Komið öll heil og sæl
Í gær fór ég með Söru úr vinnunni, til Ungverjalands og létt plokka mig og lita fyrir minna en 400 ísl. krónur. Við förum aftur á þriðjudaginn næsta og þá verður andltið tekið í geng og allt vaxað hátt og lágt. Algjör snilld að fá þetta fyrir svona lítin pening og það eru bara ca. 50 km þangað.
Smábærinn sem heitirMosonmagyaróvár lifir á austurrísku fólk sem kemur þangað í nudd, klippingu, til tannlæknis og fleira í þeim dúr. Það er hægt að versla alveg mjög svo ódýrt þarna en Sara er alltaf svo stressuð að það er yfirleitt ekki hægt að skoða neitt.
Annars er bara fínt að frétta og allir hressir og kátir. Steini er búin að vera að vinna vinnu nr. 2 undanfarna 2 daga svo ég hef lítið séð hann, en hann er í fríi um helgina. Kara og Póka eru svo miklar svefnpurkur að það hálfa væri nóg, en svo taka þær alltaf leikrispu á kvöldin og þá er sko stuð í kotinu. Ég er að lesa DaVinci lykilinn og hún er alveg asskoti spennandi. Ég er búin að vera að þvo og strauja taubleyjur og ponsurúmföt og pakka inn í plast og setja í nýju kommóðuna. Gott að vera búin að þessu áður en Eva og mamma koma. Var líka rosalega dugleg í morgun og fór í síðustu blóðprufuna og var mætt í KIKA að skoða barnabílstóla kl 9:30 ;o) Ætlum sennilega að kaupa einn af þessum Maxi-cosi, þeir eru ágætir og á viðráðanlegu verði. Annars á ég eftir að spyrja Söru systir hvort hún eigi enn sinn stól þar sem við munum ekki nota þetta mikið sjálf ekki á bíl.
Keisuke er að koma í kaffi í fyrramálið. Hann lennti í Vín áðan og verður fram á sunnudag, gott að fá verkefni í Vín og geta kíkt hingað annað slagið. Alltaf gaman að fá hann í heimsókn.
Jæja best að vaska loks upp eftir matinn. Við stelpurnar á heimilinu borðuðum fisk með soðnum kartöflum og spínatsósu ... ég var samt sú eina sem borðaði ekki bara fiskinn.