Frettir fra Vinarborg

Her verda sagdar frettir af lifinu

föstudagur, júní 17, 2005

jibbí jei og jibbí ...... það er kominn 17 júní
Jæja gott fólk til hamingju með þjóðhátíðardaginn !!!!
Ég var að vinna í dag eins og síðustu daga og eftir morgundaginn er ég komin í smá frí fram á fimmtudag. Í dag fór ég á fest með Manfred og þar hittum við son minn og faðir hans. Æðislegt að hitta þá feðgana. Gunnar lék sé í grasinu og dillaði bossanum í takt við tónlistina. Þeir komu líka í vinnuna til mín á miðvikudaginn og sá stutti var settur í sandkassa í fyrsta skiptið. Honum fannst það nú samt ansi skrítið litlu pjattrófunni minni. Frábært fyrir hann að geta komið til mín í vinnuna þar sem við erum með frábæran garð þar. Búin að taka fyrstu næturvaktina og ég svaf eins og steinn í 6 tíma aldrei þessu vant og gat því notið dagsins með litla snúðnum.
Á sunndudaginn erum við að fara að halda upp á þjóðhátíðardaginn með hinum íslendingunum í Vín/Austurríki og svo á mánudaginn erum við að fara að hitta íslenskuvínarmömmurnar heima hjá Evu Björk og þar verður sundlaug til að sulla í.

JIBBÍ:
Mamma og 2 minnstu systkini mín eru að koma á miðvikudaginn og ég er að vinna smá fyrstu 3 dagana. En það verður "sumarveisla" í garðinum í vinnunni á föstudaginn og þau ásamt mönnunum mínum munu koma þar og njóta veitinga og skemmtunar. Ég sé um veitingarnar þannig að þetta verður sko flott ... hí hí

Nýr gestalisti:
Mamma og co 22 júní-6 júlí
Sigga systir Steina 20 júlí
Siggi bróðir Steina og Þóra óvíst
Gunnar föðurbróðir Steina í ágúst
Við Gunnar Áki förum heim í 2 vikur 12 eða 14 ágúst

Þannig að það er einn laust, fyrstir koma fyrstir fá !!!!

Meðan ég man:
Þið getið skráð heimasímanúmerið mitt 0043-19130050 hjá símanum sem "Vinur í heimasíma í útlöndum" og þá getið þið hringt frítt í mig 120 mínútur á mánuði !!!! .... þ.e. ef þið hafið áhuga á að tala við mig, annars getið þið bara sett einhvern annan í útlöndum ;o)

Jæja ætla að henda mér í kalt bað ... hér fer að líða á miðnætti og það er bara 25° hiti
Góða nótt
Helga Þórey

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home