Frettir fra Vinarborg

Her verda sagdar frettir af lifinu

föstudagur, júlí 30, 2004

Gleðilega verslunarmannahelgi óska ég landsmönnum öllum
Hér á bæ verður ekki mikið gert þar sem bóndinn er að vinnaalla helgina. En hér er heldur betur betra veður en hjá ykkur ;o) hí hí hí
Ekki það að mig langar ekkert smá í útilegu eða í sumarbústað eða gera e-ð um helgina. Læt ykkur vita hvort að ég fari ein e-ð út á akur eða umferðareyju og búi til smá útihátíð. Ef Steini verður ekki að vinna langt fram á kvöld þá grillum við allaveganna á Donauinsel eða e-ð slíkt. En ég óska ykkur allra góða skemmtunar um helgina 
 
Afmælisóskir dagsins
Það hefur greinilega verið vinsælt að fæðast á þessum góða degi:
Þessar þrjár góðu "konur" fá bestu afmælisóskir frá mér og fullt af kossum og knúsum

Eva Björk vinkona er 26 ára í dag
Birta Dröfn frænka er 8 ára í dag
Magga Dalvíkingur sem var hérna í Vín í fyrra er 27 ára í dag

þriðjudagur, júlí 27, 2004

Ingunn er að koma !!!!
Já nú eru Ingunn og Krissi bara að koma í næstu viku og verða í næstum 2 vikur. Planið er að vera eina viku í Vín og svo fara út fyrir landsteinana hina vikuna. Ingunn hefur verið að hringja í mig með hinu bráðsniðuga heimsfrelsi og fyrir 1000 krónur getur hún talað við mig í 200 mínútur sem eru hvorki meira né minna en 3 tímar og 2o mínútur ef ég kann enn að reikna rétt. En svo er auðvtað hægt að tala saman á MSN en þá þurfa líka báðir aðilar að vera með hátalara og míkrafón. Ég hef tvisvar átt svoleiðis headset en villingarnir á heimilinu (Steini og Póka) hafa eyðilagt það.
Jói bróðir átti afmæli í gær og líka Sölvi Fannar hennar Stellu. Jói er orðin 16 ára gutti og Sölvi Fannar 3 ára. Nú svo á hann Keisuke vinur minn japanski afmæli í dag og er 25 ára.
Annars er svo sem ekki mikið að gerast eða frétta héðan, lífið gengur bara með rólegheitum.

fimmtudagur, júlí 22, 2004

Ég er semsagt heil á húfi eftir blóðsykurstestið. Er samt alveg rosalega slök og bara búin að sofa síðan ég kom heim. Er líka ansi vel merkt eftir nálarnar. Fólk gæti haldið að ég hafi verið að reyna að sprauta mig sjálf. En það er mér að kenna þar sem að ég hélt ekki nógu lengi um síðasta stungusárið því mig langaði að komast heim og það sullaðist því blóð út um allt.

Ég er orðin háð ákv. gulrótum sem eru allt of dýrar en svo bilað góðar. Miklu miklu betri en venjulegar gulrætur, ég er viss um að það er búið að setja e-ð ávanabindandi í þær. En ég reyni að borða ekki mikið meira en 1/2 kg á dag því að pokinn sem er 250 g kostar litlar 1,79€

Fékk pakka í dag frá Stellu vinkonu, takk elsku sæta ... ekkert smá sætt og auðvitað nammi með. Maður er að verða ansi góður vanur að fá alltaf ísl. nammi af og til. Þúsund kossar frá okkur og litla bumbulumbanum okkar sem verður ekkert smá flottur í þessu.

Hjálp !!!!
Það er svo heitt þessa dagana að ég er alveg að kafna. Ég skokka um húsið með viftuna með mér og legst á meltuna bara til að svitna ekki. Svo hefur þetta nú í för með sér að maður er drekkandi allan daginn og því allan daginn á WC líka. En ég er sko ekki að kvarta á maðan að allt gengur svona vel. En það er laust við að maður sakni oft ferska loftsins heima á Íslandi. Boban og Kristina kærasta hans komu hingað í dag. Þau eru mjög fyndið par og líka ansi ólík, hann talar og borðar fyrir þau bæði.
Á sunnudagskvöldið síðasta fórum við með teppi og náttla vatnsflöskur á Rathausplatz og lágum fyrir utan ráðhúsið og horfðum á uppfærslu af Carmen á risatjaldinu. Það er sko ekki leiðinlegt að liggja undir berum himni með elskunni og horfa á óperu ;o) Í gær fór ég í fyrsta skiptið með Steina í söngtíma og það til annars kennara en hann hefur verið hjá, það var bara alls ekki leiðinlegt og gaman að heyra hvað sá nýji hafði að segja. Svo fór ég með karlinn í klippingu og nú er hann mjög stutthærður og með smá hanakamb, frekar flottur.
Kisurnar eru óðar í flugurnar sem koma inn og hoppa á þær eins og þær hafi lífið að leysa. Þær éta ekki allar tegundir þannig að við þurfum að hirða dauð líka um öll gólf og svo eru loppuför um alla veggi. En það er ekki eins og við ætlum ekki að fara að mála á næstunni, enda tími til kominn. Kisurnar eru nú líka ansi skondnar í hitanum, liggja eins og klessur um öll gólf og í mesta hamagangnum anda þær eins og hundar. Talandi um ham, þá held ég að þær séu líka að skipta um ham, eða a.m.k að losa sig við loðfeldinn vegna hitans ... mjög skiljanlegt
Jæja viftan er alveg að skemma á mér hálsinn og augun með þurrki, ég er búin að nota hana svo mikið að hún lætur heyra í sér á stillingu 1 og 2 en er góð á 3 svo að maður verður bara að halda sér í.
Í fyrramálið er ég að fara í blóðprufu og sykurþolstest þannig að ég þarf að vakna snemma. Þarf að mæta þarna fastandi og það er sko ekki fyrir mig. Ég verð að borða morgunmat áður en ég geri nokkuð annað. Ef ég borða ekki áður en ég fer í sturtu þá á það til að líða yfir mig. Þannig að mig kvíður nett fyrir þessu en ég er búin að treina þetta allt of lengi. Þetta tekur svo 2 klst. og ég held að ég eigi að drekka sykurlög á 1/2 fresti og svo er tekið blóð þess á milli. Húff ég hlakka sko ekki til. En hvað gerir maður ekki fyrir litla yndislega bumbubúann.

Nú er sko aldeilis farið að styttast í að Ingunn og Krissi komi, ég tel niður dagana og bíð ansi spennt. Svo kemur Sara systir á eftir þeim og það verður meiriháttar og svo kemur mamma til að taka á móti. Ekki verður leiðinlegt að fá mömmu í heimsókn og hafa hana hjá sér fyrir og eftir fæðinguna. Vonum bara að hún fái að taka í móti, það er ekki alveg komið á hreynt hvernig það verðu. Svo komum við heim um miðjan des. með litla snáða sem verður rétt 1og1/2 ef hann kemur á settum tíma. Þannig að það er allt að gerast og mikið til að hlakka til.
Allur september er frír svo það er enn tími til að panta gistingu hjá okkur og auðvitað skemmtidagskrá með ;o)

sunnudagur, júlí 18, 2004

Jæja, hvað með að láta heyra aðeins í sér
Héðan er bara dúndur gott að frétta. Bumban dafnar vel og allir hressir og kátir. Ég er svo lukkuleg með að vera heimavinnandi húsmóðir og það fer mér bara mjög vel að ég held. Það er alveg hryllilega gott veður þessa dagana, um 30° hitit og ekki séns að sofa með sængur og án viftunnar góðu. En ég á sko ekki í nokkrum vandræðum með að sofa þessa dagana svo við því er ekki heldur að kvarta.
Vorum í stuði með Eriku um helgina (eins og síðustu 3 helgar) og hún bara nokkuð sátt í góða veðrinu. Steini er enn að vinna hjá ítalska mafíósanum og nokkuð sáttur við það. Hann átti að keyra hann til Ítalíu í dag en það varð svo ekkert úr því og ég fegin að hafa ekki þurft að vera ein heima. Við erum að bjóða í svefnsófa á e-bay þar sem að okkar er alveg ónýtur og á ekki marga daga ólifaða. Kisurnar líka búnar að pissa í hann þannig að það er alls ekki hægt að nota hann sem svefnpláss. Fórum í IKEA um daginn og sáum draumasófann, en hann verður að bíða betri tíma. En það er sko alltaf gott að láta sig dreyma, svo er það bara líka svo hollt ;o)
Svo er líka eitt hengirúm handa litla prinsinum okkar sem okkur langar að panta. Kíkkið endilega á þetta, algjör snilld !!!
Jæja ég ætla að fara að elda ferskt kartöflu gnocchi með gorgonzolasósu.

miðvikudagur, júlí 07, 2004

Jæja þá er bara loksins komið hið langþráða sumar. Ég fékk pakka frá Evu í gær. Takk elsku sæta Eva !!! Óléttuföt og fullt af íslensku nammi ... einmitt það sem mannig vantar ansi mikið þessa dagana :o) Það er bara eins og það séu jólin þegar að maður fær pakka að heimann.
Á sunnudaginn komu Nanna og Egill til okkar að horfa á úrslitaleikinn eftir að við vorum búin að vera á Radhausplatz. Við fengum svo bílinn hjá Nönnu og fórum að versla á mánudaginn. Keyptum fullt af kattarsandi, sódavatni og appelsínusafa. Fórum líka í IKEA og keyptum okkur dýnu í ódýra/bilaða horninu á 50% afslætti af því að áklæðið var skítugt. Þannig að nú sofum við loksins á almennilegri dýnu og vá hvað það er gott. Við erum líka búin að ákveða barnarúm og kommóðu sem okkur langar til að kaupa en erum að safna fyrir því. Á þriðjudaginn fórum við með bílinn til Nönnu og vorum lengi hjá henni, hittum svo Egil og rölltum á milli staða í miðbænum. Svo komu Boban og Keisuke seint um kvöldið, Keisuke er að fara til Japans í 2 mánuði. Í dag fór ég svo með Nönnu og Agli í sund og núna er Nanna því miður farin til Salzburgar og svo til Íslands. Það er semsagt búið að vera ansi mikið að gera og allt of lítill tími til að hvíla sig. En það er bara gott upp að vissu marki. Jæja Boban og vinkona Veru eru að fara að koma í heimsókn.

laugardagur, júlí 03, 2004

Hér er uppskrift að sjúklegra góðri samloku sem ég bjó til áðan

Ristið tvær brauðsneiðar, smyrjið þær með pestó (ég notaði tómmat-parmesan) og setjið á aðra brauðsneiðina kjúllaskinku (eða venjulega), ost, kokteiltómmata, gúrku og papriku. Að lokum er tóma sneiðin sett ofan á og borðað með bestu lyst.

Í dag kom Egill alveg verðandi dýralæknir með kraga á Póku. Greyið litla var sko ekki sátt við að fá lampaskermi á hausinn. Hún bakkaði um alla íbúðina í þeirri von um að skermurinn hætti að elta hausinn á henni. Ekki nóg með það að þurfa að bera skerminn heldur þurfti hún líka að fá ól með bjöllu og ekki fannst henni gaman að það skyldi hringla í hverri hreifingu. Hún var mjög aumingjaleg greyið mitt litla og þrátt fyrir að hafa vorkennt henni mikið þá gat ég ekki annað en brosað yfir þessum hamförum. Hún var ekkert rosalega lengi að venjast þessu en læddist þó svo að það myndi ekki heyrast í bjöllunni sem var að elta hana líka. Ég tók þetta svo af henni áðan og ég hef sjaldan séð ánægðari kisu. Hún var svo fegin að fíflið skildi hafa gefist upp á að elta hana og hún fór að elta mig í staðin.
Egill kom líka með stofuborðið þeirra og eitt pottar/eldhúsborð á hjólum. Vá hvað ég sé núna hvað það er þægilegt að fá stofuborð. Ekki varð heldur verra að losna við pottana okkar tvo, pönnuna og expressokönnuna af eldavélinni. Þetta tekur sig bara rosa vel út hjá okkur og erum við fegin að hafa getað losað þau við þetta ;o) ... Takk Ingunn og Egill !!!
Ég ætti nú kannski að taka myndir af íbúðinni á næstunni þannig að þið fáið smá hugmynd um það hvernig við búum. ´
Keisuke kom til landsins í gær og byrjaði á því að koma til mín með töskurnar sínar enda ringdi eins og hellt væri úr fötu og þrumur og eldingar eftir því. Hann kom með hollenskan saltlakkrís handa mér sem er sko alls ekki slæmur, ekki hægt að fá neitt slíkt hérna. Í dag gerði ég svo lítið annað en að laga til og þrífa og breyta. Boban kom svo í kvöld og hélt mér félagsskap fram að síðasta U-bahn. Steini hefur verið að vinna langt fram á nætur síðustu daga og hef ég því mjög lítið séð hann. Við litla fjölskyldan söknum hans nú ansi mikið. En hann er nú sem betur fer í fríi um helgina.´
Annað kvöld er Erlachplatz (stúdetnaheimilið sem ég bjó á 2002) hittingur og er Lidia búin að panta borð fyrir okkur. Ég verð náttla með kamerun á lofti og set inn myndir.
Vá, nennti einhver að lesa þessa færslu ... snillingur að samkjafta

Ég er barbamamma !!!
Mystery
You are Barbamama. You spend most of your time
alone, developing your subtle talents. No one
really knows you.


Which Barbapapa Personality Are You?
brought to you by Quizilla

Finnst ykkur þetta passa við mig? Ég er ekki alveg viss
Annars er ég alltaf á leiðinni að kaupa mér skærbleikan barbapabbabol sem ég sá í einni búð. Verð bara að kaupa einn vel stóran utan um litlu kúluna mína.