Frettir fra Vinarborg

Her verda sagdar frettir af lifinu

mánudagur, júní 13, 2005

Ég var að vinna alla helgina og er í fríi í dag og svo tekur við löng vinnutörn fram á laugardag. Á laugardaginn fórum við í gönguferð og kaffihúsaferð í Prater og í gær fór ég sem leiðsögumaður í dýragarðinn Schönbrunn, við erum að tala um að ég var mun áhugasamari og spenntari en allir sem með mér voru. Mig langaði að vera lengur en íbúar sambýlisins og hin starfsmaðurinn voru komin með nóg ... en við vorum ekki búin að sjá allt ... já já já ok ég er dýrasjúk

Það er frábært veður hérna núna og þegar að litli sonur minn vaknar þá ætla ég með hann í garð. Lofa honum að skríðast um í náttúrunni og ég að njóta þess að vera með honum í fríi

Mamma, Hugga og Stebbi kom hingað 22 júní og verða til 6 júlí, ansi mikil tilhlökkun að fá þau ... væri samt ansi skemmtilegt að fá alla fjölskylduna en það er nú víst ekki hægt

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home