Frettir fra Vinarborg

Her verda sagdar frettir af lifinu

fimmtudagur, september 29, 2005

Í gær var gott veður. Ég fór að vinna kl 15-20:30 og svo hitti ég Steina með Gunnar Áka og Dóró á Stephanplatz og við fórum á pizzustað því þau voru að koma úr ræktinni ... steini að hreyfa sig og þau í barnapössuninni hjá Lidiu. Eftir það fórum við og fengum okkur ís og horðum á 3 skondna karla spila flotta tóna. Dórótea gaf þeim smá pening og þeir voru mjög ánægðir með það. Henni fannst líka stephansdom alveg svakalega flott ... Gunnar Áki varð hræddur við hestana, litið hjarta þarna á ferð.

Núna í dag er bara 13° hiti og rigning. Við erum að spá í að fara í IKEA eða e-ð slíkt, það er bara svolítið ferðalag. Dórótea vill bara taka leigubíl þangað. Henni finnst voða skrítið að við förum aldrei í bíl neitt. Eina skiptið var í leigubíl frá flugvellinum þegar að við komum. En henni finnst líka mjög gaman að fara í neðanjarðarlestarnar og öll hin samgöngutækin.