Hjálp !!!!
Það er svo heitt þessa dagana að ég er alveg að kafna. Ég skokka um húsið með viftuna með mér og legst á meltuna bara til að svitna ekki. Svo hefur þetta nú í för með sér að maður er drekkandi allan daginn og því allan daginn á WC líka. En ég er sko ekki að kvarta á maðan að allt gengur svona vel. En það er laust við að maður sakni oft ferska loftsins heima á Íslandi. Boban og Kristina kærasta hans komu hingað í dag. Þau eru mjög fyndið par og líka ansi ólík, hann talar og borðar fyrir þau bæði.
Á sunnudagskvöldið síðasta fórum við með teppi og náttla vatnsflöskur á Rathausplatz og lágum fyrir utan ráðhúsið og horfðum á uppfærslu af Carmen á risatjaldinu. Það er sko ekki leiðinlegt að liggja undir berum himni með elskunni og horfa á óperu ;o) Í gær fór ég í fyrsta skiptið með Steina í söngtíma og það til annars kennara en hann hefur verið hjá, það var bara alls ekki leiðinlegt og gaman að heyra hvað sá nýji hafði að segja. Svo fór ég með karlinn í klippingu og nú er hann mjög stutthærður og með smá hanakamb, frekar flottur.
Kisurnar eru óðar í flugurnar sem koma inn og hoppa á þær eins og þær hafi lífið að leysa. Þær éta ekki allar tegundir þannig að við þurfum að hirða dauð líka um öll gólf og svo eru loppuför um alla veggi. En það er ekki eins og við ætlum ekki að fara að mála á næstunni, enda tími til kominn. Kisurnar eru nú líka ansi skondnar í hitanum, liggja eins og klessur um öll gólf og í mesta hamagangnum anda þær eins og hundar. Talandi um ham, þá held ég að þær séu líka að skipta um ham, eða a.m.k að losa sig við loðfeldinn vegna hitans ... mjög skiljanlegt
Jæja viftan er alveg að skemma á mér hálsinn og augun með þurrki, ég er búin að nota hana svo mikið að hún lætur heyra í sér á stillingu 1 og 2 en er góð á 3 svo að maður verður bara að halda sér í.
Í fyrramálið er ég að fara í blóðprufu og sykurþolstest þannig að ég þarf að vakna snemma. Þarf að mæta þarna fastandi og það er sko ekki fyrir mig. Ég verð að borða morgunmat áður en ég geri nokkuð annað. Ef ég borða ekki áður en ég fer í sturtu þá á það til að líða yfir mig. Þannig að mig kvíður nett fyrir þessu en ég er búin að treina þetta allt of lengi. Þetta tekur svo 2 klst. og ég held að ég eigi að drekka sykurlög á 1/2 fresti og svo er tekið blóð þess á milli. Húff ég hlakka sko ekki til. En hvað gerir maður ekki fyrir litla yndislega bumbubúann.
Nú er sko aldeilis farið að styttast í að Ingunn og Krissi komi, ég tel niður dagana og bíð ansi spennt. Svo kemur Sara systir á eftir þeim og það verður meiriháttar og svo kemur mamma til að taka á móti. Ekki verður leiðinlegt að fá mömmu í heimsókn og hafa hana hjá sér fyrir og eftir fæðinguna. Vonum bara að hún fái að taka í móti, það er ekki alveg komið á hreynt hvernig það verðu. Svo komum við heim um miðjan des. með litla snáða sem verður rétt 1og1/2 ef hann kemur á settum tíma. Þannig að það er allt að gerast og mikið til að hlakka til.
Allur september er frír svo það er enn tími til að panta gistingu hjá okkur og auðvitað skemmtidagskrá með ;o)