Frettir fra Vinarborg

Her verda sagdar frettir af lifinu

miðvikudagur, október 20, 2004

Sjómannsfrú eldar fyrir heilan her en er bara ein til snæðings
Já ég tók mig til og eldaði þessa fínu gulrótarsósu með heilhveitipasta. Steini er að vinna eins og undanfarin kvöld þannig að þetta var ansi mikið en ég ætla að frysta þetta sem lasagnerétt. Mæli með að þið prófið þetta, er alveg svakalega gott. Nanna lánaði mér Gestgjafarblað - græna blaðið og það er fullt af girnilegum uppskriftum. Mun birta uppskriftirnar sem ég prófa næstu daga ;o) ... látum okkur amk. sjá
Ég mæli með að fólk noti einhverskona matvinnsluvélar við að rífa gulræturnar því það tók mig langan tíma með litla rifjárninu mínu og svo saxaði ég líka smá af puttanum á mér

Gulrótasósa með pasta

Fyrir 4 (þá er verið að tala um helming sósunnar)

Helmingurinn af sósunni er hellt yfir soðið spaghetti, hinn helmingurinner settur í ofnfast mót með lasagne plötum á milli, pakkað og fryst .

 • 3 stórir laukar saxaðir
 • klipa af smjöri eða smjörlíki til steikingar
 • 2 dósir (400g) af niðursoðnum, skornum tómötum
 • 1 kg grófrifnar gulrætur
 • 2 grænmetisteningar
 • 3 msk. tómatmauk (purée)
 • 2 tsk oregano
 • 2-4 dl vatn
 • 1 dós af sýrðum rjóma (200g)
 • salt eða jurtasalt
 • fersk steinselja

Steikið laukinn í svolitlu smjöri í stórum potti (þetta verður mikið magn !!).
Bætið tómötunum, gulrótunum, teningunum, tómatmaukinu og oreganoinu saman við.
Hellið vatninu út í. Sjóðið undir loki í u.þ.b 30 mín.
Hrærið sýrða rjómanum saman við og bragðbætið með salti eða jurtarsalti. Berið sósuna fram með miklu af saxaðri steinselju, ásamt nýrifnum osti og setjið piparkvörn á borðið

Njótið vel !!!

Jæja þá er Eva vinkona búin að vera hjá mér í 4 nætur og var alveg meiriháttar að fá hana. Við vorum mjög menningarlegar, fórum á 3 söfn og fullt af búðum og svona. Við kíktum líka e-ð á kaffihúsin og þá aðalega Starbucks og rifjuðum upp gamla og góða tíma og ræddum uppeldismálin. Við sáum Rubens í Albertina safninu og Steini og Eva náðu að hlaupa í gegnum Michelangelo á meðan að ég skaust á pisseríið. Við vorum ekki alveg nógu tímanlega og það var lokað á mínútunni og öllum hent út. Einnig fórum við á hönnunarsýningu í MAK
og ég held að við Eva höfum báðar verið mun hrifnari af búðinni sem er í safninu heldur en safninu sjálfu. Í búðinni var hægt að kaupa ansi mikið af flottri hönnun. Bæði einstökum hlutum og fjöldaframleiddri hönnun. Ég á sko eftir að fara aftur þangað.
Svo kíktum við á Schiele í Leopold safninu Við fengum okkur svona Audioguide þar sem maður stimplaði inn númer sem stóð við myndirnar og heyrði þá bæði um myndirnar og lífshlaup listamannana í leiðinni. Mjög gaman að hlusta á þetta á meðan að maður var að skoða myndirnar og geta tengt það sem þeir voru að mála við það sem var að gerast í þeirra lífi og þeirra samtíma. Ég hljóp á milli bekkja og naut listarinnar úr fjarlægð. Þegar að við fórum í Albertina var ég virkilega að spá í að fá mér hjólastól. Á laugardeginum fórum við ásamt Evu náttla út að borða á kínverskum/japönskum veitingastað sem var bara alveg ágætis matur á miðað við verðið. Svo á eftir fórum við og hittum íslendingana Jón, Jón B, Valda, Örk og Steina. Tók nokkrar myndir og af Evuferð sem ég set inn í albúmið góða

Það sem snýr að lita bumbubúanum mínum má lesa um á barnalandssíðunni hans
og þar er líka ný þrívíddarandlitsmynd af prinsinum
Í dag fór ég með Nönnu í Caritas sem er svona hjálparstofnun sem selur dót sem fólk gefur þeim. Ég verslaði nú bara eitt stykki mjög fínan sófa (rauðköflóttann) og eina hillu (bláa) inn í stofuna, það er alveg kominn tími til að fylla aðeins upp í dansplássið og láta gott af sér leiða í leiðinni. Mublurnar fæ ég sendar heim á fimmtudaginn og hlakka mikið til að fara að þrífa sófann og breyta til í stofugeyminum.
Það eru ekki nema 5 dagar í að mamma komi, tíminn flýgur hratt þessa dagana ... húff og ég get ekki beðið

þriðjudagur, október 12, 2004

Íbúð í Vínarborg um jólin ... með tveimur sætum kisum til að passa ;o)
Ef þessi auglýsing heillar þig þá bara hafa samband við okkur.

Vá ég bara trúi þessu ekki. Það eru 19 dagar í áætlaðan fæðingardag og Eva Björk er að koma á morgun. Ég er búin að leggja inn smá óskalista sem inniheldur piparost, ostapopp, grænan ópal og fl.
Íbúðin er í hálfgerðu rústi þar sem karlpeningurinn er að mála. Hann byrjaði að mála með Jóni á sunnudaginn og á meðan var ég send í pössun til Nönnu. Svo í gær ætlaði ég nú bara að hjálpa honum og í miðjum klíðum skríðandi á gólfinu fékk ég þessa svakalegu verki að ég hélt að ég væri bara farin af stað. En eftir að hafa lagt mig í smá tíma þá batnaði þetta.
Málningin kláraðist svo og við fórum að kaupa meira áðan. En eins og glöggir vita þá erum við ekki á bíl og þurftum að fara með 35 kg að málningu í strætó og neðanjarðarlest. En við erum víkingar miklir og auðvitað var ekkert mál að koma þessu heim. Steini bar 28 kg og ég 7 ;o)

Við áttum að fara í síðasta sónarinn í dag, svo þegar að ég hringdi hálftíma áður en við áttum að mæta hafði læknaritarinn verið að reyna að ná í mig til að segja mér að hann væri ekki við í dag og þessa viku. Þannig að síðasti sónar frestast fram á mánudag.

Sara var að hringja og hún er bara að koma, við eigum bara eftir að panta farið. Það verður sko ekki leiðinlegt að eiga smá tíma saman við mæðgurnar, nokkur ár síðan að það gerðist.
Jæja nú ætla ég að reyna að hjálpa e-ð til þar sem maðurinn er byrjaður að ráðast aftur á veggina. Ég get amk. stutt hann og gert litlu léttu verkin.

föstudagur, október 08, 2004

Jæja það er langt síðan að ég lét í mér heyra. Ég er búin að fara aftur til Ungverjalands. Ég fór í andlitshreynsun og vax og svo lét ég skipta um rennilás í Ajungilak svefnpokanum sem Nanna lánaði mér. Það kostaði um 1000 krónur með rennilásnum og allri vinnunni og þær gerðu þetta fyrir mig á meðan að ég var á snyrtistofunni. Það kostar 200 krónur að láta stytta buxur þarna.

Auðvitað er búið að gerast fullt, en spurning hvort ég muni það enn. Steini átti afmæli á miðvikudaginn. Ég vaknaði um nóttina, já eins og allar nætur og batt afmælisgjöfina hans á útidyrahurðina. Hann var bara að vinna frá 6:30-09 þannig að við höfðum loksins daginn fyrir okkur. Við fórum í H&M og fötuðum strákinn upp og ekki veitti af því. Síðan sátum við úti á kaffihúsi í 25° hiti og nutum þess svoooo. Seinnipartinn bakaði Steini frábærta Gulrótartertu og ég gerði heitan aspasrétt. Jón og Gilli komu og við héldum litla afmælisveislu.

Harpa sæta átti afmæli þann 2. okt og hún ætlar að klippa okkur fyrir jólin. Enda engin sem kann að klippa hárið mitt eins vel og hún.
Litli sæti snúðurinn hann Kormákur átti líka afmæli 3. okt og nú eru ekki nema 5 dagar í að Mamma hans komi til mín og vá hvað ég hlakka til.

Á föstudagskvöldið síðasta fórum við á bjórkvöld íslendingafélagsins. Það var bara nokkuð góð mæting og ágætis stuð. Fullt af nýju fólki komið hingað að læra. Við litla fjölskyldan yfirgáfum stuðið um 1:30 enda mín orðin ansi þreytt, heitt og bjúguð á puttum. Ég skil ekki alveg þessa bjúgmyndun þegar að mér er rosalega heitt. Ég lennti líka í þessu í gær þegar að ég fór í risa barnabúð að skoða bílstóla, eftir dágóða stund var ég komin með svo mikin bjúg í puttana og svo heitt að mig verkjaði og ég bara varð að fara út. En maður á ekki að vera að kvarta yfir svona smámunum komin svona langt á leið, margar sem eru bara rúmfastar og það myndi gera mig alveg gal.
Á sunnudaginn komu Jón, Nanna, Kristján, Hrabba og Móa í eplaköku og sænska vanillusósu frá IKEA ;o)

Úff mér er alltaf svo heitt. Við erum ekki enn farin að kinda íbúðina og ég er bara á boxerum og nærbol þegar að ég er heima. Þegar að ég fer út fer ég eins fáklædd og mögulegt er en langar helst að vera bara ber, það væri sjón að sjá eina bera bumbulínu vagga um götur vínarborgar.
Við ætlum að mála íbúðina en þar sem Steini er aldrei heima verður e-ð minna úr því. En það verður bara að gerast því mér finnst veggirnir svo skítugir að það truflar mig rosalega. Hann verður að vinna frameftir í nótt og svo er hann vonandi í fríi um helgina. Þá kannski ráðumst við í málningarvinnu. Jón ætlar að hjálpa okkur þannig að þetta verður ekki lengi gert.

Jæja best að fara að lesa aðeins, gengur ekki að sitja svona lengi í sömu stellingunni