Frettir fra Vinarborg

Her verda sagdar frettir af lifinu

þriðjudagur, apríl 26, 2005

Jæja þá er enn ein helgin búin og vel það
Við fórum út að borða á laugardagskvöldið til að fagna 3ja ára afmæli okkar Steina og einkasonurinn var auðvitað með en svaf allt af sér ... herlegheitin enduðu í gókart þar sem félagar Steina óku af mikilli innlyfun. Svo á sunnudaginn fór litla fjölskyldan í afmælisveislu til Bobans og dróst það langt fram eftir kvöldi.
Það er verið að opna voða fína verslunarmiðstöð hérna hjá okkur og þar er akkúrat stórmatvörubúðin sem okkur finnst svo gaman að versla í en vegna fjarlægðar höfum við bara farið á föstudögum. Svo er líka risa Esprit búð og raftækjabúðin sem er búið að vanta hérna lengi ;o)

Smá afmæliskveðjur:
Mæja mín til hamingju með daginn í dag og Stebbarnir mínir eiga báðir afmæli á morgun. Nú væri gott að eiga eins og eina flutningsmaskínu sem gæti flutt mann á milli landa á fljótan og einfaldan hátt. Þið 3 fáið amk. kossa og knúsíngar frá mér

fimmtudagur, apríl 21, 2005

Gleðilegt sumarið !!!
Ekki vissi ég að það væri sumardagurinn fyrsti í dag fyrr en Anna Margrét systir óskaði mér til hamingju með sumardaginn, svo sá ég það náttúrulega á foríðu morgunblaðsins að veðrið í dag hefði verið óvenju sumarlegt þennar fyrsta dag sumars.
Það er svo sem ekki mikið að frétta af mér þar sem ég er búin að vera inni 2 daga með músinni minni. Hann er svakalega pirraður og það er ekkert grín að vera með svona pirrað svín. Greyið litla það er e-ð að angra hann sem engin veit hvað er ... nema hann sjáfur. Þar sem ég er búin að halda mikið á litla (stóra) manninum á hægri mjöðm þá er það hnéið farið að gefa sig og þvílíkur sársauki. Fer ekki einu sinni þó ég sé kjurr eða liggji. Þannig að ég er bara draghölt og fín móðir.
Þegar að hann sefur eða getur leikið sér smá á gólfinu þá skunda ég i tölvuna og les mér til í viðskiptaheiminum mínum. Já nú er bara að koma sér af stað, hef alveg ofsalega góða tilfinningu fyrir þessu öllu saman. Svo kíkkar maður auðvitað á blogg og barnasíður líka ;o)
Gauja vinkona er í Brazilíu og vá hvað það er gaman hjá þeim. Var að tala við hana í gær í og hún með WebCam ... maður bara verður að eignast slíkt apparat, sérstaklega fyrir ættingjana svo þeir geti fengið að sjá djásnið live.
Ég var að elda mér kjúklingabita og franskar ... miklu hollara að gera þetta svona sjálfur. Mæli samt ekki með því að setja frönskurnar í sama fat og bitarnir grillast í ... franskarnar verða aðeins of djúsí af safanum sem fer úr kjötinu. Já vissuð þið að það er sprautað saltvatni í bringurnar og við borgum fyrir það eins og það sé kjöt ... alltaf verið að svindla á manni alveg eins og maður borgar fyrir bakkann sem kjötið er á. Já það er alltaf verið að svindla á manni; ég keypti 2 kúrbíta um daginn og leit á kvittunina þegar að ég kom heim og þá hafði ég borgað fyrir 8 sinnum meira magn en ég átti að gera, djö var ég pirruð að hafa ekki séð þetta þegar að ég var í búðinni því það er dáltið leim að koma í búðina og segja ... hey ég keypti bara 2 en ekki 16 kúrbíta. Svo sem ólíklegt að einhver kaupi svona mikið, ætli þeir geri þetta viljandi? Setji hendina á vigtina eða e-ð slíkt. Nú skil ég afhverju Austurríkisbúar standa alltaf fyrir framan kassana og fari yfir miðana ... he he he, þetta verð ég sko að temja mér

Njótið sumarbyjunnar !!!
ykkar einlæg - Helga Þórey

miðvikudagur, apríl 20, 2005

Já það þarf víst að fara yfir peningamálin annað slagið og gera viðeigandi ráðstafanir til að geta borgað allt sem borga þarf án þess að koma alltaf út í mínus. Þetta væri annað ef við værum bæði í fullum vinnum þannig að við erum að finna leiðir til að komast uppúr skuldasúpunni. Vonandi á þetta strit einhverntímann eftir að snúast við og ég veit að það mun gera það.
Við Gunnar Áki fórum í gær að hitta stelpu sem ég ætla að fara að passa fyrir (fæ svipað á tímann og ég fékk í þjónavinnunni). Hún býr í mjög fínu húsi með eigin garði með sandkassa og öllu og svo er rosa fín aðstaða fyrir börnin í tofunni þannig að ég mun hafa Gunnar Áka með mér. Svo eiga þau líka dalmatiner hund sem er æðislegur. Stelpan er 15 mánaða og ég vona að þetta verði ekkert mál með þau 2 saman. Ætla amk. að prufa þetta um helgina.

Það er bara fullt af afmælum á næsta leyti ... Við Steini búin að vera saman í heil 3 ár á laugardaginn þannig að við ætlum að halda upp á það og svo verður Gunnar Áki 1/2 árs á sunnudaginn ... VÁÁÁÁ hvað tíminn er fljótur að líða, ekki langt síðan að ég var að koma með hann heim af fæðingardeildinni. Ella hérna í Vín á afmæli á laugardaginn. Svo á Boban líka stórafmæli á sunnudaginn og verður okkur boðið í veislu þar a bæ.

Þjóðverjar eru alveg að missa sig yfir valinu á páfanum. Skil það samt ekki þar sem þeir eru flestir mótmælendur eins og við. Sennilega væri íslenska þjóðin líka svona ef hann hefði verið af okkar bergi brotinn. Hvernig er með Eurovision .. maður þarf að fara að heyra lagið. Mikið mál í gangi hérna með stelpuna sem syngur fyrir þýskaland. ... mætti halda að ég væri í Þýskalandi, var bara að horfa á þýku fréttirnar ;o)

Það er búið að vera alveg meiriháttar veður hérna en í dag er smá rigning. Steini er að vinna sennilega e-ð fram að nótt og við mæðgin að fara út þegar að litla skriðdýrið vaknar. Verst að hann er ekki lengur alltaf til í að vera í kerrunni ... hann vill bara komast sjálfur um og skilur ekki þan díl að þurfa að sitja bara og gera ekki neitt.

Jæja upp með skóna
... segir hún Helga

mánudagur, apríl 18, 2005

Jæja helgin búin og ég fór í annað skiptið frá Gunnari Áka og fór í bíó að sjá íslensku myndina "Hafið" með hinni Helgunni. Feðgarnir voru einir saman í fyrsta skiptið og það gékk vel og er ég alveg rosalega fegin því. Í dag er leiðinlegur dagur því við erum að ræða fjármálin. Þannig að ég blogga seinna

laugardagur, apríl 16, 2005

Ég var að hreinsa bloggaralistann minn og það eru ansi fáir eftir og ég meira að segja bætti henni Gauju minni við. Hvað er að verða um bloggheiminn? Látið mig endilega vita ef þið vitið um blogg hjá einhverjum sem ég er ekki með. Maður náttúrulega les fleiri blogg en maður er með skráð hjá sér.
Við mæðgin fórum í smá göngutúr áðan og litli maður bara náði ekki að sofna í kerrunni og varð orðinn ansi pirr. Hann er svo ótrúlegur, hann brosir til allra og nær að bræða alla. Fór í ísbúð áðan og hélt á Gunnari Áka sem brosti sínu breiðasta og konan sagði að ísinn væri ókeypis ef sá litli ætti að fá að borða hann. Hvað með mig? Er ég ekkert heillandi lengur þó ég sé enn með maga sem ég alltaf alveg að fara að vinna í að losa mig við?
Pabbinn á heimilinu er að læra fyrir próf sem er í næstu viku og er núna á djamminu með vinnufélögum þannig að við mægðin erum bara ein í kotinu eins og oft áður. Er að pá hvort maður eigi að bjóða einhverjum í heimsókn eða bara vera löt heima.

Stundum væri ég alveg til í að vera köttur ... einu áhyggjurnar sem maður hefði væru hvort eigandinn gefi manni ekki örugglega að borða og skipti á sandinum fyrir mann, hvort litla skriðdýrið (Gunnar Áki) ná manni nokkuð einhverntímann svo afgangurinn bara leikur einn að leika og slást við systur sína, elta leikfangamýs og betla um nammi. Fyrir þeim er ekki til neitt sem heitir peningar, fjárhagsáhyggjur, skuldir, reikningar eða annað í þeim dúr.
Annars ég farin að plana útilegur í huganum, þarf bara að bíða aðeins þar til það verður orðið hlítt á nótunni líka. Það er alltaf um 20° hiti á daginn.

Sonurinn er sofnaður við að hlusta á Ragnheiði Gröndal ... eftir að við fengum okkur geislaspilara er alltaf verið að hlusta á barnalög og ég syng manna hæst. Greinilegt hver hefur mestu skemmtunina af þessu ;o) ... stundum að spá í því hvað nágrannarnir halda um okkur því það heyrist ansi vel á milli. Þau eru amk. hætt að heilsa mér formlega og segja í stað þess "Servus" og gömlu hjónin með hundinn við hliðina á okkur brosa alltaf sínu breiðasta
Húsvörðurinn (þessi leiðinlega sem ég hef talað um áður) kom i gærkvöldi og sagði "ætlið þið að leggja til pening vegna hans "Jóns"", ég bara hafði ekki grænan grun um hvaða mann hún var að tala um og afhverju aumingjans maðurinn þyrfti pening. Þá sagði hún mér að hann "Jón" á 2hæðinni hefði látist og hún væri að safna pening fyrir kransi ... auðvitað lét ég hana fá smá pening þó svo ég hafi ekki hugmynd um hver þessi maður var, en vona samt að hann njóti þess að fá krans á leiðið sitt.
Við fórum að leiðið hennar Eriku (fatlaða konan sem við vorum með í liðveislu) um daginn, við keyptum voða sæta pottaplöntu og settum hana hjá ... vorum ekki með nein verkfæri til að setja þetta ofan í moldina og kransarnir voru enn fyrir. Ætlum að fara aftur á næstunni og laga þetta. Kirkjugarðurinn (eða "friðarhofið" eins og þýskumælandi þjóðir segja og mér finnst mikið fallegra orð) er alveg svakalega stór og það tók dágóðan tíma og var dágóður spotti að hennar leiði. Sumir legsteinarnir eru mjög tilburðarmiklir og eru eins og listaverk.

Njótið það sem eftir er helgarinnar
Helga Þórey

föstudagur, apríl 15, 2005

Ég held ég hafi verið að finna mig í dag ... týndi mér einhverstaðar á leiðinni. Veit ekki alveg hvað gerðist en nú er gamla Helga komin og orkan með ;o)
Búin að vera að ná upp blogglestri sem ég var alveg dottin út úr ... gaman að þessu
Er ekki gaman að vera til, jú það held ég nú og hafið það

Vor í hjörtum
Já hér hjá mér er sko komið vor. Veðrið er orðið unaðslegt og ég er meira segja að berjast við það að setja son minn ekki í 66°Norður flíspeysuna sína og troða á hann húfu. Það eru þó blendnar tilfinningar sem berjast um í mér þegar að ég tala við sólina. Hún er óvinur minn en samt svo góð. Þetta er svona hturs-ástarsamband held ég bara. En það er ekki eins og maður geti ekki lifað hamingjusamlega með því.
Ég er farin að drekka skuggalega mikið af kaffi og svo er ég farin að drekka diet kók ... já ég veit, mér hefur alltaf fundist það ógeð en það bara gerðist e-ð með kókið. Sennilega búið að setja e-ð vanabindandi í það eins og allt og það alveg veiddi mig á sinn öngul ... en shit hvað þetta er ógeðslega óhollur drykkur. Hvernig getur maður látið þetta ofan í sig með góðri samvisku. En ástæðan fyrir þessari koffíndrykki er mjög sennilega sú að ég er mikil kvöldmanneskja og það er hátið ef ég fer að sofa fyrir miðnætti. Svo vaknar sonur minn mjög snemma og þar af leiðandi þarf ég að kveðja draumalandið. Svo þegar að hann leggur sig á daginn þá nota ég tímann í að gera allt sem ég þarf að gera. Gólfið þarf alltaf að vera nokkuð hreint núna þar sem hann er farinn að flakka um góldið og svo þarf maður líka tíma til að eyða í vitleysu eins og að hanga á netinu ... en mér finnst ég bara svo sambandslaus við umheyminn ef ég kemst ekki á netið og svo er bara svo mikið sem maður þarf að skoða og gera. Svo erum við vinkonurnar skytturnar4 (ég, Eva, Silley og Eydís) með spjallgrúbbu sem er ansi skemmtileg. En ég er komin í algjöran blogggýr eftir langt frí .... fékk líka motivation frá fólki sem fór að skamma mig fyrir að fá ekki neinar fréttir nema smá í gegnum barnaland.
Ég er bara ein heima með möffins og marmaraköku því það átti að vera íslenskukennsla hjá mér og svo ég í spænskukennslu en vegna veikinda stelpnanna þá var því blásið af. Steini er að vinna þannig að ég er að spá í því hvort ég eigi að borða þetta í kvöldmatinn. Hver nennir að heimsækja einmanna húsmóður í Austurríki á föstudagskvöldi?
Í dag var síðasti dagurinn til að póstleggja umsóknir fyrir háskóla í svíþjóð (úps -ég er mjög tímanleg með marga hluti). Ég var búin að fylla allt út nema númerin á áföngunum, þegar að ég fór að lesa kröfurnar sem gerðar eru í áföngunum (skiljanlega þar sem þetta er masternám) og það á sænsku þá snögglega hætti ég við allt saman. Nú er búið að loka pósthúsinu og" no turning back" enda er ég að ath. hvort ég geti tekið sérkennarann í fjarnámi frá KHÍ. Getur verið að ég geti tekið það ef ég kem heim 3 á önn ... fjárhagslega náttúrulega ekki hægt en kannski hægt að semja um e-ð við kennarana. Ætli það sé ekki best að vinna smá í Svíþjóð áður en að maður fer í nám þar ... ég meina ég á alveg að geta talað smá sænsku þar sem ég bjó þar á mínum yngri og lærði alltaf sænsku í stað dönsku alveg fram að háskólastiginu, en þýskan er bara búin að stela ansi miklu plássi af sænskunni.

Jæja ef það les þetta einhver
þá óska ég þér góðrar helgi !!!!