Frettir fra Vinarborg

Her verda sagdar frettir af lifinu

miðvikudagur, júní 30, 2004

Æj æj æj
Ég er með svo mikið samviskubit. Ég fór með Köru og Póku í ófrjósemisaðgerð í dag. Kara er að gera útaf við okkur í breiminu sínu og heldur að hún sé fress sem þurfi að merkja sér allt. Þær eiga samt eftir að þakka mér einn daginn því þeim líður sko alls ekki vel þegar að þær eru að breima.
En ég dröslaðist með þær báðar í búrinu síun allan U1 og svo í sporvagn og svo smá spotta labbandi. Ég hélt að ég myndi ekki hafa þetta þar sem þetta var svo þungt og ég gat ekki notað mjaðmirnar eða magann til að hjálpa mér að halda á búrinu. En þetta hafðist að lokum ég ég kom tímanlega á kvennsjúkd- fæðingardeildina fyrir smádýr. Ég beið svo bara eftir þeim í verslunarmiðstöð rétt hjá sjúkrahúsinu. Boban býr þarna á móti og hann hringdi svo í mig þegar að hann kom heim og ég fór þangað. Hann og þýsk vinkona Veru komu svo með mér að sækja kisurnar og hjálpuðu mér með þær heim. Í þakklætisskyni eldaði ég handa þeim og voru þau hér í ansi langan tíma að spjalla. Kisurnar eru svo veikar og vankaðar. Þær geta ekki almenninlega labbað, það er alveg eins og þær séu blindfullar. Þær eru báðar búnar að gubba, en samt hafa þær ekki fengið neitt að borða sían á hádegi í gær og meiga ekkert fá fyrr en í fyrramálið. Æji ég vorkenni þeim svo mikið. Þær eru rakaðar á annarri hliðinni og með plástur fyrir saumnum, Póka er auðvitað búin að taka sinn af. Þær eru búnar að reyna að stökkva nokkrum sinnum og eru ekki alveg að fatta að vöðvarnir virka ekki og auðvitað lenda þær skakkt og alls ekki þar sem þær voru að miða. Ég reyni að svæfað þær aftur þegar að þær ætla að fara e-ð á ról. Er samt rosa fegin að þær gubba bara á parketið sem ég get þrifið auðveldlega.
Jæja sjúklingarnir kalla

þriðjudagur, júní 29, 2004

Jæja long time no see
Það er búið að vera ansi mikið að gera. Á mánudag fórum við í sónar og fengum að sjá litla tippalinginn okkar. Hann var frekar fjörugur en vildi alls ekki sýna okkur vangasvipinn á sér. Svo á miðvikudagsmorguninn fórum við á sjúkrahúsið í organschreening þar sem öll líffæri litla snáðans voru skoðuð og þar leit allt vel út. Enn og aftur sýndi hann okkur pungsann sinn vel en ekki vangasvipinn og ljósan átti í mestu erfiðleikum með hann því hann hreyfði sig svo mikið. En hún náði að sjá varir hans sem eru eðlilegar og hann saug fyrir okkur þumalinn sinn. Ég finn mikið fyrir spörkunum hans núna og Steini fann þau líka í morgun. Ég keypti litla spiladósarönd og legg hana stundum við bumbuna og spila. Svo þegar að hún hætrir þá lætur hann alveg vita af sér og Steini fann nokkur mjög kröftug spörk í morgun, ansi krúttlegt.
Á miðvikudaginn áti ég að mæta hjá vinnumálaeftirlitinu og þar var ég skráð og átti að hitta lækni. Læknirinn sagði mér að ég mætti ekki vinna meir um leið og hann vissi við hvað ég er að vinna. Ég sem átti að mæta á vakt en hún sagði að þetta vinnubann hefði tekið gildi þegar um morguninn og vinnuveitenda væri ekki heimillt að láta mig vinna. Þannig að ég fór bara með plögginn í vinnuna og var þá bara hætt að vinna. En ég átti eftir að skila af mér skýrlu um skjólstæðing minn og gerði hana og skilaði henni á föstudeginum.
Á föstudaginn fór ég í grill heim til Ernst þar sem vinnufélagarnir hittust til að kveðja mig. Þetta var alveg meiriháttar gaman þrátt fyrir að það hafi ekki verið mjög hlítt úti en við sátum samt úti á svölunum hjá honum til kl 3 og ég hló úr mér lungun. Það var svo gaman af þeim, öll orðin frékar létt og rugluð, það er sko nokkuð ljóst að maður á eftir að sakna þessa hóps, vona bara að þau verði öll enn að vinna þegar að ég er búin í fæðingarorlofinu ... hvenær svo sem það nú verður. Ég var búin að setja inn myndir, en ég gat ekki bloggað um daginn til að segja frá því. Eitthvað vesen að komast inn í bloggið.
Á laugardaginn var partý hjá Jóni og Valda og Áróru. Þau eru öll að fara heim í sumar en Jón og Valdi koma sem betur fer aftur. Það byrjaði með því ða horft var á leikinn Svíþjóð-Holland og svo var slökkt á imbanum eftir það og við tók venjulegt mjög alþjóðlegt partý. Ég á eftir að setja inn myndir af því líka. Þannig að það var nóg um djamm um helgina. Vorum svo með Eriku báða daganna og hún var ekkert smá hress og skemmtileg. Á sunnudaginn fórum við á Donauinselfest sem eru risa útitónleikar með fullt af sviðum. Við sáum Ronan Keating og það er alveg ótrúlegt hvað hann á marga hittara. Rosa gaman að sjá hann á sviðinu og ég reyndi að taka myndir sem ég á eftir að setja í tölvuna. En fólk var meira þarna að bíða eftir finnunum í Rasmus. En það kom hellidemba og við héldum heim á leið ... ekki það að ég vildi alveg dúlla mér þarna í rigningunni en sá gamli vildi fara heim. Ég var í turkisbláum sokkarbuxum og bleikum skóm og það horfðu allir á fæturna á mér? Við vorum ekki alveg að skilja hvað vakti svona mikla athyggli fólks, kannski að ólétt stelpa skildi klæaða sig svona ???Svo er ég búin að taka eldhúsið í gegn og baðið er með nýpússuðum flísum núna. Það er sko ekki leiðinlegt að vera heimavinnandi húsmóðir, ég á sko alveg eftir að venjast því. Í gær fór ég í sund með Nönnu og stelpunum hennar og svo kom Jón. Ég passaði mig að bera vel á mig og hlífa bumbunni annað slagið en samt brann ég aðeins á bumblinum og bringunni og lærunum. Ég held að ég hafi hreinlega smitast af rauðhærðuhúðainni hans Steina. Þannig að í dag er ég bara frekar rauð í framan og með rauðan bumbul. Vá þið eruð sko búin að fá fréttir og nú ætla ég að setja inn myndir sem þið getið kíkkað á, ef að ég hef nóg pláss á þessari síðu.

mánudagur, júní 21, 2004

Var að setja inn myndir síðan við fórum út að borða á föstudaginn. Það var náttla enginn mynd tekin af mér þannig að ég setti inn 2 bumbumyndir ;o)

fimmtudagur, júní 17, 2004

Gleðilegan þjóðhátíðardag !!!!
Ég bara búin að vera í fríi í dag. Byrjaði daginn á rólegheitum hérna heima og fór svo út á Kepler- og Reumannplatz. Áfhverju getur ekki verið ódýrara að senda pakka til Íslands?? Hver ætli stjórni þessu verði?? Þarf að fara að koma samkeppni í þetta svo að maður hafi e-ð val og samkeppnin fari aðeins í gang.
Það er ekkert smá gott veður þennan þjóðhátíðardag og ég settist á bekk og fór að lesa. Ég sé það núna að ég er eins og austurríski fáninn. Bara nett rauð á vinstri hliðinni ... hí hí En þetta var svo notalegt að ég gleymdi mér og missti af búðunum sem loka kl 19:00. Þannig að ég á enga mjólk í morgunkornið í fyrramálið, hvað gera bændur þá?
uhhhh bændur eru náttla flestir með beljur - sem gefa okkur mjólkina ... BRIGHT girl

Það er nóg að gera á næstunni. Annað kvöld erum við að fara út að borða með Lidiu, David og Bobani á mexíkönskum stað í Prater. Ég fer bara beint úr vinnunni og svo er ég því miður líka að vinna á laugardaginn þegar að íslendingafélagið heldur upp á 17. júní. En ég ætla að mæta eftir vinnu ef það verður enn e-ð fjör. Svo er ég líka að vinna á sunnudaginn þannig að það er ágætis vinnuskorpa um helgina. Svo á mánudaginn erum við að fara í sónar og líka á miðvikudaginn. Mánudagurinn er hjá kvennsjúkdómalækninum og miðvikudagurinn er organscreening hjá spítalanum sem ég er skráð hjá. Þannig að nú fara að byrtast nýjar myndir af bumbubúanum mínum sem er voða hress á kvöldin. Helt að þetta sé nátthrafn eins og foreldrarnir. Nú svo eru kisulórurnar að fara í aðgerð í skólanum hjá Agli, það er verið að fara að gelda þær. Þetta kostar sitt en við verðum að gera þetta því þær eiga það til að breima ansi mikið og þá sérstaklega ef þær eru í pössun. Okkar draumur var samt alltaf að þær fengju að eignast litla ketlinga en það verður víst lítið úr því.
Steini er að vinna sem "sendill" hjá ítölskum mafíósa sem á 3 veitingastaði í fyrsta hverfi. Svo hefur hann verið að vinna í catering seinni partinn og á kvöldin. Þannig að ég hef ekkert séð hann í dag þar sem hann fór beint á milli þessara vinnustaða.

Afmælisóskir:
Óska eftirtöldum aðilum ynnilega til hamingju með daginn og óska þeim alls hins besta
Inga varð 25 ára í gær
Krissi hennar Ingunnar er 31 árs í dag
Jói x-Söru verður 27 ára á morgun

þriðjudagur, júní 15, 2004

Ég var að versla mér svo æðislega skó í dag

Eftir að ég fór með yfirmanneskjunni í allar skóbúðirnar og við báðar fundið skó komu Nanna, Hrabba og Móa á Keplerplatz og Nanna verslaði skó á stelpurnar. Fólk er ekki skólaust eftir þennan dag. Ég er svo ánægð og fín í þægilegu BLEIKU skónum mínum. Keypti líka kókos reykelsi eins og sést á skómyndinni og Steini kom heim og fór að leita af skemmdri mjólk ... hvað er að lyktarskyninu í manninum ????

Það eru sko aldeilis fréttir af mér

Yfirmanneskja mín hringdi í mig í fyrradag og sagðist þurfa að tala við mig fyrir starfsmannafundinn sem er á morgun. Hún vildi ekki tala um ÞETTA við mig í síma og bað mig því að hitta sig á kaffihúsi. Ég vissi ekkert hvað hún vildi mér og var hálf stressuð yfir þessú óvænta símtali. Svo hitti ég hana í morgun og hún var að segja mér að sambýlið okkar yrði að minnka við sig tíma og að fyrirtækið sæi ekki aðra lausn en að senda mig fyrr í fæðingarorlof (sem á að byrja 2 mánuðum fyrir áætlaðan fæðingardag) Ég á semsagt inni frí allan næsta mánuð og beðin um að taka það út og svo á ég að fara mánuði fyrr í fæðingarorlofið. Þannig að ég á bara eftir að vinna 8 vaktir út júní og svo er ég komin í fæðingarorlof. Þetta er svona nett sjokk og ég á eftir að skoða hvernig þetta kemur út peningalega séð. Ég ætla að fara að sinna viðskiptunum sem ég hef ekki gert í mjög langan tíma og kannski reyna að finna mér einhverja smá vinnu meiri vinnu. Þannig að nú bið ég alla um að koma að heimsækja mig svo að ég hafi nóg að gera ;o) Allir í sumarfrí til Vínar !!!

sunnudagur, júní 13, 2004

Ferðasagan til Ítalíu 7-12 júní
Við fengum nýja rauða VW-Golf bifreið að morgni mánudags. Byrjuðum á því að skutla Köru og Póku til Nönnu og Kristjáns í pössun. Svo var keyrt af stað og stefnan tekin á Ítalíu. Það var mjög gott veður þennan morguninn og lífið lék við okkur, enda ansi miklir ferðalangar þarna á ferð. Eftir ansi mörg pissustopp komumst við til Ítalíu og þegar að kom að pissustoppunum þar fór mér að hætta að lítast á blikuna. Annaðhvort voru engar setur á klósettunum eða þá að það var bara gat í gólfið. Ok en ég varð að láta mig hafa þetta þar sem ég varð náttla að tæma blöðruna MJÖG reglulega. Steini sagði að blaðran mín væri sennilega bara fingurbjörg að stærð og við áttum eftir að stoppa á ansi mörgum salernum.

Einu pissustoppinu gleymi ég seint. Ég var búin að bíða mjög lengi og alveg í spreng eftir eina kvennaklósettinu, var mikið búin að spá í því hvað konan væri eiginlega að gera þarna inni. Eftir kannski 10 mín. kemur út asísk kona sem var greinilega að nota gatígólfiðklósett í fyrsta kiptið og náði ekki að skola lollanum niður. Hún gafst semsagt upp á að berjast við að koma vininum niður og hleypti mér inn. Ég þurfti að pissa og hafa félagann hennar liggjandi þarna og horfa á mig. Þetta var alls ekki skemmtileg reynsla og lyktinni gleymi ég seint.

En fyrsti áfangastaður okkar var borgin Údine og ég vildi endilega kíkka inn í hana, enda búin að sitja svo lengi í bílnum. Við gerðum það og svo villtumst við all svakalega á leiðinni út úr borginni. Ítalir eru svaka duglegir að setja skillti bak við tré eða að það er ekki nokkur leið að skilja hvert skiltið er að benda. Mörg skilti benda beint upp í loftið og tengdum við það við kaþólsku trúnna. Það tók okkur dágóðan klukkutíma að finna rétta leið úr borginni. Við stefndum á strandarbæinn Lido di Jésolo og fengum ódýrt herbergi þar. Nanna og Kristján voru búin að segja okkur frá þeim bæ og sennilega mun ódýrara að gista þar en í Feneyjum plús það að það er svo dýrt að leggja fyrir utan Feneyjar. Við brunuðum yfir til Feneyja eftir að hafa farið með töskurnar upp á herbergi. Rölltum um Feneyjar og fengum okkur pizzu þar. Það var svo svakalega mikið af túristum þar að við ákváðum fljótlega að fara bara upp á hótelherbergi að sofa. Það var varla hægt að sjá neitt fyrir ameríkönum og öðrum ferðalöngum.

Vöknuðum á þriðjudeginum og fengum okkur brauð og jógúrt í bílnum og fórum svo á ströndina. Við lögðumst alveg við sjóinn og enntumst í um klukkutíma en þá var okkur orðið ansi heitt. Skoluðum af okkur í ísköldum útisturtunum og skelltum okkur af stað til Bologna. Steini er svo fyndin þegar að hann þarf að fara í kallt vatn. Algjör kuldaskræfa og fór ekki langt með mér í sjóinn þó nokkuð hlír væri. Í Bologna hittum við Gissur sem var með Steina í söngskólanum og hann sýndi okkar sitthvað af því merkilegasta sem borgin hefur upp á að bjóða. Ennig fór hann með okkur á uppáhalds kaffihúsið sitt. Þetta var heitasti dagur þessa árs og fundum við vel fyrir því. Eftir röllt um borgina keyrðum við með honum til Parma þar sem hann og Sigrún kona hans búa og hann eldaði þvílíkt góðan kjúklingarrétt. Við fórum svo með þeim á rölltið um borgina, fengum okkur ís og enduðum á kaffihúsi um miðnættið. Ansi mikil kvöldmenning þarna í Ítalíu sem okkur fannst ekki leiðinlegt að upplifa.

Gistum svo þar í góður yfirlæti og fengum meira að segja hafragraut í morgunmatinn sem var sko ekki slæmt. Rölltum svo í miðbæ Parma sem er rosalega hrein og sæt borg. Þar fórum við á útimarkað sem var fyrir Ítala en ekki túrista og það var mjög gaman að skoða. Enduðum svo á því að borða með þeim á ekta ítölskum ótúristuðum veitningastað og ekkert smá góðan mat. Fórum svo og sóttum töskurnar og keyrðum af stað til Pisa. Þar skoðum við turninn góða sem ég var að vísu búin að sjá áður og keyrðum svo til miðaldarborgarinnar Lucca eftir að hafa hringsólað 2 og 1/2 tíma um Písa í leit að réttri útgönguleið. Fyrir utan borgina sáum við 4 stjörnu villu upp í hlíðinnni og e-ð sagði okkur að keyra þangað. Hóteleigandinn var úti á hlaði og kom strax til okkar og spurði hvort við værum að leita af gistinugu. Hann sagðist geta látið okkur hafa herbergi á 90€ sem ætti að kosta 230€ en ég saði að það væri of mikið fyrir okkur. Hann spurði hvað við hefðum mikin pening og ég saði 50€ og hann sættist á að láta okkur fá lítið herbergi í villunni fyrir þann pening en það ætti að kosta 180€. Við náttla tókum þetta og þetta var rosa flott með risa garði og tré langt upp í fjall. Við fórum svo um 22 leitið til að fá okkur e-ð að snæða og gamli gaf mér fulla lúkur af lífrænt ræktuðum kirsuberjum sem hann var að týna úr garðinum. Honum fannst náttla svaka merkilegt að vera með gesti frá Íslandi. Lucca er mjög sérstakur bær, hluti hans innan múraveggja og er t.d fæðingarbær Puccini. Göturnar innan múrveggjanna eru skuggalega þröngar og ég gargaði mikið þegar að við vorum að keyra á þeim. Mér fannst við alltaf alveg að keyra á fólk eða hús og í einni götunni hafði einhver snillingurinn lagt og þá var ekki nokkur leið fyrir okkur að komast framhjá. Við biðum þar til eigandinn kom og flýttum okkur að finna stæði. Eftir röllt innan múrvegjanna og smá pásu á múrveggnum og eftir að hafa skoðað allt merkilegt hoppuðum við upp í bíl og keyrðum til Flórens og þar skoðuðum við dómkirkjuna og miðbæinn. Ég var e-ð svo þreytt þar í 30° hitanum að ég hef gleymt að taka myndir eins og svo oft áður. Fórum næst til Forlí eftir þvílíkum sveitarvegi lengst upp í fjöllum. Það var svo mikið af beygjum og hristingi að ég varð svona nett bílveik. Þetta var samt rosalega falleg leið og við vorum bara að keyra upp og niður dali. Fengum gistingu á 2ja stjörnu hóteli hjá mjög vinarlegum manni.

Það var ekki mikið að sjá í þeirri borg og Steina langaði til að skoða fæðingarbæ Mussolini Predappio sem er rétt hjá Forlí og við skunduðum þangað. Það er svakalega lítll bær sem gerir bara út á Mussolini og er full af mynjagripabúðum. Við vorum snemma í því þennan daginn því lítið keyrerí var á planinu og komum við til Porto Garibaldi strandarbæjarinns um 16:00. Við fengum æðislegt hótel þar, glænýtt hótel með þrusu loftkælingu á herbergjunum og allt voða fínt. Fórum á ströndina og sem betur fer var mikill vindur þannig að hægt var að liggja. Við sofnuðum þar og henntumst svo í sturtu á hótelinu og fundum stað til að borða á. Þetta var náttla við ströndina og mikið um sjávarrétti. Pastað var t.d allt með sjávarréttum en einn þeirra átti að vera með fiski og ákv. við að borða einn saman og svo pizzu á eftir. Við borðum hvorugt sjávarrétti og auðvitað var rétturinn með öllum sjávardýrum hafsins og í þokkabót fengum við sitthvorn réttinn. Svipur okkar var sennilega e-ð skrítinn því báðir þjónarnir spurðu hvort allt væri í lagi. Við borðuðum smá af hrísgrjónunum og rækjunum en allt þetta slepjulega eins og smokkfiskurinn, kolkrabbinn og herligheitinn létum við alveg vera. Við sváfum rosalega vel, enda virkaði loftkælinginn vel og sólargardínurnar líka. Í öllum hinum var loftkæling sem virkaði misvel og þung fúkkalykt var í flestum þeirra.

Í ferðinni voru eknir 2500 Km, veðrið var svakalega gott allan tímann, ekki ský á himni fyrr en við komum að landamærum Austurríkis þá var hellt úr fötu og alla leið að Vín. Við mættum beint í matarboð hjá Emil Breka þar sem Ingunn var að flytja heim á klakann daginn eftir. Það verður sko séð eftir henni og ég er strax farin að sakna hennar.

Hér eru myndir af Ítalíuferðinni og af matarboðinu

sunnudagur, júní 06, 2004

Myndir síðan í gærkvöldi

Jæja nú er ég komin í smá sumarfrí og við Steini erum að fara til Ítalíu í fyrramálið. Við fáum bílaleigubíl kl 8 og höldum af stað upp úr því. Við ætlum að byrja á því að fara til Feneyja og svo bara að flakka um Ítalíu og gista á ódýrum stöðum fyrir utan borgirnar. Við erum náttla ansi miklir ferðafuglar þannig að það er ansi mikill ferðahugur og spenningur hér á bæ.
Það er búið að vera nóg að gera síðan síðast og ekki verið mikill auka tími til að blogga. Á föstudagskvöldið beint eftir vinnu fór ég í boð til sendiherrahjónanna og það var ansi mikið stuð þar. Við vorum þar í góðu yfirlæti langt fram á kvöld (já eða nótt). Svo morguninn eftir fórum við með Eriku á kaffihús og smá labb. Valdi kom svo í heimsókn og við ákváðum að kíkka á Ingunni og Egil sem voru á kaffihúsi niðri í bæ. Þangað komu Jón og Áróra og tvær stelpur sem voru gestir hjá Ingunni og Agli. Um 1 leitið enduðum við svo kvöldið á McDonalds. Þannig að það er bara búið að vera ansi mikið stuð og útstáelsi hér á bæ. Í dag fórum við svo með Eriku í piknik. Alveg frábært þar sem við lágum í skjóli trjáa við stöðvatn sem í voru ponsu litlir andarungar.