Frettir fra Vinarborg

Her verda sagdar frettir af lifinu

fimmtudagur, september 30, 2004

Komið öll heil og sæl
Í gær fór ég með Söru úr vinnunni, til Ungverjalands og létt plokka mig og lita fyrir minna en 400 ísl. krónur. Við förum aftur á þriðjudaginn næsta og þá verður andltið tekið í geng og allt vaxað hátt og lágt. Algjör snilld að fá þetta fyrir svona lítin pening og það eru bara ca. 50 km þangað.
Smábærinn sem heitirMosonmagyaróvár lifir á austurrísku fólk sem kemur þangað í nudd, klippingu, til tannlæknis og fleira í þeim dúr. Það er hægt að versla alveg mjög svo ódýrt þarna en Sara er alltaf svo stressuð að það er yfirleitt ekki hægt að skoða neitt.
Annars er bara fínt að frétta og allir hressir og kátir. Steini er búin að vera að vinna vinnu nr. 2 undanfarna 2 daga svo ég hef lítið séð hann, en hann er í fríi um helgina. Kara og Póka eru svo miklar svefnpurkur að það hálfa væri nóg, en svo taka þær alltaf leikrispu á kvöldin og þá er sko stuð í kotinu. Ég er að lesa DaVinci lykilinn og hún er alveg asskoti spennandi. Ég er búin að vera að þvo og strauja taubleyjur og ponsurúmföt og pakka inn í plast og setja í nýju kommóðuna. Gott að vera búin að þessu áður en Eva og mamma koma. Var líka rosalega dugleg í morgun og fór í síðustu blóðprufuna og var mætt í KIKA að skoða barnabílstóla kl 9:30 ;o) Ætlum sennilega að kaupa einn af þessum Maxi-cosi, þeir eru ágætir og á viðráðanlegu verði. Annars á ég eftir að spyrja Söru systir hvort hún eigi enn sinn stól þar sem við munum ekki nota þetta mikið sjálf ekki á bíl.
Keisuke er að koma í kaffi í fyrramálið. Hann lennti í Vín áðan og verður fram á sunnudag, gott að fá verkefni í Vín og geta kíkt hingað annað slagið. Alltaf gaman að fá hann í heimsókn.
Jæja best að vaska loks upp eftir matinn. Við stelpurnar á heimilinu borðuðum fisk með soðnum kartöflum og spínatsósu ... ég var samt sú eina sem borðaði ekki bara fiskinn.

laugardagur, september 25, 2004

Föstudagskvöld í IKEA
Jæja þá er bara komin enn ein helgin. Mér finnst alltaf vera helgi, hvernig sem á því stendur. Steini er bara búin að vera að vinna og vinna og vinna. Nanna og stelpurnar komu í heimsókn til mín í gær og ég skellti í eina skúffuköku, fann þessa fínu uppskrift á eldhus.is og mæli alveg með henni og ískaldri mjólk.
Algjör snilld að IKEA skuli hafa opið til 21 á föstudagskvöldum. Hvar væri fátæka fólkið og námsmennirnir án þess? Við fengum bílinn hjá Nönnu og ætluðum að versla rúm og kommóðu en svo komst bara rúmið ekki í bílinn. Sem betur fer á ég séðann mann sem skokkaðu út til að mæla fyrir þessu. Ég sem var alveg viss um að þetta kæmist í bílinn. En þar sem að dýnan í rúmið var heldur ekki til þá verðum við hvort sem er að fara aftur þangað á næstunni. Það er alveg ótrúlegt hvað maður verður þreyttur eftir að hafa þrætt alla ganga búðarinnar, það er bara eins og sænski stórrisinn sjúgi úr manni alla orku. En nú erum við amk. komin með kommóðu undir litlu sætu fötin.
Jæja best að gera e-ð áður en Erika verður sótt.
Á morgun eru ekki nema 4 vikur í áætlaðan fæðingardag prinsins, 17 dagar í að Eva komi og 26 dagar í að mamma komi og .....

Afmæliskveðjur:
Eydís Elva vinkona átti afmæli í gær og vona ég að hún hafi notið dagsins !!
Hanna amma í Bankó á afmæli í dag og ég veit að hún nýtur dagsins. Ykkur báðum sendi ég kossa og knúsa sem verða að alvöru í des. þegar að ég kem heim og knúsa ykkur í kaf.

Óska ykkur öllum góðrar helgar, eða það sem er eftir af henni

Helga og Bumbusnúður (sem verður sendur á kick-box námskeið eins fljótt og auðið er)

föstudagur, september 24, 2004

Úrval Útsýn er líka að fljúga beint hingað 25.11.2004 - 29.11.2004
Afhverju hélt ég að þessi ferðaskrifstofa væri ekki til ???
Afhverju er aldrei beint flug þegar að ég er að fljúga heim eða að koma hingað??


fimmtudagur, september 23, 2004

Glæsileg helgarferð til Vinarborgar 19. nóvember frá 29.990.-
Bara að láta ykkur vita. Ekki það að ég muni hafa mikin tíma til að sinna ykkur akkúrat þarna ;o) en það er alltaf gaman að fá fólk í heimsókn og ekki á hverjum degi sem er flogið beint hingað.

Eva vinkona kemur til mín í 13. okt og mamma kemur ca 24. okt. Svo kemur Stefán þegar að ég er búin að eiga. Það er sko eins gott að krói fari ekkert að hraða sér í heiminn. Hann bara verður að bíða eftir ömmu sinni, annars veit ég ekki hvað ég geri.

Steini er að vinna ansi mikið þessa dagana, ansi mikil tarnarvinna hjá honum. Hann fór að vinna kl 9 í morgun og verður e-ð fram á nótt. Svo verður hann sóttur kl 7:30 í fyrramálið og er að vinna alla helgina. Svona er að vera að vinna fyrir ítalskan mafíósa og að vera að vinna í veisluþjónustunni. En það er ekki laust við að við þurfum á þessum peningum að halda svo að það er bara best að halda sér saman. Vildi óska þess að ég væri líka að vinna, en ég er enn á fullum launum. Það er ekki auðvellt að vera svona lengi að gera ekki neitt, það á ekki alveg við mig. Verður munur þegar að ég hef lítinn snúð til að hugsa um.

Jæja það styttist í Króann

Nú er manni farið að langa að hitta litla Króann sem kúrir inn í mér. Það er orðið ansi þröngt þarna inn í litlu bumbunni minni og ansi mikið verið að reyna að hreyfa sig. Stundum held ég virkilega að hann sé að reyna að komast út um hliðina á bumbunni. Þegar að ég legst á aðra hvora hliðina þá fer hann að spyrna í dýnuna og það er bara ekkert rosalega þægilegt. Þetta er svo merkilegt að vera með lítið kríli að vaxa og dafna inn í sér. Alveg ótrúlegt hvað þetta er allt fullkomið. Líkaminn er að framleiða meistaraverk og hver segir honum til?
Við fengum harðfisk og ullarboli á litla sent frá mömmu í gær. Þannig að það var bara lesinn sunnudagsmogginn (sem við fáum á miðvikudögum) og smjattað á ansi góðum fisk frá Verstfirzka. Kettirnir urðu alveg bilaðir og við urðum að deila aðeins með okkur.
Við fórum að kíkja á barnavagna í gær og konan í búðinni hélt ansi góða og langa söluræðu yfir þessum kerruvagni (sjá video). Það eru rosalega margir með hann hérna í borginni enda mjög sniðugur. Steini vill kaupa hann, en ég er ekki alveg viss. Ætla að leita meriri upplýsinga og svona um hann og aðra vagna. Það besta við hann er að hann er rosalega léttur og kemst vel í öll samgöngutæki borgarinnar og það er mjög auðvelt að stýra honum. En þetta er rosalegur frumskógur og ég ætla að halda áfram að skoða. Komið endilega með komment, þið sem hafið e-ð vit á kerruvögnum ;o) Vá nú er ég svakalega svöng og verð að fá mér e-ð að snæða. Er farin að vakna á nóttunni við garnagaul og verð alltaf að fá mér að borða ...

Nokkrar stelpur sem ég þekki eru að fara að eiga á næstu dögum og ég bíð spennt frétta. Gangi ykkur vel Carmen, Vala og Kata !!!

föstudagur, september 17, 2004

Bratislava it was
Í dag skrapp ég til Bratislava með Lidiu vinkonu minni. Við lögðum af stað um 8 leitið í morgun með lest. Skoppuðum út úr lestinni og beint í strætó í gamla bæinn. Þar skoðuðum við allt það merkilegasta þangað til að við fengum okkur að borða og drekka á fínasta veitingastað fyrir 4€ sem er bara fyndið. Eftir matinn var meira skoðað, labbað upp að kastalanum og svo röllt í nýja bæjin. Þar ætluðum við að kíkka í búðir en omg... það var ekki margt fallegt að sjá þar. Á endanum var þreyta mín farin að segja til sín og við ákváðum að halda heim á leið. Vorum svo komnar til Vínar um 20:30 og heima svaf litli Steininn minn þar sem hann hafði verið að vinna 28 tíma með einni klst. pásu sem hann náði að sofa í.
Jæja nú ætla ég að halda áfram að hvíla svakalega lúin bein og þreyttar lappir
Góða helgi !!

laugardagur, september 11, 2004

Það er bara farið að kólna í Vínarborg ;o)

Ég veit að ég á eftir að sakna hitans eftir smá tíma, en ég ætla að njóta þess núna að sé orðið svalara .... Núna er um 18° hiti og maður á ekki alveg að venjast þessu. Ég vaknaði í morgun, fór í fóðraða inniskó, flíspeysu og setti á mig hárband. Rosalega gaman að geta farið að klæða sig í hlýrri föt. Við erum að fara að sækja Eriku eftir 30 mín. Allir bara svaka hressir, sérstaklega kisulórurnar okkar sem eru svo svakalega háðar okkur. Svo er alltaf verið að tala um að kettir séu svo sjálfstæðir ... ekki okkar sem elta okkur um alla íbúð og liggja bara þar sem við erum. Póka liggur t.d núna í blaðaskúffu á skrifborðinu hjá mér. Ekki eins og hún hafi ekki nóg af mjúkum stöðum til að liggja á og heilt kattarrúm.
Bumbubúínn minn litli virðist vera mjög hress og á það til að hreyfa sig ansi mikið. Stundum kemur bara hendi eða hné ... já eða bara einhverjir líkamspartar út úr bumbunni, það er frekar fyndið, en ekkert alltaf rosalega gott. Hann á það líka til að sparka í stóru rifbeinin mín og þá bregður mér. En á meðan að allt gengur svona þrusu vel eru allir himnaglaðir.
Eva vinkona ætlar að koma í okt að heimsækja mig. Það verður alveg meiriháttar að fá hana. Það er ekki eins og ég hafi ekki allann heimsins tíma til að sinna gestunum mínum, þetta er alveg meiriháttar. Svo ætlar Lidia og kærastinn hennar að koma til Íslands að heimsækja okkur í byrjun janúar og Keisuke er mikið að spá í að koma líka.
Ég hef ákveðið að taka mér ársfrí frá þroskaþjálfanáminu, eða eiginlega neyddist ég til þess þar sem ég gat ekki tekið nema þrjá 5 eininga áfanga (alla verklega sem verður að vera heima á Ísl.) og þeir voru allir á vorönn. Mér fannst fáránlegt að vera að borga skólagjöldin fyrir ekki neitt. Þannig að ég nenni ekki að hætt að læra og ætla að fara að læra þýsku. Bara spurning hvar og hvernig ég geri það. Spurning um að taka þýsku í fjarnámi frá VMA, eða þá að fara í háskólann hérna. Synd að vera hérna úti og læra ekki málfræðina betur og að skrifa réttara.
Jæja eigiði öll góða helgi og verið góð við hvort annað!!!

miðvikudagur, september 08, 2004

Við munum koma heim þann 13. des kl 14:05 !!! Já loksins komum við heim. Það er ekki hægt að koma bara heim einu sinni á ári. ég er alveg búin að sjá það. Maður er farin að sakan klakans ansi mikið og allra þar. En þetta verður sem betur fer langt stopp í þetta skiptið.

Jæja nú er veðrið aðeins farið að kólna. Í gær var ég í sundi með Nönnu og það var bara heitt en æðislegt að svamla um í kaldri lauginni. En í dag eru e-ð um 15° og sól.
Steini er að þenja raddböndin, gesturinn var að fara út og hvað er ég að fara að gera? Spurning um að baka eða elda e-ð svaðalega gott í kvöld. Eru einhverjar hugmyndir?

föstudagur, september 03, 2004

Jæja gott fólk ég er að dútla mér við að gera heimasíðu á Barnalandi, svona til að vera mamma með mömmum ... mjög þægilegt kerfi og nánast allt tilbúið fyrir mann. Þarf samt að læra hvernig á að setja inn eigin bakgrunn og svona.
Ég set inn fréttir af snáðanum þar og hef mitt bull hérna. En nú er ég búin að sitja allt of lengi fyrir framan tölvuna og best að fara að gera e-ð. Ég melda mig um helgina
Chao