Frettir fra Vinarborg

Her verda sagdar frettir af lifinu

þriðjudagur, ágúst 31, 2004

Ég fór í hádegismat til Lidiu í gær. Hún var búin að gera þetta fína túnfiskpasta og svo náttla búðingur í eftirmat eins og alltaf á því heimili. Við fórum svo að röllta um allt, fórum í sendiráðið að fá bæklinga um Ísland þar sem Lidia ætlar að koma þangað í janúar. Eftir það fórum við með drykki í Hoffburggarðinn og sátum þar þar til það fór að rigna. Rölltum þá inn á Zanoni-zanoni þar til hætti að rigna og tölltum svo enn meir ...

föstudagur, ágúst 27, 2004

Góðan dag gott fólk

Það var alveg meiriháttar gönguferð sem ég fór í í garðinn sem er ekkert smá flottur og risastór. Ég kláraði ekki að labba hann allann þar sem að það eru margar krókaleiðir.
Nú er ég að downloada seinni hlutanum af "Mona Lisas smile" og bíða eftir að Steini sé búin að vinna. Ég verð að segja eins og er að ég er komin með nett ógeð á að vera ekki að vinna. Maður þarf að finna sér e-ð að gera á hverjum einasta degi. Við Steini ætlum að vera menningarleg á eftir og fara í Albertina að skoða málverk Michelangelo, maður er búin að láta allt of margar sýningar fram hjá sér fara sem er algjör synd. Svo ætlum við á Tirolerhof að skoða íslensku dagblöðin.

Ég er búin að vera að eyða þvílíkum tíma í að skoða vagna á netinu og ég bara get ekki skilið hvernig ég á að ákveða mig. Það er allt of mikið úrval til og allt of margt sem maður þarf að ákveða til að geta valið einhvern ákveðinn. Eruð þið með einhverjar skoðanir á þessu? Við erum líka búin að fara í nokkrar barnavöruverslanir og það er sama sagan þar - allt of mikið úrval ef maður veit ekki 100% hvað maður vill.
En ég var líka að skoða barnafötin sem 66° Norður er að framleiða og varð alveg veik. Vá hvað þetta er rosalega flott hannað og fallegt. Svo eru fötin á mig ekki heldur af verri endanum en kosta sitt. Samt alltaf gaman að ganga í íslenskri framleiðslu.

Í gær fórum við í sónar - önnur tilraun til að ná þrívíddarmynd af andlitil litla drengsins. En það tókst ekki frekar enn í fyrra skriptið. Hann var í nákvæmlega eins stöðu og síðast sem mér finnst bara gott hjá honum. Hann veit greinilega að við þurfum bara að borga fyrir þetta ef þetta tekst, og að við elskum að sjá hann á sónarskjánum. En við fáum eina tilraun enn í næstu viku, erum ekkert spennt að fá þessa mynd þannig að hann má alveg fela sig svo lengi sem við fáum að sjá hann ;o) Þannig að við erum að fara í sónar 2 sept. og svo aftur 14. sept. Ég get ekki ímyndað mér að fá að fara bara 1 sinni eða 2 í sónar eins og heima. Ég er bara alls ekki viss hvað ég hef farið oft .. það er amk. e-ð um 10 skipiti. Við erum að fara að passa hjá Ellu og Leó um helgina og þá skoðum við þetta í videotækinu þeirra og þá koma myndir í myndaablúmið góða.

þriðjudagur, ágúst 24, 2004

Algjör óþarfi að láta sér leiðast þó svo maður sé einn

Var búin að ákveða að fara í sund, en þar sem það er e-ð skýjað og útilauginn ekki upphituð þá hætti ég bara við það.
Ég ætla að fara í rosa flottann garð sem er ekki svo langt frá okkur. Nú er bara að smyrja nesti og taka fram gönguskóna og meðgöngubeltið. Svo kannski tek ég myndir og set í albúmið. En það er nokkuð ljóst að hún Helga kemur við í "húsdýragarðinum" og kíkkar á þetta.
Eigið öll góðan dag !!!!

P.s ég er búin að fá GSM-símann sendann frá Ítalíu þannig að þið getið farið að hringja í mig að villd ;o)

sunnudagur, ágúst 22, 2004

Jæja þá erum við komin heim úr útilegunni sem var alveg æðisleg og mig langaði svo að vera aðra nótt. En þetta byrjaði alls ekki vel. Við skiluðum Eriku eftir að hún gubbaði á kaffihúsi, drifum okkur heim að sækja farangurinn og héldum af stað á milli lesta. Þega að við vorum komin út úr Vínarborg byrjaði að rigna og skýin litu alls ekki vel út. Við stigum út í Tulln í grátandi rigningu og vorum ekki með kort af bænum og fundum því ekki tjaldstæðið alveg strax (löbbuðum aðeins of langt og gleymdum að beygja) Nú það var enn rigning þegar að við fórum að tjalda og það versta var að við höfðum bara pakkað sundfötum, sólarvörn og vorum bæði bara með hnébuxur, enda hafði ekki ringt í einhverjar vikur og búið að vera um 30°+ upp á hvern dag. En við henntum upp flotta tjaldinu okkar og byrjuðum að pumpa í dýnuna. Við komumst að því að pumpan er ekki sú henntugasta fyrir svona stóra dýnu og skiptumst á að pumpa í hana þar til Steini sofanaði aðeins, en þegar að hann vakanaði var nóg fyrir hann að blása nokkrum sinnum í dýnuna og þá var hún til. Við erum að tala um söngvaralungu hérna. Við létum okkur þorna og héldum svo af stað í miðbæ Tullnar. Þetta er rosalega lítill og fallegur bær, allur í blómum og gosbrunnum. Við skoðuðum allt það helsta og vorum komin aftur á tjaldstæðið um 22 leitið. Þá var orðið svarta myrkur og við skelltum okkur inn í tjald. Við sváfum mjög vel þrátt fyrir að verða sjóveik í hvert skipti sem Steini hreyfði sig. Ég var svo sátt þegar að ég vaknaði um morguninn að hafa ekkert þurft að vakna til að pissa um nóttina. Það var svoltið mikið af pöddum þarna þar sem það var rigning og slímugir sníglar að skríða á tjaldinu. Það eru sko ekki svona mikið af slímugum dýrum heima, en maður verður að venjast þessu. Ég er bara strax farin að plana næstu útilegu. Í morgun vöknuðum við í rigningu og komumst að því að tjaldið er alveg vasshellt. Við ákváðum að bíða eftir að það hætti að rigna sem var um 13 leitið og þá leigðum við okkur hjól og hjóluðum meðfram Donau og svo inn í bæinn. Þetta var alveg meiriháttar hjólatúr og sannaði það að maður gleymir því ekki hvernig það er að hjóla. Tókum svo niður þurrt tjaldið um 17 leitið og stukkum í lest til Vínarborgar.
Kara og Póka voru náttla mjög glaðar að sjá okkur eftir að hafa verið einar heima í meira en sólarhring. Tjaldið og dýnan fá toppeinkunn en pumpan því miður ekki. Myndir úr útilegunni set ég inn á eftir.

föstudagur, ágúst 20, 2004

Jæja þá er sko orðið tómt í kotinu
Ingunn og Krissi héldu heim á leið í gær. Mikil viðbrigði að hafa þau ekki þar sem það var stanslaus dagskrá í gangi frá morgni til kvölds/nætur. Ég ætla að setja inn myndir í albúmið á eftir þannig að þið getið skoðað e-ð af dvöl þeirra hér hjá okkur. Vínarborg var skoðuð nokkuð náið og þau fóru líka eina nótt til Bratislava og til Búddapest. Eitt kvöldið eldaði Krissi besta mat sem ég hef smakkað lengi, andarbringur með villibráðarsósu og geðveikt kartöflugratín ... vá hvað það var gott. Hann kenndi mér að elda bringurnar svo að nú er bara að fara að prófa þetta.
Nú bíð ég bara eftir að fá að vita hvort að Sara systir komi og svo kemur mamma til mín um miðjan okt. Maður þakkar fyrir það að vera svona hress og ekkert að bjaga mann.

Við Steini erum svo að fara í tjaldútilegu á morgun eftir að við höfum hitt Eriku. Við ætlum til Tulln sem er ekki langt hérna frá. Bara aðeins að fá smá útilegufíling, sem er alveg nauðsynlegur partur af mínu lífi ... það glóir sko skátablóð í minni. Tulln er víst mesti blómabær Austurríkis og liggur við Donau, þannig að það verður líka margt að skoða. Ég er búin að ná mér í einnota grill svo það verður grillað.

Í gær fórum við í þrívíddarsónar en litli kúturinn lá bæði með andlitið við fylgjuna og var svo með hendina fyrir andlitinu allan tímann ... kannski að senda okkur einhverjar meiningar um að vera ekki að skoða hann svona náið strax eða þá að hann vildi bíða með þetta þar sem pabbi hans kom of seint og missti af þessu. En við eigum að koma aftur eftir viku og vonumst til að hann verði í betri stellingu. Það er bara svo meiriháttar að fara í sónar, fáum þetta allt á videoi en það er bara verst að vera ekki með videotæki til að geta skoðað þetta. Við setjum inn myndir af prinsinum um leið og við komumst í videotæki.

laugardagur, ágúst 14, 2004

Ég veit ekki með ykkur ... en ég er með gesti
Þannig að það er svakalega lítill tími til að láta sér leiðast og hvað þá að blogga.
Höfum haft það konunglega gaman og erum meðal annars búin að vera eina nótt í ítölsku Ölpunum. Segi ykkur allt betur seinna ... erum að fara út í sólina

Ykkar Helga og bumban sem stækkar dag frá degi og verður orðin 29 vikna á morgun