Frettir fra Vinarborg

Her verda sagdar frettir af lifinu

sunnudagur, júní 19, 2005

Ristabrauð með banana og kaffi
já mmmmm það er í ansi miklu uppáhaldi núna, afhverju fær maður alltaf æði fyrir einhverju ... er maður alltaf óléttur eða?? nei því miður virðist það nú ekki alltaf vera málið
Maður er nú samt alltaf að reyna að hafa þetta hollt. Brauðið er brúnt, smjörið gert úr ólívum en kaffið er að vísu bara alls ekki hollt, hvernig sem maður drekkur það. Ég er að vísu dugleg í teinu þessa dagana og það á nú að vera aðeins betra en kaffið.
Í vinnunni um helgina var ég sveitt við að framleiða ískaffi fyrir alla til að kæla niður mannskapinn og við náðum að gera brjálæðislega gott frappe. Nú fer ég að fá æði fyrir því, mig vantar bara svona matvinnslumixara til að ná froðunni almennilega. Við Sabiene erum að hugsa um að opna Frappe kaffihús hérna í vinnunni, því allir elka að fara á kaffihús og þá getur bara fólk komið til okkar og setið í frábæra garðinum. Vinnuhelgin var mjög fín og í gær létum við bara fara vel um okkur í garðinum og spiluðum badminton og boccia. Jæja mikið er lífið yndislegt og ég komin í frí fram á fimmtudag. Vinn þá og fös og laug og þá er ég komin í 2 vikna sumarfrí sem ég ætla að eyða með mömmu og co. að mestu og draga svo Steina með í útilegu einhverntíman seinni vikuna.
Við Steini höfum verið í mjög svo svakalegu sparnaðarátaki og mun ég segja ykkur frá niðurstöðunum í lok mánaðarins ... við erum að tala um að það virkar svakalega vel þó svo það hafi ekki verið auðvelt á köflum að neyta sér um nánast allt

Best að fara að gera fjölskylduna fína fyrir 17 júní fagnað íslendingafélagsins - án efa munu byrtast myndir af því á síðunni hans snúðsins míns.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home