Frettir fra Vinarborg

Her verda sagdar frettir af lifinu

þriðjudagur, september 27, 2005

Jæja í dag er haustveður í fyrsta skiptið held ég. Úff það hefur varla sést til sólar og búið að rigna mest allann daginn. Í gær var samt fínasta veðru og við hittum Auði Lind og 8 mánaða dóttur hennar hana Hönnu Maríu. Eftir kaffið fórum við á Heldenplatz og í Rosengarten og svo varð sonur minn mjög mjög pirraður og við fórum heim. Þá var komið kvöld og ég eldaði hakk og spagetti handa liðinu. Eftir það fórum við í að koma krökkunum í rúmið og Steini fór að sofa. Ég fór að vera á netinu og varð allt of lengi. En í morgun vöknuðum börnin ekki fyrr en um 10 og það var algjör unaður. Ég fór svo að vinna kl 12;30 og Steini tók við börnunum á stoppistöðinni. Þau fóru e-ð að bralla og ég kom svo heim um 20 leitið. Í kvöld var fyrsta kvöldið í að láta Gunnar Áka fara sjálfann að sofa og það var ekki svo auðvelt. En það tók sem betur fer merkilega stuttann tíma. Núna ætla ég að fara að lesa fyrir Dóróteu og fara svo sjálf að sofa.