Frettir fra Vinarborg

Her verda sagdar frettir af lifinu

sunnudagur, júní 19, 2005

Ristabrauð með banana og kaffi
já mmmmm það er í ansi miklu uppáhaldi núna, afhverju fær maður alltaf æði fyrir einhverju ... er maður alltaf óléttur eða?? nei því miður virðist það nú ekki alltaf vera málið
Maður er nú samt alltaf að reyna að hafa þetta hollt. Brauðið er brúnt, smjörið gert úr ólívum en kaffið er að vísu bara alls ekki hollt, hvernig sem maður drekkur það. Ég er að vísu dugleg í teinu þessa dagana og það á nú að vera aðeins betra en kaffið.
Í vinnunni um helgina var ég sveitt við að framleiða ískaffi fyrir alla til að kæla niður mannskapinn og við náðum að gera brjálæðislega gott frappe. Nú fer ég að fá æði fyrir því, mig vantar bara svona matvinnslumixara til að ná froðunni almennilega. Við Sabiene erum að hugsa um að opna Frappe kaffihús hérna í vinnunni, því allir elka að fara á kaffihús og þá getur bara fólk komið til okkar og setið í frábæra garðinum. Vinnuhelgin var mjög fín og í gær létum við bara fara vel um okkur í garðinum og spiluðum badminton og boccia. Jæja mikið er lífið yndislegt og ég komin í frí fram á fimmtudag. Vinn þá og fös og laug og þá er ég komin í 2 vikna sumarfrí sem ég ætla að eyða með mömmu og co. að mestu og draga svo Steina með í útilegu einhverntíman seinni vikuna.
Við Steini höfum verið í mjög svo svakalegu sparnaðarátaki og mun ég segja ykkur frá niðurstöðunum í lok mánaðarins ... við erum að tala um að það virkar svakalega vel þó svo það hafi ekki verið auðvelt á köflum að neyta sér um nánast allt

Best að fara að gera fjölskylduna fína fyrir 17 júní fagnað íslendingafélagsins - án efa munu byrtast myndir af því á síðunni hans snúðsins míns.

föstudagur, júní 17, 2005

jibbí jei og jibbí ...... það er kominn 17 júní
Jæja gott fólk til hamingju með þjóðhátíðardaginn !!!!
Ég var að vinna í dag eins og síðustu daga og eftir morgundaginn er ég komin í smá frí fram á fimmtudag. Í dag fór ég á fest með Manfred og þar hittum við son minn og faðir hans. Æðislegt að hitta þá feðgana. Gunnar lék sé í grasinu og dillaði bossanum í takt við tónlistina. Þeir komu líka í vinnuna til mín á miðvikudaginn og sá stutti var settur í sandkassa í fyrsta skiptið. Honum fannst það nú samt ansi skrítið litlu pjattrófunni minni. Frábært fyrir hann að geta komið til mín í vinnuna þar sem við erum með frábæran garð þar. Búin að taka fyrstu næturvaktina og ég svaf eins og steinn í 6 tíma aldrei þessu vant og gat því notið dagsins með litla snúðnum.
Á sunndudaginn erum við að fara að halda upp á þjóðhátíðardaginn með hinum íslendingunum í Vín/Austurríki og svo á mánudaginn erum við að fara að hitta íslenskuvínarmömmurnar heima hjá Evu Björk og þar verður sundlaug til að sulla í.

JIBBÍ:
Mamma og 2 minnstu systkini mín eru að koma á miðvikudaginn og ég er að vinna smá fyrstu 3 dagana. En það verður "sumarveisla" í garðinum í vinnunni á föstudaginn og þau ásamt mönnunum mínum munu koma þar og njóta veitinga og skemmtunar. Ég sé um veitingarnar þannig að þetta verður sko flott ... hí hí

Nýr gestalisti:
Mamma og co 22 júní-6 júlí
Sigga systir Steina 20 júlí
Siggi bróðir Steina og Þóra óvíst
Gunnar föðurbróðir Steina í ágúst
Við Gunnar Áki förum heim í 2 vikur 12 eða 14 ágúst

Þannig að það er einn laust, fyrstir koma fyrstir fá !!!!

Meðan ég man:
Þið getið skráð heimasímanúmerið mitt 0043-19130050 hjá símanum sem "Vinur í heimasíma í útlöndum" og þá getið þið hringt frítt í mig 120 mínútur á mánuði !!!! .... þ.e. ef þið hafið áhuga á að tala við mig, annars getið þið bara sett einhvern annan í útlöndum ;o)

Jæja ætla að henda mér í kalt bað ... hér fer að líða á miðnætti og það er bara 25° hiti
Góða nótt
Helga Þórey

mánudagur, júní 13, 2005

Ég var að vinna alla helgina og er í fríi í dag og svo tekur við löng vinnutörn fram á laugardag. Á laugardaginn fórum við í gönguferð og kaffihúsaferð í Prater og í gær fór ég sem leiðsögumaður í dýragarðinn Schönbrunn, við erum að tala um að ég var mun áhugasamari og spenntari en allir sem með mér voru. Mig langaði að vera lengur en íbúar sambýlisins og hin starfsmaðurinn voru komin með nóg ... en við vorum ekki búin að sjá allt ... já já já ok ég er dýrasjúk

Það er frábært veður hérna núna og þegar að litli sonur minn vaknar þá ætla ég með hann í garð. Lofa honum að skríðast um í náttúrunni og ég að njóta þess að vera með honum í fríi

Mamma, Hugga og Stebbi kom hingað 22 júní og verða til 6 júlí, ansi mikil tilhlökkun að fá þau ... væri samt ansi skemmtilegt að fá alla fjölskylduna en það er nú víst ekki hægt

föstudagur, júní 10, 2005

Mömmur hafa minni tíma til að blogga .... eða nota frítímann meira í annað
Hér er bara að verða ágætis veður aftur eftir kuldakast ... já í gær var sami hiti hér og á Akureyri og í síðustu viku var ég að bráðna úr hita með nakið barnið úti að labba (ok hann var í bleyju en bara af praktískum ástæðum)
Ég varð elliær í gær en bara sátt við það því ég er svo ung í anda. Við héldum smá afmæli, Steini bakaði 2 kökur og ég eitt eplapæ og hingað komu Boban, Lidia, David, Helga, Jón, Nanna og stelpurnar. Dagurinn var æðislegur með þvi að ég heyrði í mörgum sem ég hef ekki heyrt í lengi eins og Söru systir og Unni. Takk fyrir allar afmæliskveðjurnar nær og fjær

Mín er líka byrjuð að vinna og það er bara fínasta tilfinning að vera að gera samfélaginu öðruvísi gagn en að vera að vinna svona eftir að ég vandist því að fara svona lengi frá snúðnum mínum. Það á samt alltaf eftir að vera erfitt held ég en þessum yndislegara að koma heim úr vinnunni. Fyrsta vaktin mín byrjaði alls ekki vel því að ég þurfti að fara í jarðaför hjá Walter, manninum sem ég var tengiliður og hef talað aðeins um hérna á blogginu. Þannig að bæði þau sem ég hafði sem mest með að gera eru farin til himna og hafa það sennilega bara betra þar en hér. Ég ætlaði að vera rosalega sterk því þarna voru vinnufélagar og sambýlisfólkið en ég bara missti mig alveg þegar að presturinn fór að tala því maður fer alltaf að ryfja upp gamla tíma og við áttum ansi góða tíma saman og hjálpaði ég fór með honum í gegnum súra og sæta kafla í hans lífi. Ég er ofsalega þakklát fyrir að hafa fengið að kynnast honum og notið þeirra lífslgleið sem hann bjó yfir þrátt fyrir allt sem hann hafði lifað í sinni bernsku og alveg þar til hann flutti til okkar en þá var hann að berjast við sykursýkina sem leiddi til þess að hann kvaddi okkar jarðveru. Mestu framfarir sem ég hef séð á einum einstakling og það hleypti miklu ljósi í mitt hjarta. Hann hvorki talaði, labbaði né borðaði sjálfur þegar að ég hitti hann fyrst en var farinn að skokka um sjálfur og segja skrítlur þegar að ég kvaddi hann til að sinna bumbunni minni. Ég fór ekki nema 2 í heimsókn á sambýlið á meðan að hann var því mér fannst það allt of erfitt og hann fór alltaf að gráta þegar að ég fór. Svona er lífið

Það er búið að ver margt um manninn á Sonnwendgasse og mikið gestastuð. Mamma, Stebbi og Hugga eru að koma núna í lok júní ... ekki enn komin dagsetning því það er víst mikil ásókn í beina flugið hjá Katla travel en núna vorum við að frétta að www.laudaair.com væri líka að fljúga beint hingað í sumar svo að það fer nú að koma tímasetning. Hjálmar vinur Steina er líka að fara að koma en það gæti skorist á við mömmu og co. ... sjáum hvað setur. Allavegann þá hlakka ég alveg svakalega til að fá mömmu og smá hluta af systkinum mínum.

Jæja eldun og sonur kalla á mömmu sína
Helga mömmustelpa