staupa sig e-ð. Verður gaman að sjá þau öll í því svona um miðjan dag ... hí hí

Ég tók bara daginn snemma í morgun, skellti mér í langa sturtu og dekraði aðeins við mig og fór svo að hitta Eriku kl. 12. Hún var grátandi þegar að ég kom að sækja hana en það lagaðist fljótt eftir að við komum út. Mér fannst þetta ekki boða gott en hún var bara hress og káta og við fórum á ísstaðinn "Tichy" sem selur besta ísinn í bænum. Hún skóflaði sínum 3 kúlum í sig og drakk drykkinn sinn á 3 sek. og fór svo að væla stuttu seinna. Ég nennti ekki að standa í einhverju veseni með hana þannig að ég ákvað bara að gefa henni ísinn minn. Uppeldislega mjög rangt af mér, en hey hún er að borga mér fyrir að skemmta sér en ekki að vera að ala hana upp. Þannig að ég má alveg láta allt eftir henni. Hún er samt rosa mikið þannig að hún þarf að finna hver ræður og hvar maður leggur línurnar. Við tókum svo ansi langan göngutúr með stoppum í nokkrum görðum og þetta var bara svaka gott í góða veðrinu. Það eru yfir 20° núna. En það er svo fyndið hvernig fólk horfir á mann með hana, allir með eitthvað samúðarbros en krakkarnir auðvitað bara stara. Hún er náttla mjög lítil, með Downs útlit og annað augað á henni er vaxið saman. Hún er rosalega krúttleg og fyndin. Þegar að við vorum að fara af ísstaðnum leit maður á mig og sagði "vá ... sehr brav", æji mér finnst þetta stundum svo "pathetic" Það gerðist eitt samt rosalega fyndið, hún náttla hefur ekki hugmynd um að ég sé ólétt og hún klappaði á magan á mér. Það sést ekkert á mér, eða ég og Steini sjáum þar bara og það er ekki nokkur leið að hún geti vitað það. Hún hefur aldrei gert þetta áður og tekur nú ekki svo oft upp á því að gera svona nýja hluti við mann. Þau eru svo pure, að þau kannski bara finna þetta.

Ég vona að Steini sé í fríi á morgun, þá getum við farið með hana í bæinn og gert e-ð sniðugt ... eða á Schweizerhaus þar sem Steini er búin að vera að vinna alla daga ... he he he

Jæja best að fara að taka sig til fyrir hittinginn ... njótið frídagsins og góða veðursins ;o) ... veðurstelpan er í kjól eins og er, segir allt sem segja þarf. Ég er búin að rífa fram öll pilsin mín