Frettir fra Vinarborg

Her verda sagdar frettir af lifinu

fimmtudagur, september 29, 2005

Í gær var gott veður. Ég fór að vinna kl 15-20:30 og svo hitti ég Steina með Gunnar Áka og Dóró á Stephanplatz og við fórum á pizzustað því þau voru að koma úr ræktinni ... steini að hreyfa sig og þau í barnapössuninni hjá Lidiu. Eftir það fórum við og fengum okkur ís og horðum á 3 skondna karla spila flotta tóna. Dórótea gaf þeim smá pening og þeir voru mjög ánægðir með það. Henni fannst líka stephansdom alveg svakalega flott ... Gunnar Áki varð hræddur við hestana, litið hjarta þarna á ferð.

Núna í dag er bara 13° hiti og rigning. Við erum að spá í að fara í IKEA eða e-ð slíkt, það er bara svolítið ferðalag. Dórótea vill bara taka leigubíl þangað. Henni finnst voða skrítið að við förum aldrei í bíl neitt. Eina skiptið var í leigubíl frá flugvellinum þegar að við komum. En henni finnst líka mjög gaman að fara í neðanjarðarlestarnar og öll hin samgöngutækin.

þriðjudagur, september 27, 2005

Jæja í dag er haustveður í fyrsta skiptið held ég. Úff það hefur varla sést til sólar og búið að rigna mest allann daginn. Í gær var samt fínasta veðru og við hittum Auði Lind og 8 mánaða dóttur hennar hana Hönnu Maríu. Eftir kaffið fórum við á Heldenplatz og í Rosengarten og svo varð sonur minn mjög mjög pirraður og við fórum heim. Þá var komið kvöld og ég eldaði hakk og spagetti handa liðinu. Eftir það fórum við í að koma krökkunum í rúmið og Steini fór að sofa. Ég fór að vera á netinu og varð allt of lengi. En í morgun vöknuðum börnin ekki fyrr en um 10 og það var algjör unaður. Ég fór svo að vinna kl 12;30 og Steini tók við börnunum á stoppistöðinni. Þau fóru e-ð að bralla og ég kom svo heim um 20 leitið. Í kvöld var fyrsta kvöldið í að láta Gunnar Áka fara sjálfann að sofa og það var ekki svo auðvelt. En það tók sem betur fer merkilega stuttann tíma. Núna ætla ég að fara að lesa fyrir Dóróteu og fara svo sjálf að sofa.

sunnudagur, september 25, 2005

Eftir næturvaktina kom ég heim og tók okkur til fyrir sveitarferð upp í fjall. Verð að viðurkenna að ég var svona nett þreytt og með túrverki dauðans og hefði mest af öllu viljað fara að sofa en fjallaloftið og kaffibolli læknaði þetta og gaf mér einhverja rosalega gleðiorku. Veðrið var guðdómlegt og þetta var eins og í ævitýri á tímabili. En svo þurfti ég að líta á klukkuna og bang, við vorum að verða of sein í matarboð til Lidiu og Davíðs. Ég tók börnin og skokkaði með þau í strætó ... ok allir Vínarbúar höfðu semsagt fengið sömu hugdettu og ég að fara upp í fjallið og njóta dagsins þannig að strætó var sneisafullur af gömlu fólki og hundum. Gömlu konurnar klipu í kinnarnar á Gunnsa og töluðu við Dóróteu á hávínerísku meðan ég reyndi að halda mér standandi meðan bíslstjórinn lék sér að því að henda okkur farþegunum niður eins og dómínóköllum. Hjá Lidiu var Steini mættur í Buritopartýið og við snæddum þar ásamt gestgjöfum og Bobani. Eftirrétturinn var búðingur með karamellusósu að hætti spánverja. Kvöldið var frábrugðið öðrum hittingum með þessu sama fólki því allir voru að heilla Dóróteu sem hafði ansi gaman af.
Dagurinn í dag fór ansi rólega af stað. Það er enn frábært veður og við ákváðum að fara í Prater tívolíið með Dóróteu þegar að Steini væri búinn að vinna. Þegar að sólin fór kólnaði alveg niður í 18° og ég setti Gunnar Áka í vetlinga og Dóróteu líka, fólki fannst þetta held ég ansi skondið en það er bara svona að þegar að mér er kallt þá held ég líka að öðrum sé það og ég er mikil kuldaskræfa. Dóróteu fannst amk. mikið sport að fá að vera í vetlingum frænda síns. Ég er klikkuð og ég veit það, ég er búin að vera með dúnsængina í allt sumar ... ok það kom tímabil sem ég svaf bara með sængurverið en það var ekki lengi. Í vinnunni er mér alltaf kallt á nóttunni og ég sef alltaf með teppi ofan á sænginni. Á síðasta starfsmannafundi komst ég að því að það er eins komið fyrir yfirmanneskjunni og því verður keypt önnur sæng fyrir okkur ;o)
Jæja ég ætla að leggjas undir dún til að reyna að ná úr mér uppsafnaðri þreytu.

Góða nótt alheimur
Helga

föstudagur, september 23, 2005


Bless Sonnwendgasse og halló Murlingengasse !!!
Já eins og sjá má neðar þá erum við að flytja um miðjan næsta mánuðHér er önnur mynd af stofunni ... við eigum engar myndir af svefnherbergjunum en þau eru bæði jafn stór eða ca 11 m2. Eldhúsið er líka 11m2 og stofan er 20 m2.Ég get bara sett inn eina mynd í einu þannig að ég verð bara að gera þetta svona ...Nei komið sæll öllsömul, eigi skal mig undra að engin kíkki hér inn því ég skrifaði síðast fyrir rúmum 3 mánuðum. Það hefur allmargt á daga mína drifið síðan þá. Ég er búin að fara til Íslands í 2 vikur, kom svo til vínar með auka barn (Dóróteu systurdóttur mína) með mér og hún er enn hjá mér. Nú er ég búin að vera á fullu að sinna börnunum tveimur, heimilinu og vinnunni. Minn tími í tölvunni fer svo í að setja inn myndir af snúllunum, skrifa í vefdagbækurnar þeirra og svo að skoða aðrar barnasíður. Nú er ég á næturvakt, búin að gera allt og hef því smá tíma fyrir að tjá mig hér. Ef einhver sér þetta þá væri gaman að fá komment bara svona upp á stuðið. Við erum búin að lenda í leiðindar máli við leigjandann okkar sem er bara fífl ef ég má orða það á svona nettan hátt. Hún kærði okkur fyrir dómstóla fyrir að hafa ekki borgað tvisvar leiguna og hefði hún bara hringt í okkur til að spyrja hefði þetta aldrei orðið neitt mál. Við höfum alltaf millifært af bankareikningnum okkar en í tvö skipti fórum við með pening í pósthúsið þar sem hún er með reikning og borguðum þar. Hún sá sem sagt ekki greiðsluna frá okkur og fór strax með málið til lögfræðings sem sendi til okkar "eignartaka" sem ruddist inn til okkar einn morgunin og skrifaði niður eigur okkar. Við þurftum að standa í alskonar veseni út af þessu og vissum ekki rétt okkar fyrr en við fórum til lögfræðings okkar. Þetta endaði auðvitað þannig að kerlinginn þurfti að borga allann málskostnað og auðvitað okkar lögfræðing í leiðinni. Máturlegt á hana fyrir arrogansinn. Eins og gefur að skilja viljum við alls ekki vera áfram hjá þessari konu og erum loksins búin að finna okkur nýja íbúð. Hún er svipað stór en 3ja herbergja. Þau sem leigja hana eru að byggja sér hús og eru að bíða eftir að fá að komast inn í það. En okkar leigusamningur tekur gildi þann 14. okt og þann dag ætlum við að skila íbúðinni sem við erum í. Læt myndir fylgja. Við erum ekkert smá spennt að flytja og losna undan hexunni.
Annars er ég bara í því að gera e-ð barnavænt eins og að fara í garða, leikvelli, piknik og allt í þeim dúr. Nú svo er ég líka að elda svona fjölskyldumat eins og að gera soðin fisk með kartöflum, plokkfisk, bakaðar baunir og allskonar svona sem ég geri aldrei fyrir okkur Steina bara. Ef ég á að vera hreinskilin þá hef ég svakalega lítinn tíma fyrir sjálfa mig og er fyrst að finna það núna á allri minni æfi en það er líka svo rosalega mikið sem maður fær í staðin. Gunnar Áki er búinn að taka sín fyrstu skref og verður 11 mánaða á morgun. Eydís vinkona á líka afmæli og fær nú kannski bara eitt stykki barn í afmælisgjöf ef hún verður svo heppin.
Jæja löggan var að hringja því gömul kona hringdi í þá til að láta vita að unglingar væru að bögga einn skjólstæðing okkar. Þau vildu bara fá á hreint hvort að hann mætti vera aleinn úti og hvort þeir ættu að koma honum til okkar. Hann fer vonandi að skila sér heim svo að ég geti farið róleg að sofa (ég hélt að allir Vínarbúar þekktu þennan dreng og vissu að hann er alltaf á flakkinu). Var búin að hlakka til þess að fá kannski að sofa heila nótt án þess að þurfa að vakna til að stinga snuði upp í einhvern ... ha ha ha