Frettir fra Vinarborg

Her verda sagdar frettir af lifinu

sunnudagur, september 25, 2005

Eftir næturvaktina kom ég heim og tók okkur til fyrir sveitarferð upp í fjall. Verð að viðurkenna að ég var svona nett þreytt og með túrverki dauðans og hefði mest af öllu viljað fara að sofa en fjallaloftið og kaffibolli læknaði þetta og gaf mér einhverja rosalega gleðiorku. Veðrið var guðdómlegt og þetta var eins og í ævitýri á tímabili. En svo þurfti ég að líta á klukkuna og bang, við vorum að verða of sein í matarboð til Lidiu og Davíðs. Ég tók börnin og skokkaði með þau í strætó ... ok allir Vínarbúar höfðu semsagt fengið sömu hugdettu og ég að fara upp í fjallið og njóta dagsins þannig að strætó var sneisafullur af gömlu fólki og hundum. Gömlu konurnar klipu í kinnarnar á Gunnsa og töluðu við Dóróteu á hávínerísku meðan ég reyndi að halda mér standandi meðan bíslstjórinn lék sér að því að henda okkur farþegunum niður eins og dómínóköllum. Hjá Lidiu var Steini mættur í Buritopartýið og við snæddum þar ásamt gestgjöfum og Bobani. Eftirrétturinn var búðingur með karamellusósu að hætti spánverja. Kvöldið var frábrugðið öðrum hittingum með þessu sama fólki því allir voru að heilla Dóróteu sem hafði ansi gaman af.
Dagurinn í dag fór ansi rólega af stað. Það er enn frábært veður og við ákváðum að fara í Prater tívolíið með Dóróteu þegar að Steini væri búinn að vinna. Þegar að sólin fór kólnaði alveg niður í 18° og ég setti Gunnar Áka í vetlinga og Dóróteu líka, fólki fannst þetta held ég ansi skondið en það er bara svona að þegar að mér er kallt þá held ég líka að öðrum sé það og ég er mikil kuldaskræfa. Dóróteu fannst amk. mikið sport að fá að vera í vetlingum frænda síns. Ég er klikkuð og ég veit það, ég er búin að vera með dúnsængina í allt sumar ... ok það kom tímabil sem ég svaf bara með sængurverið en það var ekki lengi. Í vinnunni er mér alltaf kallt á nóttunni og ég sef alltaf með teppi ofan á sænginni. Á síðasta starfsmannafundi komst ég að því að það er eins komið fyrir yfirmanneskjunni og því verður keypt önnur sæng fyrir okkur ;o)
Jæja ég ætla að leggjas undir dún til að reyna að ná úr mér uppsafnaðri þreytu.

Góða nótt alheimur
Helga