Frettir fra Vinarborg

Her verda sagdar frettir af lifinu

þriðjudagur, febrúar 08, 2005

Það er ekki eitt, það er allt! Helga ANSI dugleg að ná sér í allar pestar þessa dagana

Jæja nú er ég bara að fljúg aftur til Íslands á morgun. Ég var kannski ekki alveg að fatta fréttirnar frá lækni mínum og ekki að gera mér grein fyrir því sem þarf að gera. Mamma og Hólmfíður fósturmamma mín náðu mjög fljótlega að sannfæra mig um að koma og láta gera þetta heima enda ekki vit í öðru. Það þarf að taka alla vafasama bletti og rannsaka og svo þurfa lýtalæknar að skera í kringum þessa tvo sem ég er með. Ég held að ég taki þessu mun betur en margir í fjölskyldunni og ég hef þurft að hugga nokkur símtölin, þá sérstaklega hana systur mína hana Söru. Það er sko gott að eiga góða að þegar að e-ð bjátar á.

Við mæðgin fljúgum héðan til Köben kl 15 á morgun og lendum í Keflavík um 23 leitið. Þannig að við verðum aftur án Steina eftir að hafa verið með/hjá honum í heila viku. En sem betur fer er ekki mikið mál að fljúga með Gunnar Áka og við þurfum ekki að bíða lengi. Það eina sem ég hef áhyggjur af er að vera enn með magapestina á morgun (sjá neðar). Ég er mjög ánægð með aðstöðuna á Kastrupflugvelli. Þar eru þægileg skiptiborð, hægt að hita pela og hægt að setjast í sófa til að gefa barninu. Síðast svaf hann ekki dúr fyrir flugið og Hólmfríður var með hann á meðan að ég reyndi að ná smá dúr rétt fyrir flugið. Hólmfríður meira að segja hjálpaði okkur að fara í sturtu um 5 leitið og það virkaði ekki heldur til að svæfa hann, þannig að honum var gefinn stíll sem snarvirkaði. Hann vaknaði svo ekki fyrr en í Kaupmannahöfn þar sem ég tók af honum bleyjuna og leyfði honum að strippast aðeins sem honum finnst ansi mikið stuð. Svo gaf ég honum annan stíl, skellti stólnum á farangurskerru og skokkaði með hann um flugstöðina þar til hann sofnaði aftur. Hann vaknaði svo ekki fyrr en á flugvellinum í Vín. Ég held að ég hafi aldrei dottað svona mikið í tveimur flugum. Flugþjónarnir í SAS fluginu áttu ekki til orð yfir því að ekkert hefði heyrst í barninu, enda vissu þau ekki að barnið hafi ekki sofnaði einn dúr nóttina áður ;o)
Ég var með ANSI mikin farangur eins og gefur að skilja (með barn og jólagjafir handa tveimur). Í farangursheimtunni tók ég allt draslið mitt af bandinu og svo var spurning hvernig ég ætti að koma þessu, og finna barnavagninn sem var einhverstaðar annarsstðar, þar sem ég var ekki með evrur til að setja í farangurskerru. Það kom karl til mín og sagðist vera "burðarmaður" og spyr hvort hann ætti ekki að hjálpa mér. Ég hef ferðast mikið um Evrópu og veit alveg hvernig þessir gaurar eru, maður hefur lennt í þeim slæmum, þannig að ég hélt nú ekki. Hann fór ekki langt frá mér og beið efir að ég myndi kalla á sig. Svo kom voða næs strákur til mín merktur Austrian Airlines og spurði hvort að hann gæti aðstoðað mig, ég sagði honum að mig vantaði barnavagninn minn og sá fór bara fyrir mig að sækja hann því ég gat ekkert farið með Gunnar Áka og ALLT draslið. Gunnar Áki var vaknaður og gargaði úr hungri, strákurinn kom með vagninn og það var engin leið fyrir mig að hreyfa mig úr stað. Þá veifaði ég til burðarmannsins sem brosti sigurbrosi til mín og ég spurði hann hvað það myndi kosta að fara með töskurnar fram til mannsins míns hann bauð mér það á 5€ og ég sagðist verða að þyggja það og maðurinn minn frammi myndi borga. Ég kem fram og með Gunnar Áka og burðarmannin með troðna kerru af dóti og segi Steina að hann verði að borga manninum 5€ og auðvitað er Steini ekki með pening. Þannig að ég varð að labba um með karlinum á meðan að Steini fór í banka, ég ákvað að segja manninum að fara bara með okkur alla leið að leigubíl sem hann gerði og fékk svo loksins peninginn ... þannig að þetta var bara nokkuð góður díll eftir allt þó svo ég hafi þurft að láta í minni pokann.
Þegar að við loksins komum heim var ég mjög slöpp og fór bara undir teppi upp í sófa og sofnaði fljótlega. Það var ansi gott að koma heim í sitt eigið en kisurnar voru lengi að taka mig í sátt.

Á sunnudagskvöldið vorum við í kaffiboði hjá Lidiu og David sem endaði með að við pöntuðum pizzu og komum ekki heim fyrr en seint og um síðir. Ég hef sennilega náð mér í magapestina sem þau bæði höfðu verið með því í nótt var ég með svakalega magapínu og sat á settinu langt frameftir nóttu. Svo í dag er ég búin að vera algjör drulla og "svaf" til 16:30, sem betur fer er Steini ekki farinn að vinna þar sem ég var ófær um að gera allt. Núna er ég að fá matarlystina og er búin að torga smjördeigsinnbökuðum laxi og smá grænmeti þannig að ég verð vonandi orðin hress á morgun. Ég hef aldrei verið svona oft og mikið lasin eins og undanfarna 2 mánuði, veit ekki hvað er að gerast með mig.

Jæja best að halda áfram að pakka, ætla bara að vera með mjög lítinn farangur sem verður mjög erfitt. En þar sem ég get fengið allt barnadót hjá Hólmfríði og Rakel verður þetta auðveldara en síðast þar sem ég þurfi að burðast með allt frá sæng .... til samfellna :o)

Ég læt frá mér heyra á Íslandi
Helga pestsuga

föstudagur, febrúar 04, 2005

Passið ykkur á sólinni og ljósabekkjum !!!

Jæja komið sæl, síðan síðast þá er ég búin að fara til Íslands og komin aftur til Vínar, en ætla nú ekkert að afsaka bloggléti í þetta skiptið. Heima átti ég alveg meiriháttar stundir. Ég hitti þó færri en ég ætlaði mér og eyddi minni tíma með mörgum en ég hefði viljað. En svona er að vera komin með lítið yndi og maður orðin mjög heimakær. En þann tíma sem ég var í Reykjavík var ég á þönum allan tímann. En ég fór samt í mörg matarboð og veislur og borðaði ansi góðan mat. Mamma bjargaði mér frá því að bæta öllu á mig og dró mig með sér upp á Bjarg og var einkaþjálfarinn minn og amma í leiðinni.

Ég var mestan tímann á Akureyri þar sem ég greindist með lungnabólgu og astma í kjölfarið og Gunnar Áki með bakflæði. Við þurftu bæði lyf, læknahittinga og ég 2var á slysó og svo var ég með mjaltarvél á leigu hjá apótekinu frá því að ég veiktist þannig að það fór dágóð summa í heilbrigðiskerfið. En ég hef fengið lækningu meina minna og Gunnar Áki er góður á lyfjunum. Hann ákvað að hætta á brjósti mér til mikils ama, en hann fær þó mjólkina úr mér á pela. Það er mjög mikið vesen en ég ætla að halda áfram eins lengi og ég get. Þannig að ég fer í fjós kvölds og morgna ...örugglega mjög skondið að sjá mig við mjaltir fyrir framan imbann.

Ég fékk heldur óhressilegt símtal frá Íslandi áðan. Það var húðsjúkdómalæknirinn minn sem tók af mér 3 fæðingarbletti rétt áður en ég fór út. Hann sagði mér að 2 þeirra væru sortuæxli (sem eru illkynja æxli sem eiga uppruna sinn í litarfrumum húðarinnar) sem þarf að meðhöndann sem fyrst. En hann tók það þó skýrt fram að þetta væri grunnt og því miklar líkur á að hægt sé að lækna það. Ég vill bara deila þessu með ykkur þar sem þetta er e-ð sem við getum haft áhrif á í mörgum tilfellum. En þó að ég hafi ekki farið eins mikið í ljós og vinkomur mínar, eða legið jafn mikið í sólinni þá eru sumir viðkvæmari fyrir húðkrabbameini en aðrir. Ég t.d sólbrann illa í æsku og getur það haft áhrif á þetta, en maður veit samt ekkert.

Gauja vinkona er farin að blogga og um jólin byrjaði ég að gera heimasíðu fyrir Steinahlíðargengið .. þarf bara að koma mömmu í að halda áfram því þau eiga mikið af myndum og margir sem hafa gaman af að fá að fylgjast með.

Jæja snúður er farinn að kalla á mjólk og Steini að fara út á leigu
Lifið heil og passið ykkur á bílunum