Frettir fra Vinarborg

Her verda sagdar frettir af lifinu

þriðjudagur, nóvember 16, 2004

Nei komið þið öll sæl og blessuð, eruð þið enn þarna??
Ég er ekkert hætt að blogga ég er bara búin að vera svo svakalega upptekin af því að vera mamma. Eins og þið sjáið á síðu sonar míns Gunnar Áka þá snýst líf mitt algjörlega um hann. Hann fæddist á 39. viku og ég ætlaði að gera allt í vikunni sem ég hélt að væri í hann. Þannig að mamma og Steini gerðu allt klárt áður en ég kom heim. Hann er ofsalega góður þegar að hann er saddur, en lætur sko í sér heyra ef hann vill fá að drekka. Hann hefur bara tvisvar gubbað þannig að ég er mjög sátt. Hann skilar miklu í bleyjuna þannig að hann hlýtur að vera að braggast mjög vel á mjólkinni sem ég hamast við að framleiða með tilheyrandi látum.
Nú dagurinn fer í það að gefa syninum móðurmjólkina, dást að honum og gera allt það sem snýr að umönnun ungabarna. Svo þegar að hann sefur notar maður tímann í að þvo þvotta, vaska upp, ryksuga og að reyna að halda öllu hreynu. Þannig að ég er alveg orðin húsmóðir dauðans. Ég er búin að prófa fleiri góða rétti sem ég mun setja inn uppskriftir af hérna á síðuna. Mér finnst ansi gaman að fá gesti þar sem að ég kemst lítið sem ekkert út. Ég var að vonast til að fá meira sjónmynni við fæðinguna en það gerist víst ekki og ég er enn jafn hræðilega léleg í stafsetningu. Mamma og Steini verða bara að halda áfram að skammast sín fyrir mig. En mér líður alveg vel þrátt fyrir þennan fæðingargalla. Auðvitað ekkert til að vera stolltur af þegar að maður er kennari en ekki eins og ég ætli að kenna börnum að skrifa rétt, hinir geta séð um það ,,, he he he.

Svo er það nýjasta nýtt að við erum að plana að flytja til Svíþjóðar, nánar tiltekið til Malmö. Þá er sko mikið styttra að komast heim og fyrir fólk að koma til okkar. Við erum að skoða þetta allt núna og erum bæði að sækja um skóla. Ég ætla annaðhvort að reyna að klára þroskaþjálfanámið eða þá að fara í sérkennarann. Verður spennandi að sjá hvernig það fer. Svo er ég orðin ansi spennt að koma heim, það eru 26 dagar í það. Tíminn líður nokkuð hratt og ég er svei mér þá bara að komast í jólaskap. Alltaf þegar að það kemur jólaauglýsing í sjónvarpinu iða ég öll í skinninu og fer að syngja með, ég verð sennilega búin að hengja upp stjörnuseríuna mína á morgun. Já það er sko margt að hlakka til og njóta þessa dagana.

Jæja Helga er komin aftur í bloggstuð þannig að þið getið farið að venja komu ykkar aftur hingað :o) Drengurinn sefur vært og pabbinn líka þannig að ég ætla að læðast í langa sturtu og maka á mig vanilluilmi (þökk sé Þóru og Örvari) og setja á mig góða andlitskremið (takk Rakel sys !!!)
Já takk fyrir gjafirnar sem sonur minn hefur fengið og takk fyrir mig líka !!!