Ég var að hreinsa bloggaralistann minn og það eru ansi fáir eftir og ég meira að segja bætti henni Gauju minni við. Hvað er að verða um bloggheiminn? Látið mig endilega vita ef þið vitið um blogg hjá einhverjum sem ég er ekki með. Maður náttúrulega les fleiri blogg en maður er með skráð hjá sér.
Við mæðgin fórum í smá göngutúr áðan og litli maður bara náði ekki að sofna í kerrunni og varð orðinn ansi pirr. Hann er svo ótrúlegur, hann brosir til allra og nær að bræða alla. Fór í ísbúð áðan og hélt á Gunnari Áka sem brosti sínu breiðasta og konan sagði að ísinn væri ókeypis ef sá litli ætti að fá að borða hann. Hvað með mig? Er ég ekkert heillandi lengur þó ég sé enn með maga sem ég alltaf alveg að fara að vinna í að losa mig við?
Pabbinn á heimilinu er að læra fyrir próf sem er í næstu viku og er núna á djamminu með vinnufélögum þannig að við mægðin erum bara ein í kotinu eins og oft áður. Er að pá hvort maður eigi að bjóða einhverjum í heimsókn eða bara vera löt heima.
Stundum væri ég alveg til í að vera köttur ... einu áhyggjurnar sem maður hefði væru hvort eigandinn gefi manni ekki örugglega að borða og skipti á sandinum fyrir mann, hvort litla skriðdýrið (Gunnar Áki) ná manni nokkuð einhverntímann svo afgangurinn bara leikur einn að leika og slást við systur sína, elta leikfangamýs og betla um nammi. Fyrir þeim er ekki til neitt sem heitir peningar, fjárhagsáhyggjur, skuldir, reikningar eða annað í þeim dúr.
Annars ég farin að plana útilegur í huganum, þarf bara að bíða aðeins þar til það verður orðið hlítt á nótunni líka. Það er alltaf um 20° hiti á daginn.
Sonurinn er sofnaður við að hlusta á Ragnheiði Gröndal ... eftir að við fengum okkur geislaspilara er alltaf verið að hlusta á barnalög og ég syng manna hæst. Greinilegt hver hefur mestu skemmtunina af þessu ;o) ... stundum að spá í því hvað nágrannarnir halda um okkur því það heyrist ansi vel á milli. Þau eru amk. hætt að heilsa mér formlega og segja í stað þess "Servus" og gömlu hjónin með hundinn við hliðina á okkur brosa alltaf sínu breiðasta
Húsvörðurinn (þessi leiðinlega sem ég hef talað um áður) kom i gærkvöldi og sagði "ætlið þið að leggja til pening vegna hans "Jóns"", ég bara hafði ekki grænan grun um hvaða mann hún var að tala um og afhverju aumingjans maðurinn þyrfti pening. Þá sagði hún mér að hann "Jón" á 2hæðinni hefði látist og hún væri að safna pening fyrir kransi ... auðvitað lét ég hana fá smá pening þó svo ég hafi ekki hugmynd um hver þessi maður var, en vona samt að hann njóti þess að fá krans á leiðið sitt.
Við fórum að leiðið hennar Eriku (fatlaða konan sem við vorum með í liðveislu) um daginn, við keyptum voða sæta pottaplöntu og settum hana hjá ... vorum ekki með nein verkfæri til að setja þetta ofan í moldina og kransarnir voru enn fyrir. Ætlum að fara aftur á næstunni og laga þetta. Kirkjugarðurinn (eða "friðarhofið" eins og þýskumælandi þjóðir segja og mér finnst mikið fallegra orð) er alveg svakalega stór og það tók dágóðan tíma og var dágóður spotti að hennar leiði. Sumir legsteinarnir eru mjög tilburðarmiklir og eru eins og listaverk.
Njótið það sem eftir er helgarinnar
Helga Þórey