Ferðasagan til Ítalíu 7-12 júní
Við fengum nýja rauða VW-Golf bifreið að morgni mánudags. Byrjuðum á því að skutla Köru og Póku til Nönnu og Kristjáns í pössun. Svo var keyrt af stað og stefnan tekin á Ítalíu. Það var mjög gott veður þennan morguninn og lífið lék við okkur, enda ansi miklir ferðalangar þarna á ferð. Eftir ansi mörg pissustopp komumst við til Ítalíu og þegar að kom að pissustoppunum þar fór mér að hætta að lítast á blikuna. Annaðhvort voru engar setur á klósettunum eða þá að það var
bara gat í gólfið. Ok en ég varð að láta mig hafa þetta þar sem ég varð náttla að tæma blöðruna MJÖG reglulega. Steini sagði að blaðran mín væri sennilega bara fingurbjörg að stærð og við áttum eftir að stoppa á ansi mörgum salernum.
Einu pissustoppinu gleymi ég seint. Ég var búin að bíða mjög lengi og alveg í spreng eftir eina kvennaklósettinu, var mikið búin að spá í því hvað konan væri eiginlega að gera þarna inni. Eftir kannski 10 mín. kemur út asísk kona sem var greinilega að nota gatígólfiðklósett í fyrsta kiptið og náði ekki að skola lollanum niður. Hún gafst semsagt upp á að berjast við að koma vininum niður og hleypti mér inn. Ég þurfti að pissa og hafa félagann hennar liggjandi þarna og horfa á mig. Þetta var alls ekki skemmtileg reynsla og lyktinni gleymi ég seint.
En fyrsti áfangastaður okkar var borgin
Údine og ég vildi endilega kíkka inn í hana, enda búin að sitja svo lengi í bílnum. Við gerðum það og svo villtumst við all svakalega á leiðinni út úr borginni. Ítalir eru svaka duglegir að setja skillti bak við tré eða að það er ekki nokkur leið að skilja hvert skiltið er að benda. Mörg skilti benda beint upp í loftið og tengdum við það við kaþólsku trúnna. Það tók okkur dágóðan klukkutíma að finna rétta leið úr borginni. Við stefndum á strandarbæinn
Lido di Jésolo og fengum ódýrt herbergi þar. Nanna og Kristján voru búin að segja okkur frá þeim bæ og sennilega mun ódýrara að gista þar en í Feneyjum plús það að það er svo dýrt að leggja fyrir utan Feneyjar. Við brunuðum yfir til
Feneyja eftir að hafa farið með töskurnar upp á herbergi. Rölltum um Feneyjar og fengum okkur pizzu þar. Það var svo svakalega mikið af túristum þar að við ákváðum fljótlega að fara bara upp á hótelherbergi að sofa. Það var varla hægt að sjá neitt fyrir ameríkönum og öðrum ferðalöngum.
Vöknuðum á þriðjudeginum og fengum okkur brauð og jógúrt í bílnum og fórum svo á ströndina. Við lögðumst alveg við sjóinn og enntumst í um klukkutíma en þá var okkur orðið ansi heitt. Skoluðum af okkur í ísköldum útisturtunum og skelltum okkur af stað til
Bologna. Steini er svo fyndin þegar að hann þarf að fara í kallt vatn. Algjör kuldaskræfa og fór ekki langt með mér í sjóinn þó nokkuð hlír væri. Í Bologna hittum við Gissur sem var með Steina í söngskólanum og hann sýndi okkar sitthvað af því merkilegasta sem borgin hefur upp á að bjóða. Ennig fór hann með okkur á uppáhalds kaffihúsið sitt. Þetta var heitasti dagur þessa árs og fundum við vel fyrir því. Eftir röllt um borgina keyrðum við með honum til
Parma þar sem hann og Sigrún kona hans búa og hann eldaði þvílíkt góðan kjúklingarrétt. Við fórum svo með þeim á rölltið um borgina, fengum okkur ís og enduðum á kaffihúsi um miðnættið. Ansi mikil kvöldmenning þarna í Ítalíu sem okkur fannst ekki leiðinlegt að upplifa.
Gistum svo þar í góður yfirlæti og fengum meira að segja hafragraut í morgunmatinn sem var sko ekki slæmt. Rölltum svo í miðbæ Parma sem er rosalega hrein og sæt borg. Þar fórum við á útimarkað sem var fyrir Ítala en ekki túrista og það var mjög gaman að skoða. Enduðum svo á því að borða með þeim á ekta ítölskum ótúristuðum veitningastað og ekkert smá góðan mat. Fórum svo og sóttum töskurnar og keyrðum af stað til
Pisa. Þar skoðum við turninn góða sem ég var að vísu búin að sjá áður og keyrðum svo til miðaldarborgarinnar
Lucca eftir að hafa hringsólað 2 og 1/2 tíma um Písa í leit að réttri útgönguleið. Fyrir utan borgina sáum við
4 stjörnu villu upp í hlíðinnni og e-ð sagði okkur að keyra þangað. Hóteleigandinn var úti á hlaði og kom strax til okkar og spurði hvort við værum að leita af gistinugu. Hann sagðist geta látið okkur hafa herbergi á 90€ sem ætti að kosta 230€ en ég saði að það væri of mikið fyrir okkur. Hann spurði hvað við hefðum mikin pening og ég saði 50€ og hann sættist á að láta okkur fá lítið herbergi í villunni fyrir þann pening en það ætti að kosta 180€. Við náttla tókum þetta og þetta var rosa flott með risa garði og tré langt upp í fjall. Við fórum svo um 22 leitið til að fá okkur e-ð að snæða og gamli gaf mér fulla lúkur af lífrænt ræktuðum kirsuberjum sem hann var að týna úr garðinum. Honum fannst náttla svaka merkilegt að vera með gesti frá Íslandi.
Lucca er mjög sérstakur bær, hluti hans innan múraveggja og er t.d fæðingarbær Puccini. Göturnar innan múrveggjanna eru skuggalega þröngar og ég gargaði mikið þegar að við vorum að keyra á þeim. Mér fannst við alltaf alveg að keyra á fólk eða hús og í einni götunni hafði einhver snillingurinn lagt og þá var ekki nokkur leið fyrir okkur að komast framhjá. Við biðum þar til eigandinn kom og flýttum okkur að finna stæði. Eftir röllt innan múrvegjanna og smá pásu á múrveggnum og eftir að hafa skoðað allt merkilegt hoppuðum við upp í bíl og keyrðum til
Flórens og þar skoðuðum við
dómkirkjuna og miðbæinn. Ég var e-ð svo þreytt þar í 30° hitanum að ég hef gleymt að taka myndir eins og svo oft áður. Fórum næst til
Forlí eftir þvílíkum sveitarvegi lengst upp í fjöllum. Það var svo mikið af beygjum og hristingi að ég varð svona nett bílveik. Þetta var samt rosalega falleg leið og við vorum bara að keyra upp og niður dali. Fengum gistingu á 2ja stjörnu hóteli hjá mjög vinarlegum manni.
Það var ekki mikið að sjá í þeirri borg og Steina langaði til að skoða fæðingarbæ Mussolini
Predappio sem er rétt hjá Forlí og við skunduðum þangað. Það er svakalega lítll bær sem gerir bara út á Mussolini og er full af mynjagripabúðum. Við vorum snemma í því þennan daginn því lítið keyrerí var á planinu og komum við til
Porto Garibaldi strandarbæjarinns um 16:00. Við fengum æðislegt hótel þar, glænýtt hótel með þrusu loftkælingu á herbergjunum og allt voða fínt. Fórum á ströndina og sem betur fer var mikill vindur þannig að hægt var að liggja. Við sofnuðum þar og henntumst svo í sturtu á hótelinu og fundum stað til að borða á. Þetta var náttla við ströndina og mikið um sjávarrétti. Pastað var t.d allt með sjávarréttum en einn þeirra átti að vera með fiski og ákv. við að borða einn saman og svo pizzu á eftir. Við borðum hvorugt sjávarrétti og auðvitað var rétturinn með öllum sjávardýrum hafsins og í þokkabót fengum við sitthvorn réttinn. Svipur okkar var sennilega e-ð skrítinn því báðir þjónarnir spurðu hvort allt væri í lagi. Við borðuðum smá af hrísgrjónunum og rækjunum en allt þetta slepjulega eins og smokkfiskurinn, kolkrabbinn og herligheitinn létum við alveg vera. Við sváfum rosalega vel, enda virkaði loftkælinginn vel og sólargardínurnar líka. Í öllum hinum var loftkæling sem virkaði misvel og þung fúkkalykt var í flestum þeirra.
Í ferðinni voru eknir 2500 Km, veðrið var svakalega gott allan tímann, ekki ský á himni fyrr en við komum að landamærum Austurríkis þá var hellt úr fötu og alla leið að Vín. Við mættum beint í matarboð hjá Emil Breka þar sem Ingunn var að flytja heim á klakann daginn eftir. Það verður sko séð eftir henni og ég er strax farin að sakna hennar.
Hér eru myndir af Ítalíuferðinni og af matarboðinu